Morgunblaðið - 27.02.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.02.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Einn, tveir . Þátturinn í takt við tímann var að þessu sinni tekinn upp í ónefndri heilsuræktarstöð þar sem stjórnendurnir leiddu fram ýmsa heilsuræktarforkólfa og kynntu þá möguleika er almenningur hefur á að stæla líkamann. í baksýn hoppaði svo ungt og frískt og að sjálfsögðu sætt fólk af slíkum ákafa að ég efa að slík þjálfun henti venjulegu fólki. Þá hefði ég nú kosið að myndavélam- ar hefðu spannað víðara svið í þættinum og sýnt meðal annars hinar frábæru skokkbrautir er Reykjavík- urborg hefír látið leggja í Elliðaár- dalnum og ekki var minnst á hin ágætu lyftingatæki er prýða ýmsar heilsuræktarstöðvar og hvað um homaboltann og ýmsar aðrar nýjung- ar er bjóðast áhugasömu líkamsrækt- arfólki? Hvað um það þá skiptir mestu máli að fólk hafí ánægju af líkams- ræktinni og að allt fari vel. Hér leita á hugann ummæli eins viðmælanda Ólafs Haukssonar, Hjördísar Magn- úsdóttur, en hún hefír nýlokið háskólaprófí á sviði endurhæfíngar- íþróttaþjálfunar í Bandaríkjunum. Ég ræddi þetta mál reyndar við Hjördísi og tjáði hún mér að sér fyndist ekki nægilega fagmannlega staðið að líkamsþjálfun hér á landi, einkum leikfíminni og að það sárvantaði staði þar sen venjulegt fólk gæti áhættu- laust stundað líkamsrækt jafnvel í því skyni að laga ýmis líkamleg mein. Annars er kannski ekki nema von að þættimir í takt við tímann verði fremur veigalitlir. Látum á ummæli Ólafs Haukssonar er kvaddi þáttinn á dramatískan hátt síðastliðið mið- vikudagskveld en þau áhrínsorð er að fínna í viðtali er DV átti við Ólaf síðastliðinn laugardag. DV: Þættimir í takt við tímann hafa fengið slaka dóma. Stafar það að einhveiju leyti af því að menn sjá yfirbragð auglýs- inga ámörgu af því sem þar er Qallað um? ÓH: Eg held að það sé ekki. Fólk hefur alltaf mismunandi skoðan- ir á sjónvarpsefni. Ég er fyrstur til að viðurkenna að þættimir hafa verið misjaöiir . . . Það sem mestu hefír valdið er að ráðið hefur verið til starfa mikið af óvönu fólki og ég er þar á meðal, þótt ég sé vanur blaða- mennsku. Það hefur mjög mikið verið sparað til þessara þátta . . . Mér finnst það í raun og vem móðgun við sjónvarpsáhorfendur að bjóða þeim upp á svo til eingöngu óvant og reynslulítið fólk. Þessir þættir eru helstu föstu þættimir í sjónvarpinu á þessum vetri. Þeim er ætlað að höfða til almennings og eiga að vera toppur- inn á reglulegri innlendri dagskrár- gerð. Óhjákvæmilega hlýtur reynsluleysið og spamaðurinn að koma niður á þáttunum. Svo mörg voru þau orð og Ólafur Hauksson lætur ekki hér staðar num- ið í gagnrýni sinni heldur hvetur til að sjónvarpið verði gert sjálfstæðara en nú er þannig að hið ágæta starfs- fólk njóti sín. ÓH: . . . eftir að hafa kynnst þessari stofnun í nokkra mán- uði verð ég æ sannfærðari um að útvarpsráð hefur gífurlega lamandi áhrif. Ég spái því að ef engu verður breytt um yfírstjóm ríkisútvarpsins deyi það hreinlega. Það dagar uppi eins og einhver risaeðla. Og hinni hörðu atlögu útvarpsráðs vegna hinn- ar meintu auglýsingamennsku svarar Ólafur svo: Ég held að þetta sé bara andieg hægðatregða hjá ákveðnum mönnum í útvarpsráði og þar er fremstur í flokki Markús A. Einars- son. Samþykktin stafar af mistúlkun þessara manna á útvarpslögunum. Þeir horfa á íþróttamanninn Jón Pál og vandræðast yfír honum en hefði þá ekki á sömu forsendum átt að reka Bjama Felixson fyrir að sýna íþróttamenn sem hlaupa um völlinn með auglýsingar framan á sér. Sannarlega sér Ólafur ríkisfjöl- miðlana í nýstárlegu ljósi hvað sem segja má um viðhorf hans til auglýs- ingamennsku á öldum Ijósvakans, en þau orka nú tvímælis, í það minnsta sú fullyrðing að sjónvarpið sé . . . búðargluggi þjóðarinnar. Ólafur M. Jóhannesson Stöð tvö: Á heimleið ■H Myndin gerist 00 35 árið 1953 og Pete Panakos heldur upp á það að 35 ára striti og spamaði er lokið. í þessu 35 ár hefur hann unnið í sveita síns andlits með það eitt fýrir augum að geta heimsótt