Morgunblaðið - 10.02.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
9
VAIMTAR ÞIG
VIÐHALD?
Reynið viðskiptin!
AL-STILLIN
Smiðjuvegi 50D, Kópavogi. Simí 71919.
Nýþjónusta fyrir bifreiðaeigendur
Nýtt bifreiðaverkstæði
AL-STILLING
býður nú fastan viðhaldssamning fyrir tíma-
laust nútímafólk!
Treystið okkur fyrir velferð bílsins.
Mótor\ Blöndungs ^
Hjóla > stillingar Véla > viðgerðir
Ljósa ) Hedd *
| Fjársöfnun E1 Salvador-nefndarínnar:
Féð fer til samtakal
sem skæruljðar ráð;
Fjársöfnun
El Salvador-nefndarinnar
Nu er komið á daginn, að féð, sem El Salvador-nefndin á ís-
landi kveðst vera að safna handa fórnarlömbum jarðskjálftanna
í El Salvador í október, fer ekki til hins raunverulega alþýðusam-
bands landsins, heldur til samtaka, sem skæruliðar ráða. Um
þetta er fjallað í Staksteinum í dag.
Skæruliðar
ráðaUNTS
í frétt i Morgunblað-
inu á laugardaginn segir
orðrétt: „Freedom House
í New York, sem er við-
urkennd upplýsinga- og
rannsóknarstofnun, seg-
ir, að samtöldn UNTS i
E1 Salvador lúti stjórn
skæruliða í landinu og
séu notuð til að afla þeim
fjár og stuðnings erlend-
is. E1 Salvador-nefndin á
Islandi hefur undanfarn-
ar vikur staðið fyrir
fjársöfnun til fórnar-
lamba jarðskjálftanna í
E1 Salvador í október sl.
og í fréttatílkynningu frá
nefndinni, sem birtist í
Morgunblaðinu fyrir
skömmu, sagði, að „Al-
þýðusamband E1 Salvad-
or, UNTS, mundi sjá til
þess að koma til hinu
fslenska söfnunarsé til
skila".
Síðan segin „Sam-
kvæmt upplýsingum
Douglas Payne hjá Free-
dom House klofnaði
Alþýðusamband E1
Salvador (UPD) i febrúar
á síðasta ári i kjölfar
undirróðursstarfsemi
stuðningsmanna skæru-
liða, sem beijast gegn
lýðræðislega kjörinni
rikisstjóm Jose Napoleon
Duarte forseta. Meiri-
hlutinn, sem styður
áframhaldandi uppbygg-
ingu lýðræðis, myndaði
nýtt alþýðusamband, sem
nefnist UNOC. Minni-
hlutinn stofnaði hins
vegar UNTS, en þau
samtök halda þvi fram,
að þau séu lýðræðisleg
og fulltrúi meirihluta
verkalýðs í landinu.
Freedom House segir
það ekld eiga við rök að
styðjast. UNTS sé yst til
vinstri í stjóramálum og
starfi sem framvarðar-
samtök skæruliðahreyf-
ingarinnar FMLN, sern
er ólögieg."
Loks segir i frétt
Morgunblaðsins: „Þess
má geta, að Freedom
House í New York sér-
hæfir sig f, að afla
upplýsinga um sfjórnar-
far og mannréttindi í
ríkjum heims. Dougias
Payne er einn af starfs-
mönnum stofnunarinnar
og hefur m.a. ritað bók
um Sandinista-hreyfing-
una í Nicaragua.“
Hvað verður
um pening-
ana?
Upplýsingamar frá
Freedom House vekja að
sjálfsögðu ýmsar spura-
ingar. Ef skæruliðar
hafa tögl og hagldir i
UNTS og samtökin eru
notuð til að afla þeim fjár
er þá ekki vafamál, að
söfnunarfé E1 Salvador-
nefndarinnar komist til
fórnarlamba jarðskjálf-
tanna i landinu? Getur
verið, að þessir peningar
verði i staðinn notaðir til
að kaupa vopn og vistir
handa skæruliðum? f þvi
sambandi er rétt að
minna á, að skæruliðar
njóta hemaðarlegs
stuðnings frá Kúbu og
Nicaragua og markmið
þeirra er að koma á fót
sósialisma i E1 Salvador
af sama tagi og þróast
hefur i fyrmefndu lönd-
unum. Þar eru, sem
kunnugt er, lýðréttindi
fótum troðin, en í E1
Salvador er reynt að
halda lýðræði i heiðri og
samtökum stjórnarand-
stæðinga, þar á meðal
stuðningsmönnum
skæruliða, leyft að starfa
I óáreittum.
