Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
37
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Málæði og fjörugt félagslíf
— samband Tvíbura (21.
maí- 2. júní) og Vogar (23.
segt.-22. okt.).
í dag ætla ég að íjalla um
samband dæmigerðs Tvíbura
og Vogar. Lesendur eru
beðnir að hafa í huga að
hver maður er samsettur úr
nokknim stjörnumerkjum og
því hafa aðrir þættir einnig
áhrif hjá hveijum og einum.
Tvíburi og Vog eru lík merki
og ættu því að eiga ágætlega
saman. Bæði eru loftsmerki,
þ.e. lífsorka þeirra beinist inn
á hugmyndaleg og félagsleg
svið, og bæði eru jákvæð,
opin og úthverf. Vogin er
síðan frumkvæð en Tvíburinn
breytilegur.
Hreyfing
Samband þessara merkja
einkennist af stórkostlegum,
hugmyndalegum fímleikum.
Bæði merkin lifa að miklu
leyti fyrir hugmyndir og eru
á stöðugri hreyfíngu til allra
og engra staða. í raun getur
allt gerst í þessu sambandi
og það eina örugga er að
mikið verður um breytingar.
Vogin misskilin
Að mörgu leyti er Vogin
sérstakt merki og mjög auð-
velt er að misskilja eðli
hennar. í fyrsta lagi eru Vog-
ir blíðar og mjúkar í fram-
komu, eru þægilegar og
tillitssamar. Þegar við það
bætist að þær eiga til
óákveðni er freistandi að
segja: „Já, Vogin. Hún er
indæl en ósjálfstæð, það er
hægt að spila á hana eftir
vild.“ Okkur verður því iðu-
lega á sú skyssa að afgreiða
hana of auðveldlega.
Mjúka leiðin
Ástæðan fyrir óákveðni
Vogarinnar er sú að hún vill
sjá allar hliðar á hverju máli.
Hún þarf að skoða andstöðu
hvers máls áður en hún tekur
ákvörðun. Hún er því óákveð-
in á meðan hún er að velta
málum fyrir sér. Þegar ák-
vörðun hefúr hins vegar verið
tekin er hún ákveðin og
óhagganleg. Vogin er frumk-
vætt merki. Hún tekur því
oft forystu og þar sem hún
er félagslynd lendir hún oft
í félagslegri stjórnunarstöðu.
Hún notar mjúku leiðina til
að ná völdum. Hún brosir og
ræðir málin, en er jafnframt
að spila á þína veiku punkta.
Við skulum því ekki halda
að mýkt Vogarinnar sé veik-
leiki. Staðreyndin er sú að
margar Vogir snúa fólki í
kringum sig. Þær heilla menn
til hlýðni við málstað sinn!
Mismunur
Samband þessara merkja
einkennist af tvennu. Stöð-
ugu málæði og vangaveltum
og fjörugu félagslífí. Erfítt
er að sjá hver leiðir hvem á
því sviði. Það sem helst skilur
á milli er að Tvíburinn er eirð-
arlausari og breytilegri.
Þegar Vogin hefur loksins
tekið ákvörðun, eftir að hafa
vegið og metið allar hliðar,
heldur hún sig yfirleitt við
hana. Til hvers að breyta um
skoðun, þegar þú ert búinn
að skoða alla möguleika?
Tvíburinn getur aftur á móti
skipt um skoðun á tveggja
mínútna fresti ef því er að
skipta.
Svigrúm
Til að halda þessu sambandi
góðu þurfa þau að lifa at-
hafnasömu félagslífi og hafa
nóg af umræðuefnum. Þau
þurfa að gefa hvort öðm
frelsi og svigrúm. Að öðm
leyti þykja þessi merki heppi-
leg saman. Það sem helst
gæti amað að er skortur á
andstæðum og spennu.
Áhuginn gæti því dofnað með
tímanum.
GARPUR
HVA£> EfS PETTAPcSAfSP.
JK NOTAR AFL SITT TIL
AP áTýHA áEI VI SKIP/N'J
Í jTJÓfgNKLEFA ÚEI.VISICIRaMS---
Þlj Ei?r Al>mi, e>ABPORi
FÚÓÆTIR STEFNT vráf?-'
k Éó .VIEINA OKKJR i
hættu!
