Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 50

Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 i fólk í fréttum Reuter Sarah heldur skírteininu hreykin á lofti svo að hver sem er geti séð það. Sarah með flugprófið Sarah hertogaynja af Jórvík tók flugpróf síðasta fimmtudag og er því fyrsta konan í bresku kon- ungsfjölskyldunni sem tekur slíkt próf. Við tækifærið var hún klædd í „flugmannsjakka“ úr leðri, líkum þeim sem flugmenn í fyrri heims- styijöld klæddist. Til þess að allt væri nú í stíl var hún að sjálfsögðu í hnéháum stígvélum og með hvítan silkitrefil um hálsinn. COSPER — Stóri bróðir þarf ekkert að fá, hann var að enda við að éta litla bróður. Isabelle Adjani. Susan George. Chris Evert-Lloyd. Warren Beatty. Goldie Hawn. Er Warren Beatty haldinn alnæmi? Sagt var frá því á þessum stað að franska leikkonan Isabelle Adjani hefði komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að hún væri hvorki lát- in né veik af alnæmi. Þessi tilkynn- ing olli nokkurri undrun sumra, en nú er hermt að sagan hafi komist á kreik vegna sambands hennar við leikarann Warren Beatty, en að undanfömu hafa þær sögur gengið íjöllum hærra í Holljrwood að hann sé halddinn þessum sjúkdómi. Vegna þessa hafa margar fyrr- verandi vinkonur Beattys uggað um eigin velferð, en af fyrrum vinkon- um á leikarinn nóg. Þetta er fríður hópur og margar þekktustsu konur heims þar á meðal. Má nefna Diane Keaton, Chris Evert-Lloyd, Britt Ekland, Goldie Hawn, Susan Ge- orge og Faye Dunaway. Má nefna að Chris Evert-Lloyd neitaði að láta taka sér blóðsýni þegar hún ætlaði að taka þátt í tennismóti í Washington. Eftir Goldie Hawn var það haft að nógu erfitt hefði verið að búa með kapp- anum á sínum tíma. „...en nú er aðalvandamálið að hafa yfírleitt nokkuð haft saman við hann að sælda." Mark Thatcher gengnr í það heilaga Mark Thatcher, sonur Mar- grétar Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kvæntist síðastliðinn laugardag. Hin heppna er Diane Burgdorf, 26 ára gömul dóttir milljónamærings í Texas. Athöfnin fór fram í lítilli kapellu í miðborg Lundúnaborg og voru ekki nema nánustu vinir og ættmenni viðstödd. Upphaflega átti brúðkaupið að fara fram í Texas, en af óviðráð- anlegum ástæðum var ekki heimangengt fyrir Margréti, svo að áætlunum var breytt. Var par- ið gefið saman í Savoy-kapellunni, sem er að baki Savoy-hótelinu. Skrifstofa forsætisráðherra hafði gefið til kynna að hér yrði um algert einkamál að ræða og var sú ósk virt af flestum. Komu að- eins um sjötíu manns saman við kapellunna auk §ölda ljósmynd- ara, en slíkt þykir lítið við atburð sem þennan. Brúðurin gisti í Savoy-hóteli ásamt fjölskyldu sinni, en hún kom til brúðkaupsins í dökkrauð- um Rolls-Royce, sem ekið var fyrir homið frá aðalinngangi hótelsins. Venju samkvæmt klæddist brúð- urin hvítu. Forsætisráðherran kom til at- hafnarinnar í hýasintu-blárri dragt og sagði hverjum þeim sem heyra vildi að þetta væri einn hamingjusamasti dagur ævi henn- ar. Hún hefur áður sagt að hún vildi gjaman eignast bamaböm hið fyrsta. Hún er nú 61 árs göm- ul og á tvö böm, Mark og Carol, en hún er blaðamaður. Mark, sem starfar á vegum breska bílafyrir- tækisins Lotus í Texas, var klæddur í sjakkett og var með gula Texas-rós í hnappagatinu. í kapellunni voru um 150 gest- ir, þar á meðal um 70 frá Texas. Athöfnin tók um eina klukku- stund, en á eftir var haldin móttaka fyrir um 300 gesti á Savoy-hótelinu. Hjónakomin munu eyða hveiti- brauðsdögunum á leynilegum stað, en að því loknu halda þau til Texas þar sem þau hyggjast búa. Thatcher, sem hefur af sumum verið nefnd „Jámfrúin", hefur löngum haft það orð á sér að vera tilfmningaköld, hvað sem annars er hæft í því. Telja því margir að brúðkaup sonarins muni draga fram í dagsljósið „manneskjulegra" andlit frúar- innar og auka enn á vinsældir hennar, en fari sem horfir verða kosningar á Bretlandi á árinu. Brúðkaupsmyndin. Frá vinstri eru: Denis Thatcher, Margrét Thatcher, Mark og Diane, Theodore Burgdorf og Lois, kona hans. Mark Thatcher smellir einum á kinnina á sinni heittelskuðu. Theodore Burgdorf leiðir dóttur sína upp að altarinu. Keuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.