Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1987 57 Þorlákshöfn: Loðnufrysting haf- in af fullum krafti Þorlákshöfn. LOÐNUFRYSTING er nú hafin á tveimur stöðum og unnið á vöktum bæði í Meitlinum og Suð- urvör (Eyrarbakka). Hjá Glett- ingi er það mikið af öðrum fiski að ekki hefur verið hægt að fara í loðnufrystingu og óvíst hvort það verði gert. Meitillinn er búinn að taka við tæpum 300 tonnum af þrem bátum og að sögn Benedikts Thorarensen er loðnan orðinn góð og nýting ágæt. Hjörleifur Brynjólfsson verk- stjóri í Hraðfrystihúsinu á Eyrar- bakka sagði að þar gengi frysting mjög vel og væri nú unnið á vöktum og búið að taka á móti um 200 tonnum. Ekki er hægt að vinna það sem gengur úr loðnunni hér í Þor- lákshöfn og er það því sent í lýsi og mjöl í Reykjavík. Botnfiskaflinn í síðustu viku var 648.940 kíló af 25 bátum sem skipt- ist þannig: 21 netabátur 573.020 kíló í 95 róðrum, 1 línubátur með 6.630 kíló í 5 róðrum, 1 trollbátur með 29.680 kíló í 2 róðrum, 2 drag- nótabátar með 39.610 kíló í 2 róðrum. Aflahæstir bátar í vikunni voru Þorleifur Guðjónsson ÁR 350 með 46.460 kíló í 2 róðrum, Jóhann Gíslason ÁR 42 með 44.970 kíló í 2 róðrum og Höfrungur III ÁR 250 með 42.760 kíló í 5 róðrum. Aflahæstir frá áramótum eru Höfrungur III ÁR 250 með 222.010 kíló, Þorleifur Guðjónsson ÁR 350 með 199.620 kíló og Jóhann Gísla- son ÁR 42 með 192.300 kíló. - JHS Sandgerði: Þokkalegur af li hjá línubátunum Sandgerði. SANDGERÐISBATAR fiskuðu ágætlega í síðustu viku. Línubát- arnir voru með jafnbesta aflann, en afli netabátanna var heldur lakari. Þuríður Halldórsdóttir sem rær með net var samt afla- hæsti báturinn eftir vikuna með 65 tonn í 6 sjóferðum og var uppistaðan í aflanum ufsi. Alls lönduðu bátarnir 712,340 tonnum og er það rúmlega 100 tonnum meira en í vikunni á undan. Þuríður Halldórsdóttir hefur verið með netin í Kantinum, 40-50 mílur í vestur af Sand- gerði. Jón Gunnlaugsson var aflahæst- ur línubátanna með 47,170 tonn og hann kom einnig með rnestan afla í einni sjóferð 18,450 tonn. Sigurður Bjarnason var með 46,960 tonn, Mummi 38,780 tonn og Víðir II með 37,870 tonn. Línubátarnir hafa róið með tvöfalda setningu sem er 90 bjóð og hafa þeir ýmist verið í Jökuldýpi og upp á Vestur- kahti eða við Eldey á Skeijunum sem kallað er. Smærri bátarnir róa flestir með línu og þar munaði litlu á efstu bátunum eftir vikuna, Fram var með 14,940 kíló, Ragnar 14,790 kíló og Bragi 14,780 kíló. Ragnar var með mestan afla í einni sjóferð, 4,730 kfló. Af handfærabátunum var Skúmur RE með mestan afla 4,830 kíló. - BB Stykkishólmur: Saltskipið komið netavertíð í nánd Stykkishólmi. FYRSTI boðberi þess að vetrar- vertíðin þ.e. netavertíð bátanna hér í Stykkishólmi væri í nám- unda og saltfiskvinnslan að hefjast, birtist fréttaritara í síðustu viku. Þá var hið stóra flutningaskip, Hvalvík, mætt með stóran saltfarm sem skipað var upp og flutt á vörubílum á áfangastað allan daginn og vel það. Saltið var tekið úr lestinni og sett í þar til gerða stóra trekt og úr henni streýmdi saltið í til þess gerða stóra plastpoka sem síðan var ekið á bílavogina niður á plássi til að alls réttlætis væri gætt. Þá vakti það ekki síður athygli að Hvalvík hafði lagst við bryggju í nýju höfn- inni okkar í Skipavfk, líklega stærsta skip sem þar hefir að ból- verki lagst. Sú höfn er mikið lengur laus við ís ef eitthvað verður um frost, því eldri bryggjan hér verður fljótt umleikin íshroða og ís ef frost- in verða yfir 8 til 10 stig. Þá er erfitt að nota hana því stundum hefir ísinn náð út um allar eyjar. Þá er gott að geta gripið til betri hafnar. í vetur hefir hinsvegar veður verið okkur svo hliðstætt að ísinn hefir ekki sést og getum við lofað guð fyrir það. Þessi eindæma veðr- átta hefir gert okkur hér það mikið gagn að ekki mun einn róður hafa farist fyrir á skelinni þess vegna, en ekki má veiða skel í vissum gaddi. En sem sagt, það líður að vertið. Saltið komið og eins og gamli mað- urinn sagði fyrir austan: Og þá fara menn að græða. — Betur að satt væri. - Árni. Keflavík: Jafnbest hjá línubátunum Keflavík HEILDARAFLI Keflavíkurbáta var 374 tonn í síðustu viku og er það heldur lakari afli en vik- una á undan. Aflahæsti báturinn var Stafnnes sem er á netum, 54,1 tonn i fimm sjóferðum. Afli linubátanna var hinsvegar ekki eins mikill en jafnari. Albert Ólafsson var með mestan afla af línubátunum 31,7 tonn. Síðan kom Boði með 36,6 tonn og Búrfell sem var með 28,6 tonn. Happasæll var næst hæsti neta- báturinn með 29,9 tonn. Gunnar Hámundarsson var með 26,9 tonn, Svanur með 25,8 tonn og Skaga- röst með 19,3 tonn. BB itheiður athe»ou« * kennir "°d 9kl. 17.00. . rQeV Ol3(sd0tt'r '&vssr* og þrekæfingar hjá Dansstúdíói Sóleyjar eru sérstaklega ætlaðar þeim sem eru stirðir og úthaldslausir. Teygju- SÓLEYJ/vn *4 Engjateigi 1, símar 687701 og 687801. EFÞÚ KAUPIR KORK-O-PLAST KORKFLÍSAR NÚNA 1ÁR ÞÁ REWWR SLÍTÁBYRGÐirS OKKAR EKKl ÚT FYRR EIS Þetta mer'ti ásamt ábyrgðarsktrteini, ttyggir 10 ára slitábyrgð á KORK-O-PLAST gólfflísum. Við erum þeir einu sem flytjum þessa gœðavöru fll landsins. KORK-O-PLAST er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum. KORK-O-PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því. Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur. KORK-O-PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í tölvuherbergjum. KORK-O-PLAST fæst í 14 mismunandi korkmynstrum. mida EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI A LANDI ÞÁ SENDUM VID ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. Einkaumboö á Islandi Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 16 - REYKJAVlK - SÍMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.