Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1987 Frá slysstað við Kúagerði. Morgunblaðið/Július Tvær bílveltur aðfaranótt sunnudags: Atta á slysadeild ATTA ungmenni voru flutt á slysadeild eftir tvær bílveltur að- faranótt sunnudagsins. Ekki var um alvarleg meiðsli að ræða en báðir bílarnir skemmdust mikið. Önnur bílveltan varð á Reykjanes- braut við Kúagerði, en talsverð hálka var þá á veginum. Einn piltur og þrjár stúlkur voru flutt á slysadeild en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Þá voru fjögur ungmenni flutt á slysadeild eftir að bifreið, sem þau voru í, hafði verið ekið á ljósastaur á Amamesi aðfaranótt sunnudags- ins. Við áreksturinn valt bíllinn og að sögn lögreglu er hann talinn ónýt- ur. Fimm ungmenni vom í bílnum og vom §ögur þeirra flutt á slysa- deild eins og áður segir, en þau munu ekki hafa slasast alvarlega. Konunglega breska myndhöggvarafélagið: Ólöf Pálsdóttir kjörin heiðursfélagi ÓLÖF Pálsdóttir myndhöggvari hefur verið kjörin heiðursfélagi, Hon. FBRS, í „The Royal Society of British Sculptors". Félag þetta var stofnað um síðustu aldamót og er núverandi vernd- ari þess, Elisabet II. drottning. Auk Ólafar hafa fjórir menn verið kjörnir heiðursfélagar í félaginu, þar á meðal forsetar „National Sculptore Society" í New York og „Royal Scottish Academy" í Edinburgh. Ólöf stundaði nám í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn hjá próf. Utzon-Frank; í Kairó og Luxor í Egyptalandi hjá próf. Wissa Wassef; og í Róm hjá próf. Fatzzini. Hún hlaut gullverðlaun Konung- lega listaháskólans í Kaupmanna- höfn 1955 fyrir verkið „Sonur", sem er í eigu Listasafn íslands. Ólöf var sæmd íslensku fálkaorð- unni 1970. Ólöf hefur hlotið opinbera lista- styrki, hérlendis og erlendis, m.a. frá Danmörku, Ítalíu, Finnlandi og Noregi, en þar hlaut hún Edward Munch listastyrkinn í Ekely. Hún hefur lengi búið erlendis og unnið mestmegnis þar að list sinni, sýnt og selt verk sín víða og hlotið lof listagagnrýnenda í Qöl- miðlum eins og stundum hefur komið fram í íslenskum fréttum. Ólöf hefur oft sýnt verk sín með norrænu listamannasamtökunum „Den Nordiske", en hún er einn af stofnendum þeirra samtaka. í Englandi sýndi Ólöf fyrst 1971 er Cambridgeháskóli bauð henni að sýna verk sín í Kettles Yard Museum í Cambridge. Einnig hafði hún sýningu í Islington ráðhúsi í London 1977 og einkasýningu í Mayfair í London 1982. Þá má geta þess að 1983 var höggmynd eftir Ólöfu Pálsdóttur seld á hinu heimsfræga listaupp- boði Christie’s í listaflokknum Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari „Impressionist and Modem Paint- ings and Sculpture". En þar voru m.a. seld verk eftir Francis Bacon, Ben Nicholson, Rodin, Schwitters, Chirico og Picasso. Árið 1984 sýndi Ólöf í París, í boði alþjóðalistafélagsins „Artistes Contemporains" í Le Salon des Nations. VEÐUR Húsgagnasmiðir semja: I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 250 km suður af Vestmannaeyjum er 980 millibara djúp lægð sem þokast austur. Yfir norðanverðu Grænlandi er vaxandi 1018 millibara hæð. SPÁ: Útlit er fyrir norðaustanátt á landinu, víðast gola eða kaldi (3-5 vindstig). Él um norðaustan- og austanvert landið og norðan til á Vestfjörðum, skúrir við suðausturströndina en þurrt á suðvest- ur- og vesturlandi. Vægt frost norðanlands en um eða rétt yfir frostmarki syðra. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Norðaustan- og síðan aust- anátt og víða él um austan- og norðaustanvert landið en bjartviðri syðra. Frost 0 til 3 stig. TÁKN: Heiðskírt ▼ -I mt Léttskýjað A :rA Hálfskýjað SkýÍað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur |~^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri HKi 2 veður skýjað Reykjavfk 4 skýjað Bergen 5 skýjað Helsinki -11 snjókoma Jan Mayen -2 úrk. fgr. Kaupmannah. 