Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 Að segja upp starfsmanni eftir Ásbjöm Dagbjartsson Það hefur lengi verið trú manna hér á landi að opinberir starfsmenn séu ósnertanlegir og eftir að þeir eru einu sinni komnir á ríkisjötuna sé nánast útilokað að losna við þá ef þeir ekki vilja hætta sjálfir. Það er nokkur fótur fyrir þessari almennu trú. Til skamms tíma höfðu ríkisstarfsmenn svokallaða æviráðningu, og þó að sá siður sé nú aflagður, er atvinnuöryggi þeirra metið til svo og svo mikilla tekna, um 8% minnir mig að ég hafi heyrt. Fólk telur sig líka hafa dæmin fyrir augunum, oftast í formi starfs- manna sem enginn veit til að hafi gert neitt til gagns árum saman. Hitt er sjaldgæfara að opinberir starfsmenn séu til vandræða vegna þess að þeir eru of virkir. Þetta hefur þó tvisvar gerst nú á síðustu mánuðum, alveg hliðstæð dæmi, þó svo viðbrögð fólks hafí verið gjör- ólík. Dæmi um uppsögn Wilhelm V. Steindórsson stjóm- aði eitt sinn Hitaveitu Akureyrar, fyrirtæki, sem aðallega er frægt fyrir að vera eitt dýrasta orkudreifi- fyrirtæki landsins. Wilhelm vann sitt verk af geysilegum dugnaði og atorku, og fáir efast um að hann hafí unnið þessu fyrirtæki mikið gagn á ferli sínum. Enda er hann mjög fær maður á sínu sviði. Wilhelm hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllu því, sem hann taldi hitaveitunni fyrir bestu, og barðist fyrir þeim með kjafti og klóm, og gilti einu hveijir voru andmælendur hans. Það kom meira að segja oftar en einu sinni fyrir að hann lenti í opinberum deilum við yfirboðara sína, þ.e. bæjarstjóm Akureyrar. Þessar deilur vom stundum það harðar að áhorfendum þótti óskilj- anlegt að þessir aðilar gætu yfírleitt starfað saman. Enda fór svo að þeir gátu það ekki lengur, annar varð að víkja. Það var Wilhelm, sem var látinn taka pokann sinn, sá aðili, sem hærra var settur, beitti því valdi, sem hann hafði yfír hin- um, og sagði honum upp störfum. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjóminni. En átti hann að víkja frekar en bæjarstjómin? Jú, vissulega. Það hefði verið í hæsta máta óeðlilegt að þeir fulltrúar, sem voru rétt búnir að fá umboð kjósenda til að stjórna, létu und- an og hyrfu af vettvangi. En hvor aðilinn hafði rétt fyrir sér, það er önnur saga. Þeirri spumingu hefur ekki verið svarað, og verður eflaust aldrei svarað svo óyggjandi sé. Annað dæmi um uppsögn Nú nýlega kom upp hliðstætt dæmi, en úr ríkiskerfínu, svokallað fræðslustjóramál. Það ætti að vera óþarfi að rekja þá sögu, svo ræki- lega hefur hún tröllriðið öllum fjölmiðlum að undanfömu. Eins og í hinu tilfellinu gátu yfírmaður og undirmaður ekki starfað saman lengur. Eg treysti mér ekki heldur í þessu tilfelli til að dæma um hvor þeirra hafði „rétt“ fyrir sér, ég hef hreinlega ekki vit á þeim faglega ágreiningi, sem var undanfari óskapanna. En hér kom aftur upp sú staða að annar aðilinn varð að víkja. Aft- ur varð það ofaná að yfirmaðurinn beitti valdi sínu yfír undirmanninum og lét hann fara. Þetta er sú niður- staða, sem oftast verður ofaná þegar slík tilfelli koma upp. Það er grundvallarregla allrar stjórnunar að sá, sem hærra er settur, ræður yfir þeim, sem lægra er settur. I siðuðum sam- Ásbjörn Dagbjartsson „Því miður er það alit of algengt að þessi lýð- ræðislega kjörnu stjórnvöld kjósa frekar auðveldari leiðina, halda friðinn og reyna að gera öllum til hæfis. Venjulega verður úr því einhver málamiðlunar- grautur, sem ekkert gagn gerir og allir eru óánægðir með. Þess vegna get ég ekki að því gert að ég dáist allt- af að þeim stjórnmála- mönnum, sem þora að taka af skarið og gera það, sem þeim finnst réttast, þó svo að það kosti þá óþægindi og óvinsældir.