Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
TÖLVUBÓKHALD
Byrjendanámskeið í notkun PC-tölva við
bókhald. Kennd er undirbúningsvinna
fyrir tölvukeyrslu og kynnt er notkun
tölvubókhaldskerfisins.
Dagskrá:
★ Upprifjun á gömlu góðu bókhaldsreglunum.
★ Uppsetning reikningslykla.
★ Merking fylgiskjala.
★ Verklegar æfingar í notkun bókhaldsforrits.
★ Notkun bókhaldsins við áætlanagerð.
Lelðbeinandl:
Ellert Steindórsson
hagfræðingur.
Tími: 16.—19. febrúar kl. 17—20.
Innritun í símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, Reykjavík.
Námskeiðið hefst 18. febrúar kl. 9-12 og
stendur yfir í 6 miðvikudagsmorgna.
Nokkur höfuðatriði sem Qallað er um:
1. Hvernig skipuleggja skal með hagnaði — bæði til
skammtíma og langtíma.
2. Hvernig tryggja skal, að markmiðum verði náð.
3. Gera áætlanir um forgangsatriði — á mánaðarlegum,
vikulegum eða daglegum grundvelli.
4. Hvernig efla skal aðgerðir til hagnaðar á öllum athafna-
sviðum.
5. Hvernig valddreifing fer fram á réttan hátt og byggja
upp eftirlitskerfi, til að tryggja framkvæmd þeirra verka,
er framseld hafa verið.
6. Hvernig samræma skal átök alls starfsliðs — svo að úr
verði hópátak og samstilltar aögerðir.
7. Hvernig leysa skal vandamál og taka ákvarðanir með
hjálp „innbyggðra" matsmælikvarða.
8. Hvernig efla skal fólk — hvetja það til meiri afreka —
auka starfsáhuga — tryggja vöxt og viðgang.
9. Hvernig gera skal fólk ábyrgt fyrir árangri — og hvern-
ig meta skal afköst.
10. Hvernig stjórna skal með ásetningi — og hvernig
gæða skal störfin tilgangi og mikilvægi.
11. Samræming starfsliðs — aðferðir til að ná slíku fram á
samfelldan, friðsaman hátt, svo að árangurinn verði hópá-
tak.
12. Langtímaverkefni — aðferðir til að tryggja framgang
þeirra með áætlanagerð og eftirliti.
13. Eftirfylgd — skrefaskipulagning, til að tryggja, að farið
sé eftir þeim hugmyndum, er kynntar hafa veriö í stjórnun-
aráætluninni.
0
STJÓRNUIMARSKÓLINN
Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin*
SOGAVEGI 69 108 REYKJAVÍK O 82411
Húsnæðiskerfið
riðar til falls
eftirJóhönnu
Sigurðardóttur
Nú þegar nokkur reynsla hefur
fengist af nýja húsnæðislánakerfinu
er ástæða til að meta hvert stefnir.
Munu áætlanir sem byggt var á um
fjárhagslegar forsendur og útlána-
þörf standast? Og kannske það sem
mest er um vert — geta húsbyggj-
endur og íbúðakaupendur treyst á
að við þau fyrirheit og stóru loforð,
sem gefin voru með húsnæðislög-
gjöfinni, verði staðið?
Hér verða raktir nokkrir megin-
þættir sem nú blasa við í fram-
kvæmd húsnæðislaganna og hvers
megi vænta fyrir húsbyggjendur og
íbúðakaupendur:
1. Hvaða áhrif hafa nýju lögin haft
á verðþróun fasteigna.
2. Biðtími lántakenda eftir lánafyr-
irgreiðslu.
3. Fjármögnun húsnæðiskerfísins.
4. Félagslegi hluti húsnæðiskerfís-
ins.
5. Staða þeirra sem byggðu eða
keyptu íbúðir fyrir gildistöku
laganna, og eru í miklum
greiðsluerfíðleikum.
Sanitas
MEÐEINU
SÍMTALI
er hægt að breyta innheimtu-
aðferðinni. Eftir það verða
áskriftargjöldin skuldfærð á
viðkomandi greiðslukorta-
reikning mánaðarlega.
