Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 59
hann áherslu á að ráðherrann skýrði hugmyndir sínar um byggðastefnu og byggðaþróun. Þá þakkaði hann djarft skattalagafrumvarp, sem hann taldi stórkostlega framfðr í skattamálum og sagði að líklega yrði hvergi í heiminum jafn einfalt skattakerfi og hér, næði það fram að ganga. Vonaðist hann eftir frum- varpi um virðisaukaskatt í beinu framhaldi af skattalagafrumvarp- inu til að leysa af hendi götótt söluskattskerfi. Guðmundur Þórðarson, bygg- ingameistari, ísafírði, lagði megin áherslu á byggðamál. Taldi hann að tenging byggðanna á norðan- verðum Vestíjörðum með jarð- göngum væri grundvallaratriði byggða hér vestra og kæmu þau í beinu framhaldi af byggingu brúar yfír Dýrafjörð, sem vinna á að í sumar. Jafnframt yrði að vinna að uppbyggingu vegakerfísins á Vest- fjörðum, en eins og nú væri komið væri nánast ógjömingur að komast út úr því bestu mánuði ársins. Hann benti á glæsilegar fram- kvæmdir á Óshlíð, sem hann sagði að skiptu miklu máli og sýndu Ijós- lega hvað hægt væri að gera ef vilji væri fyrir hendi. Hann sagði að nú vantaði um 150 manns í vinnu á ísafirði, og til þess að fylla þau störf mætti reikna með um 500 manna fjölgun á svæðinu. Ef menn vildu skilja þetta og taka málin í eigin hendur væri víst að slík aukn- ing íbúa myndi hleypa nýju lífi í bæinn. Þá taldi hann, að fjármunir Lífeyrissjóðs Vestfírðinga, sem sendir væru suður samkvæmt ákv- örðun stjómvalda, væm nú notaðir til að stunda svartamarkaðsbrask með íbúðir í Reykjavík og nefndi sem dæmi að Iánsloforð Húsnæðis- málastofnunar væra nú seld í Reykjavík fyrir 150—250 þúsund krónur. Vestfirðingar hefðu sent suður um 100 milljónir króna en fengið til baka um 40 milljónir. Olafur Kristjánsson, forseti bæjarstjómar Bolungarvíkur, lagði megináherslu á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í mars, geri mótun byggða- stefnu að meginmáli. Hagsmunir allra íslendinga séu í veði. Aðstrey- mið til Reykjavíkur veldur orðið jafnmiklum erfíðleikum og tæming dreifbýlisins. Nú hefur tekist að ná verðbólgunni niður undir skynsam- leg mörk og því ástæða til bjartsýni. Menn spytja nú: Er fískveiðistefíian rétt? Er gengisstefnan rétt? Er landbúnaðarstefnan rétt? Þetta era MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 meginmálin og á þeim verður að taka. Það yrði ekki gert með stétt- astríði Alþýðubandalagsmanna eða töfrabrögðum Alþýðuflokksmanna. Heimamenn yrðu að taka höndum saman við styrka stjóm til að við- halda traustari byggð, svo áfram verði gott að vera Vestfirðingur. Krístján Guðjónsson, smiður, þakkaði boð fjármálaráðherra á þennan ágæta fund. Lagði áherslu á að þingmenn hefðu gott samband við kjósendur sína. Hann sagði að mikið vantaði þar á, þó gat hann þess að Þorvaldur Garðar Kristjáns- son virtist lifandi og sæist oft, en nú orðið skorti á að hann efndi til funda með kjósendum sínum. Kristján, sem komið hefur upp 10 bömum, taldi það ástæðulaust að gera hjón sem væra að leika sér með tvö böm skattlaus, taldi að ijármálaráðherra veitti ekkert af peningunum. Hann benti á að nú hefði sjúkrahúsið á ísafirði verið í byggingu í 16 ár og væri langt frá að klárast og elliheimilið er 100 ára gamall kofí þar sem 12—15 gamal- mennum er hrúgað saman eins og hrútum í stíu. Slíkt væri stjóm- málamönnum til skammar og væri nær að koma þeim málum í höfn en að gera fullfrískt fólk í blóma lífsins skattlaust. Magnús Reynir Guðmundsson, fulltrúi bæjarstjórans á ísafírði, þakkaði Þorsteini Pálssyni skil- merkilegan og heiðarlegan mál- flutning um samstarfsflokk hans í ríkisstjóm og taldi það óvenjulegt. Hann taldi að ríkisstjóm hefði í meginatriðum náð þeim markmið- um sem hún setti sér í upphafi. Hann sagði að sterk undiralda hefði verið á fundinum varðandi byggða- mál. Taldi hann að meginástæðan fyrir flóttanum tii Reykjavíkur væri haftastefna í fískveiðum og land- búnaði. Þegar staða framatvinnu- greinanna var góð, streymdi