“ félögum reyna menn oftast svo lengi sem hægt er að vinna eftir þessari reglu án valdbeitingar, en ef allt annað bregst, er hún óhjá- kvæmileg. Á þann hátt er varið sambandi foreldra og bams, skip- stjóra og skipshafnar, kennara og nemanda, og þannig mætti halda lengi áfram. Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður og rithöfundur, lýsti skoðun sinni á þessu máli fyrir nokkru. Hún sagði, efnislega, að ráðherra og ráðuneyti bæri að vinna eftir ákveðinni stefnu, það væri svo ann- að mál hvort öllum þætti sú stefna góð. En embættismaður gæti ekki neitað að vinna eftir henni. Ef hann eða aðrir væru stefnunni ósammála yrði að beijast á móti henni á öðrum vígstöðvum. Til hvers eru stjómvöld? Þetta er einmitt mergurinn máls- ins. Lýðræðislega kjörið stjómvald er skuldbundið kjósendum sínum. Það verður að vinna samkvæmt þeim stefnumálum, sem það boðaði þeim. Þess vegna skil ég ekki þá kröfu skólamanna í Norðurlands- lq'ördæmi eystra að ráðherra taki aftur fyrri ákvörðun sína. Ég get ekki skilið þá kröfu á annan hátt en að það sé ráðherrann, sem þeir telja að eigi að víkja. Ef svo er, þá eru þeir komnir út fyrir það vald, sem þegnar lýðraeðisþjóðfélags hafa. Ánnað mál er hvort þeir em sammála þeirri stefnu, sem ráð- herrann hefur unnið eftir, eða ekki. Því miður er það allt of algengt að þessi lýðræðislega kjömu stjóm- völd kjósa frekar auðveldari leiðina, halda friðinn og reyna að gera öllum til hæfís. Venjulega verður úr því einhver málamiðlunargrautur, sem ekkert gagn gerir og allir em óánægðir með. Þess vegna get ég ekki að því gert að ég dáist alltaf að þeim stjómmálamönnum, sem þora að taka af skarið og gera það, sem þeim fínnst réttast, þó svo að það kosti þá óþægindi og óvin- sældir. En hvers vegna á fræðslustjórinn samúð svo margra en ekki hita- veitustjórinn? Á því geta verið nokkrar skýringar. I fyrsta lagi er ég ekki svo viss um að samúð alls fjöldans sé með fræðslustjóranum. Þeir, sem mest hafa haft sig í frammi, em hans nánustu samstarfsmenn, og þeir taka afstöðu fyrst og fremst út frá þeim málefnaágreiningi, sem er undanfari þessara árekstra, en ekki hvort ráðherrann hafí haft rétt til að gera það, sem hann gerði. I öðm lagi var hitaveitustjórinn persónugervingur óvinsæls fyrir- tækis, en fræðslustjórinn virtist vera að sækja rétt fólksins í hendur ríkisvaldinu. í raun vom báðir þó að gera það sama, báða vantaði meiri peninga til að geta gert það, sem þeir töldu að ætti að gera En annar vildi sækja þessa peninga beint í vasa fólks á Akureyri, en hinn í ríkiskassann. í þriðja lagi var hitaveitustjórinn rekinn samkvæmt sameiginlegri ákvörðun allra pólitískra afla, en fræðslustjórinn samkvæmt ákvörð- un ráðherrans eins. Það býður þeirri hættu heim að sumir reyni að hagn- ast á málinu af pólitískum hvötum. í síðasta lagi er svo alltaf