Morgunblaðið - 27.02.1987, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987
Knuts Fryden-
lund minnst
HeUinki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgunblaðsins.
ANDLÁT Knuts Frydenlund, ut-
anríkisráðherra Noregs, hefur
Norðurlönd:
• •
Oryggis
ráðamanna
ekki gætt
sem skyldi
Stokkhólmi, Osló, Reuter.
Á MORGUN, 28. febrúar,
er liðið eitt ár frá þvi að
Olof Palme, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, var drep-
inn á götu í Stokkhólmi, er
hann var á leið heim úr
kvikmyndahúsi.
Inge Reneborg, sem nýlega
tók við rannsókn á morðinu á
Palme, sagði í viðtali við
Svenska Dagbladet í gær, að
lögreglan hefði ekki hugmynd
um hver hefði drepið Palme
og að enginn sem taka mætti
alvarlega, hefði lýst verkinu á
hendur sér. Er þetta afdrátt-
arlausasta yfirlýsing sem
sænskur lögreglumaður hefur
gefið frá sér til þessa.
Þing Norðurlandaráðs
stendur nú yfír í Helsinki í
Finnlandi og benti Helsingin
Sanomat, stærsta blað Finn-
lands á það í leiðara í gær,
að öryggisráðstafanir í sam-
bandi við þingið hefðu ekki
verið eins strangar og eðlilegt
gæti talist. Margir helstu
stjórnmálamenn á Norður-
löndum hefðu mætt á fundinn,
en aðeins hefðu verið gerðar
sérstakar öiyggisráðstafanir
vegna Ingvars Carlsson, for-
sætisráðherra Svíþjóðar.
Norðurlandaþjóðimar yrðu að
horfast í augu við það, hvort
sem þeim líkaði það betur eða
verr, að gæta þyrfti öryggis
ráðamanna. Slíkt væri ekki
gert sem skyldi.
sett svip á þing Norðurlanda-
ráðs. Hans var minnst í gær-
morgtm með því að forseti
Norðurlandaráðs, Elsi Hete-
mSki-Olander, hélt ræðu og því
næst var einnar mínútu þögn í
sal þingsins í Helsinki.
„Fyrir skömmu var Knut Fryden-
lund, utanríkisráðherra Noregs og
staðgengill forsætisráðherra, meðal
vor. Síðan höfum við fylgst með
stríði hans með óhug. Fyrir klukku-
stundu barst svo sú sorgarfregn að
stríðinu væri lokið," sagði Hete-
máki-Olander.
Hún sagði að Frydenlund hefði
notið virðingar allra og hans yrði
sárt saknað.
„Við kynntumst Frydenlund sem
dugandi stjómmálamanni og hlýdd-
um með ánægju á ræður hans í
umræðum á þingi Norðurlandaráðs,
nú síðasta þriðjudag."
Frydenlund fékk heilablóðfall á
Fomebu-flugvelli í Osló á miðviku-
dag er hann kom frá Helsinki. Hér
gegndi hann einnig störfum forsæt-
isráðherra fyrir Gro Harlem
Brundtland, sem er stödd í Japan
á ráðstefnu alþjóðanefndar um
umhverfísmál. Bmndtland er for-
maður þessarar nefiidar.
Gengi
gjaldmiðla
London, AP.
BANDARÍKJADOLLAR lækkaði
í gær, er það fréttist, að hagtölur
janúarmánaðar í Bandaríkjunum
hefðu reynzt óhagstæðari en
vonir höfðu staðið til. Gullverð
lækkaði.
Síðdegis í gær kostaði brezka
pundið 1,5410 dollara (1,5390) í
London, en annars var gengi dollar-
ans þannig, að fyrir hann fengust
1,8160 vestur-þýzk mörk (1,8280),
1,52975 svissneskir frankar
(1,5375), 6,0475 franskir frankar
(6,0775), 2,0535 hollenzk gyllini
(2,0620), 1.291,75 ítalskar límr
(1.297,50), 1,3316 kanadískir doll-
arar (1,3300) og 153,00 jen
(153,55).