E1 Salvador-nefndin á
íslandi þarf að gera
skýra grein fyrir því,
livemig farið verður með
söfnunarféð (sem mun
nema um 300 þúsund
krónum), þegar það berst
til E1 Salvador. Rennur
það beint í sjóði UNTS
eða fer það til ákveðinna
og skilgreindra verk-
efna? Það mundi siðan
taka af öll tvimæli um
heilindi E1 Salvador-
nefndarinnar, ef söfnun-
arféð yrði ekki sent til
umdeildra samtaka eins
og UNTS heldur hefðu
einhver alþjóðasamtök,
t.d. Rauði krossinn, milli-
göngu um að koma þvi
til réttra aðila. Getur E1
Salvador-nefndin verið á
móti þeirri leið, ef hún
er í rauninni að hugsa
um fórnarlömb jarð-
skjálftanna en ekki
skæruliða?
Undarlegt
fréttamat
Á laugardaginn voru
haldnir tveir opnir fundir
um skólamál i Reykjavik.
Annar fundurinn var í
Valhöll á vegurn Sjálf-
stæðisflokksins og
umræðuefnið var „Fram-
tíðarstefna i menntamál-
um.“ Hinn fundurínn var
i Lögbergi á vegum Mál-
fundafélags félags-
hyggjufólks og
umræðuefnið var „Hvert
stefnir i islenskum skóla-
málum?“ Hljóðvarp
ríkisins og Stöð 2 sögðu
ýtarlega frá seinni fund-
inum og ræddu við
framsögumenn. Á fyrri
fundinn var ekki minnst
einu orði.
Þetta fréttamat er
vægast sagt undarlegt. Á
báðiun fundunum var í
rauninni verið að ræða
um sama efnið og á fundi
Sjálfstæðisflokksins voru
ræðumenn, sem ástæða
er til að ætla að hafi
ekld minna til málanna
að leggja en félagar i
Málfundafélagi félags-
hyggjufólks. Þar má
nefna t.d. Sverri Her-
mannsson, menntamála-
ráðherra, Sigmund
Guðbjarnason, háskóla-
rektor, Birgi tsleif
Gunnarsson, formann
nefndar sem samið hefur
frumvarp um framhalds-
skóla, og Pál Dagbjarts-
son, formann nefndar
sem er að semja frum-
varp nm grunnskólann.
Að auld tóku þar til máls
skólastjórar og kennarar
á öllum skólastigum. Ef
skýringin á þessu er sú,
að fjölmiðlamir tveir te(ji
Málfundafélag félags-
hyggjufólks ekki pólitísk
samtök, fær hún ekki
staðizt. Að þeim samtök-
um stendur fólk úr
nokkrum stjórnmála-
flokkum á vinstri
vængnum.
Tækifæristékkareikningur
...með allt í einu hefti!
Stighækkandi
dagvextir
Mun betri ávöxtun á veltufé.
Á TT-reikningi Verzlunarbankans Af innstæðu að kr. 10.000.- reiknast
eru vextir reiknaðir af daglegri stöðu 3% dagvextir.
reikningsins í stað lægstu stöðu hvers Af innstæðu umfram kr. 10.000.-
tíu daga tímabils. reiknast 9% dagvextir.
Þú færð einnig stighækkandi vexti Af umsaminni lágmarksinnstæðu
með hækkandi innstæðu og auk þess reiknast 12% dagvextir.
geturðu ákveðið að hafa mánaðarlega
lágmarksinnstæðu á reikningi þínum
og fengið þannig enn hærri vexti.
\ÆRZlUNflRBANKINN
-vúuuvi vneð þ&i f