fyrir hendi hjá fólki á Iandsbyggðinni ákveðin andúð á svokölluðu Reykjavfkurvaldi. Því fínnst öllu vera stjómað frá Reykjavík, og þarfír Reykjavíkur meira metnar en þarfír landsbyggðarinnar. Það er þó nokkuð til í þessu, alla vegna þekkja ríkisstarfsmenn utan Reykjavíkur þessa tilfinningu vel. Mörgum fínnst þetta fræðslustjóra- mál vera enn eitt dæmið um þessa tilhneigingu, og bregðast ókvæða við. í orðinu stjómvald felst ákveðin hugsun. Stjómvöld hljóta að hafa vald til að stjóma. Annars verðum við að búa til nýjar leikreglur fyrir lýðræðið. Höfundur er líffræðingur, búsett- ur á Akureyri. Greinargerð um leit- ar- og björgunarmál Áskorun til stjórnvalda Þann 10. janúar sl. var kynnt áskorun til stjórnvalda um stjórn björgunarmála. Að henni stóðu læknar í Borgarspítalanum, sem in*«8tiit~ í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI starfað hafa á þessu sviði undanfar- in misseri. Áskomninni var ætlað að benda á nauðsyn þess að koma á stjóm björgunarmála hér á landi. í kjölfar þess varð mikil umræða sem leiddi enn frekarj ljós í hvílíku óefni þessi mál era. Ymsir urðu til að gagnrýna en á hinn bóginn þótti sumum að sér vegið, kannski án þess að hafa til þess réttar forsend- ur. Þykir okkur því rétt að birta þessa áskoran orðrétt: „Stjóm björgunarmála — áskoran til stjómvalda. Undanfarin misseri hafa einstaka björgunaraðgerðir orðið fréttnæm- ar nú síðast við skipskaða. Þar hefur glögglega komið í ljós, að þegar á reynir era fjölmargir reiðu- búnir til aðstoðar. Á hinn bóginn reynist skipulag slíkra aðgerða í ólestri. Læknar Borgarspítalans, sem kynnst hafa björgunarmálum og tekið þátt í björgunaraðgerðum, era áhyggjufullir vegna þess stjóm- leysis, sem einkennir skipulag björgunarmála hér á landi. Ljóst er að íslendingar hafa ekki staðið við alþjóðasamninga um leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis landið. Gapandi gjá hefur því mynd- ast sem stofnað hefur mannslífum í hættu og mun krefjast fóma ef ekkert verður að gert. Því hvetjum við stjórnvöld til að koma á opin- berri stjóm þessara mála og björg- unaraðila til að taka höndum saman. Markmiðin með starfí okkar allra era hin sömu, aðstoð við nauð- stadda og björgun mannslífa." Skipulag skortir Enginn hefur haldið því fram að einhver einn aðili ætti sök á dauða sjómanna á hafí úti vegna þessa ástands. Því hefur verið haldið fram að glundroði í stjóm björgunarmála og skipulagsleysi hafi stefnt manns- lífum í hættu. í því skipulagsleysi, sem nú ríkir í björgunarmálum ís- lendinga, ber enginn einn aðili ábyrgðina. Vegna þess er hætt við að deilur og hagsmunaárekstrar stefni öryggi nauðstaddra í hættu. Talsmenn Slysavarnafélags íslands gerðu því miður þau mistök að taka alla gagnrýni vegna sjóslysanna um jólin til sín, jafnvel þótt starfsmenn félagsins hafí ekki átt að bera á þeim ábyrgð. Slysavamafélagið var því að ósekju dregið á neikvæðan hátt inn í umræðuna. Slysavamafé- lag íslands er ásamt mörgum öðram björgunarsveitum rótgróin samtök áhugamanna um allt land og byggja þau starf sitt á velvilja almennings. Félagsmenn þeirra hafa af miklum dugnaði og ósérhlífni sinnt björgun- armálum og réttilega tekið þau Grettistaki. Ástandið nú Seinni part árs 1985 var Ijóst að slitnað hafði upp úr