Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 * Islenzk mörkuðu aðstandendur hennar sér fyrirfram hentistefnureglur og óskoruð völd, sem enginn stoltur listamaður ætti að leyfa sér að gangast undir. Varðandi slíka framkvæmd þarf allt að vera klárt og skýrt í upphafi, svo að þátttak- endur viti fullkomlega, hverju þeir ganga að. Ég leyfði mér að skrifa aðstandendum bréf og vara •við, að auka við þann misskilning, sem væri á hugtakinu abstrakt hér á landi og sagði sýninguna einmitt gullið tækifæri til að skýra hugtakið. Afhenti svo bréfið sjálf- ur og fékk þá nokkuð skýr svör Seinni hluti I fyrri grein minni, er birtist þriðjudaginn 10. febrúar, kom fram línurugl í lokin og þykir mér því rétt að hefja seinni hlutann með því að endurtaka niðurlagið. „í öllu falli er það ekki hin fræðilega skilgreining, sem hrífur okkur er við skoðum hellamál- verkin í Altamíra, 10.000 ára muni úr forsögu mannsins, list Grikkja og Rómveija, langskip og útskurð víkingatímabilsins, list miðalda og endurreisnarinnar — og myndir Rembrandts, Vermeer, van Goghs, Munchs, Picasso. Nei, það er mikið til þetta dular- fulla eitthvað, — eða sennilega réttara, skynrænu hughrif, sem hljóta að vera abstrakt. — Hið hversdagslega, ósýni- lega, óraunverulega í raunveru- leikanum — aðeins hugsað og fundið til.“ Eins og abstrakt-málverkið var skilgreint í fyrri grein minni, og er hin viðurkennda almenna skil- greining, þá kom mér það allnokk- uð á óvart að sjá, hvað Jóhannes Kjarval fær mikið rými fyrir myndir, þar sem hann leikur sér að kúbískum formum. Kjarval var „artisti“ að upp- lagi, svo sem einmitt kemur einkar vel fram í þessum myndum — og artistinn á það einmitt til að bregða sér í allra kvikinda líki, ef svo ber undir, en málið fer að vandast ef staðfæra á hann við hvert einstakt. Kjarval hélt því að vísu sjálfur fram, að hann hefði málað fyrsta abstrakt-málverkið á íslandi, og það má vera mikið sannleikskom í því í ljósi elstu mynda hans á sýningunni og þá einkum varð- andi myndina „Komið til mín“ frá árinu 1920. En hér kemur fram mjög stíl- færður og skreytikenndur hlut- veruleiki, svo sem og einnig kemur fram en á annan hátt í málverkum Baldvins Bjömssonar og seinni myndum Finns Jónsson- ar. í öllum þessum myndum kemur að vísu fram sterk abstrakt- hugsun í hálf-abstrakt-búningi, en slík hugsun kemur einnig fram í list margra, en styðjast beint við hlutveruleikann. Og á það hefur verið bent og rökstutt, að strangt til tekið em öll myndverk ab- strakt, fari viðkomandi á annað borð út í það að stílfæra og ein- falda hlutveruleikann á einhvem hátt. Og það sem margur furðar sig á varðandi þessa sýningu er nær- vera nokkurra hugmyndafræði- legra (konzept) verka, sem byggjast á allt annarri myndrænni hugsun, svo sem allir vita, er við myndlist fást. Þetta gerir mark- mið sýningarinnar óljóst, að ekki sé meira sagt, og þegar við bæt- ist mjög umdeilanlegt og tvírætt val mynda einstakra sýnenda, er maður ekki lengur með á nótunum og vill helst sverja af sér fyrirtæk- ið. Ekki er hægt að skjóta sér á bak við staðhæfingar eins og að sitt sýnist hveijum eða að ekki sé hægt að gera öllum til geðs, því að til þess er valið of handa- hófskennt. Til voru þeir, sem höfnuðu þátt- töku strax í upphafí, svo sem Kjartan Guðjónsson, sem var einn af Septembersýningarmönnunum upphaflegu og aðrir höfðu vantrú á því vegna þess, að ákveðin stefnumörk var ekki að finna í boðsbréfi á sýninguna. Þar með Og það er einna líkast því, sem að vægi mynda markist af tengsl- um við erlenda strauma, en ekki sjálfstæðri og frumlegri hugsun og að eitt réttlæti tilvist íslenzkr- ar myndlistar, að þetta hafi verið gert í útlandinu áður. Hér fór um margt forgörðum ótrúlega gott tækifæri til að kynna nýjum kynslóðum upphaf og þróun abstraktlistar á skil- merkilegan hátt — en hins vegar er það tækifæri ágætlega nýtt að kynna fólki sérskoðanir aðstand- enda sýningarinnar um þetta tímabil — og á því hefur almenn- ingur (og sagan) skiljanlega takmarkaðan áhuga. Merkilegt, að ekki skuli liggja frammi grein- argóðar upplýsingar, blaðaúr- klippur og myndir frá fyrri sýningum. I stað þess er verið að sýna útlenzkar kvikmyndir í fund- arsal til að tengja myndverkin enn rækilegar útlendri myndhugsun! Hér hefði verið tækifæri til að auglýsa eftir myndum teknum á fyrri sýningum til kynningar tíma- bilsins í útvíkkaðri mynd. Mögu- legt hefði verið að sýna litskyggn- ur af þróun listar flestra listamanna á sýningunni og stór- auka þannig fræðslugildi hennar. Auk þess hefði hún orðið stórum forvitnilegri fyrir almenning. Hálf