Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMANN GRÍMSSON,
Suðurgötu14,
Keflavfk,
er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinns látna.
Ástriður Júlíusdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og
aðrir aðstandendur.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
LEÓ KRISTLEIFSSON,
Bogahlið 20,
andaðist í Landakotsspítala 14. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Lilja Þorkelsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Látinn er,
TRYGGVI FRÍMANN TRYGGVASON,
kennari.
Guðný Níelsdóttir,
Kristján Tryggvason, Sólveig Eyjólfsdóttir,
Elin Tryggvadóttir, ÖrnJónsson,
Kristín Tryggvadóttir, Sigurjón Heiðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir minn,
SVAVAR EYJÓLFUR ARNASON,
Vesturbergi 102,
andaðist í Landakotsspítala 15. feb'úar.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Sævar Eyjólfur Svavarsson.
Jónína Gunnars-
dóttir — Minning
Fædd 13. janúar 1942
Dáin 10. febrúar 1987
Þann 10. febrúar sl. lést okkar
góða og trygga vinkona, Jónína
Gunnarsdóttir, á heimili sínu í Lúx-
emborg. Það má segja að það hafi
verið táknrænt fyrir lífsferil hennar
að hún lést á erlendri grund, því
hún var sannkallaður heimsborgari.
Ung að árum lagði hún land
undir fót og fór til útlanda til þess
að víkka sjóndeildarhring sinn og
læra tungumál eins og hugur henn-
ar stóð til. Á þeim árum þurfti
mikinn dugnað og áræðni til þess
að fara erlendis, þegar fólk þurfti
að kosta sig sjálft.
Við vinkonumar geymum góðar
og skemmtilegar minningar frá
samverustundum okkar. Ef til vill
eru glaðværustu endurminningam-
ar frá skemmtilegum summm í
síldinni á Raufarhöfn.
Eftir að Jóna giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Kolbeini Sig-
urðssyni, flugstjóra, fluttu þau til
Lúxemborgar og bjuggu þar. Þá
kom í ljós hin mikla tryggð hennar,
því alltaf gaf hún sér tíma til að
heimsækja okkur og halda við vin-
áttunni. Árið 1981 fómm við til
Lúxemborgar að heimsækja hana.
Hún var þá búin að undirbúa allt
fyrir okkur og skipuleggja skoðun-
arferðir og naut hún sín vel sem
fararstjóri okkar. Minningar um
þessa ferð munum við alltaf geyma,
því skemmtilegri og betri ferð höf-
um við ekki farið í.
Við getum ekki annað en dáðst
að dugnaði hennar og æðmleysi í
baráttu hennar við hinn illvíga sjúk-
dóm sem hafði heltekið hana. Aldrei
var þó kvartað og bjartsýnin alltaf
í fyrirrúmi. Eftir að hún veiktist
kom í ljós hve Kolbeinn var traust-
ur og umhyggjusamur og gerði allt
til þess að létta henni lífið. Það var
hennar heitasta ósk að fá að vera
heima hjá honum og börnunum
þangað til yfír lyki og fékk hún þá
ósk uppfyllta.
Á kveðjustund þökkum við fyrir
alla vináttuna og samfylgdina sem
því miður var allt of stutt. Þeir em
margir sem nú horfa með hryggð
í huga til horfins ástvinar og vinar.
Við sendum eiginmanni, bömum
og öðmm ástvinum dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum að Guð gefi
þeim styrk á þessari erfiðu stundu.
Anna, Dóra, Systa.
Jóna, eins og við kölluðum hana,
var dóttir Friðdóm Jóhannesdóttur
og Ingimundar Þorkelssonar.
Hún ólst upp hjá móður sinni og
manni hennar, Gunnari Halldórs-
syni, sem gekk henni í föðurstað.
En á unglingsámm styrktist gott
samband við Ingimund.
Jóna var elst systkina sinna og
snemma vaknaði sjálfsbjargarvið-
leitni og ábyrgðartilfinning gagn-
vart systkinum sínum, sem hún var
alltaf tilbúin að leiðbeina og móður
okkar reyndist hún ástkær dóttir.
