Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. PEBRÚAR 1987 55 t- VELVAKANOI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Styðjum endurreisn Utvegsbankans Jónas Pétursson fyrrverandi al- þingismaður skrifar: Þau valda miklum undrum geð- veikisköstin og rassaköstin í kring- um Útvegsbankann. Hann virðist hafa orðið kærkomið „bitbein" í opinberri umræðu eftir því sem meir „harðnaði á dalnum" í stöðu hans. Þar er m.a. ein sönnun þess hve lifibrauð margra er háð því - lifibrauð í almennri umræðu að hafa eitthvað um að tala. Nota það jafnvel eins og teppi, sem margt óþægilegt má hylja undir, eða a.m. k. draga ögn í skuggann - eða blátt áfram til þess að ýmsar radd- ir heyrist frekar! Skylt þeim algilda sannleik, sem er í spakmælinu: Deildu og drottnaðu! Dr. Gunnlaugur Þórðarson skrif- aði um bankann athyglisverða grein 30. janúar. Mér þótti vænt um hana. Útvegsbanki heitir svo til að minnast á undirstöðu útgerðar og fiskvinnslu. Það virðist að þess- vegna hafi „þekkingarkynslóðin" horn í síðu hans! Því miður er þjóð- in að týna sjálfri sér og þingmenn, eða hvað skal halda? En í þann mund sem ég las grein Dr. Gunnlaugs heyrði ég þau feg- instíðindi að bankinn myndi starfa áfram, ekki hefði tekist að koma honum fyrir kattamef. En ennþá þessi ofsatrúarlegi kjaftháttur um hlutafélag! Hvað er eðlilegra en að Útvegsbanki sé ríkisbanki, banki þjóðarinnar? Dr. Gunnlaugur minnir á í grein sinni að Seðlabankinn muni hafa þegið all myndarlegar fúlgur með refsivöxtum frá Útvegs- banka, jafnvel í tug ára. Var þaðan komið „eigið fé“ Seðlabankans sem Jóhannes Nordal réttlætti Seðla- bankabygginguna með? Það er óvéfengjanlg réttlætiskrafa að ná- kvæm rannsókn sé gerð á því hve mikla refsivexti Utvegsbankinn hefír greitt Seðlabankanum a.m.k. síðustu tíu árin. Minna verður einnig á að verðlag Velvakandi. í dálkum þínum í Morgunblaðinu 14. febrúar birtir þú bréf þar sem undirskriftin er ein óánægð, yfir- skrjftin „Slæm viðskipti". Astæður bréfsins segir sú óánægða vera að nú er KAYS- pöntunarlistinn auglýstur. (Ekki þær að hún vilji fá leiðréttingu sinna mála sem hún augljósan rétt á til geti hún sannað sitt mál.) Síðan segir konan frá sínum viðskiptum við B. Magnússon hf. sem hefur umboð fyrir KAYS á Islandi og nú í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Segist hún hafa pantað fyrir tveim árum og hafí tvær blússur reynst of litlar. Hún hafí sent þær sem innlegg í aðra pöntun en engin við- brögð fengið. Síðan all harðort bréf og allt á sama veg. Engin svör. Nú vil ég vinsamlega benda þeirri óánægðu á, að það er ekki ótítt að viðskiptavinir panta of lítið eða of stórt. Ekki heftir staðið á fyrirtæk- inu að skipta þar sem verð þeirrar vöru sem skilað er gengur upp í aðra pöntun. Þetta veit ég að mý- margir viðskiptavinir geta vitnað um. Einnig verð ég að benda kon- unni á þó mér sé óljúft að rifja upp, að fyrir um það bil tveim árum hurfu bréf á B. Magnússon hf. v/KAYS í ákveðnu pósthúsi. Það mál upplýsti rannsóknarlögreglan gjaldeyrisins sem stór hluti við- skiptaaðila Útvegsbankans hefír átt mest undir hefír ekki miðast nægi- lega við nauðsyn útflutningsfram- leiðslunnar. Útgerðarmenn! Sjómenn! Stydjið endurreisn bank- ans. og birtist frásögn af því í blöðunum. Við fyrirspum konunnar, þó hún ætli ekki að eiga viðskipti við KAYS-kaupmenn eins og hún orðar það, hvað á fólk utan af landi að gera þurfí það að skipta vömm? Svar: Endursenda, skrifa eða hringja. Þetta veit fólk á lands- byggðinni sem hafa verið góðir viðskiptavinir. Að lokum. Mig undrar langlund- argeð þeirra óánægðu, að hafa ekki kvartað fyrr eða hringt í síma B. Magnússonar hf. KAYS. Síma- númerið er 91-52866. Þar er til forsvars fyrirmyndarkona, Fríða Eyjólfsdóttir, sem veitir fýrirtækinu forstöðu í íjarveru sonar míns, Björns Magnússonar, sem nú er í ársdvöl í USA. Svar þetta er samið af undirrituð- um eftir símtal við hann í Glenview í USA. Magnús Þórðarson, Hraunhvammi 4, Hafnarfirði. P.S. Velvakandi. Það er ósk fyrirtækisins