Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987
27
Starfsmannafélag Borgarspítalans:
Vilja sjálfstæði
allra spítala
„VIÐ viljum að allir spitalar í
landinu hafi eigin sjálfsstjórn,
en verði ekki settir undir stjórn
ríkisspítalanna,“ sagði Sigrún
Knútsdóttir, formaður starfs-
mannafélags Borgarspitalans í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Síðastliðinn miðvikudag var mis-
hermt eftir Sigrúnu að það væri
vilji starfsmanna spítalans að unnið
verði að því að allir spítalar fari
undir stjórn ríkisspítalanna og biðst
Morgunblaðið velvirðingar á því.
Þetta vill Starfsmannafélag Borg-
arspítalans eindregið forðast og vill
að hvert sjúkrahús fái að halda
sjálfstæði sínu. Sigrún taldi fráleitt
að hægt væri að miðstýra öllum
sjúkrahúsum landsins frá Reykjavík
svo hagkvæmni hlytist af.
Námsstefna
um fjölmiðla
NÁMSSTEFNA um hlutverk og
tilgang fjölmiðla í íslensku
nútímaþjóðfélagi og áhrif þeirra
á íslensk stjórnmál verður haldin
í Odda á laugardaginn.
Það er ritnefnd Samfélagstíðinda
við félagsvísindadeild Háskóla ís-
lands, sem gengst fyrir námsstefn-
unni og verður Vilborg Guðnadóttir
í forsvari fyrir henni.
Námsstefnan hefst kl.l3:30. í
stofu 101 í Odda. Þar fjallar Olafur
Þ. Harðarsson lektor um áhrif fjöl-
miðla á kosningahegðun, Þorbjöm
Broddason dósent um fjölmiðla og
ímynd stjómmálamannsins, Þórólf-
ur Þórlindsson prófessor um
auglýsingar og prófkjör.Olafur
Ragnar Grímsson prófessor um
tengsl fjölmiðla og flokkakerfis og
Einar Sigurðsson framkvæmda-
stjóri um hlutverk fjölmiðla f
lýðræðisþjóðfélagi. Einnig verða
fijálsar umræður.
M (irjju nbluöið/ Björn Blöntlal
Magnús Eyjólfsson með tvær af sfnum uppáhalds dúfum. Þessar
kallar hann „pústara" og eru þær toppurinn í dag í dúfnaræktinni.
En þessi tegund er allsérkennileg í vexti eins og sjá má.
Njarðvík
Sýning á dúfum
KefUvfk.
ÁHUGAMENN í dúfnarækt ætla
að vera með sýningu á dúfum í
Njarðvík um helgina og er búist
við að um 100 dúfur verði á sýn-
ingunni. Auk þess verða sýnd
Mælsku- o g
rökræðukeppni
hjá málfreyjum
MÆLSKU- og rökræðukeppni
verður haldin í Gerðubergi laug-
ardaginn 28. febrúar kl. 13.30.
í keppninni mætast málfreyju-
deildimar Björkin og Melkorka,
báðar starfandi deildir í Reykjavík.
Þetta er útsláttarkeppni deilda inn-
an 111. ráðs Landssamtaka mál-
freyja á íslandi.
Keppnin er opin gestum.
skrauthænsni og kynntar verða
fóðurvörur.
Að sýningu þessari stendur Bréf-
dúfu og skrautdúfufélag Suður-
nesja og sagði formaður þess,
Magnús Eyjólfsson, að allar bestu
dúfur landsins yrðu á sýningunni,
sem haldin yrði í gamla Rammahús-
inu á Bakkavegi 16 í Njarðvík, á
laugardaginn og sunnudaginn frá
kl. 13.00 til 19.00 báða dagana.
- BB
Leiðrétting
RANGLEGA var farið með föður-
nafn nýráðins forstjóra Sjúkrasam-
lags Reykjavíkur í blaðinu í gær
og er beðist velvirðingar á því.
Nafn hans er Þorvaldur Lúðvíksson.
Skúmur GK leggst að bryggju f Grindavík eftir róður dagsins með 7 tonn.
Grindavík:
Morgunblaðið/Kr.Bei..
Nýr Skúmur í smíð-
um fyrir Fiskanes
- Sá gamli fiskar þokkalega eftir strandið
Dagbjartur Einarsson til vinstri og Birgir Smári skipstjóri til hægri í brúnni á Skúm GK.
Grindavík.
„JÚ ÞAÐ er rétt við vorum
búnir að selja Skúm GK 22
sænskri skipasmíðastöð í Norð-
ur-Svíþjóð upp í smíði á nýjum,
þegar hann strandaði fyrir
þrem vikum, með þeim fyrir-
vara að leyfi fengist fyrir
nýsmíði,“ sagði Dagbjartur
Einarsson forsljóri Fiskaness
við fréttaritara Morgunblaðs-
ins um borð í Skúmnum GK
eftir að hann kom úr róðri i
fyrradag.
Skúmur GK kom niður úr
Njarðvíkurslippnum fyrir tveim
vikum og hefur fiskað rúm 100
tonn síðan. Báturinn strandaði í
innsiglingunni í Grindavík að
morgni þriðjudagsins 3. febrúar
eins og kunnugt er af fréttum.
Dagbjartur sagði að hann hefði
verið það svartsýnn að afskrifa
bátinn í fjörunni, hvað þá að
reikna með honum inn í reksturinn
á vertíðinni, ef hann næðist út.
Birgir Smári skipstjóri tók undir
þessi orð og sagðist vilja koma á
framfæri þökkum til allra sem
höfðu aðstoðað við björgunina og
eins lýsa ánægju sinni með vinnu-
brögð starfsmanna Skipasmíða-
stöðvarinnar í Njarðvíkum.
„Mér finnst báturinn vera sá
sami og fyrir strandið þó svo að
um bráðabirgðaviðgerð sé að
ræða,“ sagði Birgir Smári. Dag-
bjartur sagði að nýji báturinn sem
verið væri að smíða ætti að af-
hendast 1. desember á þessu ári.
„Hann er 34 metra langur og 8,75
metra breiður, samtals 193,5
tonna rækjuveiðabátur með öllum
tækjum og útbúnaði til rækju-
vinnslu og frystingar um borð.
Hann á að kosta 142 milljónir
króna samkvæmt nýjustu útreikn-
ingum og fer sá gamli upp í
kaupin en hann er 27 ára gamall
og metinn á 24 milljónir króna.
Strandið hefur ekki breytt þessu
Björgvin Gunnarsson einn eig-
anda Fiskaness heldur á teikn-
ingu af nýja rækjuveiðiskipinu.
dæmi neytt,“ sagði Dagbjartur
að lokum. Kr.Ben.