Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
35
Atvinnu-
leysi
minnkar
mikið
í FYRRA voru atvinnuleysis-
dagar á Akureyri alls 17.679 og
fækkaði frá árinu 1985 um
3.908. Fram kemur í skýrslu frá
Vinnumiðlunarskrifstofu Akur-
eyrar að 31. desember síðastlið-
inn voru 79 atvinnulausir í
bænum, 64 karlar og 15 konur,
og svarar það til þess að 56
hafi verið atvinnulausir allan
mánuðinn.
Stal krítarkort-
um flugfreyju:
Handtek-
inná
Akureyri
EINN farþega í vél Flugleiða
frá Færeyjum til Egilsstaða
um helgina stal veski með
krítarkortum flugfreyjunnar.
Ætlaði maðurinn að nota kort-
in sér til framdráttar en hafði
ekki hafist handa þegar hann var
handtekinn hér á Akureyri, en
hingað kom hann frá Egilsstöðum.
Morgunblaðiö/Guðmundur Svansson
Kristján Kristjánsson, hinn nýi eigandi H-100, fyrir utan
skemmtistaðinn við Hafnarstræti.
Nýr eigandi að H-100
EIGENDASKIPTI hafa orðið á
veitinga- og skemmtistaðnum
H-100 í göngugötunni Hafnar-
stræti. Nýr eigandi er Kristján
Kristjánsson og sagði hann i
stuttu viðtali við Morgunblaðið,
að hann myndi gera nokkrar
breytingar á staðnum en reka
hann áfram í svipuðu formi og
verið hefur.
Kristján starfaði áður sem
skrifstofustjóri hjá Trésmiðjunni
Þór á Akureyri. Aðspurður sagð-
ist hann hafa hug á að lífga upp
á skemmtiiðnaðinn og jaftivel Ieita
eftir skemmtikröftum erlendis frá.
Skemmtistaðurinn var opinn
um helgina en verður nú lokaður
fram á fimmtudag vegna lagfær-
inga og breytinga.
Handbolti:
Bogdan leiðbeinir á Akureyri
BOGDAN Kowalczyk, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, er
væntanlegur til Akureyrar í dag
og mun hann mæta á æfingar
allra flokka hjá KA í dag og á
morgun auk þess sem hann mæt-
ir í leikfimitíma í Gagnfræða-
skóla Akureyrar og leiðbeinir í
handknattleik.
Þar sem tími er knappur í þess-
ari ferð landsliðsþjálfarans til
Akureyrar eru litlir möguleikar á
að hann geti heimsótt fleiri skóla
en gagnfræðaskólann en að sögn
Jóhanns Karls Sigurðssonar, for-
manns handknattleiksdeildar KA,
gæti þó hugsast að Bogdan færi
einnig í leikfímitíma í Lundarskól-
anum og Bamaskóla Akureyrar.
Jóhann sagði, í samtali við Morg-
unblaðið, að Bogdan kæmi senni-
lega aftur til Akureyrar, annað
hvort seinna í vor eða næsta haust,
og myndi þá heimsækja fleiri skóla
og einnig mæta á æfingar hjá hand-
knattleiksmönnum í Þór.
Heimsókn Bogdans hingað norð-
ur er liður í þeirri starfsemi
Handknattleikssambandsins að
kynna íþróttina sem best úti um
land.
Framboðshugleiðingar innan Sam-
taka um jafnrétti milli landshluta:
Bjóða ekki fram
í eigin nafni
- segir Pétur Valdimarsson formaður
ÞVÍ hefur enn einu sinni heyrst
fleygt nú að undanförnu að
Samtök um jafnrétti milli lands-
hluta hyggi á framboð fyrir
næstu alþingiskosningar, en
Pétur Valdimarsson, formaður
samtakanna, þvertók fyrir slíkt
í samtali við blaðamann.
„Samtökin bjóða ekki fram.
En það er engjn launung að um-
ræður hafa átt sér stað um þetta
milli einstaklinga í samtökunum,
fólks sem er flokksbundið í stjóm-
málaflokkun og ýmsir hafa sýnt
því áhuga að bjóða fram, en það
er ekkert nýtt að frétta af því,“
sagði Pétur. Pétur sagði þó að
einstaklingar innan samtakanna
ætli að boða til fundar á næstunni
en ekki hefur verið ákveðið hvar
og hvenær sá fundur verður hald-
inn.
Pétur tók skýrt fram að aldrei
yrði boðið fram í nafni samtak-
anna og að ef ákveðið yrði um
framboð í anda samtaka um jafn-
rétti milli landshluta yrði lagður
Gjöld til bæjarsjóðs:
Hægftað
greiða með
gíróseðli
I DAG er fyrsti eindagi fasteig-
nagjalda hér í bæ. Akureyrar-
bær býður nú upp á nýbreytni
við greiðslu gjalda til bæjar-
sjóðs því sérprentaðir hafa
verið giróseðlar til greiðslu
bæjargjalda, og munu þeir
liggja frammi í öllum bönkum,
sparisjóðum og á pósthúsinu
þannig að á öUum þessum stöð-
um getur fólk greitt gjöld sín
en þarf ekki að gera sér ferð á
bæjarskrif stofumar eins og
hingað til.
fram listi sem þá yrði hugsanlegá
skipaður til helminga fólki í og
utan samtakanna. „Annars þyrfti
að minnsta kosti að verða mikil
breyting á því á síðasta landsfundi
okkar var samþykkt að fara ekki
í framboð. Og ég lít þannig á
málin að ef einhver í stjórn sam-
takanna færi í slíkt framboð sem
um ræðir yrði hann að gjöra svo
vel að segja úr stjóminni," sagði
Pétur Valdimarsson.
