Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 Norðurlandamótið í skólaskák: Islenskur sigur vannst í þremur ur flokkum af 5 Hannes Hlífar Stefánsson fékk gnll 5. árið í röð ÍSLENDINGAR unnu þrjá flokka af finun á Norðurlandamótinu i skólaskák sem lauk í Otta i Nor- egi á sunnudaginn. Hannes Hlífar Stefánsson vann þar til gullverðlauna fimmta árið i röð. Tveir skákmenn frá hveiju Norð- urlandanna fimm kepptu í fímm aldursflokkum og voru tefldar 6. umferðir eftir monradkerfi. í flokki 17-20 ára vann Þröstur Þórhallson Norðurlandatitilinn með 4 vinning- um af 6. Hann gerði jafntefli í þremur fyrstu skákum sínum en vann tvær þær næstu og fékk feg- urðarverðlaun fyrir sigurskák sína gegn Svíanum Hans Jonsson í 5. umferð. Davíð Ólafsson gerði jafn- tefli í öllum skákum sínum. Flestar skákir hans voru þó langar og erfíð- ar og hafði Davíð yfirleitt betri stöðu. íslendingum gekk verst í flokki 15-16 ára en þar endaði Magnús Pálmi Ömólfsson í 7. sæti með 2,5 vinninga og Amaldur Loftsson varð í 9. sæti með 1,5 vinninga. Norður- landameistari varð Jan SSrensen frá Danmörku með 4,5 vinninga en hann var hafði flest stig þriggja skákmanna sem enduðu með sama vinningafjölda. í flokki 13-14 ára fékk Hannes Hlífar Stefánsson 5 vinninga af 6 og vann öruggan sigur. Þetta er fimmta árið í röð sem Hannes fær gullverðlaun á Norðurlandamótinu í skólaskák. Þröstur Amason varð Ólafur Ólafsson fararstjóri íslenska skákhópsins sagði að í mótsblaðinu hefði verið sagt að með þessum árangri á skólaskákmótinu nú hefðu íslendingar enn einu sinni staðfest stöðu sína sem besta skák- þjóð á Norðurlöndum. Íslendingar hafa 13 sinnum unnið til gullverð- launa á þessu móti síðan það hófst, Danir hafa 10 sinnum fengið gull, Svíar 7 sinnum, Norðmenn 4 sinn- um og Finnar 1 sinni. Hannes Hlífar Stefánsson, Norð- urlandameistari 5. árið í röð. Innbrot og skemmd- arverk í Síðumúla síðan einn í 2. sæti með 4 vinninga af 6. Þess má geta að fegurðarverð- laun í þessum flokki vom veitt Finnanum Petri Hokkanen fyrir að ná jafntefli við Hannes í skák þar sem Hannes hafði undirtökin lengst af, en eftir miklar tviptingar tókst Finnanum að halda hálfum vinn- ingi. Héðinn Steingrímsson vann ör- uggan sigur í flokki 11-12 ára og fékk 5,5 vinninga af 6. Magnús Ármann varð í 5.-7. sæti með 3 vinninga. í yngsta flokknum, 10 ára og yngri, vann Svíinn Patrick Lyrberg allar sínar skákir og vann einnig til fegurðarverðlauna fyrir að vinna Helga Áss Grétarsson. Helgi varð í 2. sæti í flokknum með 4,5 vinninga og Hlíðar Þor Hreins- son varð í 4.-6. sæti með 3,5 vinninga. BROTIST var inn í skrifstofu- húsnæðið að Siðumúla 29 um helgina og unnin mikil skemmd- arverk. Þeir sem hér voru að verki munu ekki hafa haft mik- ið fémætt upp úr krafsinu en svöluðu þess í stað skemmdar- fýsn sinni á innanstokksmunum hússins. Skemmdarvargamir létu það ekki aftra sér að Síðumúlafangels- ið er í næsta nágrenni, hinum megin við götuna. Þeir komust inn með því að bijóta rúðu í kjallara og fóru síðan um allt hús, bijót- andi og bramlandi. Rannsóknar- lögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Talsvert var um innbrot á höfuð- borgarsvæðinu um helgina, en að sögn lögreglu var ekki vitað um að miklu fémætu hefði verið stolið. Meðal annars var brotist var inn í Nýlistasafnið á Vatnsstíg og það- an stolið fjórum myndum eftir Iistakonuna Rönku, en annað á safninu var látið í friði. Morgunblaðið/Þorkell Það var ljót aðkoman í Síðumúla 29 á mánudagsmorguninn. Gylfi ræðir