heima- þorp sitt, Geritsas í Grikk- landi. Það er ört skálað fyrir Grikklandi í ouzo, en draumur Petes er að vera álitinn „palakari" — glæsi- menni, við komuna þangað. Sonur hans, Chris, er ekki eins ákafur og faðir hans og lýsir því reyndar yfir að hann sé ekki grískur heldur bandarískur og að hann vildi mun frekar fara í sumarbúðir heldur en að eyða sumrinu í Spörtu. Að lokum lætur hann undan og þeir halda til Grikk- lands. Þegar þeir koma til þorpsins fá þeir reyndar báðir viðtökur, sem „palak- ari“ sæmir og Pete þakkar fyrir sig með því að ausa um sig gjöfum og aka vin- um sínum í glæsikerru sinni, en margir þorpsbúa hafa ekki einu sinni séð bíl áður. Spartverjarnir eru hins vegar ekki hrifnir af þessum stælum í karli, en eru þess hrifnari af Chris, sem á augabragði samlag- ast grískum háttum. Pete verður að vonum svekktur vegna þessarar höfnunar, en allt er gott sem endar vel og það gerir þessi mynd líka. Rás 2: A næturvakt ■■■■ í kvöld verða OOOO þeir félagar ^ ö Vignir Sveins- son og Þorgeir Ástvaldsson að venju á næturvakt rásar 2. Þeir spila létta tónlist úr öllum áttum, jafnt nýj- ustu dægurlögin sem „elli- smelli" og kappkosta að fínna eitthvað við hæfi allra næturhrafna. Hlustendur eiga þess kost að senda kveðjur hvert á land sem er, eða að koma á framfæri óskalögum. Næturvaktin stendur til klukkan þijú eftir mið- nætti. UTVARP FOSTUDAGUR 27.janúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Siguröarson talar um dag- legt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03Morgunstund barnanna: Kristín Helgadóttir les tvær sögur úr bókinni „Mamma, segöur mér sögu", „Ljónið sem fékk tannpínu" og „Fúsi forvitni". 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ljáðu mér eyra. Um- sjón: Málmfriður Sigurðar- dóttir. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán Islandi. Indriöi G. Þorsteins- son skráði. Sigríöur Schiöth les (5). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elin Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. 17.03 Siðdegistónleikar. a. „Hans og Gréta", forleik- ur eftir Engelbrecht Humperdinck. Hallé-hljóm- sveitin leikur; Maurice Handford stjórnar. b. Spænsk svíta eftir Manu- el de Falla. Maria Kliegel og Ludger Maxsein leika á selló og pianó. c. „Grande Sonate brillante" op. 102 eftir Anton Diabelli. Pepe Romero og Silhelm Hellweg leika á gítar og pianó. 17.40 Torgið — Viöburðir helgarinnar Umsjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Eriingur Sigurð- arson flytur. (Frá Akureyri.) 19.45 Þingmál Umsjón: Atli Rúnar Hall- dórsson. 20.00 Lög unga fólksins. Valtýr Björn Valtýsson kynn- ir. 20.40 Kvöldvaka. a. Úr Mímisbrunni. Þáttur íslenskunema við Háskóla íslands. „Maður og kona", af aðalpersónum f skáld- sögu Jóns Thoroddsens. SJÓNVARP Tf FÖSTUDAGUR 27. febrúar 18.00 Nilli Hólmgeirsson — Fimmti þáttur Þýskur teiknimyndaflokkur gerður eftir kunnri barna- sögu eftir Selmu Lagerlöf um ævintýraferð dreng- hnokka í gæsahópi. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Stundin okkar — Endur- sýning Endursýndur þáttur frá 22. febrúar. 19.06 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.10 Þingsiá Umsjón. Ólafur Sigurðsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Spítalalíf (M*A*S*H) Tuttugasti þátt- ur. Bandarískur gaman- myndaflokkur sem gerist á neyðarsjúkrastöö banda- ríska hersins í Kóreustríö- inu. Aðalhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Unglingarnir í frumskóg- inum Efni frá Breiðóvision '87, skiðaæfingar í Skálafelli og rabb við færeyskar stúlkur á íslandi. Umsjón: Örn Þórð- arson. 21.10 MikeHammer—Fimmti þáttur Bandarískur sakamála- myndaflokkur gerður eftir sögum Mickey Spillane um einkaspæjarann Mike Ham- mer. Aöalhlutverk: Stacy Keach. Þýðandi Stefán Jök- ulsson. 22.00 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 22.30 Seinni fréttir 22.40 Gegnum járntjaldið (Torn Curtain) Bandarísk bíómynd frá 1966. Leik- stjóri: Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Paul Newman og Julie Andrews. Banda- rískur vísindamaður leitar hælis í Austur-Þýskalandi eftir að hugmyndum hans um gagnflaugakerfi hefur verið hafnað. Hann tekur upp samvinnu við þýska starfsbræður en leyniþjón- ustan í Berlín grunar þó útlendinginn um græsku. