Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. PEBRÚAR 1987 Aukið flugöryggi í kjölfar Ljósufjallaslyssins: 1,5 millj. til að auka upplýsingar milli Veðurstofu og flugmanna Á FJÁRLÖGUM þessa árs er gert ráð fyrir 1,5 milljónum króna í því skyni að auka upplýsingastreymi milli flugmanna og Veðurstofu Islands, en það er í samræmi við eina af þeim tillögum i öryggis- átt, sem Flugslysanefnd og Flugmálastjórn hafa sent frá sér í kjölfar flugslyssins í Ljósufjöllum í apríl 1986. Að sögn Hauks Haukssonar varaflugmálastjóra er nú unnið að því að útvega tölvur til þessara nota í samvinnu við Veðurstofuna. Haukur sagði að Veðurstofan væri nú komin með nýja tengingu við gagnanet Pósts og síma og sam- starfsnefnd Flugmálastjórnar og Veðurstofunnar væri að undirbúa sendingu veðurupplýsinga í gegn- um þetta net á einkatölvur á öllum helstu flugvöllum landsins. í skýrslu Flugslysanefndar og Flugmálastjórnar vegna slyssins er ennfremur lagt til að kannað verði hvernig flugrekstrarbækur flugrek- enda, upplýsingarit og annað fræðsluefni, sem Flugmálastjóm hefur gefið út, eru notuð í viðhalds- þjálfun og endurmenntun flug- manna, t.d. við hæfnispróf. Ennfremur verði brýnt fyrir flug- rekendum og flugmönnum, að þeir kynni sér tiltækt fræðsluefni um veðurskilyrði á íslandi. Þá verði einnig kannað hvort nægilegt tillit. sé tekið til allra þekktra skilyrða og aðstæðna, þegar lágmarks blind- flugshæðir eru notaðar hveiju sinni og hvaða úrbætur eru tiltækar í því efni. Varðandi þessi atriði sagði Haukur að hér væri um að ræða verkefni eftirlitsmanna hjá Loft- ferðaeftirlitinu og flugrekstrar- stjóra viðkomandi flugfélaga og kvaðst hann vænta þess að þeir myndu ganga eftir þessum atriðum í samræmi við tillögurnar. Varðandi síðasta atriðið í tillög- unum, þess efnis að kannað verði hvort ekki sé tímabært að krefjast þess að flugvélar sem notaöar eru í reglubundnu flugi og þjónustuflugi eftir blindflugsreglum, verði búnar jafnþrýstiklefum og eða hverfi- hreyflum sagði Haukur að hér væri hreyft hugmyndum um megin- stefnu í uppbyggingu flugflotans í framtíðinni. Hér væri um að ræða dýrar flugvélar og því óvíst hversu fljótt slík uppbygging gæti gengið fyrir sig. Þetta væri því framtíðar- sýn sem vissulega væri þess virði að kanna. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt suðaustur af íslandi er hægfara 1032 millibara hæð. Víðáttumikil nærri kyrrstæð lægð, 980 milli- bara djúp, er skammt norðaustur af Nýfundnalandi. SPÁ: Hægviðri og bjart veður austantil á landinu en sunnan gola, skýjað og súldarvottur á annesjum vestantil. Hiti verður um eða yfir frostmarki. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Suð- og suðuestlœg átt. Skýjað og súld eða rigning á suður- og vesturlandi en þurrt um norðan- og austanvert landið. Hiti á bilinu 2 til 5 stig sunnan- og vestanlands en um og undir frostmarki annars staðar. TL'i m r * w’. F T' . VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri -3 hálfskýjað Reykjavík 2 skýjað Bergen 1 léttskýjað Helsinki -6 kornsnjór Jan Mayen -11 léttskýjað Kaupmannah. -1 snjókoma Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk -1 skýjað Osló -9 léttskýjað Stokkhólmur -5 skýjað Þórshöfn -1 alskýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 3 úrk. i gr. Aþena 16 léttskýjað Barcelona 11 léttskýjað Berlín 1 súld Chicago -7 snjóél Glasgow 3 lóttskýjað Feneyjar 6 súld Frankfurt 1 snjókoma Hamborg 0 snjókoma Las Palmas 19 lóttskýjaö London 2 snjóél Los Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg -1 slydda Madríd 8 skýjað Malaga 17 skýjað Mallorca 12 léttskýjað Miami 23 skýjað Montreal -21 skýjað NewYork -13 hálfskýjað París 1 snjókoma Róm 10 rigning Vín 5 skýjað Washlngton -9 alskýjað Winnipeg -7 snjókoma Morgunblaðið/Einar Falur Meðgóðum viniígóða veðrinu Eldhús stór- skemmdist í eldi SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var síðdegis í gær kvatt að Háaleitis- braut 113, en þar var eldur í íbuð. Þegar