við herra Sigurbjöm Einarsson biskup og eiginkonu hans, Magneu Þorkelsdóttur. Fyrir aftan biskupsfrúna sést Hannibal Valdimarsson og við hlið hennar er Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóri. Margir samglödd- ust Gylfa á sjö- tugsafmælinum GYLFIÞ. Gíslason átti sjötugsafmæli síðastliðinn laugar- dag, og af þvi tilefni héldu Norræna félagið og Norræna húsið afmælissamkomu honum til heiðurs. Fjölmargir gestir komu í Norræna húsið, síðdegis á laugardag, til þess að áraa Gylfa heilla. Meðal gesta var Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands. Guðlaugur Þorvaldsson, formaður stjómar Norræna fé- lagsins flutti í upphafi samkomunnar stutt ávarp, og síðan ávörpuðu afmælisbamið þeir Sverrir liermannsson, mennta- málaráðherra, Helge Seip, formaður Sambands norrænu félaganna á Norðurlöndum, Sigmundur Guðbjamason, rektor Háskóla íslands og dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. Garðar Cortes og_ Elísabet Erlingsdóttir sungu lög eftir Gylfa, við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Að því loknu var boðið upp á veitingar í anddyri og veitingasal Norræna hússins og afmælisbaminu flutt ijölmargar kveðjur í forini stuttra ávarpa. Morgunblaðið/Ól.K.M. Afmælisbarnið Gylfi Þ. Gíslason ásamt eigin- konu sinni, Guðrúnu Vilmundardóttur. Að baki hennar má sjá Rögnvald Sigurjónsson, pianóleikara. Ferðaskrifstofan Útsýn: Sumarhús í Svartaskógi Um 5 þús. manns komu á ferðaskrifstofu Útsýnar milli kl. 13 og 17 síðastliðinn sunnudag þegar ferðaáætlun sumarsins var kynnt. Um kvöldið var ferðakynning á Broadway sem 500 manns sóttu. Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar forstjóra eru þetta betri undirtektir en nokkru sinni áður. „PANTANIR tóku að berast strax fyrstu dagana eftir að við auglýstum áfangastaði okkar en ferðaáætlunin sem við byij- að var að dreifa á sunnudaginn er stærri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn þegar hann var spurður um hvort útlit væri fyrir mikið ferðasumar í ár. Hann sagði að þrátt fyrir spádóma um sam- drátt í ferðalögum fyrir nokkrum árum, sýndu opin- berar tölur stöðuga aukningu. Ingólfur sagði að ferðakostnað- ur lækkaði sífellt milli ára og væri í ár hlutfallslega minni en í fyrra þó búast mætti við ein- hverri hækkun í krónum talið. „Meðal nýjunga hjá okkur í ár er beint leiguflug til Stuttgart í ná- grenni Svartaskógar," sagði Ingólfur. „Þar er mikil nátt- úrufegurð eins og íslendingum ætti að vera kunnugt af sjón- varpsþáttunum um spítalann í Svartaskógi. Gistiaðstaðan, sem boðið er upp á í sumarhúsum, íbúðum og hótelum við Titi-see, er mjög glæsileg. Ef áhugi er fyrir að kynnast öðrum löndum þá er stutt að aka yfir til Frakk- lands, Sviss eða Austurríkis að ógleymdum sögufrægum borgum í nágrenninu. Við Zell am See, sem sömuleiðis er frægur ferða- mannastaður, höfum við náð hagstæðum gistisamningum og við bjóðum farþegum okkar upp á þriggja vikna dvöl í Þýskalandi eða skemur sem hægt er að Ijúka með dvöl í Liniano á Ítalíu og heimferð þaðan." Eins og undanfarin ár er Lin- iano helsti íjölskyldustaður sem ferðaskrifstofan býður upp á en Ingólfur taldi að dvöl í Svarta- skógi kæmi_ til með að njóta vinsælda. „Áfangastaður þeirra sem vilja tryggt sólskin og skemmtanalíf eru strenduranar við Costa del Sol,“ sagði Ingólfur. „Eins og undanfarin ár verður Útsýn leiðandi í leiguflugi beint á áfangastaðina hvort heldur sem er Stuttgart, Trier, Malaga eða Faro.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.