Gullverð lækkaði og kostaði hver
únsa 405,00 dollara (405,70).
Frydenlund fór til íslands { sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann var utanrikisráðherra.
Var hún í febrúar árið 1974. Ól.K.M. tók þessa mynd þegar Frydenlund, eiginkona hans, Grethe,
og börnin þeirra þijú komu í Þjóðminjasafnið og hlýddu á skýringar Þórs Magnússonar, þjóðminja-
varðar.
Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs:
Hófsamur maður og
mikill mannasættir
Ósló. AP, Reuter og Jan Erik Laure, fréttaritari Morgfunblaósins.
KNUT Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, sem lést f gær af
völdum heilablóðfalls, var meðal kunnustu stjórnmálamanna þar
í landi og naut mikillar virðingar á alþjóðlegum vettvangi. Fáir
eða engir landa hans höfðu jafn mikla þekkingu á utanrikismálum
og eru menn sammála um, að rúm hans verði vandfyllt.
Frydenlund, „slyngasti dipló-
mat í Noregi" eins og stundum
var sagt um hann, hafði starfað
í norsku utanríkisþjónustunni í 35
ár, allt frá árinu 1952, og vantaði
aðeins nokkra mánuði upp á að
hafa verið utanríkisráðherra fyrir
Verkamannaflokkinn í níu ár
samtals. Frydenlund var ákafur
stuðningsmaður Evrópubanda-
lagsins og var í fararbroddi þeirra,
sem börðust fyrir aðild að því í
þjóðaratkvæðagreiðslunni árið
1972. Urðu það honum mikil von-
brigði þegar Norðmenn höfnuðu
henni en alla tíð síðan hélt hann
hugmyndinni vakandi.
Utanríkisráðherra varð Fryd-
enlund árið 1973, þegar Verka-
mannaflokkurinn var enn í sárum
eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, en
honum tókst að lægja mestu öld-
umar og endurskipuleggja stefnu
stjómarinnar í utanríkismálum.
Gegndi hann embættinu til ársins
1981 þegar borgaraflokkamir
komust til valda en er minnihluta-
stjóm Verkamannaflokksins tók
við í maf í fyrra þótti það sjálf-
sagt mál, að Frydenlund skipaði
það enn á ný.
Frydenlund var maður hófsam-
ur og því stóðu stundum spjótin
á honiu.1 jafnt frá hægri sem
vinstri, jafnvel frá hans eigin
flokksmönnum. Þótti sumum sem
hann hefði ekki nógu mikið sam-
starf við bandamenn Norðmanna
en aðrir sökuðu hann um að
hleypa bandarískum kjamorku-
vopnum inn fyrir norska lögsögu.
Þegar Frydenlund féll frá
gegndi hann forsætisráðherra-
embættinu í fiarvem Gro Harlem
Brundlandt, sem var í Tókýó á
vegum Náttúmvemdarráðs SÞ,
en hún var væntanleg heim í dag.
Munu þá hefjast umræður um
eftirmann hans og em þrír menn
taldir koma helst til greina. Em
það þeir Johan Jörgen Holst, vam-
armálaráðherra, Thorvald Stolt-
enberg, formaður Verkamanna-
flokksins í Ósló, og Ame Amesen,
sendiherra í Peking. Sem stendur
hallast menn að því, að Stolten-
berg verði fyrir valinu en hann
var náinn vinur Frydenlunds og
er líkur honum um margt, mikill
mannasættir. Ame Amesen kann
þó að reynast harður keppinautur
því að líklegra er talið, að stjómar-
andstaðan, meirihluti þingsins,
muni styðja hann.
Knut Frydenlund hafði mikil
og góð samskipti við ísiendinga
og til íslands fór hann í sína
fyrstu opinbem heimsókn eftir að
hann varð utanríkisráðherra, f
febrúar árið 1974. Hann hafði
góðan skilning á stefnu íslendinga
í öryggismálum og öllum er kunn-
ur stuðningur hans við fslensku
þjóðina í deiiunni um 200 mílum-
ar.