Hugur hennar stefndi mjög til
náms, hún var gagnfræðingur frá
Flensborgarskóla í Hafnarfírði,
síðan lauk hún námi frá Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur, og bar heimili
hennar þess Ijósan vott.
Hún sérmenntaði sig í ýmsum
greinum, meðal annars í tungumál-
um og dvaldist erlendis við tungu-
málanám í tvö ár, með það fyrir
augum að gerast flugfreyja. Olli
henni vonbrigðum að vegna hæðar
sinnar var hún ekki gjaldgeng í
flugfreyjuskólann. En tungumála-
kunnátta hennar kom að góðu
gagni, þó sérstaklega franskan, þar
sem hún átti eftir að verða búsett
t
Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og
langömmu,
HALLDÓRU HALLGRÍMSDÓTTUR,
Þinghólsbraut 25,
Kópavogi,
fer fram i Fossvogskapellu á morgun, miövikudaginn 18. febrúar,
kl. 13.30.
Stefán Þorleifsson,
Halla Stefánsdóttir, Finnbogi Gunnarsson,
Jónína Lyons, William Lyons,
Anna Stefánsdóttir, Axel Ragnar Ström,
Svanhildur Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma
ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hringbraut 19,
Hafnarfirði,
veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 18.
febrúar kl. 15.00.
Lárus Jón Guðmundsson,
Ásta G. Lárusdóttir, Eyjólfur Einarsson,
Guðmundur Lárusson, Unnur Einarsdóttir,
Guðrún Lárusdóttir, Jóhannes Jónsson,
Þórður Friðriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar og systir,
JÓHANNA THORLACIUS,
Miklubraut 46,
Reykjavfk,
veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. febrúar kl.
13.30.
EinarÖrnThorlacius, Helga Fossberg,
Jóhanna Margrét Thorlacius, Orla Fossberg,
Anna Ragna Thorlacius, Ragna Fossberg,
Edward Hoblyn.
EggertK. Eggerts-
son — Minning
Fæddur 21.júní 1969
Dáinn 17.janúar 1987
Hví var þessi beður búinn
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðja „kom til mín“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(B. Halld.)
Það er oft erfitt að skilja lífið
og tilgang þess. Og í einu vetfangi
virðist það svo miskunnarlaust, hart
og án tilgangs.
Minn kæri vinur, Eggert, er horf-
inn. Stutt er bilið milli lífs og dauða,
stundum verður það svo örstutt.
Hvers vegna hann? Spurningam-
ar sækja á en fátt um svör. Sautján
ár er ekki löng ævi, en honum hef-
ur verið ætlað hlutverk annars
staðar, eða er ekki sagt að þeir sem
guðirnir elska deyi ungpr?
Eggert fæddist í Reykjavík og
voru fósturforeldrar hans þau Þor-
valdur Kristjánsson og Ásta Sigfri-
edsdóttir. Hann ólst upp í stórum
systkinahópi.
Við hittumst fyrst árið 1983 en
kynni hófust ekki fyrr en síðar.
Eggert var þá, ásamt Valda bróður
sínum, nýfluttur í Vesturbæinn og
kominn í 8. bekk Hagaskóla. Þeir
bræður voru mjög samrýndir og.
varla sá maður annan án þess að
hinn væri nærri. Það varð því Egg-
erti mikið áfall þegar Valdi dó
snögglega í september 1985.
Eggert var frekar hijúfur á yfír-
borðinu, en undir því leyndist
blíðlyndur, auðsærður og skilnings-
ríkur unglingur. Hann var handlag-
inn og það var í honum uppfinn-
ingamaður. Hann átti það til að
vera forvitinn og við skemmtum
okkur ágætlega saman við að skigt-
ast á skoðunum um ýmsa hluti. Ég
gleymi ekki brosinu hans sem lýsti
upp andlitið. í því var bæði ein-
lægni og kímni, þvi að kímnigáfu
átti hann í ríkum mæli. •
Fátt virtist koma Eggert á óvart,
enda sá ég hann aldrei æsa sig jafn-
vel þótt ærin ástæða hefði verið
til. Hann var laus við að vera hé-
gómlegur og var alltaf blátt áfram
í framkomu. Þótt hann væri hvorki
sérlega félagslyndur né ræðinn yfir-
leitt gat hann sagt svo skemmtilega
frá ýmsum atvikum að unun var
að heyra. Þá var líka gott að leita
til hans ef eitthvað bjátaði á.
