Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 V estmannaeyjar: Þoi’skafli að glæðast Vestmannaeyjum. MIKIL veðurblíða og vaxandi þorskgengd glöddu Eyjasjómenn í síðustu viku en á móti kom að mikill straumur angraði netasjó- menn. Hjá sumum netabátum, einkum þeim sem hafa lagt net sín í austurkantinn, fór allt á svarta kaf þegar verst lét. En svona nokkuð gengur fljótt yfir og menn eru lukkulegir yfir því að sá guli er að gefa sig til. Raunar er þorskurinn á ferðinni á mjög svipuðum tíma og vant er að því er sjómenn segja. Það er nú einnig svo, að sjómenn eru harla ánægðir með það verð sem þeir hafa fengið borgað fyrir ufsann í vetur. Netabátamir voru með sæmileg- an afla í síðustu viku þó svo dagar kæmu sem ekki var hægt að draga vegna straumsins. Aflinn var þó misjafn milli báta og frá degi til dags, þetta frá 2 og uppí 20 tonn í löndun. Aflakóngurinn á Suðurey, Akranes: Aflabrögð góð Akranesi. AFLABRÖGÐ Akranesbáta í síðustu viku voru góð enda gæft- ir mjög góðar. Tveir togarar lönduðu í vikunni, Sturlaugur Böðvarsson með 145 tonn og Höfðavík með 120 tonn og fór hluti afla þeirra beggja í gáma á eriendan markað. Víkingur landaði tvívegis loðnu ’f vikunni rúmum 1000 tonnum í fyrra skiptið og 1400 tonnum í seinna skiptið. Skírnir sem stundar línuveiðar landaði þrisvar í vikunni, alls 30 tonnum af slægðum fiski. Sólfari landaði sínum fyrsta afla eftir að hann hóf netaveiðar nú í lok vikunnar og var afli frekar treg- ur. Afli hans var sendur ferskur á erlendan markað í gámum. Smærri bátamir öfluðu sömuleiðis vel, sér- staklega línubátamir, mestan afla af þeim fékk Hrólfur í vikunni, tæp 7 tonn í einum róðrinum og alls 17 tonn í þremur sjóferðum. Afli netabátanna var tregur frá 400 til 1300 kíló í róðri. Akumes- ingur AK kom úr sinni fyrstu veiðiferð á árinu en hann stundar úthafsrækjuveiðar. Afli hans var um 60 tonn og fara um 20 tonn af því á Japansmarkað en 40 tonn til endurvinnslu í rækjuvinnslu Kambs hf. hér á Akranesi. - JG Sigurður Georgsson, er að vanda fengsæll og er nú kominn með meiri afla á land en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verkfallið. Hann landaði mest 20 tonnum í síðustu viku. Þómnn Sveinsdóttir, en þar um borð er skipstjóri annar margfaldur aflakóngur, Sigurjón Óskarsson, hefur nú skipt yfir á netin. Hættur í bili með snurvoðina sem hann þrælfiskaði í. Hann var með 21 tonn í fyrstu löndun, en að vísu tvídregið. Sveinn Valdimarsson á Valdimar Sveinssyni er svo annar fengsæll skipstjóri sem hefur land- að ört og þétt góðum afla, mest 20 tonnum í síðustu viku. Margir fleiri góðir fiskimenn hafa landað góðum afla og verður spennandi að sjá aflaskýrsluna sem bráðlega kemur. Togarar og togbátar hafa einnig aflað ágætlega. I síðustu viku lönd- uðu fímm togarar, Halkion 72 tonnum, Klakkur 94, Vestmannaey 130, Breki 135 og Gideon 63. Eng- ar áreiðanlegar aflatölur er að hafa hjá trollbátum, þar fer mestur hluti aflans í gáma. Framvegis verða gámadagamir tveir í Eyjum, því Sambandsskip munu taka hér gáma á laugardögum í vetur, Eimskip er með skip á miðvikudögum. Mikil töm er nú í loðnufrystingu og unnið á vöktum allan sólarhring- inn í fjórum frystihúsum. Loðnu- bræðslumar spúa peningalyktinni þráðbeint í loft upp í veðurblíðunni. — hkj. Morgunblaðið/Sigurgeir Loðna hefur verið fryst af krafti í Vestmannaeyjum síðustu dagana. Hornafjörður: Mun meiri afli, en í fyrravetur Höfn, Hornafirði. VERTÍÐ hófst 9. janúar strax að loknu verkfalli sjómanna. Frá því vertíð hófst og þar til 15. febrúar komu á land 1460 tonn í 230 sjóferðum en á sama tíma í fyrra komu á land 1323 tonn í 178 sjóferðum. Af þessum afla hefur togarinn Þórhallur Daníelsson landað 283 tonnum en 6 bátar hafa landað yfír yfír 110 tonnum, en þeir eru Erling- ur 139 tonn í 15 sjóferðum, Skinney 137 tonn í 