Sjónvarp
Akureyri
ÞRIÐJUDAGUR
10. febrúar
18.00 Uppreisnarmaður á fljótinu
(White Water Rebels). Bandarísk
sjónvarpskvikmynd frá CBS með
James Brolin og Catherine Bach
í aðalhlutverkum. Blaðamaöur
sem starfar sjálfstsett fer í við-
burðarríka ferð niður fljót. Þar
vingast hann við þrekmikinn kanó- '< t
ræðara sem berst gegn byggingu
raforkuvers sem gæti breytt fljót-
inu. Leikstjóri er Reza Badiyi.
19.35 Teiknimynd, glæframúsin.
20.10 Allt er þá þrennt er (3’S
Company). Mjög á móti vilja
sinum er Jack ráðinn sem hús-
vörður þegar Mr. Furley er rekinn.
En sá hlær best sem síðast hlær.
20.40 I Návígi. Yfirheyrslu- og um-
ræðuþáttur í umsjón Páls
Magnússonar.
21.26 Martröð (Deadly intensions).
Bandarísk sjónvarpsmynd í tveim-
ur hlutum. Fyrri hluti. Ungt par
gengur í hjónaband. Brátt kemur
í Ijós að eiginmaöurinn er hrotta-
fenginn og ekki með öllum mjalla. *
Hjónabandiö, slit þess og eftirmál
reynast martröð líkust. Mynd
þessi er byggð á sannsögulegum
atburöum og verður seinni hlutinn
sýndursunnudaginn 15.febrúar.
23.10 Bandariski körfuboltinn
(NBA). Umsjónarmaöur er Heimir
Karlsson.
00.40 Dagskrárlok.
Mývatnssveit:
Bókasafnið í nýtt hús
Björk, Mývatnssveit.
SÍÐASTLIÐINN föstudag var
Bókasafn Mývatnssveitar opn-
að i nýjum húsakynnum f
kjallara nýbyggingar í Félags-
heimilinu Skjólbrekku. Þetta
bókasafn var stofnað árið 1858.
Búið er það að vera til húsa á
ýmsum stöðum. Allmörg ár var
það i sérstakri byggingu á
Skútustöðum. Það húsnæði var
óupphitað þannig að safnið lá
þar undir skemmdum.
Þegar Skjólbrekka var reist á
sínum tíma var áformað að bóka-
safnið fengi þar eitt herbergi.
Hins vegar varð aldrei af því að
það yrði flutt þangað. Ennfremur
var bókasafninu ætlaður staður í
Bamaskólanum á Skútustöðum,
en var heldur aldrei flutt í það
húsnæði. í rúmlega hálfan annan
áratug fékk safnið eitt herbergi í
einkahúsnæði á Grænavatni. Þar
fór vel um það en húsakostur í
þrengra lagi enda fjölgar bókatitl-
um með hverju árinu, sem líður.
Nú er sem sagt búið að flytja
bókasafnið í rúmgóð og þægileg
húsakynni og aðstæður allar eins
og bezt verður á kosið.
Fyrir nokkrum árum var bóka-
safn Amþórs Ámasonar frá Garði
keypt. Þetta safn er mikið að vöxt-
um og er margt hið merkilegasta.
Ekki hefur verið hægt fyrr en nú
að gefa almenningi kost á að
skoða þetta bókasafn Amþórs. í
því eru margir fágætir bókatitlar.
Safnvörður Bókasafns Mý-
vatnssveitar er Þórhildur Bene-
diktsdóttir á Grænavatni. Hún er
búin að rækja þetta starf af mik-
illi trúmennsku um árabil. Vert
er að óska henni allra heilla með
þá bættu aðstöðu, sem hún hefur
nú fengið, sem safnvörður við
bókasafnið.
Kristján
Ný snyrtivöruverslun
opnar við Rofabæ
NÝLEGA opnaði snyrtivöru- í snyrtivöruversluninni er jafn-
verslunin Tara áð Rofabæ 39. framt á boðstólum sýnishom til
I versluninni veitir snyrtisér- að auðvelda viðskiptavinum frek-
fræðingur ráðgjöf við val á ar við val á vörutegundum við
förðunar- og húðsnyrtivörum. hæfi, af helstu vörutegundum má
Eigendur verslunarinnar eru nefna Clarins, Dior, Max Factor
Margrét Stefánsdóttir og Sig- og Gallery. Auk snyrtivara fást
urður Jónsson. einnig skartgripir.