fjármagn til framkvæmda, og þjón- ustumála í dreifbýlinu en nú væri búið svo að málum að allar tekjur verði til I öðram greinum og ylli það mestum vandræðum. Hann benti á að ftjálsræði væri í gjaldeyr- issóun en ekki í gjaldeyrisöflun, því þyrfti að breyta. Nú væra allar bjargir bannaðar og vildi hann að sérstakt gengi yrði látið gilda fyrir útflutningsatvinnuvegina. Ragnar Haraldsson, hagfræð- ingur Bolungarvík, sagðist fagna framvarpi um staðgreiðslukerfí skatta en spurðist fyrir um hvort hagsmuna sjómanna og fiskvinnslu- fólks yrði sérstaklega gætt til að draga að fólk í þessi mikilvægu störf. Hann lagði til að tekið yrði upp bandaríska kerfíð í ráðningu starfsmanna ráðuneytanna svo hreinsa mætti til þar með eðlilegu millibili. Hann sagði það skoðun sína að Alþingismenn hröðuðu oft vinnslu laga og væra þau of oft áberandi illa unnin. Theodór Nordquist, fram- kvæmdastjóri, ísafírði, ræddi um fáránleika núgildandi kvótakerfis, þar sem syndandi fiskur í Norður- Atlantshafí gengi kaupum og sölum og gamlir ryðkláfar hækkuðu í verði um 40 milljónir króna vegna fylgj- andi aflakvóta. Þá benti hann á, að á meðan aflamagni er haldið niðri og starfandi rækjuverksmiðjur era reknar með lágmarksafköstum, era nýjar rækjuverksmiðjur reistar vítt og breytt um landið oft fyrir tilstilli alþingismanna. Hann sagði að sjávarútvegsráðu- neytið væri orðin forkastanleg skömmtunarskrifstofa, þar sem menn stæðu nú frammi fyrir því að á meðan ónýt fískiskip margföl- duðust í verði væra fiskvinnslu- stöðvar gerðar verðlausar. Ami Sigurðsson, ritstjóri ísafírði, ræddi um þá undiröldu vegna byggðaþróunar sem rætt hefði verið um á fundinum. Hann gat annarar undiröldu frelsisþrá og athafnaþrár, sem mest hefði verið áberandi hjá þeim tveim framsókn- armönnum, sem áður hefðu talað. Þá ræddi hann um flugmál, gat erfiðleika á í safj arðarflugvelli vegna aurbleytu og skjótra við- bragða við samskonar vandamálum á Egilstöðum. Þá gat hann fundar sveitarstjómarmanna við Djúp með forsvarsmönnum Flugleiða hf. þar sem flugleiðamenn hefðu lofað end- urbótum og bættri þjónustu en erfítt væri að treysta fólki sem hefði verið skömmtuð einokun jafn rammlega og þessu flugfélagi, sem byði viðskiptavinum sfnum á inn- landsleiðum upp á flugkost, sem hefði verið hannaður um 1950. Guðmundur B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri, Bolungarvík, var síðasti ræðumaðurinn. Hann bar brigður á útreikninga Þjóðhags- stofnunar og sagði ekki vanþörf á að þar kæmust menn yfír nothæfar reiknivélar. Hann sagðist treysta útvegsmönnum miklu betur og sagðist ekki draga í efa að þeirra útreikningar væra áreiðanlegir og að tap væri á útgerð og físk- vinnslu. Sá taprekstur bitnaði fyrst og fremst á íbúum dreifbýlisins. Hann lagði áherslu á mikilvægi samgangna og ræddi sérstaklega' árangursríkar aðgerðir Matthíasar Bjamasonar samgönguráðherra sem hann taldi lang duglegastan allra þingmanna. Hann mótmælti frádráttarákvæðum skattalaga sem sérstaklega væra sett til að gæta hagsmuna örfárra stórfyrirtækja í Reykjavík. Hann sagðist vera mjög ánægður með Þorstein Pálsson enda hefði hann fengið gott en strangt uppeldi hjá Vinnuveitenda- sambandinu, en varaði hann að lokum að vitlaust kvótakerfí gæti sett útgerðina á hausinn. Þorsteinn Pálsson svaraði að lok- um fyrirspumum og þakkaði mönnum komuna. Hann sagði að lokum að f öllum megindráttum væri hann ánægður með samstarfíð við Framsóknarflokkinn á kjörtíma- bilinu. Það gæfí þó ekkert til kynna um áframhaldandi stjómarsam- band, en menn skyldu minnast þess að maddaman væri opin í báða enda og því erfítt að sjá hveijum hún nýttist. Úlfar. HUTSCHENREUTHER QERMANY DE PARIS ÆP)SILFURBÚÐIN \Xy LAUGAVEG 55 SÍMI 11066 SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ129 AR RENOLD keójur, tannhjól og gi*™ pEKI KlN° pgyNSl^ pJÓN1 UST^ FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Guðmundur B. Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.