Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1987 19 íslensku þjóðlífí og sérkennum þess með kostum og göllum. Til frumstæðra þjóða þekktu Frakkar vel á þessum tímum. Það hefur því vakið bæði undrun þeirra og eftirtekt að hitta hér fyrir fólk prýðilega læst og skrifandi, og þar að auki tiltölulega vel upplýst um það sem var að gerast í heiminum, í allri eymdinni sem annars blasti við á landi hér. Finnbogi Guðmundsson ritar stuttan en skilmerkilegan formála fyrir bókinni Chants Islandais og sýnir þar fram á tengsl milli nátt- úrulýsinga Gaimards og kvæðis þess sem Jónas orti honum til heið- urs í Kaupmannahöfn. Viðhafnar- stfll Frakka naut sín vel í ljóðlist þessara tíma. Skylt er að geta að útgáfa þessi er mjög glæsilega úr garði gerð. Ljósprentun kvæða þeirra, sem prentuð voru í Kaupmannahöfn, minnir á að bókagerðarmenn geta enn lært af dönskum 19. aldar prenturum. Aferð og skýrleiki let- urs gerist varla betri nú. Hrossaskip kemur í apríl BÚVÖRUDEILD SÍS og Félag hrossabænda hafa gert sam- komulag um áframhaldandi samvinnu í markaðsmálum hrossa og hrossaafurða. Sigurð- ur Ragnarsson, sem annast hefur um þessi mál í búvöru- deildinni, mun starfa þar áfram. Ákveðið hefur verið að halda áfram að flytja reiðhross og slátur- hross út með sérstökum gripaflutn- ingaskipum. Næsta skip kemur í apríl og tekur það um 300 hross. Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri búvörudeildarinnar, sagði að reynt yrði að taka sem mest af reiðhestum til Evrópu en síðan fyllt upp með sláturhrossum. Erlend- ur gesta- kennari í líkamsrækt LÍKAMSRÆKTARKONAN Lisser Frost-Larsen kom hingað til lands um helgina og mun dvelja sem gestakennari í Líkamsræktarstöðinni Borgar- túni 29 næstu tvær vikurnar. Lisser hefur tvívegis komið hingað áður og þá sem kennari og dómari í líkamsræktarmótum. Hún hefur unnið til margra verð- launa í líkamsrækt. Hér mun hún leggja áherslu á að kenna konum og einnig körlum sem hafa áhuga á að gera eitthvað fyrir líkama sinn án þess þó að vera með keppni í huga. Mun hún gefa ráð- leggingar um matarræði og æfingar sem henta hverjum og einum. Félag áhugamanna um réttarsögu: Fundur í Lögbergi FELAG áhugamanna um réttar- sögu efnir til fundar þriðjudag- inn 17. febrúar í stofu 103 í Lögbergi, húsi lagadeildar Há- skóla íslands, kl. 20.30. Á fundinum mun Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur flytja erindi er nefnist „Breytingar á rétt- arstöðu íslenskra kvenna á 20. öld“. Fundurinn hefst eins og áður segir kl. 20.30 og er öllum opinn. Auglýsing um áburðarverð 1987 Efnainnihald Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Tegund N-P205-K20-Ca-S febrúar mars apríl ma£ Júní Júlí ágúst sept. Kjarni 33- 0- 0- 2- 0 10220 10360 10500 10640 10780 10920 11060 11200 Magni 1 26- 0- 0- 9- 0 8440 8560 8680 8800 8920 9040 9160 9260 Magni 2 20- 0- 0-15- 0 6940 7020 7120 7220 7320 7420 7500 7600 Móði 1 26-14- 0- 2- 0 12140 12300 12480 12640 12800 12980 13140 13320 Móði 2 23-23- 0- 1- 0 13060 13240 13420 13600 13780 13960 14140 14320 Græðir 1 14-18-18- 0- 6 13140 13320 13500 13680 13860 14040 14220 14400 Græðir 1A 12-19-19- 0- 6 12840 13020 13200 13380 13560 13740 13920 14100 Græðir 2 23-11-11- 0- 0 11760 11920 12080 12240 12400 12560 12720 12900 Græðir 3 20-14-14- 0- 0 11800 11980 12140 12300 12460 12620 12800 12960 Græðir 4 23-14- 9- 0- 0 12160 12320 12500 12660 12820 13000 13160 13340 Græðir 4A 23-14- 9- 0- 2 12760 12940 13120 13300 13480 13660 13840 14000 Græðir 5 17-17-17- 0- 0 11860 