Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 i fólk í fréttum Reuter Sarah heldur skírteininu hreykin á lofti svo að hver sem er geti séð það. Sarah með flugprófið Sarah hertogaynja af Jórvík tók flugpróf síðasta fimmtudag og er því fyrsta konan í bresku kon- ungsfjölskyldunni sem tekur slíkt próf. Við tækifærið var hún klædd í „flugmannsjakka“ úr leðri, líkum þeim sem flugmenn í fyrri heims- styijöld klæddist. Til þess að allt væri nú í stíl var hún að sjálfsögðu í hnéháum stígvélum og með hvítan silkitrefil um hálsinn. COSPER — Stóri bróðir þarf ekkert að fá, hann var að enda við að éta litla bróður. Isabelle Adjani. Susan George. Chris Evert-Lloyd. Warren Beatty. Goldie Hawn. Er Warren Beatty haldinn alnæmi? Sagt var frá því á þessum stað að franska leikkonan Isabelle Adjani hefði komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að hún væri hvorki lát- in né veik af alnæmi. Þessi tilkynn- ing olli nokkurri undrun sumra, en nú er hermt að sagan hafi komist á kreik vegna sambands hennar við leikarann Warren Beatty, en að undanfömu hafa þær sögur gengið íjöllum hærra í Holljrwood að hann sé halddinn þessum sjúkdómi. Vegna þessa hafa margar fyrr- verandi vinkonur Beattys uggað um eigin velferð, en af fyrrum vinkon- um á leikarinn nóg. Þetta er fríður hópur og margar þekktustsu konur heims þar á meðal. Má nefna Diane Keaton, Chris Evert-Lloyd, Britt Ekland, Goldie Hawn, Susan Ge- orge og Faye Dunaway. Má nefna að Chris Evert-Lloyd neitaði að láta taka sér blóðsýni þegar hún ætlaði að taka þátt í tennismóti í Washington. Eftir Goldie Hawn var það haft að nógu erfitt hefði verið að búa með kapp- anum á sínum tíma. „...en nú er aðalvandamálið að hafa yfírleitt nokkuð haft saman við hann að sælda." Mark Thatcher gengnr í það heilaga Mark Thatcher, sonur Mar- grétar Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kvæntist síðastliðinn laugardag. Hin heppna er Diane Burgdorf, 26 ára gömul dóttir milljónamærings í Texas. Athöfnin fór fram í lítilli kapellu í miðborg Lundúnaborg og voru ekki nema nánustu vinir og ættmenni viðstödd. Upphaflega átti brúðkaupið að fara fram í Texas, en af óviðráð- anlegum ástæðum var ekki heimangengt fyrir Margréti, svo að áætlunum var breytt. Var par- ið gefið saman í Savoy-kapellunni, sem er að baki Savoy-hótelinu. Skrifstofa forsætisráðherra hafði gefið til kynna að hér yrði um algert einkamál að ræða og var sú ósk virt af flestum. Komu að- eins um sjötíu manns saman við kapellunna auk §ölda ljósmynd- ara, en slíkt þykir lítið við atburð sem þennan. Brúðurin gisti í Savoy-hóteli ásamt fjölskyldu sinni, en hún kom til brúðkaupsins í dökkrauð- um Rolls-Royce, sem ekið var fyrir homið frá aðalinngangi hótelsins. Venju samkvæmt klæddist brúð- urin hvítu. Forsætisráðherran kom til at- hafnarinnar í hýasintu-blárri dragt og sagði hverjum þeim sem heyra vildi að þetta væri einn hamingjusamasti dagur ævi henn- ar. Hún hefur áður sagt að hún vildi gjaman eignast bamaböm hið fyrsta. Hún er nú 61 árs göm- ul og á tvö böm, Mark og Carol, en hún er blaðamaður. Mark, sem starfar á vegum breska bílafyrir- tækisins Lotus í Texas, var klæddur í sjakkett og var með gula Texas-rós í hnappagatinu. í kapellunni voru um 150 gest- ir, þar á meðal um 70 frá Texas. Athöfnin tók um eina klukku- stund, en á eftir var haldin móttaka fyrir um 300 gesti á Savoy-hótelinu. Hjónakomin munu eyða hveiti- brauðsdögunum á leynilegum stað, en að því loknu halda þau til Texas þar sem þau hyggjast búa. Thatcher, sem hefur af sumum verið nefnd „Jámfrúin", hefur löngum haft það orð á sér að vera tilfmningaköld, hvað sem annars er hæft í því. Telja því margir að brúðkaup sonarins muni draga fram í dagsljósið „manneskjulegra" andlit frúar- innar og auka enn á vinsældir hennar, en fari sem horfir verða kosningar á Bretlandi á árinu. Brúðkaupsmyndin. Frá vinstri eru: Denis Thatcher, Margrét Thatcher, Mark og Diane, Theodore Burgdorf og Lois, kona hans. Mark Thatcher smellir einum á kinnina á sinni heittelskuðu. Theodore Burgdorf leiðir dóttur sína upp að altarinu. Keuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.