Morgunblaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 60
Langur fundur um samninga yfirmanna;
Fundum meðan von
er um samkomulag
**- segir Jón Magnússon, lögfræðingur VSÍ
„FUNDURINN stendur á meðan
menn hafa einhverja von um
samkomulag," sagði Jón Magnús-
son, lögfræðingur Vinnuveit-
endasambands íslands, í samtali
við Morgunblaðið seint í gær-
kvöldi, en þá hafði fundur
deiluaðila staðið í 34 tíma, síðan
kl. 13 á sunnudag.
I
Samstarf við
Kenyamenn í
orkumálum
BÓKUN um samstarf íslands
og Kenya i orkumálum var
undirritað í gær af Albert
Guðmundssyni iðnaðarráð-
herra og Biwott orkumála-
ráðherra Kenya. í því felst
að Islendingar taka að sér
undirbúningsrannsóknir i
Kenya. Aætlaður kostnaður
Kenyamanna nemur um 2,6
milljörðum krór.a og verða
verkefnin nánar skilgreind á
næstunni.
Á laugardag heimsóttu Biwott
og Albert Guðmundsson meðal
annars fyrirtækið Entek í
Hveragerði og er myndin tekin
við það tækifæri. Fyrirtækið
framleiðir rör í áveitukerfi og
hefur meðal annars selt til S-
Evrópu og Arabalanda.
Sjá nánar blaðsíðu 24.
„Það getur brugðið til beggja
vona í þessum samningaviðræðum
nú og óvarleg orð geta leitt okkur
á glapstigu,“ sagði Jón er hann var
inntur eftir því hvað bæri í milli
aðila. „Eg vil ekki ræða efnisatriði
varðandi samningaviðræðumar.
Þetta er afskaplega erfitt og við-
kvæmt mál og við viljum reyna að
Ieysa það sjálfir. Við erum búnir
að sitja hér lengi sem gefur auðvit-
að vísbendingu um að viðræðumar
ganga alls ekki of vel, en við emm
ennþá að reyna,“ sagði Jón.
Norskur sjó-
maður slasaðist
NORSKUR sjómaður um þrítugt
skarst illa á hendi um borð i
norsku loðnuskipi, sem hefur
verið við veiðar fyrir austan lajid
undanfarið.
Komið var með sjómanninn til
Djúpavogs um kl. 10.30 á sunnu-
dagsmorgun og hann fluttur með
sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á
Neskaupstað. Norsk loðnuskip hafa
legið í Berufírði undanfarið og fryst
afla um borð. Skipin eru nú að ferð-
búast heim á leið þar sem leyfí
þeirra til loðnuveiða í íslenskri land-
helgi er nú útrunnið.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Tvö loðnuskipanna, sem frysta loðnu um borð, Hilmir SU og Júpíter RE voru í höfn í Vestmanna-
eyjum á sunnudaginn. Þegar verið var að færa loðnu til um borð í Hilmi, kom talsverð slagsíða á
skipið og Iagðist það að Júpíter, sem lá utan á honum. Að sögn útgerðarmanns Hilmis var engin
hætta á ferðum og skemmdir urðu engar. Bæði skipin héldu á miðin nokkru síðar.
Mokveiði hjá loðnuskipunum
MOKVEIÐI var á loðnumiðunum um helgina og í
gær þrátt fyrir að mörg skipanna taki aðeins lítið
í hveijum túr til frystingar í landi. Mörg skipanna
hafa verið með fullfermi dag eftir dag. Þá er fryst-
ing loðnunnar um borð byijuð í að minnsta kosti
tveimur skipum. Loðnan veiðist nú á Meðallandsbug
og milli Hvítinga og Papeyjar. Síðdegis á mánudag
var aflinn á sólarhringnum orðinn 11.200 lestir og
samtals hafa frá upphafi vertíðar veiðzt um 830.000
lestir og eru þá um 200.000 lestir eftir af leyfilegum
kvóta.
