Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Ríkissaksóknari víkur ekki úr sæti í Hafskipsmálinu RÍKISSAKSÓKNARI, Hallvarð- ur Einvarðsson, hefur ákveðið að verða ekki við óskum Jóns Magnússonar, lögmanns Ragnars Kjartanssonar, um að víkja úr Sinubrunar í landi Mikla- holtssels Borg, Miklaholtshreppi. SVO óheppilega vildi til á föstu- daginn að eldur komst í sinu í landi Miklaholtssels. Þar eru víðáttumiklir flóar og barst þvi eldurinn brátt um allstórt svæði. Um nóttina var unnið að slökkvi- störfum og tókst að hefta útbreiðslu eldsins þegar hann átti skamman veg að húsunum í Syðra-Skógarnesi. Ekki er full- kannað hversu mikið tjón hefur orðið á varnarlínu sauðfjárveiki- varna sem er á þessu svæði sem eldurinn fór um. Eldsins varð vart á föstudags- morgun. Er líða tók á daginn herti vindinn og um leið magnaðist út- breiðsla eldsins verulega. Rétt fyrir miðnætti lægði svo aftur og var talið að ekki væri mikil hætta. Um kl. 5.30 á laugardagsnótt hafði hvesst meira. Var þá beðið um hjálp frá Miklaholti. Atti eldurinn þá stuttan spöl að húsum þar. Tíu menn mættu fljótlega og gátu þeir ráðið niðurlögum eldsins gagnvart þessum húsum, en þá var eldurinn kominn langleiðina að Syðra-Skóg- amesi. Var síðan fylgst vel með út- breiðslu eldanna allan laugardaginn en á sunnudagskvöld lægði vem- lega. Mikið frost var þá um nóttina og héla myndaðist á jörðunni. Allir eldar voru dauðir á sunnudags- morgun. Páll embætti sem ríkissaksóknari í Hafskipsmálinu er tekið fyrir hjá ákæruvaldinu. Hallvarður Ein- varðsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að dómsmálaráðuneytið hefði ritað sér bréf þess efnis að það teldi ekki ástæðu til þess að rikissak- sóknari víki úr sæti á meðan Hafskipsmálið er til meðferðar. Eins og kunnugt er af fréttum, ritaði Jón Magnússon Hallvarði bréf þess efnis að hann víki úr sæti ríkis- saksóknara í Hafskipsmálinu þar sem hann hefði verið rannsóknar- lögreglustjóri þegar málið kom fyrst fram í sviðsljósið og hefði hann þar af leiðandi rannsakað það sjálfur. Jón sendi samrit af bréfí sínu til dómsmálaráðherra. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri, sagði að samkvæmt lögum gæti dómsmálaráðherra kveðið á um hæfni eða vanhæfni saksókn- ara. Niðurstaða ráðuneytisins hefði hinsvegar verið sú að vanhæfni ríkissaksóknara væri ekki fyrir hendi í þessu tiltekna máli. Morgunblaðinu tókst ekki í gær- kvöldi að ná tali af Jóni Magnús- syni. Ungviðið skoðað Morgunblaðiö/Þorkell Gengíð að auknum kröfum Japana við loðnufrystingu Breytingin frá fyrri samningi felur í sér talsverða hækkun framleiðslukostnaðar SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna og helztu kaupendur frystr- ar loðnu og loðnuhrogna í Japan hafa komizt að samkomulagi um breytingu á fyrri samningi um Ríkisútvarpið: Útvarpsstjóri flytur fyrstur í nýja húsið NÝJA útvarpshúsið við Efsta- leiti er nú sem næst tilbúið og verða fyrstu skrifstofur RUV fluttar frá Skúlagötu 4 í nýja- húsið næstkomandi laugardag. Það er aðsetur Markúsar Arnar Antonssonar, útvarpsstjóra, sem fyrst verður flutt og í lyöl- farið skrifstofur fleiri yfir- manna RUV. Elva Björk Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að flutning- urinn gæti tekið allt upp í tvo mánuði og að hljóðstofumar yrðu fluttar síðastar. Hún sagði að ein- hver seinkun yrði á afgreiðslu hljóðborða frá Noregi, en um leið og þau yrðu komin á sinn stað í nýja húsinu, yrði hægt að fara að senda út dagskrá rásar 1 frá Efstaleitinu, en nú eru liðin tæp þijú ár síðan rás 2 hóf starfsemi sína í nýja útvarpshúsinu. sölu þessara afurða til Japans. Breytingin er tilkomin vegna aukinna krafna Japana um gæðaflokkun og ferskleika loðn- unnar í kjölfar boða frá Kanada- mönnum um mikið magn af frystri loðnu í sumar á lægra verði en hér samdist um og með strangari skilyrðum. Samkomu- lagið felur ekld í sér breytingar verði en talsverða