Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 39. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sovétríkin: Umsátri aflétt í Líbanon Reuter Þúsundir Palestínumanna flykktust í gær út úr Rashidiyeh- flóttamannabúðunum nærri borginni Týrus í Suður-Líbanon. Sveitir amal-shita afléttu þá umsátri um búðirnar annan daginn í röð til þess að flóttafólkið gæti keypt matvæli og vistir. Að sögn verslunareiganda í Týrus þrutu matvæli í borginni og keypti sumt flóttafólkið fuglafóður til að koma í veg fyrir áfram- haldandi sult. Þá bárust matvæli frá Sameinuðu þjóðunum til tveggja búða í nágrenni borgarinnar. Um 30 fjölskyldur fengu leyfi til að yfirgefa Bourj al-Barajneh búðirnar í útjaðri Beirút og sýnir önnur myndin móður flýja búðirnar ásamt börnum sínum. Á hinni myndinni virðir líbönsk kona fyrir sér rústir heimilis síns í Beirút sem eyðilagðist er sveitum amal-shíta og kommúnista laust saman. Sjá nánar um ástandið í flóttamannabúðunum á bls. 27. Friðarráðstefna í Moskvu: Andrei Sakharov gagn- rýnir mannréttíndabrot Lýðræði í Sovétríkjunum forsenda afvopnunar Moskvu, Reuter, AP. ANDÓFSMAÐURINN Andrei Sakharov hvatti ráðamenn til að stuðla að þróun í lýðræðisátt inn- an Sovétríkjanna er hann ávarpaði fulltrúa á friðarráð- stefnu, sem haldin var í Moskvu um belgina. Sakharov gagnrýndi ástand mannréttindamála og sagði Sovétstjórnina ekki hafa staðið undir vonum manna um að andófsmönnum í röðum gyð- inga yrði leyft að flytjast úr landi. Þremur gyðingum var haldið í stofufangelsi á sunnudag og sagði Tass-fréttastofan þetta hafa verið gert til að fólkið gæti ekki „eitrað andrúmsloft friðar og bræðalags“ sem einkenndi ráðstefnuna. Fólkið hafði sent ráðstefnugestum símskeyti til að mótmæla barsmíð- um öryggissveita er andófsmenn efndu til mótmæla í Moskvu á föstu- dag. „Við viljum vekja athygli ráðstefnugesta, og þeirra á meðal Mikhails Gorbachev og Andreis Sakharov, á þessum ómannúðlegu viðbrögðum lögreglunnar," sagði í skeytinu. Tæplega 1.300 sovéskir og erlendir fulltrúar sátu ráðstefn- una en henni lauk í gærkvöldi. Sakharov ávarpaði lokaðan fund vísindamanna á laugardag. Að sögn vísindamanns frá Bretlandi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, lýsti Sakharov þeirri skoðun sinni að gagnkvæmt traust milli stórveld- anna væri forsenda afvopnunar. Fyrsta skrefíð í átt til aukins trausts sagði hann vera aukin mannréttindi og lýðræði í Sovétríkjunum. Sak- harov mun hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga til að koma á endur- bótum en gat þess jafnframt að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum vegna mannréttindamála og kvaðst einkum hafa áhyggjur af viðhorfí ráðamanna til fararleyfa andófs- manna. Fréttaskýrendur telja að með þessum orðum hafi Sakharov verið að vísa til barsmíða öryggissveita í Moskvu á föstudag og nýrrar lög- gjafar um fararleyfi sem tekur eingöngu til andófsmanna sem eiga ættmenni erlendis og kemur því til með að nýtast fáum. Sjá nánar um friðarráðstefn- una á bls. 27. Iosif Begnn situr enn í fangelsi Moskvu, AP, Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn Iosif Begun situr enn í fangelsi að sögn eiginkonu hans. Georgy Arbatov, sem á sæti í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali, sem sýnt var í Bandaríkjunum á sunnudag, að Begun hefði verið sleppt úr haldi. Eiginkona Beguns, Inna, kvaðst í gær hafa hringt í innanríkisráðu- neytið sovéska og fengið þau svör að maður hennar væri enn innan múra Chistopol-fangelsisins um 800 kílómetra austur af Moskvu eri þar afplánar hann sjö ára fangelsis- dóm fyrir and-sovéskan áróður. Kvaðst hún hafa fengið þessar fréttir frá háttsettum embættis- manni í ráðuneytinu. Hún sagðist hafa tjáð viðkomandi embættis- manni frá ummælum Arbatovs og hefði hann komið af fjöllum. Boris, sonur Iosifs Begun, sagði embættis- mann í innanríkisráðuneytinu hafa hringt gær í Chistopol-fangelsið og verið sagt að ráðamönnum þar hefðu ekki borist fyrirskipanir um að sleppa Begun. Georgy Arbatov sagði í þætti sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS sendi frá Moskvu á sunnudag að Begun hefði verið sleppt fyrr um daginn. Sjá nánar um Iosif Begun á bls. 29. Grikkland: Milljónir manna leggja niður störf Aþenu, AP. RÚMLEGA tvær milljónir manna lögðu niður vinnu í gær í Grikk- landi til að mótmæla aðhaldsað- gerðum ríkisstjórnarinnar og krefjast hærri launa. Þetta eru víðtækustu verkföll þar í landi frá því sósíalistastjóm Andreas Papandreou komst til valda fýrir rúmum fímm árum. Stjómin neitaði í gær að verða við kröfum verkfallsmanna og ítrekaði talsmaður hennar fyrri yfír- lýsingar ráðamanna um að aðhalds- aðgerðir væru forsenda stöðugleika í efnahagsmálum. Kúbanskir hernaðar- Reuter Andrei Sakharov ræðir við gesti á friðarrástefnunni í Moskvu í gær. ráðgjafar til Nicaragua Los Angeles, Reuter, AP. KÚBUSTJÓRN hefur sent nokk- ur hundruð hernaðarráðgjafa til aðstoðar stjórn sandinista í Nic- aragua, að því er sagði í dag- blaðinu Los Ajigeles Times í gær. Blaðið sagði þetta koma fram í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Banda- ríkjastjórn segir 2.500 kúbanska hernaðarráðgjafa hafa verið fyr- ir í landinu. Samkvæmt skýrslunni hófu Kúbumennirnir að streyma til Nic- aragua í desember á síðasta ári. Kúbönskum hernaðarráðgjöfum þar hefur ekki fjölgað hin síðustu ár en talið er að aukinn stuðningur við sandinistastjómina haldist í hendur við 100 milljóna dollara aðstoð Bandaríkjastjórnar við contra-skæruliða í Nicaragua. Kúbumenn og stjómvöld í Nic- aragua hafa átt nána samvinnu frá því sandinistar komust til valda þar árið 1979. George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að fyrstu kúbönsku hemaðarráðgjafarnir hefðu komið til Nicaragua daginn eftir að sandinistar tóku völdin í landinu. Sandinistar hafa sagt 800 kúb- anska ráðgjafa vera í landinu en stjóm Ronalds Reagan Bandan'kja- forseta segir þá vera 2.500. Auk hernaðarráðgjafanna starfa fjöl- margir Kúbumenn sem kennarar og tæknilegir ráðgjafar í Nic- aragua. Kúbumennimir fljúga sovéskum þyrlum af gerðinni MI 24 og hafa contra-skæruliðar átt erfítt með að vetjast árásum þeirra, að sögn Los Angeles Times. Þá hafa Kúbumenn annast þjálfun hersveita sandinista og skipulagt hemaðaraðgerðir þeirra gegn skæruliðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.