Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
ÁKLÆÐI
TOPPGRINDUR
Eigum fyrirliggjandi úrvals áklœði í
Volvo 240 og 740 á mjög hagstœðu
verði. Einnig krómaðar toppgrindur á
Volvo 240. Passa á ýmsa ameríska
jeppa.
Áklœði, verð kr. 4.995,-
Toppgrindur, verð kr. 5.995.-
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SlMI 35200
BÚSTOFN
Furuútsala
1 j
m ?
I í v .
Fjölbreytt úrval af heilum og lítið gölluðum
furuhúsgögnum á útsölu, t.d. skrifborð,
hillur, náttborð, svefnbekkir, hjónarúm,
kommóður, hljómtækjaskápar, speglar,
borðstofustólar, o.fl.
20—60% afsláttur
Smiðjuvegi b, Kópavogi símar 45670 — 44544.
JltarstiiiÞIafrifr
I Metsölublað ú hverjum degi!
Margt er marnia bölið
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
AUSTURBÆJARBÍÓ:
í HEFNDARHUG - AVENG-
ING FORCE ★ >/2
Leikstjóri: Sam Firstenberg.
Framleiðendur: Menahem
Golan og Yoram Globus.
Handrit: James Booth. Tón-
list: George C. Clingon.
Kvikmyndataka: Gideon Por-
ath. Aðalhlutverk: Michael
Dudikoff, Steve James, James
Booth, John P. Ryan. Cannon
Films 1986.
Man nokkur lengur eftir James
Booth? Að líkindum er tilvera
hans farin að rykfalla í hugum
flestra. En fyrir svona tuttugu
árum var þessi breski leikari
nokkuð í sviðsljósinu og vann sér
það hvað helst til frægðar að fara
með hlutverk elskhuga Shirley
MacLean í lunkinni mynd að nafni
The Biiss of Mrs. Blosson. Faldi
kerla þennan friðil sinn gjaman í
koffortum eða uppá háalofti fyrir
augum síns ektamanns. En það
er engu líkara en Booth hafi illa
tekist að finna leiðina útúr hug-
vitssamlegum fylgsnum frúarinn-
ar, því hann hefur fjandakomið
varla sést síðan.
En nú hafa GoGlo-strákamir
semsagt haft uppá þessum herra-
manni og ekki hefur hanabjálka-
dvölin verið til einskis því Booth
sprettur hér fram á sjónarsviðið
sem hugmyndasmiður þessarar
rútínuhasarmyndar frá Cannon
og fer að auki með punthlutverk.
Það er lítil ástæða til að fjöl-
yrða um söguþráðinn, svo gatslit-
inn og sundurskotinn sem hann
Mikill er andskotinn þegar hann
er allur. Það eru liðin ár og dagur
síðan ég hef upplifað slíka skelf-
ingu í kvikmyndahúsi og undir
þessari Kafka-kenndu mynd um
fluguna og manninn sem urðu
eitt. í samanburði við Fluguna
gæti The Exorcist og hennar nót-
ar, sem hæglegast verið frá Walt
Disney. Og jafnvel Aliens má vara
sig!
Flugan, sem er endurgerð sam-
nefndrar, hálfklassískrar smá-
myndar frá 1958, segir frá
vísindamanni sem fundið hefur
upp tækni til að fjarflytja efni
þráðlaust. Til þessa hefur honum
einungis tekist að flytja dauða
hluti. Að lokum gerir hann tilraun
á sjálfum sér — án þess að gefa
gaum sakleysislegri húsflugu sem
verður honum óvart samferða ...
Cronenberg, ásamt sínum
snjöllu samstarfsmönnum, hefur
tekist heldur betur upp að skelfa
áhorfendur með fjölda spennandi
og sjokkerandi augnablika og
óhugnanlegasta gervi og förðun
sem sést hefur á hvíta tjaldinu.
Stigbreytingin sem verður á
manni sem breytist í hálfflugu og
að lokum í ólýsanlega viður-
styggð, er stórkostlega vel gerð
í öllum sínum flökurkennda ljót-
leika. Og ekki er ramminn síðri;
grámygluleg rannsóknarstofa í
húshjalli í niðumíddu skugga-
hverfi. Hér er allt eins og best
verður á kosið í hrollvekjandi
kvikmynd.
Cronenberg sýndi það svo sann-
arlega í The Dead Zone að honum
er ekki síður lagið að meðhöndla
mannlegar tilfínningar sem hryll-
inginn. Nú blandar hann þessum
þáttum átakanlega saman með
vænni hjálp Goldblum, Davis og
Getz (Blood Simple). Þau sýna
öll undraverðan, raunsæan leik
svona miðað við aðstæður...
„... ef ég væri orð-
in lítil fluga ... “
KvSkmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓHÖLLIN: FLUGAN -
THE FLY ☆☆☆
Leikstjóri: David Cronenberg.
Handrit: Cronenberg og
Charles E. Pouge. Tónlist:
Howard Shore. Kvikmynda-
taka: Mark Irwin.
Aðalhlutverk: Jeff Coldblum,
Geena Davis, John Getz, Joy
Boushel. Bandarísk. 20th
Century Fox 1986. 96 mín.
Öðruvísi mér áður brá! Jeff Goldblum að ummyndast i mannflugu.
í hefndarhug geta menn orðið hinir ægilegustu ásýndum.
er. Til sögunnar em kallaðir stór-
vinir og garpar, fyrrverandi
samstarfsmenn úr CIA. Annar
hyggur á frama í stjómmálum,
hinn veitir honum það brautar-
gengi sem hann má. Síðan er
framagosinn náttúrlega myrtur
og flölskylda hans í ofanálag, af
öfgasamtökum, og þá er röðin
komin að vininum sem bítur í
skjaldarrendur og linnir ekki lát-
um fyrr en hann hefur upprætt
morðvargana.
í hefndarhug er hvorki betri
né verri en flestar aðrar ofbeldis-
myndir, jafnvel illskárri hvað
snertir sviðssetningar, upptöku-
staði og bardagasenur. Enda er
leikstjórinn kunnastur fyrir breik-
dansmyndir, ef einhver man þá
eftir því fyrirbrigði — frekar en
manninum á hanabjálkanum.