Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1987 31 fltagtiiilftbtfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Stjórnstöð leitar o g björgunar Arni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suð- urlandskjördæmi, hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu átta þingmanna um stofnun stjórn- stöðvar, sem opin sé allan sólarhringinn, og leiði leit og björgun á sjó, á landi og í lofti, þegar neyðarþjónustu er þörf. Astæða er til að fagna þessari tillögugerð og binda vonir við, að hún fái vandaða afgreiðslu á Aiþingi. Forsjónin hefur lagt okkur í hendur auðlindir til varðveizlu og framfærslu, bæði á landi og í legi, sem byggð í landinu hvílir á. Aðstæður allar til að nýta þessar auðlindir sem og að njóta íslenzkrar náttúru eru hinsvegar með þeim hætti, vegna legu og gerðar landsins og veðurfars, að skipulag og framkvæmd slysavarna og leit- ar- og björgunarstarfa skipta mjög miklu máli. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar létu rúm- lega 70 íslendingar lífið í slysförum á liðnu ári. Þar bar hæst sjó-, umferðar- og flug- slys, sem og önnur samskipti við umhverfi okkar. Enginn, sem til þekkir, neit- ar því, að okkur hefur tekizt að byggja upp athyglisverða leitar- og björgunarstarfsemi, bæði á vegum opinberra aðila og fijálsra félagasamtaka, eins og Slysavarnafélags íslands og björgunarsveita vítt um land. Þannig sagði Árni Johnsen í framsögu fyrir stjórnstöðvartil- lögu sinni, að „starfsemi sjálf- stæðu hjálpar- og björgunar- sveitanna og það sterka kerfi, sem Slysavarnafélag íslands (SVFÍ) og aðrir björgunaraðilar hafi byggt upp, sé margfalt meira virði en margur hyggur, og augljóst sé, að ríkisvaldið geti ekki staðið undir ölium þeim kostnaði, sem til félli, ef öll vinna þúsunda sjálfboðaliða og fjárfesting á þeirra vegum væri reiknuð inn í dæmið“. Ákveðin verkaskipting hefur skapast — í stórum dráttum — milli Hjálparsveita skáta, Flug- björgunarsveitar og björgunar- sveita SVFI. Slysavamafélagið hefur sinnt umfangsmestu starfi á strandlengjunni, Land- helgisgæzla og flugmálastjóm á úthafinu og flugmálastjórn yfir landinu. I greinargerð með tillögunni segir hinsvegar að um langt árabil hafi borið á misklíð milli þeirra, sem sinna leitar- og björgunarstarfi, þeg- ar hættu ber að höndum. Þar segir og orðrétt: „Með sameig- inlegri stjórnstöð helztu aðila, sem flutningsmenn telja rétt að lúti sérstakri framkvæmda- stjórn . . . ætti að vera unnt að ná mun markvissari stjórn og árangursríkari við björgun- araðgerðir.“ Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, segir í viðtali við Morg- unblaðið sl. sunnudag, „að í tillögunni felist jákvæð viðleitni til að tengja saman á farsælan hátt störf opinberra aðila og fijálsra félagasamtaka á vett- vangi leitar- og björgunar- mála“, en bendir jafnframt á vafaatriði að hans dómi, þ.e. hvort slík stjórnstöð með fram- kvæmdastjórn og björgunar- ráði geti orðið „of þung í vöfum“. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót sérstakri stjórnstöð, sem opin sé allan sólarhringinn. Stjórnstöðin verði í tengslum við aðalstöðvar Langhelgisgæzlunnar á Reykjavíkurflugvelli eða flug- málastjórnar og lúti fram- kvæmdastjórn fulltrúa frá eftirtöldum aðilum: Slysa- varnafélagi íslands, Landhelg- isgæzlu, flugmálastjórn, Landssambandi hjálparsveitar skáta og Landssambandi flug- björgunarsveita. Stjórnstöð hafi og skipulegt samráð og samstarf við aðrar björgunar- sveitir og opinberar