viðræðum milli fulltrúa Landhelgisgæslu Islands (LHG), Slysavarnafélagsins (SVFÍ), Flugmálastjómar, Póst- og síma- málastofnunar og Siglingamála- stofnunar um samkomulag milli þessara aðila til að ísland yrði aðili að alþjóðasamþykkt um leit og björgun á hafí. Var það fyrst og fremst SVFÍ, sem ekki gat fellt sig við þau samkomulagsdrög, sem fyr- ir lágu. Við þessi tímamót var ekkert frekar aðhafst í málinu, jafn- vel þótt stjómvöld hefðu skuld- bundið sig um að koma á föstu skipulagi þessara mála hér á landi, samkvæmt áðumefndu alþjóðasam- komulagi. Ekkert opinbert skipulag hefur verið á þessum málum frá upphafí. íslensk löggjöf er fátæk í þessum efnum. í lögum Landhelgisgæsl- unnar er stofnuninni falið m.a. að sinna björgunarmálum á hafsvæð- inu umhverfis ísland í samvinnu við SVFÍ og önnur björgunarsamtök. Það er því vilji löggjafans að ábyrgð þessara mála sé hjá hinu opinbera en verkin unnin í nánu samstarfí við samtök áhugamanna. Slíkt er eðlilegt þar sem ábyrgðin er þung byrði og myndi sliga þau skjótt. Ábyrgð stjórnvalda Stutt er síðan björgunaraðilar á landi gerðu með sér samkomulag um skipulag björgunar- og leitar- mála. SLíkt er fyrir fyrirmyndar. Samvinna þessara aðila hefur leitt til mun meira öryggis en áður, og allir notið góðs af. Leit og björgun loftfara hefur lengi verið í styrkum höndum Flugmálastjórnar. Til sjós er þessu á annan veg farið. Þar hefur tortryggni og rígur leitt til þess að í óefni er komið. Björgunarmál á íslandi era mál allra. Hið sama gildir um aðild ís- lands að alþjóðasamþykkt um leit og björgun. Leitar- og björgunar- mál era og verða á ábyrgð íslenskra stjómvalda og því er nauðsyn að mynda heilsteypta yfírstjóm þess- ara mála hér á landi. Nánast alls staðar þar sem við þekkjum til eru þessi mál á ábyrgð ríkisins og ber þar helst að nefna bandarísku strandgæsluna sem og nær alla leit- ar- og björgunarstarfsemi í Norð- ur-Evrópu. Stjórnstöð vegTia leitar o g björgunar Fagna ber þingsályktunartillögu, sem nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins með Áma Johnsen f fararbroddi, hafa nú lagt fram. Ljóst er, að hún kernur til með að njóta víðtæks stuðnings á Alþingi. Eðli málsins hvetur alla þingmenn til samstöðu óháð stjómmálaskoð- unum. Þar er lagt til að ríkisstjóm- inni verði falið af Alþingi að koma á laggimar björgunarstjómstöð. Sameinast verði um björgunar- stjómstöð, sem opin verði allan sólarhringinn og stjómi leit og björgun á sjó, landi og í lofti. Komi þessi stjómstöð til með að lúta framkvæmdaráði, sem skipað verði fulltrúum þeirra björgunarsveita og stofnana, sem taka beinan þátt í björgunaraðgerðum. Gert er ráð fyrir að aliir, sem málinu tengjast, eigi fulltrúa í björgunarráði sem verði ráðgefandi og stefnumarkandi fyrir framkvæmdastjóm. Ljóst er að hér er komin fram tiliaga um Björgunarstjómstöð íslands þar sem kraftar, þekking og reynsla yrðu sameinuð. Slíkt yrði stórt skref í átt til aukjns öryggis allra lands- manna og til eflingar þeim aðilum sem að þessu störfuðu. Því getur enginn skorast undan slíku sam- starfí. Reykjavík, 6. febrúar 1987. Guðmundur Björnsson læknir Jón Baldursson læknir Óskar Einarsson læknir Höfundareru læknaríBorg- arspítalanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.