13 sjóferðum, Vísir 133 tonn í 11 sjóferðum, Skógey 132 tonn í 18 sjóferðum, Sigurður Ólafs- son 122 tonn í 16 sjóferðum, Bjami Gíslason 114 tonn í 16 sjóferðum. Nokkrir stærri bátar byrjuðu með línu og botnvörpu en nú em flestir komnir með net og hefur fiskast vel eins og sjá má af aflatölum, t.d. var Erlingur með 21 tonn (net) síðastliðinn laugardag. Þrír nýjir bátar yfír 100 tonn hafa bæst við flotann frá síðustu vertíð en það eru Garðey og Hafnarey sem koma í stað eldri báta og Skinney. Mikil aukning smábáta hefur orðið og hafa þeir fískað vel bæði á línu og handfæri, t.d. fékk Mímir, 1 maður á með handfæri, 2,5 tonn nú á sunnudaginn. Búið er að landa 12 þúsund tonn- um af loðnu sem er svipað magn og á allri vqrtíðinni í fyrra. Húna- röstin hefur landað um helmingi þess afla eða rúmlega 6 þúsund tonnum. Síðastliðinn fimmtudag landaði Pétur Jónsson RE 840 tonn- um en það er mesti afli sem landað hefur verið úr einu skipi hér. Enginn vandkvæði hafa verið fyrir loðnubátanna að koma inn á Homaijörð nú enda er unnið að dælingu úr höfninni. Loðnufrysting hófst í síðustu viku og er búið að frysta um 200 tonn. Loðnan er komin vestur undir Ingólfshöfða og er vel hæf til frystingar. — Fréttaritari. Frá Ólafsvíkurhöfn Ólafsvík: Lítíll afli í netin ólafsvik. DAUFT var yfir afla Ólafsvíkur- báta í síðustu viku, og komu ÚRVALS FILMUR Kvnnínqarverb ^onica Dreifing: TOLVUSPIL HF. sími: 68-72-70 • • aðeins 481 tonn á land. Helst var að eitthvað fengist á línuna og var Garðar II með 49,5 tonn í 6 róðrum. Afli var lítill í netin og var viku- aflinn skástur tæp 30 tonn hjá Ólafi Bjamasyni. Reytingur fékkst í dragnótina og fékk Skálavík mest- an vikuafla, 22 tonn. í síðasta pistli héðan frá Ólafsvík var farið rangt með afla Skálavík- ur, vikuaflinn var gefínn upp sem Grindavík: „Þornaði upp yfir lín- una er leið á vikuna“ heildarafli frá árarnótum. Hið rétta er að nú hefur báturinn fengið nær 100 tonn á þeim mánuði sem hann hefur róið. Síðari hluta vikunnar gaf á sjó fyrir smærri línubátanna. Þeirra hæstur varð ívar, með 11,7 tonn í þremur róðmm. Jökull landaði 56 tonnum í vikunni og fékkst það í troll. MS Eldvík tók hér 270 tonn af saltfiski í vikunni og Hvalvíkin lagði 720 tonn af salti á land. - Helgi. Grindavík. AFLI hjá Grindavíkurbátum var verulega tregur er leið á vikuna en þá þornaði upp yfir alla línuna eins og einn skipstjórinn orðaði það. Sigurður Þorleifsson GK var með 30 tonn af tveggja nátta ufsa í byijun vikunnar og Kópur GK 25 tonn en aðrir miklu minna. Um miðja vikuna var aflinn í kringum 15 tonn hjá stóm bátunum en á laugardaginn var Þórsnesið GK aflahæst með 9 tonn, Kópur GK tæp 9 tonn og Geirfugl GK með 8,5 tonn, aðrir vom með minna. Litlu bátamir vom með gegnum gangandi 2 til 3 tonn í róðri. Nokkr- ir aðkomubátar sem róa með tvöfalda lögn af línu lönduðu í Grindavík á laugardaginn, Hringur GK 14 tonn, Freyja GK 13 tonn og Siguijón Arnlaugsson 12,5 tonn. I vikunni komu tveir loðnubátar með afla í bræðslu, Svanur RE 540 tonn og Hrafn GK 650 tonn. Yfir helgina lönduðu síðan 4 bátar loðnu til frystingar, Magnús NK 390 tonn, Kap II VE 287 tonn, Gísli Ámi RE 300 tonn og Gullberg VE 300 tonn. Nú er að bíða og vona að hann bresti á aftur. Kr.Ben. Patreksfj ör ður: Gæftir góðar Patreksfirði. AFLI hefur verið sæmilegur síðustu viku og gæftir góðar. Eftirfarandi bátar lönduðu: Patrekur BA, 57,3 tonnum í 3 löndunum; Vestri BA, 38,5 tonnum í 3 löndunum; Andri, 15,4 tonnum í 3 löndunum; Egill, 37,6 tonnum í 5 löndun- um; Brimnesið, 11,2 tonnum í 2 löndunum og Togarinn Sigurey BA, 48,7 tonnum í 1 löndun. Það er allt slægður fískur sem landað er hér á Patreksfirði. - Fréttaritari. IJ h V n lamps and bghtmg equipment RAFTÆKJAVERSLUN ISLANDS S: 688 660 • 688 661 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.