Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Hörkukeppni lauk með sigri Svíanna Bennet og Wirgren Pálmi Kristmannsson og Guðmundur Pálsson komu mjög á óvart í toppbaráttunni. Björn Theodórsson forseti BSÍ afhenti verðlaun- in. Jonny Rasmussen 227 Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 225 Matt — Pam Granovetter 203 Jon Andreas Stovneneg — Roger Woll 196 Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensen og reiknimeistari Vigfús Pálsson. Sú nýbreytni var á Bridshátíð að gefið var út mótsblað og var ábyrgðarmaður þess Guðmundur Sveinsson. Sveitakeppnin Þegar 4 umferðir voru búnar í sveitakeppninni leiddi sveit Sam- vinnuferða/Landsýnar mótið með 83 stigum, Alan Sontag hafði 82 stig, sænska og danska sveitin hafði 81 stig svo og Ármann J. Lárusson. í sjötta sæti var svo _________Brids____________ Arnór Ragnarsson SÆNSKU landsliðsmennirnir Johan Bennet og Andres Wir- gren sigruðu af öryggi í 50 para tvímenningskeppninni á Bridshátið sem lauk sl. laugar- dag. Keppnin um 1. sætið var annars mjög jöfn og spennandi og þegar tveimur umferðum var ólokið áttu milli 6 og 8 pör möguleika á að sigra. Bennet og Wirgren voru í efsta sæti eða meðal efstu para alla keppnina og gleði þeirra leyndi sér ekki i leikslok. íslenzku pörin stóðu sig með miklum ágætum, urðu i 2., 4., 6. og 8. sæti í mótinu. Það kom hins vegar á óvart að þetta voru pör sem alla vega hafa ekki hingað til einokað toppbaráttuna. Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon urðu í öðru sæti og held ég að þeir hafí aldrei komist svo ofar- lega í mótinu fyrr en í lokaum- ferðinni — góð tímasetning það. Páll Valdimarsson og Magnús Ólafsson voru í toppbaráttunni allt mótið. Þeir voru þekktir bar- áttumenn í tvímenningi en vantaði aðeins herzlumuninn hjá þeim. Guðmundur Pálsson og Pálmi Kristmannsson eru óumdeilanlega það par sem kom mest á óvart af íslenzku pörunum. Þeir höfn- uðu í 6. sæti með 238 stig yfír meðalskor sem er mjög góður árangur. Guðmundur og Pálmi komust inn í mótið sem par fyrir Austurland. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson urðu svo í 8. sæti. Þeir voru meðal efstu para í upphafi mótsins en gekk verr síðari daginn. Það fyrirfínnst lítið af nöfnum hinna heimsþekktu þegar litið er yfír 10 efstu pörin. Alan Sontag og Billy Eisenberg urðu að láta sér nægja 20. sætið og Belladonna og Sartie urðu í 16. sæti. Sveitar- félagar Sontags, Granovetter- hjónin, komust þó á verðlaunapall, urðu í 9. sæti. Bretlands/Asíu— sveitin kom hins vegar mjög vel út úr mótinu. Zia Mahmod og Shivdasani urðu í 5. sæti og sveit- arfélagar þeirra Greenwood og Fishpool urðu í þriðja sæti. ítalska parið Gullotta og Petr- oncini spiíuðu af miklu öryggi fyrri daginn og höfðu afgerandi forystu. Síðari dagurinn var svo hrein martröð fyrir þá. Þeir voru komnir með 262 stig yfír meðal- skor eftir 20 umferðir en enduðu svo með 127 stig og urðu í 15. sæti. Norðmenn mættu með harð- snúið lið, á annan tug keppenda og uppskáru 7. og 10. sætið. Veitt voru 10 verðlaun á mót- inu. 1. verðlaun 1500 dalir, 2. verðlaun 1000 dalir, 3. verðlaun 800 dalir, 4. verðlaun 500 dalir, 5. verðalun 400 dalir, 6. verðlaun 300 dalir, 7. verðlaun 200 dalir, 8-10. verðlaun 100 dalir. Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon urðu í öðru sæti. Þeir áttu góðan lokasprett í mótinu. Lokastaða 10 efstu para: Johan Bennet — Andres Wirgren 356 Rúnar Magnússon — Stefán Pálsson 303 Greenwood — Fishpool 287 Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson 282 Zia Mahmood — Shivadsani 263 Guðmundur Pálsson — Pálmi Kristmannsson 238 Arild Rasmussen — sveit Jörgen Munk frá Grænlandi. Allsérstætt mál kom upp í 4. umferð þegar ítalimir mættu Zia Mahmood og félögum hans. Þrátt fyrir að leikurinn væri spilaður á töflu sátu bæði pörin eins við spilaborðin, þ.e. að enginn saman- burður fékkst út úr leiknum. Þegar þetta er skrifað var ekki búið að fínna lausn á þessu máli en fyrir leikinn hafði Zia fengið 55 stig en ítalska sveitin 53 stig. Nánar verður sagt frá sveita- keppninni í miðvikudagsblaði. Lánlausir ítalir spila hér gegn Dönum. Guttola og Petroncini gegn Schou og Hulgaard. Tvímenningur á Bridshátíð: NÚ SELJUM VIÐ FULLT AF NÝLEGUM VÖRUM Á VERKSMIÐJUVERÐI PRÁ GEFJUN. ALLT Á AÐ SELJAST. HERRARÍKI, GLÆSIBÆ ÞAKKAR VIÐ SKIPTAVINUM SÍNUM FYRIR VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM. GLÆSIBÆ 5=34350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.