Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 19 Búnaðarþing: Tillaga um útfærslu á sjávarhelgi jarða Eðlilegt að hún verði færð út í sömu hlutföUum o g landhelgi íslands, segir flutningsmaður TILLAGA um útfærslu á sjávarhelgi jarða, í þeim tilgangi að tryggja bændum betur aðgang að þeim hlunnindum sem fylgja sjávaijörðum og auðvelda þeim nýtingu þessara hlunninda, liggur fyrir búnaðarþingi. Flutningsmaður tillögunnar, Egill Bjarnason ráðunautur á Sauðárkróki, telur eðlilegt að sjávarhelgin verði færð út í sömu hlutföllum og landhelgi íslands á undanförnum árum. Egill flytur einnig tillögu um að skorað verði á Stofnlánadeild landbúnaðarins að lána bændum, sem hætt hafa hefðbundinni bú- vöruframleiðslu, fé til kaupa á fískibátum og til að skapa aðstöðu til saltfískverkunar. Telur Egill að smábátakaup séu hagstæð fjárfesting miðað við margar aðr- ar nýgreinar sem bændum er bent á og framlög veitt til. í rökstuðningi Egils fyrir tillögu sinni um útfærslu á sjávarhelgi jarða kemur fram að bændum hefur meðal annars verið bent á að mæta samdrætti í hefðbund- inni búvöruframleiðslu með meiri og betri nýtingu hlunninda til lands og sjávar. Hins vegar liggi fyrir að sjávarhelgi jarða sé mjög þröng, eða aðeins 115 metrar frá stórstraumsfjörumáli, og reynsla síðari ára hafi sýnt að erfitt geti verið fyrir bændur að nýta ýmis hlunnindi sem þó liggi skammt frá landi. Sérstaklega eru nefnd vandamál við grásleppuveiðar vegna ásóknar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum, sem einnig er talin geta spillt fyrir æðarrækt. Telur Egill að útfærsla á sjávar- helgi jarða yrði nokkur trygging fyrir því að hægt sé að benda bændum á nýtingu hlunninda sem raunhæfan kost í stað hefðbund- innar búvöruframleiðslu. Skilar 70-80 milljónum króna til baka fil bænda - segir Egill Jónsson um tillögn sína um niður- fellingu framleiðendagjaids til Stofnlánadeildar EGILL Jónsson alþingismaður og búnaðarþingsfulltrúi Iýsti þvi yfir á búnaðarþingi í gær að hann væri að ganga frá frumvarpi til breyt- inga á lögunum um Stofnlánadeild landbúnaðarins og gerði þar meðal annars tillögu um að gjald framleiðenda t Stofnlánadeildina yrði fellt niður. Reiknaði hann i á Alþingi í næstu viku. Framleiðendagjaldið er 1% af búvöruverði til bænda og sagði Egill að niðurfelling þess myndi hækka hlutfall launa í búvöruverð- inu um 3% og skila 70—80 milljón- um króna til baka til bænda. Egill sagði að staðan væri það góð hjá Stofnlánadeild að óþarfí væri að að frumvarpið yrði lagt fram láta þessa peninga renna þangað. Það væri grundvallarmisskilningur að þeir rynnu til að greiða niður vexti af lánum til bænda. Hjörtur E. Þórarinsson, fulltrúi Búnaðarfélagsins í stjóm Stofn- lánadeildar, efaðist um ágæti þessarar breytingar fyrir bændur. Morgunblaðið/Bjami Fulltrúar á búnaðarþingi, f.v.: Guttormur V. Þormar í Geita- gerði, Jón Ólafsson í Geldingaholti, Erlingur Amórsson á Þverá og Jóhann Helgason í Leirhöfn. Jón Hólm Stefánsson Glúfri, Sigurður Þórólfsson Innri-Fagra- dal, Tómas Gunnar Sæmundsson Hrútatungu og Stefán Halldórs- son Hlöðum. Búnaðar- þing verði boðað til hátíðar- fundar STJÓRN Búnaðarfélags ís- lands beinir því til búnaðar- þings, hvort ekki þyki tilhlýðilegt að búnaðarþing komi saman til hátíðarfundar í tilefni 150 ára afmælis Bún- aðarfélagsins. Fundurinn yrði haldinn í ágúst í sumar, um það leyti sem landbúnað- arsýningin BÚ ’87 verður opnuð. í erindi sínu til búnaðarþings um þetta efni leggur stjóm Bún- aðarfélagsins til að kosin verði milliþinganefnd til að undirbúa ályktun aukaþingsins „um eitt- hvert það málefni íslensks landbúnaðar sem hátt ber um þessar mundir.“ Auk þessa máls vom reikn- ingar Búnaðarfélagsins lagðir fram, erindi Egils Bjarnasonar um tryggingar í landbúnaði og erindi Gunnars Sæmundssonar um upplýsinga- og kynningar- herferð á gildi íslensks land- búnaðar. Lagði Gunnar Sæmundsson til að stjóm Bún- aðarfélagsins verði falið að leita eftir samstarfi við Stéttarsam- band bænda um að skipuleggja upplýsinga- og kynningarher- ferð. Nú hafa 30 mál verið lögð fram á búnaðarþingi. Fyrsta málið var afgreitt frá búnaðar- þingi í gær. Þar var ályktað á móti lagafrumvarpi Jóns Magn- ússonar og Bessíar Jóhanns- dóttur um niðurfellingu jöfnunargjalds á kartöflur. Hátíðar- samkomaí Háskóla- bíói 79 kandídatar brautskráðir HÁTÍÐARSAMKOMA verður haldin í Háskólabíói laugar- daginn 28. febrúar kl. 14.00. Þar verður lýst kjöri heiðurs- doktora jafnframt því sem kandídatar verða brautskráð- ir. Að þessu sinni verða 79 kandídatar brautskráðir. Athöfnin hefst með því að Gunnar Guðbjömsson syngur einsöng við undirleik Guðbjarg- ar Sigurjónsdóttur. Dr. Páll Skúlason, forseti heimspeki- deildar, lýsir kjöri heiðursdokt- ora og afhendir doktorsbréf. Háskólarektor, dr. Sigmundur Guðbjamason, ávarpar kandíd- ata og síðan afhenda deildarfor- setar prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjóm Árna Harðar- sonar. Nóg pláss — meira aö segja fyrirmig! Léttur og lipur í bænum! Eyöir næstum engu! Þægilegur í snattiö, hægt aö leggja hvarsemer! . Iburðarmikill, vandaður . ogfallegur! j BILABORG HF Smiðshöfða 23sími 6812 99 Skutlan frá Lancia kostar nú frá aöeins 266 þúsund krónum. gengisskr. 14.1.87

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.