Fræðslustjóramálið á Alþingi:
Forseti Hæstaréttar telur
nefndarskipun Óeðlilega
Jón Baldvin andvígur frávísunartillögu sjálfstæðismanna
FORSETI Hæstaréttar telur, að
það sé „í hæsta máta óeðlilegt"
að rétturinn tilnefni menn í
nefnd til að rannsaka fræðslu-
stjóramálið eftir að fræðslustjór-
inn fyrrverandi hefur. stefnt
fjármálaráðherra vegna brott-
vikningar sinnar. Málið sé þar
með komið til kasta dómstólanna.
Um 200 umferðaróhöpp á
20 km kafla í Norðurárdal
Hissa á sinnuleysi ráðamanna segir Sverrir Guðmundsson í Hvammi
UM 200 umferðaróhöpp hafa orðið á rúmum tveimur árum
á innan við 20 km kafla þjóðvegarins um Norðurárdal I
Borgarfirði, að sögn Sverris Guðmundssonar bónda í
Hvammi. Þar af hafa 20—25 óhöpp orðið í þessum mánuði.
Á umræddum vegarkafla,
sem nær frá enda slitlagsins við
bæinn Klettstíu og að Forna-
hvammi, eru nokkrar krappar
og blindar beygjur. Greiðfær
vegur er beggja megin við þenn-
an kafla og aka menn því
gjaman nokkuð hratt þama um.
Sverrir sagði að þegar gerði
hálku og í lausamöl, þegar veg-
urinn væri nýheflaður, misstu
margir stjóm á bflunum. Bílvelt-
ur og útafakstur væru algengar,
með misalvarlegum afleiðingum.
í flestum tilvikum væri um að
ræða minnihát.tar tjón á öku-
tækjum, sem ekki væm einu
sinni tilkynnt lögreglu, en þarna
hefðu þó stundum orðið slys á
fólki, sum alvarleg, og eitt
dauðaslys hefði orðið þama á
umræddu tímabili.
Sverrir í Hvammi kvaðst vera
hissa á sinnuleysi ráðamanna
um þennan hættulega veg og
vitnaði einnig til umræðunnar
sem var nýlega uin umferðarör-
yggi á Reykjanesbrautinni
vegna alvarlegra slysa við Kúa-
gerði. Nýlega var boðin út
lagning 3 km vegarkafla í Norð-
urárdal en Sverrir sagðist ekki
vita hvenær áformað væri að
leggja nýjan veg þarna. Hann
sagði að þessi hluti Norðurár-
dals hefði af einhveijum ástæð-
um orðið útundan hjá
þingmönnum kjördæmisins, ef
til vill vegna þess að þetta væri
útkjálkavegur í kjördæminu og
eftir atkvæðum fárra að slægj-
ast. Hins vegar væri þetta hluti
af hringveginum og lífæð Norð-
lendinga og Vestfirðinga og
þyrfti að taka sérstaklega á
þessu verkefni.
Það var Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, sem bar
þingmönnum neðri deildar Alþingis
þessi skilaboð síðdegis í gær, þegar
þar var til fyrstu umræðu frumvarp
Ingvars Gíslasonar o.fl. um að
Hæstiréttur tilnefni fimm manna
nefnd til að rannsaka samskipti
menntamálaráðherra og íræðslu-
yfirvalda á Norðurlandi eystra og
réttmæti brottvikningar fræðslu-
stjóra umdæmisins úr starfi.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
lögðu til, að frumvarpinu yrði vísað
frá með rökstuddri dagskrá. Um-
ræður stóðu í nær þijár klukku-
stundir, en atkvæðagreiðslu var
frestað að ósk Páls Péturssonar,
formanns þingflokks framsóknar-
manna.
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, lét í ljós
hneykslun á því með hvaða hætti
þingheimi hefðu verið borin skila-
boð frá forseta Hæstaréttar. Hann
kvaðst ekki ætla að greiða frávís-
unartillögu sjálfstæðismanna
atkvæði, þar sem líta mætti á hana
sem traustsyfirlýsingu á Sverri
Hermannsson, menntamálaráð-
herra.
Sjá frásögn af umræðunum á
Alþingi á miðopnu.