Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1987
Frá slysstað við Kúagerði.
Morgunblaðið/Július
Tvær bílveltur aðfaranótt sunnudags:
Atta á slysadeild
ATTA ungmenni voru flutt á
slysadeild eftir tvær bílveltur að-
faranótt sunnudagsins. Ekki var
um alvarleg meiðsli að ræða en
báðir bílarnir skemmdust mikið.
Önnur bílveltan varð á Reykjanes-
braut við Kúagerði, en talsverð hálka
var þá á veginum. Einn piltur og
þrjár stúlkur voru flutt á slysadeild
en fengu að fara heim að lokinni
skoðun.
Þá voru fjögur ungmenni flutt á
slysadeild eftir að bifreið, sem þau
voru í, hafði verið ekið á ljósastaur
á Amamesi aðfaranótt sunnudags-
ins. Við áreksturinn valt bíllinn og
að sögn lögreglu er hann talinn ónýt-
ur. Fimm ungmenni vom í bílnum
og vom §ögur þeirra flutt á slysa-
deild eins og áður segir, en þau
munu ekki hafa slasast alvarlega.
Konunglega breska myndhöggvarafélagið:
Ólöf Pálsdóttir
kjörin heiðursfélagi
ÓLÖF Pálsdóttir myndhöggvari
hefur verið kjörin heiðursfélagi,
Hon. FBRS, í „The Royal Society
of British Sculptors". Félag
þetta var stofnað um síðustu
aldamót og er núverandi vernd-
ari þess, Elisabet II. drottning.
Auk Ólafar hafa fjórir menn
verið kjörnir heiðursfélagar í
félaginu, þar á meðal forsetar
„National Sculptore Society" í
New York og „Royal Scottish
Academy" í Edinburgh.
Ólöf stundaði nám í Konunglega
listaháskólanum í Kaupmannahöfn
hjá próf. Utzon-Frank; í Kairó og
Luxor í Egyptalandi hjá próf. Wissa
Wassef; og í Róm hjá próf. Fatzzini.
Hún hlaut gullverðlaun Konung-
lega listaháskólans í Kaupmanna-
höfn 1955 fyrir verkið „Sonur",
sem er í eigu Listasafn íslands.
Ólöf var sæmd íslensku fálkaorð-
unni 1970.
Ólöf hefur hlotið opinbera lista-
styrki, hérlendis og erlendis, m.a.
frá Danmörku, Ítalíu, Finnlandi og
Noregi, en þar hlaut hún Edward
Munch listastyrkinn í Ekely.
Hún hefur lengi búið erlendis
og unnið mestmegnis þar að list
sinni, sýnt og selt verk sín víða og
hlotið lof listagagnrýnenda í Qöl-
miðlum eins og stundum hefur
komið fram í íslenskum fréttum.
Ólöf hefur oft sýnt verk sín með
norrænu listamannasamtökunum
„Den Nordiske", en hún er einn
af stofnendum þeirra samtaka.
í Englandi sýndi Ólöf fyrst 1971
er Cambridgeháskóli bauð henni
að sýna verk sín í Kettles Yard
Museum í Cambridge. Einnig hafði
hún sýningu í Islington ráðhúsi í
London 1977 og einkasýningu í
Mayfair í London 1982.
Þá má geta þess að 1983 var
höggmynd eftir Ólöfu Pálsdóttur
seld á hinu heimsfræga listaupp-
boði Christie’s í listaflokknum
Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari
„Impressionist and Modem Paint-
ings and Sculpture". En þar voru
m.a. seld verk eftir Francis Bacon,
Ben Nicholson, Rodin, Schwitters,
Chirico og Picasso.
Árið 1984 sýndi Ólöf í París, í
boði alþjóðalistafélagsins „Artistes
Contemporains" í Le Salon des
Nations.
VEÐUR
Húsgagnasmiðir semja:
I/EÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Um 250 km suður af Vestmannaeyjum
er 980 millibara djúp lægð sem þokast austur. Yfir norðanverðu
Grænlandi er vaxandi 1018 millibara hæð.
SPÁ: Útlit er fyrir norðaustanátt á landinu, víðast gola eða kaldi
(3-5 vindstig). Él um norðaustan- og austanvert landið og norðan
til á Vestfjörðum, skúrir við suðausturströndina en þurrt á suðvest-
ur- og vesturlandi. Vægt frost norðanlands en um eða rétt yfir
frostmarki syðra.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Norðaustan- og síðan aust-
anátt og víða él um austan- og norðaustanvert landið en bjartviðri
syðra. Frost 0 til 3 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
▼
-I mt Léttskýjað
A
:rA Hálfskýjað
SkýÍað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
r r r r Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-J0° Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V E'
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
|~^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri HKi 2 veður skýjað
Reykjavfk 4 skýjað
Bergen 5 skýjað
Helsinki -11 snjókoma
Jan Mayen -2 úrk. fgr.
Kaupmannah. 3 þokumóða
Narssarssuaq -14 léttskýjað
Nuuk -10 snjókoma
Osló —5 skýjað
Stokkhólmur -7 snjókoma
Þórshöfn 7 skýjað
Algarve 15 skýjað
Amsterdam 8 þokafgr.