Undirmenn Reagans gagnrýndir í Tower-skýrslunni:
Regan harðlega
gagnrýndur og
af sögn hans spáð
Washington, AP. Reuter.
TOWER-nefndm sagði í skýrslu sinni að vopnasölumálið væri hin
mesta ráðgáta og að illmögulegt væri að ráða hana. Nefndin gagn-
rýndi þó harkalega hlutverk helztu valdamanna i Hvita húsinu og
sagði að undirmenn Ronalds Reagan, forseta, hefðu þjónað honum
Ola. Búist er við afsögn Donalds Regan, starfsmannastjóra, i kjölfar
birtingar skýrslunnar, en í henni er hann harðlega gagnrýndur.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að enginn bæri meiri ábyrgð
á þeirri ringulreið, sem ríkt hefði
Hvíta húsinu eftir að upp komst
um vopnasölumálið. Hann hefði
gert þau mistök að undirbúa ekki
áætlun um hvemig á málum skyldi
haldið ef upp um vopnasöluna kæm-
ist.
Nefndin sagði að Regan hefði
haft mikil afskipti af öryggismálum
og setið nær alla fundi um vopna-
sölumálið. Hinn viljasterki starfs-
mannastjóri hefði haldið uppi meiri
aga í Hvíta hússins en nokkur for-
veri hans og því hefði hann átt að
hafa betri röð og reglu á vopnasölu-
málinu.
Tower-nefndin gagnrýndi John
Poindexter, fyrmrn öryggisráðgjafa
Bandaríkjaforseta, harkalega.
Nefndin segir að Poindexter, sem
sagði af sér þegar vopnasölumálið
komst í hámæli, hefði gert „átakan-
leg og hörmuleg mistök" hvað
snerti peningagreiðslur til contra-
skæruliða i Nicaragua. Gögn, sem
nefndin komst yfír, bentu til þess
að hann hefði vitað um greiðslum-
ar, en „augljóslega ekki gért sér
grein fyrir eða ákveðið að hafa að
engu hina alvarlegu lagalegu og
pólitísku áhættu, sem þeim væri
samfara. Það var embættisleg
skylda hans að kanna málið eða
skýra forsetanum frá því, en hann
gerði hvorugt," sagði í skýrslunni.
Loks segir um Poindexter að
hann hafi gert tilraunir til að leyna
upplýsingum um vopnasölumálið
fyrir starfsmönnum Þjóðarörygg-
isráðsins. Einnig hefði hann sjálfur
reynt „oftar en einu sinni“ að villa
Reuter
Donald Regan, starfsmannastjóri í Hvita húsinu, (t.h.) klappar fyrir
Ronald Reagan, forseta, eftir ræðu, sem forsetinn hélt í Hvita húsinu
í fyrradag. Talið er að Regan neyðist til að segja af sér í kjölfar
birtingar Tower-skýrslunnar, þar sem hann er gagnrýndur harðlega
vegna vopnasölumálsins.
um fyrir George Shultz, utanríkis-
ráðherra. Þá hefði hann haft það
hlutverk að skrifa skýrslur um
marga lykilfundi um vopnasölumál-
ið en allar fundargerðir væm
týndar.
Shultz er gagnrýndur í skýrsl-
unni, og einnig Caspar Weinberger,
vamarmálaráðherra. Þeir „reyndu
að halda sér utan við málið og vem-
duðu ekki forseta sinn“ eins og
þeim hefði borið skylda til. Shultz
hefði sérstaklega óskað eftir því að
vera ekki upplýstur um atriði máls-
ins, nema þau vörðuðu ráðuneyt
hans sérstaklega og Weinbergei
hefði haft aðgang að smáatriðun
vopnasölumálsins, án þess þó ac
skýra forsetanum frá þeim.
Oliver North, nánasti samstarfs