Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Kosið á írlandi í dag: Útilokað að Haughey hljóti þingmeirihluta D>flinni, AP. TALIÐ er útilokað að einn flokkur fái meirihluta í þingkosningunum á írlandi í dag. Ólíklegt þykir að flokkur Garrets FitzGerald, forsæt- isráðherra, sigri og er búizt við að annað hvort verði mynduð samsteypustjórn eftir kosningar eða að minnihlutastjórn taki við. Stjórnmálaskýrendur eru þegar farnir að tala um að hugsanlega verði að kjósa aftur á þessu ári. Skoðanakannanir, sem gerðar voru um helgina, benda til að fylgi stærsta stjómarandstöðuflokksi.’is, Fianna Fáil, hafi minnkað síðustu daga úr um 50% og sé nú um 38%. Charles Haughey, flokksformaður, hefur biðlað til kjósenda um að fá hreinan meirihluta í þingi. Hefur hann sagt að allt annað bjóði heim „sömu ringulreiðinni" og verið hef- ur í þinginu. Haughey sagði í bytjun kosningabaráttunnar að heiður sinn væri að veði og nú stefnir í að hon- um verði ekki að ósk sinni. Flokkur Garrets FitzGerald, for- sætisráðherra, Fine Gael, nýtur «. Þriðji kosturinn: cAarm viðvörunarkerfi - Varðstaða allan sólarhringinn EFF EFF vidvörunarkerfid býdur upp á fjölmarga möguleika, og getur staðið vörð um nánast hvað sem er. Kerfið byggist upp á stjórnstöð, skynjurum og símboða sem hringir skilaboð hvert sem þú óskar milliliðalaust eða tengdur beintt.d. til lögreglu, slökkviliðs eða vaktfyrir- tækja. Þetta er þó bara einn möguleikinn af fjölmörgum. Kynntu þér kostina - og verðið. T/EKNIf Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. S. 672122. fylgis um 25% kjósenda, samkvæmt könnunum, sem birtar voru um helgina. Fine Gael hlaut 70 þing- sælti af 166 í kosningunum 1982 og Fianna Fáil 75. Myndaði Fitz- Gerald stjóm með Verkamanna- flokknum, sem hlaut 16 sæti. Ástæðan fyrir fylgistapði Haug- hey síðustu daga er m.a. ósigur, sem hann beið, að mati stjóm- málaskýrenda, í kappræðu við FitzGerald í sjónvarpi í síðustu viku. Búizt er við sigri Fianna Fáil í kosn- ingunum og að Haughey verði falin stjómarmyndun. í því sambandi yrði hann að snúa sér til hins ný- stofnaða flokks, Framfarasinnaða lýðræðisflokksins, og/eða Verka- mannaflokksins. Stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið erfiðar því Desmond O’Malley, formaður Framfarasinn- aða lýðræðisflokksins, hefur sett það skiiyrði fyrir samsteypustjóm með Fianna Fáil að Haughey verði settur af sem formaður. Hafa þeir löngum verið pólitískir féndur. Verkamannaflokkurinn er og ólík- legur samsteypuflokkur því stefna hans og Fianna Fáil em talin of ólík. Verkamannaflokkurinn hefur t.d. sett á oddinn að opinber út- gjöld verði stóraukin á tímum mikillar kreppu í efnahagslífi lands- ins. Þegar aðeins er miðað við þá sem tóku afstöðu í skoðanakönnunum, sem birtar vom um helgina, fengi Fianna Fáil 77 sæti, Fine Gael 62, Reuter Garret FitzGerald, forsætisráð- herra, (tv) á tali við kjósanda í stórverzlun í Castleknock, út- hverfi Dyflinnar, á laugardag. Þingkosningar eru á írlandi í dag og er búizt við stjórnarskiptum i kjölfarið. Framfarasinnaði lýðræðisflokkur- inn 12 og Verkamannaflokkurinn 7. Óháðir kjósendur fengju átta þingsæti. Að þessu sinni getur af- staða óákveðinna kjósenda, sem vom um 15% aðspurðra, samkvæmt könnununum, hins vegar haft mikil áhrif á niðurstöðumar. írskir kjós- endur eiga þess kost á að raða frambjóðendum í forgangsröð og hefur FitzGerald hvatt stuðnings- menn sína til að setja frambjóðanda Framfarasinnaða lýðræðisflokksins í annað sæti. Talið er að með því sé hann að opna möguleika á nýju bandalagi eftir kosningar. Svíþjóð: Holmer sak- aður um að hafa brotið lög Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. FARIÐ hefur verið fram á að saksóknaraembættið í Svíðjóð hefji rannsókn á því hvort Hans Holmer, lögreglustjóri í Stokk- hólmi, hafi gerst brotlegur við lög þegar hann lét gera húsleit hjá fjölda kúrda, sem grunur féll á þegar Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, var myrtur. Jo Anders Wigelius, umboðsmað- ur dómsmálaráðuneytisins, segir að gmnur leiki á að Holmer hafi brot- ið af sér þegar hann lét gera húsleit og setja kúrda í gæsluvarðhald við ýmis tækifæri og krefst þess að lögregla og saksóknari rannsaka málið. Sten Wickbom dómsmálaráð- herra hefur einnig verið sakaður um að láta stjórnarandstöðuna ekki vita að ganga ætti lengra gegn