Aþena 12 léttskýjað
Barcelona 14 þokumóða
Berlfn 5 súld
Chicago -10 heiðskfrt
Glasgow 4 rigning
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfurt 8 rignlng
Hamborg 4 þokumóða
Las Palmas 18 léttskýjað
London 10 alskýjað
LosAngeles 16 skýjað
Lúxemborg 8 þoka
Madrfd 13 þokumóða
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 15 þokumóða
Miami 13 léttskýjað
Montreal -15 snjókoma
NewYork 2 slydda
París 10 skýjað
Róm 16 hálfskýjað
Vín 5 skýjaö
Washington -4 snjókoma
Winnipeg -8 helðskfrt
Hækkun launa 7
til 9% auk hækkun-
ar lágmarkslauna
STARFSFÓLK i húsgagnaiðnaði
samþykkti kjarasamning þann,
sem náðist við vinnuveitendur
aðfaranótt mánudagsins og þvi
kom ekki til verkfalls. í samning-
unum felst hækkun lágmarks-
launa og 7 til 9% launahækkun á
árinu. 72 félagsmanna samþykktu
samninginn, 20 voru á móti og
81 sat hjá.
Kristbjöm Ámason, formaður fé-
lags starfsfólks í húsgagnaiðnaði,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að samningurinn gilti frá áramótum.
Byrjunarlaun ófaglærðs fólks verða
27.500 krónur, laun ófaglærðs fólks
eftir grunnnámskeið 29.109 og laun
Samið við
vélsfjóra á
Suðurnesjum
SAMKOMULAG náðist í kjara-
deilu Vélsfjórafélags Suðurnesja
og vinnuveitenda aðfaranótt
sunnudagsins og kom ekki til
verkfalls, sem boðað hafði verið
á sunnudag. Félagar i Vélstjóra-
félaginu samþykktu samninginn
svo á sunnudag.
Jón Olsen, formaður Vélstjórafé-
lags Suðumesja, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að kjarassamningur-
inn væri í anda jólaföstusamning-
anna. Hann vildi að öðm leyti ekki
tjá sig um innihald hans. Að ósk
vinnuveitenda hefði það verið sam-
þykkt hjá sáttasemjara að gefa
ekkert upp um innihaldið fyrr en
að liðnum 10 dögum.
sveina með kostnaðarliðum verða
39.800 krónur. Á öll laun koma 3,5%
hækknir frá 1. janúar síðastliðnum
og 1,5% 1. október. Kristbjöm sagði,
að húsgagnasmiðir væm eins og
aðrir innlendir framleiðendur mjög
fylgjandi því að íslenzkar vömr væm
teknar fram yfir innfluttar. Með það
í huga hefði einnig samizt um sér-
stakar greiðslur sem samsvömðu
verði þriggja lambsskrokka eða um
4.000 krónum. Þær kæmu í tvennu
lagi, við fyrstu útborgun og fyrir
1. júní. Það þýddi 2 til 4% launa-
hækkun eftir því hve laun viðkom-
andi væm há.
Þá náðist samkomulag um sér-
staka kjarakönnun, sem liggi fyrir
fyrir 1. marz næstkomandi og síðan
aðra fyrir 1. maí. Þessar kjarakann-
anir miðast annars vegar við það
að fylgjast með því að staðið verði
við launagreiðslur og geta hins veg-
ar orðið gmnnur að fastlaunasamn-
ingi, sem þá yrði gerður fyrir 1.
september.
Þrjú fiskiskip
seldu erlendis
ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu bol-
fisk erlendis á mánudag. Fengu
þau þokkalegt verð fyrir aflann.
Náttfari RE seldi 106 lestir, mest
þorsk og kola í Hull. Heildarverð var
5,8 milljónir króna, meðalverð 55,01.
Oddgeir ÞH seldi 59 lestir, mest
þorsk og kola í Grimsby. Heildarverð
var 3,2 milljónir króna, meðalverð
54,27. Vigri RE seldi 226,5 lestir,
mest karfa og þorsk í Bremerhaven.
Heildarverð var 12,9 milljónir króna,
meðalverð 56,77.
Listráðunautur ráð-
inn að Kjarvalsstöðum
MENNINGAMÁLANEFND
Reykjavíkur samþykkti á fundi
sínum síðastliðinn miðvikudag að
ráða Einar Hákonarson listmál-
ara, listráðunaut Kjarvalsstaða til
næstu fjögurra ára. Ráðningin
bíður staðfestingar borgarráðs.
Að sögn Ingibjargar Rafnar vara-
formanns menningamálanefndar,
kom fram tillaga frá vinstri minni-
hlutanum um að staðan yrði auglýst
á ný, þar sem búast mætti við fleiri
umsóknum en fengust þegar starfið
var auglýst, en Einar var eini um-
sækjandinn. Meirihlutinn felldi tillög-
una og lét bóka að þar sem
umsóknafrestur hefði verið tæpur
mánuður og hæfur einstaklingur
hefði sótt um stöðuna þá væri ekki
ástæða til að auglýsa hana á ný.