SÍMINN ER
691140
691141
„Flestir þeir sem sóttu
um í desember sl. þurfa
að bíða fram á næsta
ár, nema forgangs-
hóparnir sem fá fyrri
hlutann e.t.v. í lok þessa
árs. I það virðist því
stefna að fjármagn
þessa árs nægi ein-
göngu til að mæta
lánsumsóknum sem
bárust í sept., okt. og
nóv. sl.“
V er ðhækkanir
á íbúðum
Frá því í ágúst sl. og fram í jan-
úarmánuð, eða á sl. 5—6 mánuðum,
hafa verðhækkanir á fasteignum á
höfuðborgarsvæðinu orðið um 30%.
Þetta jafngildir um 60% verðbólgu
á fasteignamarkaðnum á ári. Hver
er skýringin og hvaða áhrif hefur
þetta fyrir húsbyggjendur og íbúða-
kaupendur?
Dæmi: 3ja herbergja íbúð sem í
júlí sl. kostaði 2,2 milljónir króna
kostar í dag 2,8—2,9 milljónir. Hún
hefur því hækkað um 6—700 þús-
und krónur. M.ö.o. rúmlega
þriðjungur eða 6—700 þúsund af
lánnnum hefur horfið í verð-
hækkun & fasteignamarkaðnum,
en lán til kaupa á eldri íbúð til for-
gangshópa er nú 1.723 þúsund kr.
Að auki hefur útborgun hækkað
úr 71% í 75%. Það ásamt verð-
hækkun fasteigna þýðir að
útborgun sem reiða þarf fram í
þessari íbúð, sem var 1.560 þús.
er orðin 2,1 miljj., eða um 500
þús. kr. hærri en áður fyrir sam-
bærilega íbúð.
Reynslan hefur sýnt að þegar
lán hækka skyndilega i hús-
næðiskerfinu, þá fylgir þvi
hækkun á fasteignaverði. En
þetta er þó ekki meginskýríngin
á þeirri verðþenslu sem nú liefur
orðið á fasteignamarkaðinum.
Ákvæði laganna gera ráð fyrir
að þeir sem eru að kaupa og
byggja í fyrsta skipti hafi for-
gang. Aðrir verði að bíða. Og
hvað þýðir það? Þeir sem eiga
íbúðir fyrir og vijja stækka við
sig halda meira og minna að sér
höndum vegna þess að biðtimi
eftir lánum er nú orðinn mjög
langur (vegna desemberumsókna
um 1 '/% ár). Þetta eru þeir
hópar sem eiga íbúðirnar sem
forgangshóparnir leita helst eft-
ir. Framboð er því lítið af t.a.m.
þríggja og fjögurra herbergja
íbúðum og það spennir upp verð-
ið.
Á fasteignamarkaðinn verður
að líta sem eina heild vegna
keðjuverkandi áhrífa í íbúða-
kaupum. Ef fjármagninu er stýrt
í ákveðinn farveg, eins og til
forgangshópa, án þess að gæta
að því að nokkuð eðlilegt sam-
ræmi sé einnig á stýringu láns-
fjár til þeirra sem þurfa að
stækka við sig, þá leiðir það til
óeðlilegra verðhækkana fast-
eigna. Verulega hefur veríð
ofmetin sú aukning á fjármagni
sem áætlað var með nýju lögun-
um að kæmu á fasteignamarkað-
inn. Skýríng þess er m.a. sú að
lffeyrissjóðimir beina nú miklu af
ráðstöfunarfé sínu í húsnæðiskerfíð
og í það stefnir að sjóðfélagar hafa
takmarkaðan eða engan aðgang að
láni frá lífeyrissjóðunum til íbúða-
kaupa. í mörgum tilfellum höfðu
t.a.m. hjón áður fengið tvö Iífeyris-
sjóðslán og G-lán frá Húsnæðis-
stofnun, sem samtals má áætla að
hafí verið fast að V% af því sem það
nú er frá Húsnæðisstofnun.