stofnanir, sem sinna öryggismálum. Allir aðilar, sem björgunarmálum sinna, tilnefni síðan menn í sérstakt björgunarráð, sem verði ráðgefandi og stefnu- markandi fyrir framkvæmda- stjórn, og komi saman eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Björgunarráð skal jafnframt samræma æfingar þeirra serr starfa að björgunarmálum. „Rekstur stjórnstöðvar greiðist úr ríkissjóði og skal samgöngu- ráðherra skipa formann framkvæmdastjórnar og vara- formann." Mestu máli skiptir að þróa stjórnkerfi og skipulag leitar og björgunar að því marki, að aðgerðir verði skjótvirkari og markvissari. Reynslan sýnir að þess er þörf. Sá er og megintil- gangur tillögunnar. Hún er því fyllilega tímabær. Þess er að vænta að hún fái vandaða umfjöllun og afgreiðslu í þing- inu, svo sem efni hennar og markmið standa til. Forseti Hæstaréttar í samtali við forsætisráðherra: „I hæsta máta óeðlilegt“ að Hæsti- réttur skipi rannsóknamefnd - eftir að Sturla Kristjánsson hefur stefnt fjármálaráðherra og málið er komið fyrir dómstóla # Nær þriggja tíma umræður um rannsókn fræðslustjóramálsins á Alþingi # Sjálfstæðismenn vilja vísa frumvarpinu um rannsóknarnefnd frá # Jón Baldvin lýsir hneykslan á orðsendingu forseta Hæstaréttar # Atkvæðagreiðslu frestað til að kanna „formsatriði“ FRUMVARP Ingvars Gíslasonar (F.-Ne.) o.fl. um skipun nefndar utanþingsmanna, er rannsaki deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norður- Iandsumdæmi eystra kom til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Við umræðurnar, sem stóðu í tæpar þijár klukkustundir, var upplýst, að fyrrverandi fræðslu- stjóri umdæmisins hefur stefnt fjármálaráðherra vegna brott- vikningar sinnar úr starfi. Þá kom fram, að það er mat forseta Hæstaréttar að það sé í hæsta máta óeðlilegt að rétturinn tiln- efni menn i rannsóknarnefnd fræðslustjóramálsins'eftir að það er komið fyrir dómstóla. Þegar þetta lá fyrir óskaði Páll Péturs- son, formaður þingflokks framsóknarmanna, eftir því, að atkvæðagreiðslu um málið yrði frestað og varð forseti deildar- innar við því. Ingvar Gíslason (F.-Ne.) mælti fyrir frumvarpinu og kvað þunga- miðju fræðslustjóradeilur.nar nú vera þá, hvort menntamálaráðherra hefði haft næga ástæðu til að víkja Sturlu Kristjánssyni, fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, úr embætti. Það væri mat flutnings- manna, að svo væri ekki. Hann sagði, að ráðherra gæti ekki firrt sig ábyrgð vegna gjörða sinna og yrði að þola gagnrýni. Ráðherra ætti engan rétt á því, að þeir Guð- mundur Bjamason þegðu í þessu máli, þótt þeir væru stjómarþing- menn. Það væri fráleit hugmynd, að svipta ætti menn málfrelsi, ef þeir væm í samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. Slíkt afsal mannréttinda kæmi ekki til greina. Ekki hirðmaður ráð- herra Ingvar sagði, að þótt þeir Guð- mundur Bjamason væru stuðnings- menn ríkisstjómarinnar í löggjafar- málum og verðu hana vantrausti, áskildu þeir sér rétt til að gagnrýna ómengaðar valdsmannsaðgerðir. „Eg er hvorki hirðmaður né lendur maður neins ráðherranna," sagði hann. Það væri mikill munur á van- trausti og gagnrýni. Þingmaðurinn gerði síðan grein fyrir efni frumvarpsins. Það kveður á um, að Hæstiréttur skipi fimm manna nefnd utan Alþingis til að rannsaka deilur menntamálaráðu- neytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra. Jafn- framt á nefndin að kanna, hvort menntamálaráðherra hafí haft full- gildar ástæður til að víkja fræðslu- stjóra umdæmisins úr starfí. Ingvar Gíslason taldi, að hinn brottvikni fræðslustjóri hefði verið gerður að syndahafri eða fómar- dýri í skrifstofuýfíngum í mennta- málaráðuneytinu. Ráðherra hefði brotið rétt á honum. Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra, greip þá fram í fyrir þingmanninum og spurði: „Eftir hvaða reglu fór ræðumaður í Þelamörk?“ (Með þeim orðum vísaði hann til þess, að fyrir nokkmm árum leysti Ingvar Gísla- son, þáverandi menntamálaráð- herra, Sturlu Kristjánsson frá embætti skólastjóra á Þelamörk vegna ágreinings við menntamála- ráðuneytið og setti hann á ný í stöðu fræðslustjóra). Ingvar svaraði ekki frammíkalli menntamálaráðherra, þótt hann hann ítrekaði spurning- una úr ráðherrastól. Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna kvað sjálfstæðismenn flytja tillögu til rökstuddrar dagskrár um fráví- sun frumvarpsins. Hann sagði, að dómstólar ættu einir að úrskurða um það, hvort brottvikning fræðslu- stjórans hefði verið réttmæt að lögum. Fyrrverandi fræðslustjóri hefði þegar vísað málinu til dóm- stóla með stefnu útgefinni 12. febrúar. Ennfremur hefði mennta- málaráðherra með bréfum til fræðsluráðs Norðurlands eystra fal- list á skipun nefndar til að flalla um deilur þessara aðila og reyna að bæta samskipti þeirra. Ólafur taldi, að fræðslustjórinn brottvikni hefði með stefnu sinni sýnt gleggri skilning á því en flutningsmenn frumvarpsins, hvaða leiðir væru færar í þessu máli. Formaður þingflokks sjálfstæðis- manna sagði, að í Ijósi þeirrar stöðu, sem málið væri nú í, væri það í hæsta máta óskynsamleg athöfn ef ekki hreinlega óþingleg, að sam- þykkja fyrirliggjandi frumvarp. Frumvarpið orkar tvímælis Steingrímur Hermannson, for- sætisráðherra, kvaðst ekki ætla að taka efnislega afstöðu til deil- unnar um brottvikningu fræðslu- stjórans. Þeir hlutir hefðu hins vegar gerst nýlega, sem gerðu það að verkum að samþykkt frumvarps- ins orkaði tvímælis. Fyrrverandi fræðslustjóri hefði vísað málinu til dómstóla. Hann vitnaði síðan til bókar Ólafs Jóhannessonar Stjórn- skipan Islands, þar sem segir að löggjafanum sé óheimilt að setja lög um ágreiningsefni, sem dómstólar eiga að úrskurða um. Forsætisráð- herra kvað fræðslustjóradeiluna óumdeilanlega orðna að dómsmáli og sagði að hún mundi fara til Hæstaréttar. Þetta hefðu flutnings- menn ekki vitað, þegar þeir komu fram með frumvarp sitt, og þess vegna kvaðst hann vilja beina þeirri spumingu til þeirra, hvort þeir teldu ekki óráðlegt að halda því til streitu. Hann beindi síðan þeirri spumingu til Ingvars Gíslasonar, hvort hann hefði haft samband við forseta Hæstaréttar og fengið álit hans á því, hvort rétturinn treysti sér til að skipa þessa nefnd. Sjálfur kvaðst hann sjá á því mikla vankanta. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) sagði, að engin haldbær rök hefðu komið fram, sem réttlættu brottvikningu fræðslustjóra Norð- urlands eystra úr starfí. Mennta- málaráðherra hefði ekki fallist á tillögur um rannsókn málsins, þótt hann hefði sagt, að hann vildi að öll kurl þess kæmu til grafar. Vegna ummæla Ólafs G. Einars- sonar og Steingríms Hermannsson- ar um nýja stöðu málsins vegna stefnu Sturlu Kristjánssonar sagði þingmaðurinn, að frumvarpið gerði ráð fyrir ýtarlegri rannsókn en stefnan hefði í för með sér. Um væri að ræða tvo ólíka hluti. Ann- ars vegar persónuleg mál Sturlu og bætur honum til handa. Hins vegar efnislegir þættir deilunnar og samskipti fræðsluyfirvalda í umdæminu og menntamálaráðu- neytisins. Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýndi harðlega frávísunartillögu sjáifstæðismanna og taldi að með henni væri reitt hátt til höggs. Það væri yfirhöfuð óeðlilegt að ijúfa nær undantekningarlausa samstöðu um að öll mál, sem á annað borð væru þinghæf, fengju þinglega meðferð. Hann taldi, að forseti deildarinnar [Ingvar Gíslason] ætti annað skilið af þingcieildarmönnum en slíka tillögu. Vilja hlutlausa rann- sókn Guðrún Agnarsdóttir (Kl.- Rvk.) kvað þingflokk Kvennalistans sammála um að styðja frumvarpið og þess vegna væri Kristín Halld- órsdóttir (Kl.-Rn.) meðflutnings- maður. Hins vegar væri það ekki rétt, sem Ingvar Gíslason hefði sagt í framsögu sinni, að allir flutnings- menn væru þeirrar skoðunar að ráðherra hefði ekki haft ástæðu fyrir brottvikningu fræðslustjórans. Kvennalistinn tæki ekki afstöðu til þess, en teldi nauðsynlegt að fá hlutlausa rannsókn á því. Þá sagði hún, að dagskrártillaga sjálfstæðis- manna væri fráleit. Jóhanna Sigurðardóttir (A.- Rvk.) sagði, að dómstólar myndu aðeins fjalla um einn þátt fræðslu- stjóramálsins. I frumvarpinu væri hins vegar einnig íjallað um aðra mikilvæga þætti málsins, sam- skiptaörðugleika ráðuneytis og fræðsluyfirvalda, framkvæmd grunnskólalaga um sérkennslu og ástæður brottvikningarinnar. Þing- maðurinn taldi engin rök fyrir því, að samþykkja frávísunartillögu sjálfstæðismanna og kvaðst telja eðlilegt að frumvarpið fengi um- fjöllun í nefnd eins og önnur þingmál. Aftur á móti taldi Jó- hanna, að margir gallar væru á frumvarpinu. I því sambandi nefndi hún, að ný staða hefði komið upp í deilunni, þegar menntamálaráð- herra gerði fræðsluráði Norður- lands .eystra tilboð um skipun nefndar til að fjalla um ágreinings- efnin. Rangt hefði verið að vísa því tilboði á bug, þar sem um hefði verið að ræða „opnun“ málsins. Tilboðið hefði verið ófullnægjandi, en aðstæður hefðu verið til að fylgja því eftir og fá niðurstöðu, sem báð- ir deiluaðilar gætu sætt sig við. „í hæsta máta óeðli- Iegft...“ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, kom á ný í ræðustól og las upp 1. gr. frum- varpsins, þar sem segir, að Hæsti- réttur skipi nefnd til að rannsaka, hvort „menntamálaráðherra hafí haft fullgildar ástæður til að víkja fræðslustjóra umdæmisins úr starfi." Þetta kvað ráðherrann vera nákvæmlega hið sama og fræðslu- stjórinn brottvikni hefði nú beðið dómstóla að úrskurða um. Af þessu tilefni hefði hann rætt við forseta Hæstaréttar í síma og hann leyft að eftir sér yrði haft, að hann teldi það í hæsta máta óeðlilegt, eftir að málið væri orðið dómsmál, að rétturinn skipaði umrædda nefnd. Forseti Hæstaréttar hefði að vísu ekki talað við aðra dómara réttarins og talaði þess vegna ekki fyrir hönd hans, en þetta væri mat hans. Halldór Blöndal (S.-Ne.) sagði, að deilur fræðsluyfírvalda á Norð- Morgunblaðið/Porkell Þorkelsson Ingvar Gislason mælir fyrir fnimvarpi sínu o.fl. þingmanna um rannsókn fræðslustjóramálsins Jón Baldvin: Hneykslaður á orðsendingunni sem forsætisráðherra flutti þingheimi frá forseta Hæstaréttar Sverrir Hermannsson var ekki ánægður með málflutning Ingvars Gíslasonar og Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í gær og leyndi því ekki. Það er verkefni dómstóla að úrskurða í þessu máli, sagði Ólafur G. Einarsson og flutti tillögu um frávísun urlandi eystra og menntamálaráðu- neytisins væru ekki nýtilkomnar, heldur hefðu þær átt sér stað um nokkurt árabil, þ.