12040 12200 12360 12520 12680 12860 13020 Græðir 6 20-10-10- 4- 1 11020 11180 11320 11480 11640 11780 11940 12100 Graíðir 7 20-12- 8- 4- 1 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Græðir 8 18- 9-14- 4- 1 10680 10820 10980 11120 11260 11420 11560 11720 Græðir 9 24- 9- 8-1,5-2 11980 12140 12320 12480 12640 12820 12980 13140 Þrífosfat 0-45- 0- 0- 0 9640 9780 9900 10040 10180 10300 10440 10580 Kalíum kls 0- 0-60- 0- 0 6960 7060 7160 7260 7360 7460 7560 7640 " brst 0- 0-50- 0- 0 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Ofangreipt verð er heildsöluverð miðað við staðgreiðslu í hverjum mánuði. Áburðar- verksmiðjan selur einungis til búnaðarfélaga, samvinnufélaga, verslunarfélaga, hrepps- og bæjarfélaga og annarra opinberra aðila. Áburðarverksmiðjan afhendir áburð þann sem hún selur til framangreindra aðila á sama verði, miðað við afhendingu úr vörugeymslu í Gufunesi eða vörugeymslu áburðarflytjanda á eftirgreindum höfnum: ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Patreksfjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Boiungarvík ísafjörður Norðurfjörður Hólmavík Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Hofsós ólafsfjörður Siglufjörður Dalvík Akureyri Grenivík Svalbarðseyri Húsavík Þórshöfn Kópasker Vopnafjörður Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupsstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Hornafjörður Vestmannaeyjar óski kaupandi áburðar, sem búsettur er utan svæðis sem takmarkast af Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Kjósarsýslu, Gullbringusýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu, að fá áburð afhentan í Gufunesi og annast flutning áburðarins sjálfur skal hann fá endurgreitt sem nemur flutningskostnaði Áburðarverksmiðjunnar á næstu höfn ásamt uppskipunar- vöru- og sjótryggingargjaldi. Áburðarverksmiðjan mun ekki annast flutninga til Dalasýslu og Austur-Barðastrandasýslu eins og verið hefur. Ennfremur mun Áburðarverksmiðjan ekki annast flutninga til Vestur-Skaftafellssýslu. Hinsvegar mun Áburðarverksmiðjan greiða flutningsstyrk til áburðarkaupenda í framangreindum sýslum og ákvarðast flutningsstyrkurinn hverju sinni með hliðsjón af flutningskostnaði til næstu hafnar. Greiðslukjör. Árið 1987 eru greiðslukjör vegna áburðarviðskipta sem hér segir: a) Staðgreiðsla á staðgreiðsluverði viðkomandi mánaðar. b) Kaupandi greiðir áburðinn með tíu (10) jöfnum greiðslum, sem hefjast £ febrúar en lýkur í nóvember. c) Kaupandi greiðir áburðinn með átta (8) jöfnum greiðslum, sem hefjast í mars en lýkur í október. d) Kaupandi greiðir 25% við afhendingu áburðar og þrjár (3) jafnar greiðslur í júní, júlí og ágúst. Gjalddagi er 25. hvers mánaðar. Sá hluti áburðar sem afhentur er á lánskjörum skuldfærist á staðgreiðsluverði sem í gildi er í afhendingarmánuðinum en frá og með fyrstá degi næsta mánaðar eftir afhendingarmánuð reiknast vextir á höfuðstól skuldarinnar. Gerður skal viðskiptasamningur um lánsviðskipti. Vextir skulu á hverjum tíma vera þeir sömu og afurðalánavextir sem auglýstir eru hjá Landsbanka Islands, sem eru í dag 16,5%. Vextir greiðast eftir á, á sömu gjalddögum og afborganir. Kaupandi skal leggja fram tryggingu fyrir þeim hluta viðskiptanna sem eru láns- viðskipti. Tryggingar skulu vera í formi ávísunar á væntanleg rekstrar og/eða afurðalán eða með öðrum þeim hætti sem Áburðarverksmiðjan metur fullnægjandi. Gufunesi 13. febrúar 1987 ABURÐARVERKSMIÐJA RIKISINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.