Nettóaukning fjármagns í hús-
næðiskerfið í heild virðist því vera
mjög ofmetin. Því hefur verið hald-
ið fram, m.a. af Stefáni Ingólfssyni,
sem starfaði hjá Fasteignamati
ríkisins, að nettóaukning fjármagns
með tilkomu nýju laganna hafi
mest orðið 4% af veltu fasteigna-
markaðarins eða 500—600 millj.
kr. 30% hækkun á verði fasteigna
á hálfu ári þýðir að sá hópur sem
keypti á þessu tímabili hafí þurft
að leggja fram rúmlega 700 milljón-
um króna meira í reiðufé en ella
vegna þessara hækkana. Því er
spurt: Er nettó aukningin á flár-
magni í húsnæðiskerfinu öll horfín
í verðhækkanir á íbúðum?
Biðtími lántakenda —
Fjármögnun húsnæðis-
kerfisins
Á fyrstu 4 mánuðum eftir að
lögin tóku gildi bárust 4.000 um-
sóknir eða um 1.000 á mánuði.
Áætlanir, sem nýja húsnæðislög-
gjöfin byggði á, gerði ráð fyrir
rúmlega 300 á mánuði fyrstu tvö
árin eftir gildistöku laganna. Ljóst
er því að forsendur útlánaáætlunar
og flármögnunar voru stórlega van-
metnar.
Fjármagn til útlána úr Bygging-
arsjóði ríkisins er á þessu ári 4,3
milljarðar kr. Ætla má að meðallán
allra hópa (nýbygginga og eldri
íbúða) sé að meðaltali um 1.500
þús. Það vantar því um 1,2—1,7
milljarða króna til að hægt sé á
þessu ári að afgreiða þær umsóknir
sem bárust fyrir áramótin, en upp-
hæðin ræðst af því hve margar
umsóknir falla út, sem uppfylla
ekki skilyrði fyrir láni. Óvarlegt er
þó að ætla að mikill fyöldi umsókna
séu ekki lánshæfar. Þegar hefur
því verið ráðstafað stórum hluta af
flármagni næsta árs eða 1,2—1,7
milljörðum eingöngu vegna um-
sókna sem bárust fyrir áramótin.
Þar sem fjármagn mætir ekki út-
lánaþörf á þessu ári þá er fjárskorti
mætt með lengingu biðtímans sem
nú er að meðaltali 15 mánuðir.
Flestir þeir sem sóttu um í des-
ember sl. þurfa að biða fram á
næsta ár, nema forgangshópamir
sem fá fyrri hlutann e.t.v. í lok
þessa árs. í það virðist því stefna
að fjármagn þessa árs nægi ein-
göngu til að mæta lánsumsóknum
sem bárust sept., okt. og nóv. sl.
Þessi staða er mjög alvarleg því
margir hafa treyst á að fá lánin
miklu fyrr en nú stefnir í. Því er
stór hópur í þeirri stöðu að hafa
tekið skammtimalán f bönkum og
treyst á húsnæðislán til að greiða
þau lán niður.
í janúarmánuði dró heldur úr
umsóknum, sem voru milli
500—600 á móti 1.000 á mánuði
fyrstu fjóra mánuðina áður. Ef var-
lega er áætlað má gera ráð fyrir
að það berist um 4.500 umsóknir á
þessu ári eða um 375 á mánuði.
Það er varieg áætlun ef til þess er
litið að 1.000 umsóknir bárust á
hveijum mánuði fyrstu flóra mán-
uðina frá gildistöku laganna og
500—600 í janúarmánuði. Á verð-
lagi ,í janúar 1987 þarf því 6,7
milljarða til að standa undir flár-
þörf 4.500 umsókna. Þetta þýðir
að þó gert sé ráð fyrir um 700
milljón króna viðbótaifyármagni frá
lífeyrissjóðunum á næsta ári frá því
sem nú er og að óbreyttu ríkis-
framlagi, þá verður aðeins hægt
að véita lán til 2.600 umsækjenda
á árinu 1988 af 4.500, þar sem
þegar hefur verið ráðstafað stórum
hluta af fjármagni næsta árs vegna
umsókna sem bárust fyrir áramót.
Verði ekkert að gert verður meðal-
biðtfmi nú f árslok orðinn um 20
mánuðir. Biðtími forgangshópa
+