á m. í mennta- málaráðherratíð Ingvars Gíslason- ar. Hann sagði, að deilurnar mætti rekja til meingallaðra laga um fræðslustjóraembættin, þar sem fræðslustjórar væru í senn starfs- menn fræðsluráða og menntamála- ráðuneytisins. Fræðslustjórinn fyrrverandi á Norðurlandi eystra hefði fremur viljað líta á sig sem fulltrúa sveitarstjórnanna og heimamanna en ráðherra í þeirra samskiptum. Halldór hvatti þá þingmenn, sem harðast hefðu gagn- rýnt menntamálaráðherra vegna skertra framlaga til sérkennslu- mála, til að upplýsa, hvaða tillögur þeir hefðu gert í þessum efnum á Alþingi. Hann minntist sérstaklega á það, að Guðrún Helgadóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins, hefði í blaðagrein ráðlagt sér að taka sér Steingrím J. Sigfússon til fyrir- myndar í þessum málum. Kvaðst hann gjarnan vilja vita, hvaða til- lögur Steingrímur hefði lagt fram, svo hann mætti læra af honum. Halldór Blöndal sagði, að fræðs- luráð Norðurlands eystra hefði komið saman til fundar s.l. föstu- dag. Á þeim fundi hefði komið fram, að fræðsluráðsmenn væru reiðu- búnir að koma til viðræðna við menntamálaráðherra í Reykjavík um og kanna, hvort samkomulag gæti tekist um skipun nefndar til að rannsaka ágreiningsefni þessara aðila. Bitnar á nemendum Páll Pétursson (F.-Nv.) sagði, að frumvarpið væri ekki skref til lausnar fræðslustjóradeilunni. Deilu þessa yrði að leysa - ekki vegna Sturlu Kristjánssonar, Sverris Her- mannssonar, fræðsluráðsins eða ríkisstjómarinnar - heldur vegna þess að hún bitnaði á nemendum í grunnskólum á Norðurlandi eystra. Páll kvaðst ekki draga í efa að ráðherra hefði vald til að víkja fræðslustjóranum úr embætti. En í þessari deilu sem öðrum gilti, að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Hugsanlega hefði ráðherra átt að rýma til hjá sér í ráðuneytinu úr því hann hefði verið kominn í útk- astaragallann. Páll sagði, að menntamálaráð- herra hefði sýnt tilburði í þá átt að leysa deiluna. Það hefði verið misráðið hjá fræðsluráði að hafna því. Finna yrði samkomulagsgrun- dvöll og menntamálaráðherra yrði að eiga frumkvæði að því. Taldi hann, að enn væri ráðsnilld og þol- inmæði ráðherra ekki þrautreynd. Hann kvað frávísunartillögu sjálf- stæðismanna óþarflega harkaleg viðbrögð og ástæðulaus, þar sem ekki fælist vantraust á ráðherra í frumvarpinu. I lok ræðu sinnar fór Páll Péturs- son þess á leit við forseta, að ekki yrði gengið til atkvæða þegar um- ræðu lyki. Tóm yrði að gefast til að kanna formsatriði málsins í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hefðu komið við umræðurnar. Kristín Halldórsdóttir, varaforseti neðri deildar, féllst á þessa málaleitan. Ing^var Gíslason (F.-Ne.) kvaddi sér hljóðs á ný og ræddi aftur grein- armuninn á vantrausti og gagnrýni. Kvaðst hann fagna því, að við um- ræðurnar hefðu ekki heyrst raddir í þá veru að hér væri um vantraust á ráðherra að ræða eða jafnvel til- efni stjórnarslita eins og áður hefði verið nefnt. Ingvar kvaðst hafa borið frum- varp sitt undir lögfróða menn og þeir talið, að sú leið sem þar væri farin væri hin rétta. Hins vegar væri full ástæða til að virða athuga- semd forsætisráðherra í framhaldi af stefnu Sturlu Kristjánssonar, sem hann kvaðst ekki hafa heyrt um fyrr en fyrir nokkrum klukku- stundum. Þingmaðurinn kvaðst ekki hafa haft tíma til að kanna, hvort þessi stefna breytti einhveiju um frumvarpið, en ef svo væri þá væri það verkefni þeirrar þing- nefndar, sem fengi málið til meðferðar að 1. umræðu lokinni. Þegar hér var komið sögu var