kúrdum en lög leyfa. Fundist hafa skjalfestar sannanir fyrir því að Holmer hafi sjálfur gefíð út húsleitarheimildir, en slíkt er aðeins á valdi saksóknara. Að sögn Wigelius er ýmislegt athuga- vert við aðra þætti málsins og ekki útilokað að þar hafí einnig verið brotin lög. Dögum saman hafi lög- fræðingar ekki fengið að ræða við skjólstæðinga sína og sagði Wigel- ius að það væri lögbrot. Meðan á yfirheyrslum stóð hafí verið gerð húsleit án þess að sá yfirheyrði vissi. Dómsmálaráðherra hefur ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um þessi mál. íran: 7.000 manns tekin af lífi á árunum 1979 til 1985 - segir í skýrslu Mannréttindanefndar SÞ Genf, AP. Að minnsta kosti 7000 manns voru tekin af Iífi í íran frá árinu 1979 til 1985, að því er segir í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þá stað- festir skýrslan einnig ásakanir um að pyntingar séu viðhafðar í fangelsum landsins með sam- þykki stjórnvalda. Reynaldo Galindo Pohl frá E1 Salvador tók skýrsluna saman fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna en í henni sitja fulltrúar 43 ríkja. í skýrslunni segir að þús- undir manna hafi verið teknir af lífi á árunum 1979 til 1981 en nokk- uð hafi dregið úr þeim á undanföm- um árum. Segir að 500 manns hafi verið tekin af lífi árið 1984, 470 árið eftir og að svo virðist sem tal- an hafí enn lækkað á síðasta ári. Skýrslan byggir á uppiýsingum frá mannréttindasamtökunum Amnesty Intemational og samtök- um andstæðinga klerkastjómarinn- ar í íran. Skýrslunni mun hafa verið komið á framfæri við ráðamenn í íran en þeir hafa ekki séð ástæðu til að tjá sig um innihald hennar. Þetta er þriðja skýrslan sem unn- in er um ástand mannréttindamála í íran og staðfestir hún að þau eru fótum troðin. Stjómvöld hafa m.a. skorið upp herör gegn læknum eft- ir að samtök þeirra mótmæltu nýrri löggjöf sem samþykkt var á síðasta ári og tryggir stjóminni aukin ítök í samtökum þeirra. Mun stjóm þeirra hafa verið leyst upp og marg- ir helstu talsmenn lækna verið fangelsaðir og pyntaðir. Samkvæmt stjómarskrá írans er með öllu óheimilt að pynta menn til sagna en í skýrslunni segir að heimildir fyrir því að ákvæði þetta sé þverbrotið séu óyggjandi. Það eru einkum pólitískir andstæðingar og ýmsir minnihlutahópar sem fá að kenna á pyntingameisturum klerkastjómarinnar. Þá eru sértrú- arsöfnuðir ofsóttir og segir í skýrslunni að 188 Baháíar hafí ver- ið teknir af lífí frá árinu 1979 auk þess ijölmargir þeirra hafi verið pyntaðir í fangelsum. Höfundur skýrslunnar hvetur til þess að stofnuð verði sérstök nefnd til að fylgjast með mannréttinda- málum í íran og bætir við að beita verði stjómvöld þar þrýstingi til að heimila eftirlitsmönnum að ferðast um landið og afla upplýsinga. Vestur-þýski seðlabankinn: Efnahagslíf lam- aðist um áramót Frankfurt, AP. SEÐLABANKINN í Vestur-Þýskalandi segir að efnahagslíf í landinu hafi staðnað skömmu fyrir siðustu áramót vegna þess að útflutning- ur hafi minnkað við gengissig Bandaríkjadollara. í mánaðarlegri skýrslu, sem bankinn gaf út á fimmtudag, var dregin upp dökk framtíðarsýn af auknu atvinnuleysi, samdrætti í framleiðslu og fjáríestingu fyrir- tækja. Sagði að lífskjör Vestur- Þjóðveija væm aftur á móti óbreytt og einkaneysla mikil. Hagfræðingar sögðu að Vestur- Þjóðveijar þyrftu hvað sem öðru liði að laga sig að breyttum tímum í viðskiptum við útlönd. Á síðasta ári hefði viðskiptajöfnuður verið hagstæður um 112 milljarða marka (2480 milljarða ísl.kr.) á síðasta ári og árið 1985 hefði hann verið hag- stæður um 73 milljarða marka (um 1620 milljarða ísl.kr.) Skýrsla bankans sýndi að erfítt yrði að laga sig að breytingunum og þyrfti stjóm Helmuts Kohl kansl- ara, sem var endurkjörin í kosning- um 25. janúar, að glíma við vandann. Loðmulla í efnahagslífí hefur vakið ugg hjá sérfræðingum við- skiptaráðuneytisins í Bonn um að spá stjómarinnar um 2,5 prósent hagvöxt á þessu ári standist ekki. Ymsir hagfræðingar hafa þegar sagt að hagvöxtur verði ekki nema tvö prósent eða undir því. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðnun er sú að útflutningur minnkaði lítillega bæði að gæðum og í magni þegar dollarinn lækk- aði. Undanfarin tvö ár hefur dollar- inn lækkað um 40 prósent gagnvart markinu og þar af um tíu prósent síðan um miðjan desmeber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.