3 þokumóða Narssarssuaq -14 léttskýjað Nuuk -10 snjókoma Osló —5 skýjað Stokkhólmur -7 snjókoma Þórshöfn 7 skýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 8 þokafgr. Aþena 12 léttskýjað Barcelona 14 þokumóða Berlfn 5 súld Chicago -10 heiðskfrt Glasgow 4 rigning Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 8 rignlng Hamborg 4 þokumóða Las Palmas 18 léttskýjað London 10 alskýjað LosAngeles 16 skýjað Lúxemborg 8 þoka Madrfd 13 þokumóða Malaga 17 léttskýjað Mallorca 15 þokumóða Miami 13 léttskýjað Montreal -15 snjókoma NewYork 2 slydda París 10 skýjað Róm 16 hálfskýjað Vín 5 skýjaö Washington -4 snjókoma Winnipeg -8 helðskfrt Hækkun launa 7 til 9% auk hækkun- ar lágmarkslauna STARFSFÓLK i húsgagnaiðnaði samþykkti kjarasamning þann, sem náðist við vinnuveitendur aðfaranótt mánudagsins og þvi kom ekki til verkfalls. í samning- unum felst hækkun lágmarks- launa og 7 til 9% launahækkun á árinu. 72 félagsmanna samþykktu samninginn, 20 voru á móti og 81 sat hjá. Kristbjöm Ámason, formaður fé- lags starfsfólks í húsgagnaiðnaði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að samningurinn gilti frá áramótum. Byrjunarlaun ófaglærðs fólks verða 27.500 krónur, laun ófaglærðs fólks eftir grunnnámskeið 29.109 og laun Samið við vélsfjóra á Suðurnesjum SAMKOMULAG náðist í kjara- deilu Vélsfjórafélags Suðurnesja og vinnuveitenda aðfaranótt sunnudagsins og kom ekki til verkfalls, sem boðað hafði verið á sunnudag. Félagar i Vélstjóra- félaginu samþykktu samninginn svo á sunnudag. Jón Olsen, formaður Vélstjórafé- lags Suðumesja, sagði í samtali við Morgunblaðið, að kjarassamningur- inn væri í anda jólaföstusamning- anna. Hann vildi að öðm leyti ekki tjá sig um innihald hans. Að ósk vinnuveitenda hefði það verið sam- þykkt hjá sáttasemjara að gefa ekkert upp um innihaldið fyrr en að liðnum 10 dögum. sveina með kostnaðarliðum verða 39.800 krónur. Á öll laun koma 3,5% hækknir frá 1. janúar síðastliðnum og 1,5% 1. október. Kristbjöm sagði, að húsgagnasmiðir væm eins og aðrir innlendir framleiðendur mjög fylgjandi því að íslenzkar vömr væm teknar fram yfir innfluttar. Með það í huga hefði einnig samizt um sér- stakar greiðslur sem samsvömðu verði þriggja lambsskrokka eða um 4.000 krónum. Þær kæmu í tvennu lagi, við fyrstu útborgun og fyrir 1. júní. Það þýddi 2 til 4% launa- hækkun eftir því hve laun viðkom- andi væm há. Þá náðist samkomulag um sér- staka kjarakönnun, sem liggi fyrir fyrir 1. marz næstkomandi og síðan aðra fyrir 1. maí. Þessar kjarakann- anir miðast annars vegar við það að fylgjast með því að staðið verði við launagreiðslur og geta hins veg- ar orðið gmnnur að fastlaunasamn- ingi, sem þá yrði gerður fyrir 1. september. Þrjú fiskiskip seldu erlendis ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu bol- fisk erlendis á mánudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir aflann. Náttfari RE seldi 106 lestir, mest þorsk og kola í Hull. Heildarverð var 5,8 milljónir króna, meðalverð 55,01. Oddgeir ÞH seldi 59 lestir, mest þorsk og kola í Grimsby. Heildarverð var 3,2 milljónir króna, meðalverð 54,27. Vigri RE seldi 226,5 lestir, mest karfa og þorsk í Bremerhaven. Heildarverð var 12,9 milljónir króna, meðalverð 56,77. Listráðunautur ráð- inn að Kjarvalsstöðum MENNINGAMÁLANEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að ráða Einar Hákonarson listmál- ara, listráðunaut Kjarvalsstaða til næstu fjögurra ára. Ráðningin bíður staðfestingar borgarráðs. Að sögn Ingibjargar Rafnar vara- formanns menningamálanefndar, kom fram tillaga frá vinstri minni- hlutanum um að staðan yrði auglýst á ný, þar sem búast mætti við fleiri umsóknum en fengust þegar starfið var auglýst, en Einar var eini um- sækjandinn. Meirihlutinn felldi tillög- una og lét bóka að þar sem umsóknafrestur hefði verið tæpur mánuður og hæfur einstaklingur hefði sótt um stöðuna þá væri ekki ástæða til að auglýsa hana á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.