Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 39. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sovétríkin: Umsátri aflétt í Líbanon Reuter Þúsundir Palestínumanna flykktust í gær út úr Rashidiyeh- flóttamannabúðunum nærri borginni Týrus í Suður-Líbanon. Sveitir amal-shita afléttu þá umsátri um búðirnar annan daginn í röð til þess að flóttafólkið gæti keypt matvæli og vistir. Að sögn verslunareiganda í Týrus þrutu matvæli í borginni og keypti sumt flóttafólkið fuglafóður til að koma í veg fyrir áfram- haldandi sult. Þá bárust matvæli frá Sameinuðu þjóðunum til tveggja búða í nágrenni borgarinnar. Um 30 fjölskyldur fengu leyfi til að yfirgefa Bourj al-Barajneh búðirnar í útjaðri Beirút og sýnir önnur myndin móður flýja búðirnar ásamt börnum sínum. Á hinni myndinni virðir líbönsk kona fyrir sér rústir heimilis síns í Beirút sem eyðilagðist er sveitum amal-shíta og kommúnista laust saman. Sjá nánar um ástandið í flóttamannabúðunum á bls. 27. Friðarráðstefna í Moskvu: Andrei Sakharov gagn- rýnir mannréttíndabrot Lýðræði í Sovétríkjunum forsenda afvopnunar Moskvu, Reuter, AP. ANDÓFSMAÐURINN Andrei Sakharov hvatti ráðamenn til að stuðla að þróun í lýðræðisátt inn- an Sovétríkjanna er hann ávarpaði fulltrúa á friðarráð- stefnu, sem haldin var í Moskvu um belgina. Sakharov gagnrýndi ástand mannréttindamála og sagði Sovétstjórnina ekki hafa staðið undir vonum manna um að andófsmönnum í röðum gyð- inga yrði leyft að flytjast úr landi. Þremur gyðingum var haldið í stofufangelsi á sunnudag og sagði Tass-fréttastofan þetta hafa verið gert til að fólkið gæti ekki „eitrað andrúmsloft friðar og bræðalags“ sem einkenndi ráðstefnuna. Fólkið hafði sent ráðstefnugestum símskeyti til að mótmæla barsmíð- um öryggissveita er andófsmenn efndu til mótmæla í Moskvu á föstu- dag. „Við viljum vekja athygli ráðstefnugesta, og þeirra á meðal Mikhails Gorbachev og Andreis Sakharov, á þessum ómannúðlegu viðbrögðum lögreglunnar," sagði í skeytinu. Tæplega 1.300 sovéskir og erlendir fulltrúar sátu ráðstefn- una en henni lauk í gærkvöldi. Sakharov ávarpaði lokaðan fund vísindamanna á laugardag. Að sögn vísindamanns frá Bretlandi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, lýsti Sakharov þeirri skoðun sinni að gagnkvæmt traust milli stórveld- anna væri forsenda afvopnunar. Fyrsta skrefíð í átt til aukins trausts sagði hann vera aukin mannréttindi og lýðræði í Sovétríkjunum. Sak- harov mun hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga til að koma á endur- bótum en gat þess jafnframt að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum vegna mannréttindamála og kvaðst einkum hafa áhyggjur af viðhorfí ráðamanna til fararleyfa andófs- manna. Fréttaskýrendur telja að með þessum orðum hafi Sakharov verið að vísa til barsmíða öryggissveita í Moskvu á föstudag og nýrrar lög- gjafar um fararleyfi sem tekur eingöngu til andófsmanna sem eiga ættmenni erlendis og kemur því til með að nýtast fáum. Sjá nánar um friðarráðstefn- una á bls. 27. Iosif Begnn situr enn í fangelsi Moskvu, AP, Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn Iosif Begun situr enn í fangelsi að sögn eiginkonu hans. Georgy Arbatov, sem á sæti í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali, sem sýnt var í Bandaríkjunum á sunnudag, að Begun hefði verið sleppt úr haldi. Eiginkona Beguns, Inna, kvaðst í gær hafa hringt í innanríkisráðu- neytið sovéska og fengið þau svör að maður hennar væri enn innan múra Chistopol-fangelsisins um 800 kílómetra austur af Moskvu eri þar afplánar hann sjö ára fangelsis- dóm fyrir and-sovéskan áróður. Kvaðst hún hafa fengið þessar fréttir frá háttsettum embættis- manni í ráðuneytinu. Hún sagðist hafa tjáð viðkomandi embættis- manni frá ummælum Arbatovs og hefði hann komið af fjöllum. Boris, sonur Iosifs Begun, sagði embættis- mann í innanríkisráðuneytinu hafa hringt gær í Chistopol-fangelsið og verið sagt að ráðamönnum þar hefðu ekki borist fyrirskipanir um að sleppa Begun. Georgy Arbatov sagði í þætti sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS sendi frá Moskvu á sunnudag að Begun hefði verið sleppt fyrr um daginn. Sjá nánar um Iosif Begun á bls. 29. Grikkland: Milljónir manna leggja niður störf Aþenu, AP. RÚMLEGA tvær milljónir manna lögðu niður vinnu í gær í Grikk- landi til að mótmæla aðhaldsað- gerðum ríkisstjórnarinnar og krefjast hærri launa. Þetta eru víðtækustu verkföll þar í landi frá því sósíalistastjóm Andreas Papandreou komst til valda fýrir rúmum fímm árum. Stjómin neitaði í gær að verða við kröfum verkfallsmanna og ítrekaði talsmaður hennar fyrri yfír- lýsingar ráðamanna um að aðhalds- aðgerðir væru forsenda stöðugleika í efnahagsmálum. Kúbanskir hernaðar- Reuter Andrei Sakharov ræðir við gesti á friðarrástefnunni í Moskvu í gær. ráðgjafar til Nicaragua Los Angeles, Reuter, AP. KÚBUSTJÓRN hefur sent nokk- ur hundruð hernaðarráðgjafa til aðstoðar stjórn sandinista í Nic- aragua, að því er sagði í dag- blaðinu Los Ajigeles Times í gær. Blaðið sagði þetta koma fram í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Banda- ríkjastjórn segir 2.500 kúbanska hernaðarráðgjafa hafa verið fyr- ir í landinu. Samkvæmt skýrslunni hófu Kúbumennirnir að streyma til Nic- aragua í desember á síðasta ári. Kúbönskum hernaðarráðgjöfum þar hefur ekki fjölgað hin síðustu ár en talið er að aukinn stuðningur við sandinistastjómina haldist í hendur við 100 milljóna dollara aðstoð Bandaríkjastjórnar við contra-skæruliða í Nicaragua. Kúbumenn og stjómvöld í Nic- aragua hafa átt nána samvinnu frá því sandinistar komust til valda þar árið 1979. George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að fyrstu kúbönsku hemaðarráðgjafarnir hefðu komið til Nicaragua daginn eftir að sandinistar tóku völdin í landinu. Sandinistar hafa sagt 800 kúb- anska ráðgjafa vera í landinu en stjóm Ronalds Reagan Bandan'kja- forseta segir þá vera 2.500. Auk hernaðarráðgjafanna starfa fjöl- margir Kúbumenn sem kennarar og tæknilegir ráðgjafar í Nic- aragua. Kúbumennimir fljúga sovéskum þyrlum af gerðinni MI 24 og hafa contra-skæruliðar átt erfítt með að vetjast árásum þeirra, að sögn Los Angeles Times. Þá hafa Kúbumenn annast þjálfun hersveita sandinista og skipulagt hemaðaraðgerðir þeirra gegn skæruliðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.