Eggert var mjög barngóður og
ég get vel séð hann fyrir mér að
gantast við litlu frænku sína.
Það er erfitt og sárt að þurfa
að kveðja þennan góða vin á vori
lífsins, en það er víst að ég gleymi
honum aldrei. Ég votta fjölskyldu
hans innilega samúð og bið guð að
gefa henni styrk í þessari miklu
sorg.
Blessuð sé minning hans.
Svava Gunnarsdóttir
Með þessum fáu línum langar
okkur systkinunum að kveðja ást-
kæran bróðir og góðan vin.
Hann Eggert okkar er dáinn.
Sú óhagganlega staðreynd blasir
við og stórt skarð hefur verið
höggvið í systkinahópinn. Svo sárt
er það að missa hann að því verður
ekki lýst. En öll eigum við okkar
góðu minningar um hann sem ætíð
munu lifa.
Hann var hæglátur og frekar
feiminn að eðlisfari en jafnframt
því prúður í framkomu og ætíð var
hann reiðubúinn að gefa aleigu sína
í Lúxemborg ásamt eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Kolbeini Sigurðs-
syni. Böm þeirra urðu fjögur:
Sigurður, f. 7. desember 1966; Jó-
hannes Ingi, f. 23. september 1969;
Björn, f. 25 júlí 1977; Friðdóra
Dís, f. 26. febrúar 1982.
Þau horfa nú með söknuði á eft-
ir móður, sem af alúð og umhyggju
helgaði þeim líf sitt. Þótt skilnaður-
inn sé sár er vert að minnast þess,
„að þar sem góðir menn fara eru
guðs vegir".
Víst er að Jóna hefði kosið að
vera hér lengur og halda áfram
kærleiksríku starfí sínu sem eigin-
kona og móðir. Fyrir rúmum
tveimur árum fór sjúkdómur sá er
lagði hana að velli að gera vart við
sig og Jóna skynjaði hvert stefndi,
enda kom kallið fyrr en varði.
Með þrautseigju sem henni var
svo eiginleg tekur hún sér ferð á
hendur til íslands aðeins þremur
vikum fýrir andlátið.
Þá átti hún meðal annars sam-
vemstundir með fólki sínu, sonun-
um Sigga og Jóa og tengdamóður,
sem hún mat mikils eins og allt
sitt tengdafólk.
Mig langar sérstaklega að þakka
Ólöfu systur okkar hversu mikil
stoð og stytta hún var Jónu og fjöl-
skyldu hennar á erfiðum stundum.
ef því var að skipta. Hann átti auð-
velt með að þykja vænt um fólk
og sú blíða sem ríkti innra með
honum birtist ætíð í mikilli gjaf-
mildi hans til okkar allra. Hann
átti auðvelt með að læra og verk-
lagni hverskonar var honum mjög
að skapi;
Sagt er að þeir sem guðirnir elska
deyji ungir. En hvernig á maður
að kveðja bróður sinn á vori lífsins.
Það er erfítt hugsandi til þess að
hann virtist eiga allt lífíð framund-
an og leit sínum fallegu bláu augum
bjart á framtíðina. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er og sem
betur fer er hún hulin sjónum okk-
ar allra.
Við verðum að trúa því að hans
tilgangur sé meiri annars staðar,
því sautján ár eru ekki langur tími,
en í hjörtum okkar ríkir eilíft þakk-
læti fyrir að hafa átt þó þennan
tíma með elsku Eggert okkar.
Við biðjum Guð að geyma hann
og vera honum allt það sem við.
hefðum viljað vera honum. Einnig
biðjum við algóðan Guð að styrkja
og hughreysta elsku pabba og
mömmu í þeirra miklu sorg.
Blessuð sé minning hans.
Systkini