skrítin er sú árátta að hrista höf- uðið yfir hveiju því, sem ekki sér hliðstæðu við í erlendum tímarit- um og bókum, en kinka kolli með velþóknun, er kunnuglegar mynd- heildir ber fyrir augu. Hvað veit ungt fólk um það, hve upphaf þessa tímabils ein- kenndist af einstrengishætti í skoðunum og dómhörku, ásamt fullvissunni um, að það sem efst var á baugi erlendis, teldist og einnig hið eina rétta í listinni hér á hjara veraldar? Sem betur fer eru liðnir þeir tímar, er listamenn voru í sálar- kreppu ef þeir efuðust um að það sem þeir gerðu væri í samræmi við skoðanir listpáfanna í París. Sviðið er orðið miklu stærra, • og samt leitast menn upp til hópa enn við að endurtaka fyrri mis- skilning og hamast við að vera fyrstir með nýjustu fréttimar að utan og varpa um leið öllum fyrri gildum fyrir róða. Menn gefa sér einfaldlega ekki tíma til að melta áhrifin og vinna úr þeim, en það hafa þeir einmitt gert, sem best koma frá þessari sýningu, þó að það komi ekki endilega fram á sýningunni sjálfri. Hér var úr miklum efnivið að spila — öllu meiri en margur gerði sér grein fyrir og að auki svo miklum efnivið, að nær ógemingur hefði verið að klúðra sýningunni enn frekar. Menn skulu ekki ganga fram hjá því, að þessi framkvæmd úti- lokar um nokkurt skeið að mögulegt sé að endurtaka hana hér í fámenninu og því var ábyrgð aðstandenda mikil. Vegna efniviðarins er þetta sterk og áhugaverð sýning í sjálfu sér, en hún varpar ekki nægilega skýru ljósi á þetta tímabil íslenzkrar menningarsögu. Til þess er hún of brotakennd, ein- strengingsleg og of margt vantar. Styrkur sýningarinnar hefði verið, að hver og einn listamaður hefði verið kynntur á eins sann- verðugan hátt og mögulegt var, t.d. með 2—4 myndum fyrir hvem áratug. Máli mínu til áréttingar bendi ég á það, hve list Guð- mundu Andrésdóttur kemur vel frá sýningunni, en hún á tvö verk á þrem stöðum, en myndir hennar eru einmitt þekktar fyrir að njóta sín ekki á einstökum samsýning- um. En hér hefur ekki verið gengið út frá neinni markaðri reglu í þessu efni, hentistefnan ræður ferðinni og útkoman eftir því. Ávinningur sýningarinnar felst einmitt í því, að hún bregður ljósi á það, hve þetta tímabil í íslenzkri listasögu var sterkt frá upphafí þrátt fyrir mikinn mótbyr og hijóstrugan jarðveg — menn lögðu sig alla fram, enda voru þeir að beijast fyrir lífi sínu og tilverurétti listar sinnar. Hér vom það myndimar sjál- far, sem hefðu átt að tala og segja sögu, því að þær em hinar einu óvilhöllu heimildir — og með slíkri uppsetningu hefði hver og einn staðið og fallið. í formi sínu er sýningin of hlutdræg, tilgerðarleg og uppstillt, hér vantar hið óþvingaða og náttúmlega, sem er meginás allrar skapandi listar — að sagan segi sig sjálf — komi fljótandi á fjöl aftur úr fortíðinni, eðlilega og áreynslulaust. — Lakast er, að eins og sýning- in er sett upp, gefur hún listrýn- endum litla möguleika til að fjalla óvilhallt um þróunina og list ein- stakra og er því farsælast að láta það ógert. Frá sýningunni. Frá sýningunni. Verk Guðmundu Daníelsdóttur, Þulur, málað 1972. um stefnumörk sýningarinar. En hér fór allmikið úrskeiðis frá uppmnalegum stefnumörkum og er um sumt að kenna ókunnug- leika á möguleikum og takmörk- unum lýmis Kjarvalsstaða, en vafalítið einnig þrýstingi frá ýms- um aðilum og ráðgefendum — sem er alþekkt fyrirbæri og ber mjög að varast. Einmitt em bókuð stefnumörk og skýrar sýningar- reglur sterkasta aflið til að afstýra hvers konar slysum. Hér verður því að draga þá ályktun, að hinn ungi listfræðing- ur hafí reist sér hurðarás um öxl og einfaldlega ekki ráðið við verk- efnið á hinum skammarlega stutta undirbúningstíma. Útkoman er sú, að hlutur Sept- embermanna er gerður óþarflega stór á kostnað annarra, og aðrir listamenn em valdir eins og til uppfyllingar, líkast statistum á leiksýningu. Þetta minnir á bók, sem kom út fyrir skömmu á Norðurlöndum, um framsækna list á undanförn- um áratugum, en þar er sami hátturinn viðhafður, nema að hér leikur SÚM-hópurinn aðalhlut- verkið. Þessi vinnubrögð skýra ekki stöðuna, heldur auka á mgling- inn. Og eins og sýningin er í uppsetningu, þá útilokar hún óvænta hluti — og til að útiloka þá enn frekar er hið óvænta á sýningunni sótt út fyrir uppruna- leg stefnumörk, svo að helst lítur út sem menn séu í feluleik. Það má benda á mörg dæmi þess, að myndir eftir einstaka listamenn em sóttar í tímabil, er þeir em öllu nær hlutvemleikan- um og raunsæinu, en á öðmm tímabilum listar þeirra. Og hvaða tilgangi þjónar það. abstraktlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.