„,/g -p McNaught Synd. ^ iliZL
X-9
té&S/A/A/'Pé
<&&?///>/ ypo ■>'
AfíXSf
TOMMI OG JENNI
7— * 7~. -7 \ I V " , 7 ^
UOSKA
ÉS E/S AÚKA-' ) > þú
6REIE>SUUA <( ÆTTII? >
Þessu aru / Vað fjár/
jp?A/A
E-Kl PAB HlUSTj
AR. ENQIMM f
V-
SMAFOLK
UJHAT PIP VOU PO (JUITH
THE PICTURE OF ME
THAT I 6AVE VOU 7
Hvað gerðirðu við mynd- Ég fleygði henni!
ina af mér sem ég gaf þér? Með eigin höndum?
Auðvitað.
Hann snertí myndina af
mér!
Umsjón: Guðm. Páll
Amarson
Sagnir þróðustu nákvæmlega
eins á báðum borðum í fyrsta
spili „úrslitaleiks" Polaris og
Sigtryggs Sigurðssonar í síðustu
umferð Reykjavíkurmótsins.
Fyrstu tveir slagimir gengu
einnig eins fyrir sig, en svo
skildu leiðir. Og munaði þar fjór-
um slögum!
Norður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ ÁK92
♦ G8
♦ K8632
♦ 108
rCDVMM ARin
rtKUIlMAIMU
BRIDS
Vestur
♦ 1074
¥ K105
♦ G10954
♦ 72
Austur
♦ D863
♦ D76
♦ ÁD7
♦ KDG
Suður
♦ G5
¥ Á9432
♦ -
♦ Á96543
Ásmundur Pálsson í sveit Pol-
aris og Hrólfur Hjaltason í sveit
Sigtryggs héldu á spilum aust-
urs og sögðu báðir eitt grand
ofan í opnum norðurs á tígli.
Margar sagnir koma til greina
á spil suðurs, en það kom á óvart.
að jafn ólíkir spilarar og Hjalti
Elíasson (Polaris) og Oli Már
Guðmundsson skyldu velja sömu
sögnina — DOBL. Svar var pass-
að út.
Útspilið var Iauffimma, fjórða
hæsta. Sagnhafi átti slaginn og
spilaði tíguldrottningunni. Norð-
ur getur nú tekið samninginn
beint einn niður með því að
drepa og spila laufi, en eðlilega
dúkkuðu báðir norðurspilaram-
ir. Suður kastaði hjarta.
Næst spiluðu sagnhafarnir v
tveir, Hrólfur og Ásmundur,
hjartadrottningu. Óli Már var
ekki viðbúinn, hikaði aðeins og
upplýsti þar með ásinn. Hann
drap á ásinn eftir nokkra yfír-
Iegu og spilaði spaðagosa, sem
Ásmundur fékk að eiga á drottn-
ingu. Ásmundur sótti nú sjálfur
laufslaginn sinn, fór inn á
hjartakóng (gosinn datt) tók
tígulsvíninguna og fékk átta
slagi. 280 í AV.
Á hinu borðinu dúkkaði Hjalti
hjartadrottninguna umhugsun-
arlaust, svo Hrólfur spilaði næst
hjarta á tíuna og spilið hrundi.
Tveir niður og 300 til NS, sam-
tals 11 punktar til Polaris.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Tall-
inn í Eistlandi í haust kom þessi
staða upp í skák alþjóðlegu
meistaranna Smagin, Sovétríkj-
unum, sem hafði hvítt og átti
leik, og Stohl, Tékkóslóvakíu.
Byijun skákarinnar var athygl-
isverð: 1. e4 — c5, 2. c3 — d5.
3. exd5 — Dxd5, 4. d4 — Rf6,
5. Rf3 - e6, 6. Ra3 - a6, 7.
Rc4 - Rbd7, 8. Bg5 - Be7, 9.
Be2 - b5?I, 10. Bxf6 - Bxf6?
11. Rfd2! (Svartur hlýtur nú að
tapa liði) — bxc4 (Sízt betra var
11. - Hb8, 12. Bf3 - Dg5, 13.
Rd6+ - Ke7, 14. R2e4 - Df4,
15. dxc5) 12. Bf3 - Dd6, 13.
Bxa8 — Bb8, 14. Bc6 og svart-
ur gafst skömmu síðar upp.