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.40 Dagskrárlok Q 0, STOD2 FÖSTUDAGUR 27. febrúar §17.00 Óþverraverk (Foul Play). Bandarísk spennu- mynd með gamanívafi. Með aöalhlutverk fara Goldie Hawn, Chevy Chase og Dudley Moore. 19.00 Hardy-gengið. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. Áhorfendum Stöðvar 2 gefst kostur á að hringja í síma 673888 og bera upp spurningar. A föstudögum stjórnar Helgi Hjörvar þættinum og fjallar um mál unglinga. Rætt verður við poppstjörnur, unglinga, æskulýösforkólfa o.s.frv. 20.16 Um viða veröld. Frétta- skýringaþáttur í umsjón Þóris Guðmundssonar. §20.35 Sigri fagnað (A Time To Triumph). Sjón- varpsmynd frá CBS er greinir frá óvæntum atvikum í lífi hjóna nokkurra. Eigin- konan gerist atvinnuher- maður til að sjá fjölskyldunni farborða, en eiginmaðurinn er eftir heima og annast börn og buru. Aðalhlutverk: Patty Duke og Joseph Bo- logna. §22.10 Benny Hill. Breskur gamanþáttur. §22.35 Á heimleið (My Pal- akari). Bandarísk bíómynd með Telly Savalas og Michael Constantine í aðalhlutverk- um. Pete Panakos (Telly Savalas) hefur eytt 35 árum í að öngla saman fyrir ferð til heimabæjar síns í Grikk- landi. Þessi langþráði draumur verður að veruleika en þorpsbúar eru ekki mjög hrifnir af bandarískum lífsmáta hans. §00.05 (sland (lceland). Bandarísk dans- og söngva- mynd frá árinu 1942 með John Payne og skauta- drottningunni Sonju Heine í aðalhlutverkum. Myndin gerist i Reykjavík á stríðsár- unum. Landgönguliöi úr flotanum verður ástfanginn af Reykjavíkurmær, en rekur sig á að innlendar siðvenjur mæla hreint ekki með skyndikynnuml 01.20 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. Umsjón: Jón Karl Helgason. Lesari með honum: Sigríður Rögnvaldsdóttir. b. Ömmusaga. Þorsteinn Matthíasson flytur frum- saminn söguþátt. c. Úr Haröarrímum. Svein- björn Beinteinsson kveður úr frumortum rímnaflokki. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 11. sálm. 22.30 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.10 Andvaka. Þáttur í umsjá Pálma Matthíassonar. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magn- ússyni. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. & FOSTUDAGUR 27. febrúar 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Óskalög hlust- enda á landsbyggðinni og getraun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Gunnlaugs Sigfús- sonar. 13.00 Bót í máli. Margrét Blöndal les bréf frá hlust- endum og kynnir óskalög þeirra. 15.00 Sprettur. Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyöi um helgina. 17.00 Fjör á'föstudegi með Bjarna Degi Jónssyni. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin - Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ást- valdssyni. 3.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Föstudagsrabb. Inga Eydal rabbar við hlustendur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. BYLGJAN FOSTUDAGUR 27. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppiö allsráöandi, bein lína til hlustenda, af- mæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með þvi sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík sfðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað næturlífið hefur upp á aö bjóöa. 22.00—03.00 Jón Axel Ólafs- son. Þessi síhressi nátt- hrafn Bylgjunnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. Spennandi Ipikur með góðum verðlaun- um. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint f háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA Kristilef itvtrptitM. FM 102,9 FÖSTUDAGUR 27. febrúar 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 21.00 Ljóskorn. Stjórnendur: Alfons Hannesson og Eiöur Aðalgeirsson. 24.00 Á réttum nótum. Tón listarþáttur. 4.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.