að þú sjáir til að óánægða konan hafí samband við KAYS-pöntunarlist- ann, þar mun hún fá sín mál leiðrétt. Ef ekki skoðast skrif þau er áður er um fjallað sem „atvinnu- rógur". Svar frá KAYS Þessir hringdu . . , Festi tapaðist Laufey Samsonardóttir hringdi: Ég tapaði festi 28. eða 29. des- ember sl. einhversstaðar á leiðinni vestan af Melhaga austur að póst- húsinu við Kleppsveg. Festin er gulbrún með mörgum perlubönd- um og dregin saman með tveimur perlum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 68366 (vinna) eða 34944 (heima). Osanngjarnar kröfur Athugull hringdi: Við sem þegar erum komin yfír miðjan aldur og höfum lifað „tímana tvenna" fylgjumst nú grannt með umræðum sem eiga sér stað um kaup og Iq'ör í þjóð- félaginu. Eins og oft áður ætla ákveðnir hópar sér stærri sneið af kökunni en aðrir hafa fengið. Með mikilli fyrirhöfn hafa stjómvöld nú komið vísitölunni niður í viðráð- anlegt mark. Þetta kitlar taugar ákveðinna aðila, kosningaár með meiru. En margir eru undrandi þegar kennarasamtök gera vægast sagst ósanngjamar kröfur. Vilja forystumenn þeirra auka verð- bólguna að nýju? Þeir mega vita að fyrir það kann hinn venjulegi íslendingur þeim litla þökk fyrir. Menn sem ættu að vita betur varð- ar ekkert um þjóðarhag. Ýmsir pólítíkusar bíða tilbúnir til að ljá öllum yfirboðum eyra og kalla þá sem hafa stjómað skynsamlegum aðgerðum í dýrtíðarmálum öllum illum nöfnum. Oftast em notuð nöfnin afturhald o.s.frv.. Menn spyija fær sá hópur manninn, sem setti embættismann efstan á list- ann sinn, án þess að hann hefði í nokkru sýnt pólítíska getu sína til, að fylla hópinn sem vill að launþeg- ar fái fleiri verðlitlar krónur í launapokann. Því verður ekki að óreyndu trúað. Veski týndist Móðir hringdi: Sonur minn var svo óheppinn að tapa veskinu sínu um daginn. Þetta gerðist á leiðinni frá Óðins- torgi niður að Freyjugötu. Veskið er ómerkt eh í því er, auk pen- inga, sundmiðar og happdrættis- miði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23728. Skepnur en ekki menn L.Ó. hringdi: Ég var að lesa grein i Morgun- blaðinu um skýlið á Hlemmi og get ekki orða bundist. Það er allt- af verið að tala um þetta ógæfu- sama fólk en aldrei nefnt að það fór út í þetta sjálfviljugt. Það er þetta fólk sem reynir að fá aðra með sér í þetta sukk til að fjár- magna sína eigin neyslu. Varðar það ekki við lög að misnota og selja þessi efni? Það þarf að fara að taka á þessu af alvöru, það duga engir silkihanskar. Það eru til manneskjur sem bókstaflega vilja vera í ræsinu og þeim er ekki við bjargandi. En ólánsamt er fólk sem hefur misst heilsuna án þess að valda því sjálft. Það er alisstað- ar í heiminum til fólk sem er til vandræða alla sína ævi, þó það sé komið á efri ár þá breytist það ekki nokkum hlut. Menn drekka og lemja og kúga konur sínar og böm þó þeir séu komnir á sjötugs- aldur, þetta em bara skepnur en ekki menn. Svo er það ofbeldið gegn bömunum. Margir þættir þess hafa verið til umræðu í fjöl- miðlum en ég hef ekki heyrt eitt orð sem álastar þeim mönnum sem þetta gera. Þær stúlkur sem verða fyrir því að feður þeirra misnota þær geta aldrei lifað eðlilegu lífí. Þær reyna það en í flestum tilfell- um gengur það ekki svo það bitnar á mökum þeirra og bömum. Það eru því margir sem eiga um sárt að binda vegna þessara glæpa- manna. Látið korthafa borga kostn- aðinn Neytandi hringdi: Ég er hissa á þeim einkennilega viðskiptamáta í sambandi við greiðslukortin að korthafar séu ekki látnir greiða þann kostnað sem þeim er samfara. Þetta veldur því að þeir sem ekki eiga kort og þeir sem ekki geta fengið kort þurfa að gjalda þess í hærra verði á vöm og þjónustu. Hvað ætla Neytendasamtökin að gera í þessu máli og hví setur viðskiptaráðu- neytið ekki reglur um notkun greiðslukorta? Mikið af nýjum vörum Fatnaður fyrir fullorðið fólk Góðar vörurá góðu verði bæ við Eidistorg Sími 611811. Fatnaður fyrir smáfólkið Hennes & Mauritz Fatnaður fyrir ungt fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.