kostnaðar- aukningu framleiðenda, sem rýrir kjör þeirra og lækkar mögulegt verð til sjómanna fyrir loðnuna. Það voru þeir Gylfí Þór Magnús- son og Hjalti Einarsson, fram- kvæmdastjórar hjá Sölumiðstöð- inni, sem gerðu þetta samkomulag. Gylfí sagði, að þegar samningar um sölu loðnu og loðnuhrogna hefðu verið gerðir fyrr á þessu ári í Jap- an, hefðu Japanir lýst ánægju sinni með gæði og mat á loðnunni, sem keypt hefði verið árið áður, og ekki farið fram á breytingar. Hins vegar hefðu þeir nú krafízt hertari reglna um stærðarflokkun, hlutfa.ll hrygnu í loðnunni og aukins ferskleika. Þessar kröfur hefðu komið fram vegna tilboða frá Kanadamönnum, sem fælu í sér að þeir gengju að meiri gæðakröfum og byðu jafn- framt lægra verð fyrir loðnuna. Sindri seldi í Bremerhaven Togarinn Sindri VE seldi á mánudag 127,7 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heild- arverð var 7,2 milljónir króna, meðalverð 56,74. Ennfremur hefði komið fram hjá Kanadamönnum, að þeir hygðust frysta 38.000 til 40.000 lestir á vertíðinni í sumar, en árleg neyzla frystrar loðnu í Japan væri um 30.000 lestir. Með því að ganga að auknum kröfum Japana yxi framleiðslu- kostnaður talsvert og bitnaði það bæði á afkomu framleiðenda og sjó- manna. Hins vegar hefðu þeir ekki séð sér annað fært en að ganga að þessu, meðal annars til að reyna að viðhalda hlutdeild okkar í sölu á loðnu til Japans og varðveita áframhaldandi samningsstöðu. Það væri einfaldlega lögmál markaðar- ins, að þegar einhver byði hagstæð- ari kjör en aðrir, yrðu hinir að fylgja í kjölfarið. Að þessu sinni hefði þó ekki að fullu verið gengið að kröfum Japana, báðir aðilar hefðu gefíð eitthvað eftir. Höfum ekki lagaheimild lestuð fyrir til að takmarka f| oldauu Rússlandsmarkað _segir Halldór Ásgrímsson um fjölgun smábáta Keflavík. LAGARFOSS lestaði um 4000 tunnur af Rússlandssíld I Keflavik á dögunum. Ferðinni er heitið til Murmansk i Sov- étríkjunum og siglir skipið með 21 þúsund tunnur. Áætlað er að siglingin til Murmansk taki 5 til 6 sólarhringa. Frá Keflavík fór Lagarfoss sem er 3600 smálestir að stærð til Þor- lákshafnar og þaðan til Vestmanna- eyja, síðasta viðkomustaðar fyrir siglinguna yfir hafið. Fyrstu síldartunnumar tók skipið á Akranesi og þaðan sigldi það fyr- ir Reykjanes til Grindavíkur og tók þar 10 þúsund tunnur. Síðan sigldi Lagarfoss aftur fyrir Reylqanes og til Keflavíkur. Ástæðan var sú að skipið hefði ekki flotið út úr höfn- inni í Grindavík með Keflavíkur- farminn til viðbótar við Akra- nessfldina. - BB „VIÐ höfum ekki heimildir til þess í lögum að takmarka smiði báta undir 10 brúttólestum inn- anlands, svo framarlega sem þeir eru smiðaðir samkvæmt gildandi reglum. Því var hafnað á síðast- liðnu ári að framlengja núgild- andi lög um stjómun fiskveiða og endurskoða þau eins og ég lagði til. Þar af leiðandi bíður það fram yfir kosningar, að end- urskoða þessa löggjöf. Ég taldi þetta mjög miður, en við þvi var ekkert að gera,“ sagði Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráð- herra, er Morgunblaðið spurði hann hvort stjómvöld hygðust stemma stigu við fjölgum smá- báta. „Hitt er svo annað mál," sagði Halldór, „að það er mjög miður að skipasmíðastöðvar í landinu skuli ganga á lagið með smíði bátanna með þessum hætti. Það getur ekki endað öðruvísi en að algjört stopp verði sett á smíði þessara báta. Það hiýtur að vera mjög óskynsamlegt fyrir viðkomandi aðila, að standa þannig að málum. Ennfremur vakn- ar spuming um það hvemig menn ætla sér að fjármagna svona mikla smíði. Hvað öryggismál varðar í þessu tilviki, er Siglingamálastofn- un skyldug samkvæmt lögum til að fylgjast með því að öryggi þess- ara báta sé ekki ábótavant. Það er nánast ótrúlegt, ef rétt er, að hægt sé að smíða bát, sem á að vera með einn gám en engar lestar. Það getur tæpast samræmzt öryggiskr- öfum,“ sagði HalldórÁsgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.