klukkan orðið 16:00 og gert hlé á þingfundinum vegna funda þing- flokkanna. Fundur hófst að nýju í neðri deild kl. 18:00 og stóð í þijá stundarfjórðunga. Ingvar Gíslason hélt þá ræðu sinni áfram og kom til nokkurra orðahnippinga milli hans og menntamálaráðherra vegna afskipta Ingvars af Þela- merkurmálinu. Skoraði ráðherra á þingmanninn að rifla það mál upp. Ingvar Gíslason minnti á, að sú leið sem lögð væri til í frumvarpi hans væri sambærileg við vinnu- brögð þingsins í Hafskipsmálinu, þótt hann vildi ekki líkja þessum tveimur málum saman að öðru leyti. Þar hefði nefnd, sem Hæsti- réttur skipaði samkvæmt lögum frá Alþingi, rannsakað þau atriði Haf- skipsmálsins, er væru utan verk- sviðs dómsstóla. „í hæsta máta eðli- legt...“ Jón Baldvin Hannibalsson (A.- Rvk.) kvað tilefni þess, að hann kæmi í ræðustól aðeins eitt. Það væru þau skilaboð sem forsætisráð- herra hefði flutt þingheimi frá forseta Hæstaréttar. Þingmaðurinn komst svo að orði, að forsætisráð- herra hefði hringt í forseta Hæstaréttar og spurt hann, hvort það væri ekki vitleysa að fiytja þetta mál á Alþingi. Hann hefði síðan flutt þau skilaboð, að þetta væri jú hin mesta vitleysa. „Þetta er lýsing á vinnubrögðum í stjórnsýslu lýðveldisins íslands sem verðskuldar að vakin sé ræki- leg athygli á,“ sagði Jón Baldvin. Þingmaðurinn sagði, að efnisat- riði fræðslustjóradeilunnar væru þrautrædd, en nú væri málsmeð- ferðih til umræðu. Nú hefðu sjálf- stæðismenn komið með frávísunart- illögu á frumvarpið um rannsóknarnefndina. Þau rök hefðu verið færð fram, að málið væri kom- ið til dómstólanna. Ef efasemdir hefðu verið í huga hans um þessa tillögu þá væru þær horfnar eftir skilaboðin sem forsætisráðherra bar þinginu frá forseta Hæstaréttar. Það væri heldur ekki rétt, að allt málið væri komið fyrir dómstóla, heldur einn þáttur þess. Það væri í hæsta máta eðlilegt, að Alþinjgi fjallaði um þá þætti málsins. „Eg tek ekki við lagaskýringum forseta Hæstaréttar gegnum forsætisráð- herra,“ sagði hann.Vonandi hefðu þingmenn þann metnað, að þakka fyrir skilaboðin og senda þau heim til föðurhúsanna. Loks sagði Jón Baldvin Hannib- alsson, að sjálfstæðismenn töluðu um frumvarp Ingvars Gíslasonar sem vantraust á Sverri Hermanns- son. Ef menn tækju það mat gott og gilt þá jafngilti stuðningur við frávísunartillögu þeirra traustsyfír- lýsingu á Sverri Hermannsson. Þingmaðurinn kvaðst því ekki treysta sér til að styðja frávísunart- illöguna, þar skilja mætti slíka afstöðu sem stuðning við ráðher- rann. Síðastur tók til máls Steingrím- ur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) og kom til nokkurs orðaskaks milli hans og menntamálaráðherra, sem taldi að þingmaðurinn væri með dylgjur í sinn garð. Steingrímur sagði vegna fyrirspurnar Halldórs Blöndals, að hann skammaðist sín fyrir frammi- stöðu sína í sérkennslumálum á Alþingi. „Ég hef sem þingmaður míns umdæmis ekki staðið mig í stykkinu" , sagði hann og lofaði að gera þar á bragarbót á næs- tunni. Það væri sér kannski til einhverra málsbóta, að upplýsingar um þessi efni hefðu ekki legið á lausu og fyrirspurnum seint og illa svarað. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.-Rvk.) kallaði fram í fyrir Steingrími og sagði: „Ég hef aldrei heyrt þingmanninn tala um sér- kennslu fyrr en þetta mál kom upp.“ Steingrímur kvaðst geta viður- kennt, að hann hefði mátt sinna þessu máli betur, enda væri greini- lega ekki vanþörf á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.