slökkviliöið kom á vett- vang kl. 17.30 var sprungin rúða í eldhúsglugga á annarri hæð húss- ins, sem er fjögurra hæða blokk og sáust eldtungur fyrir innan. Reyk- kafarar fóru inn í íbúðina og réðust gegn eldinum. Greiðiega gekk að ráða niðurlögum hans, en miklar skemmdir urðu á eldhúsinu, bæði á tréverki og múr. íbúar höfðu brugð- ið sér frá og var íbúðin því mann- laus. Slökkviliðið hafði í nógu að snú- ast um helgina og í gær. Á laugar- daginn þurfti liðið tvisvar sinnum að fara að Nesvegi, þar sem kveikt hafði verið í sinu og á sunnudag var það þrisvar kallað út af þeim sökum. Þá logaði í sinu við Haga- mel, Stekkjarbakka og Grundar- land. Er talið að börn hafi verið að verki í þessum tilfellum. Á sunnudag var slökkviliðið kall- að að húsi við Stigahlíð skömmu fyrir hádegi. Þar var mikill reykur í eldhúsi. Orsök hans reyndist sú, að gleymst hafði að slökkva á elda- vél og hafði kviknað í viftu og skáp fyrir ofan hana. Skömmu,síðar fór slökkviliðið að samkomuhúsi KFUM við Sunnuveg-Holtaveg. Nokkurn reyk lagði frá húsinu og reyndist eldur loga í dýnum og húsgögnum í herbergi inn af eldhúsi. Litlar skemmdir urðu, en reyk lagði víða um húsið. í gærmorgun fór viðvörunarkerfi fyrirtækisins Málningar í Kópavogi af stað. Orsökin reyndist sú að heit- ur ofn var opnaður og setti hitinn kerfið í gang. Þá var tilkynnt um eld í húsi við Grettisgötu, en hann var lítill og hafði verið slökktur þegar komið var á vettvang. Loks má nefna að eidur kom upp í kjallara nýbyggingar Sláturfélags Suðurlands við Sætún síðdegis í gær. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang höfðu starfsmenn ráðið niðurlögum eldsins. Markúsarnetið í öll dönsk fiskiskip DANSKA Siglingamálastofnunin hefur nú gengið frá nýrri reglu- gerð um öryggisbúnað um borð i dönskum fiskiskipum. Þar er ákvæði sem skyldar öll fiskiskip yfir 20 lestir að stærð til að hafa björgunarnetið „Markús" um borð frá og með 1. júlí árið 1988. Um er að ræða 1.000 til 1.200 skip, en seljendur netsins gera ráð fyrir því að á næstu 3 árum verði seld um 2.500 björgunarnet í Danmörku. Danmörk er fyrsta landið utan íslands, sem hefur sett ákvæði sem þetta í reglugerð og segir Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri fy'rirtækisins, að þar sé um að ræða mjög sterkt og veigamikið fordæmi öðrum þjóðum. Gerður hefur verið samningur við danska fyrirtækið Grenaa Smedie Maskinfabrik um að markaðsdeild þess taki að sér sölu netsins í Dan- mörku. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku Siglingamálastofnuninni er um að ræða 1.000 til 1.200 físki- skip, sem skylt verður að hafa Markúsarnetið í. Pétur TH. Péturs- son segir, að við þann flota megi bæta strandgæzlu og herskipaflota Dana, sem ákveðið hafi að taka netið um borð í skip sín um leið og öll gögn liggja fyrir á dönsku. Einn- ig megi ætla að áhugi verði á Markúsarnetinu á borpöllum og davíðar, þegar fram í sæki. Því megi ætla að heildarmarkaðurinn í Danmörku verði ekki undir 2.500 netum á næstu þremur árum. Þverárhross- in enn ófundin „HESTARNIR mínir eru enn ófundnir og útlitið versnar stöð- ugt,“ sagði Kristján Benedikts- son á Þverá í Oxarfirði í gær. Leitað var úr lofti á sunnudag á Núpasveitarheiði, Sléttuheiði og í vesturhluta Þistilfjarðar án árang- urs. Jóhannes Árnason í Höskuldar- nesi á Sléttu fór á einshreyfils flugvél sinni ásamt Kristjáni bónda og þriðja manni. Kristján sagði að veður hafí verið bjart og stillt, en ekki hafi viðrað vel til leitar á laug- ardag og nú sé skyggni aftur orðið slæmt. „Ég veit satt að segja ekki hvað næst er til ráða. Það er hugs- anlegt að hrossin hafi farist ein- hvers staðar. Við vitum eiginlega ekki hvar skal næst leita því það er er nú þegar búið að leita hér um allt, á svo stóru svæði, bæði á flug- vél og á vélsleðum," Ekkert hefur spurst til hrossanna sjö frá Þverá síðan 10. janúar síðastliðinn. Um er að ræða fimm fullorðna hesta og tvö trippi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.