Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 60
Langur fundur um samninga yfirmanna; Fundum meðan von er um samkomulag **- segir Jón Magnússon, lögfræðingur VSÍ „FUNDURINN stendur á meðan menn hafa einhverja von um samkomulag," sagði Jón Magnús- son, lögfræðingur Vinnuveit- endasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið seint í gær- kvöldi, en þá hafði fundur deiluaðila staðið í 34 tíma, síðan kl. 13 á sunnudag. I Samstarf við Kenyamenn í orkumálum BÓKUN um samstarf íslands og Kenya i orkumálum var undirritað í gær af Albert Guðmundssyni iðnaðarráð- herra og Biwott orkumála- ráðherra Kenya. í því felst að Islendingar taka að sér undirbúningsrannsóknir i Kenya. Aætlaður kostnaður Kenyamanna nemur um 2,6 milljörðum krór.a og verða verkefnin nánar skilgreind á næstunni. Á laugardag heimsóttu Biwott og Albert Guðmundsson meðal annars fyrirtækið Entek í Hveragerði og er myndin tekin við það tækifæri. Fyrirtækið framleiðir rör í áveitukerfi og hefur meðal annars selt til S- Evrópu og Arabalanda. Sjá nánar blaðsíðu 24. „Það getur brugðið til beggja vona í þessum samningaviðræðum nú og óvarleg orð geta leitt okkur á glapstigu,“ sagði Jón er hann var inntur eftir því hvað bæri í milli aðila. „Eg vil ekki ræða efnisatriði varðandi samningaviðræðumar. Þetta er afskaplega erfitt og við- kvæmt mál og við viljum reyna að Ieysa það sjálfir. Við erum búnir að sitja hér lengi sem gefur auðvit- að vísbendingu um að viðræðumar ganga alls ekki of vel, en við emm ennþá að reyna,“ sagði Jón. Norskur sjó- maður slasaðist NORSKUR sjómaður um þrítugt skarst illa á hendi um borð i norsku loðnuskipi, sem hefur verið við veiðar fyrir austan lajid undanfarið. Komið var með sjómanninn til Djúpavogs um kl. 10.30 á sunnu- dagsmorgun og hann fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Norsk loðnuskip hafa legið í Berufírði undanfarið og fryst afla um borð. Skipin eru nú að ferð- búast heim á leið þar sem leyfí þeirra til loðnuveiða í íslenskri land- helgi er nú útrunnið. Morgunblaðið/Sigurgeir Tvö loðnuskipanna, sem frysta loðnu um borð, Hilmir SU og Júpíter RE voru í höfn í Vestmanna- eyjum á sunnudaginn. Þegar verið var að færa loðnu til um borð í Hilmi, kom talsverð slagsíða á skipið og Iagðist það að Júpíter, sem lá utan á honum. Að sögn útgerðarmanns Hilmis var engin hætta á ferðum og skemmdir urðu engar. Bæði skipin héldu á miðin nokkru síðar. Mokveiði hjá loðnuskipunum MOKVEIÐI var á loðnumiðunum um helgina og í gær þrátt fyrir að mörg skipanna taki aðeins lítið í hveijum túr til frystingar í landi. Mörg skipanna hafa verið með fullfermi dag eftir dag. Þá er fryst- ing loðnunnar um borð byijuð í að minnsta kosti tveimur skipum. Loðnan veiðist nú á Meðallandsbug og milli Hvítinga og Papeyjar. Síðdegis á mánudag var aflinn á sólarhringnum orðinn 11.200 lestir og samtals hafa frá upphafi vertíðar veiðzt um 830.000 lestir og eru þá um 200.000 lestir eftir af leyfilegum kvóta. Fræðslustjóramálið á Alþingi: Forseti Hæstaréttar telur nefndarskipun Óeðlilega Jón Baldvin andvígur frávísunartillögu sjálfstæðismanna FORSETI Hæstaréttar telur, að það sé „í hæsta máta óeðlilegt" að rétturinn tilnefni menn í nefnd til að rannsaka fræðslu- stjóramálið eftir að fræðslustjór- inn fyrrverandi hefur. stefnt fjármálaráðherra vegna brott- vikningar sinnar. Málið sé þar með komið til kasta dómstólanna. Um 200 umferðaróhöpp á 20 km kafla í Norðurárdal Hissa á sinnuleysi ráðamanna segir Sverrir Guðmundsson í Hvammi UM 200 umferðaróhöpp hafa orðið á rúmum tveimur árum á innan við 20 km kafla þjóðvegarins um Norðurárdal I Borgarfirði, að sögn Sverris Guðmundssonar bónda í Hvammi. Þar af hafa 20—25 óhöpp orðið í þessum mánuði. Á umræddum vegarkafla, sem nær frá enda slitlagsins við bæinn Klettstíu og að Forna- hvammi, eru nokkrar krappar og blindar beygjur. Greiðfær vegur er beggja megin við þenn- an kafla og aka menn því gjaman nokkuð hratt þama um. Sverrir sagði að þegar gerði hálku og í lausamöl, þegar veg- urinn væri nýheflaður, misstu margir stjóm á bflunum. Bílvelt- ur og útafakstur væru algengar, með misalvarlegum afleiðingum. í flestum tilvikum væri um að ræða minnihát.tar tjón á öku- tækjum, sem ekki væm einu sinni tilkynnt lögreglu, en þarna hefðu þó stundum orðið slys á fólki, sum alvarleg, og eitt dauðaslys hefði orðið þama á umræddu tímabili. Sverrir í Hvammi kvaðst vera hissa á sinnuleysi ráðamanna um þennan hættulega veg og vitnaði einnig til umræðunnar sem var nýlega uin umferðarör- yggi á Reykjanesbrautinni vegna alvarlegra slysa við Kúa- gerði. Nýlega var boðin út lagning 3 km vegarkafla í Norð- urárdal en Sverrir sagðist ekki vita hvenær áformað væri að leggja nýjan veg þarna. Hann sagði að þessi hluti Norðurár- dals hefði af einhveijum ástæð- um orðið útundan hjá þingmönnum kjördæmisins, ef til vill vegna þess að þetta væri útkjálkavegur í kjördæminu og eftir atkvæðum fárra að slægj- ast. Hins vegar væri þetta hluti af hringveginum og lífæð Norð- lendinga og Vestfirðinga og þyrfti að taka sérstaklega á þessu verkefni. Það var Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sem bar þingmönnum neðri deildar Alþingis þessi skilaboð síðdegis í gær, þegar þar var til fyrstu umræðu frumvarp Ingvars Gíslasonar o.fl. um að Hæstiréttur tilnefni fimm manna nefnd til að rannsaka samskipti menntamálaráðherra og íræðslu- yfirvalda á Norðurlandi eystra og réttmæti brottvikningar fræðslu- stjóra umdæmisins úr starfi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu til, að frumvarpinu yrði vísað frá með rökstuddri dagskrá. Um- ræður stóðu í nær þijár klukku- stundir, en atkvæðagreiðslu var frestað að ósk Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsóknar- manna. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, lét í ljós hneykslun á því með hvaða hætti þingheimi hefðu verið borin skila- boð frá forseta Hæstaréttar. Hann kvaðst ekki ætla að greiða frávís- unartillögu sjálfstæðismanna atkvæði, þar sem líta mætti á hana sem traustsyfirlýsingu á Sverri Hermannsson, menntamálaráð- herra. Sjá frásögn af umræðunum á Alþingi á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.