Morgunblaðið - 27.02.1987, Side 28

Morgunblaðið - 27.02.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Vilja tryggja réttar- stöðu raf orkunotenda KJARTAN Jóhannsson (A.-Rn) og fimm aðrir þingmenn lögðu í gær fram í sameinuðu þingi til- lögfu um rétt raforkunotenda. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að skipa nefnd til þess að gera tillögu um samræmda uppbyggingu á gjaldskrám og reglugerðum raf- veitna í landinu með það að markmiði að tryggja réttarstöðu rafmagnsnotenda og sem eðlileg- asta samsvönjn verðlagningar og tilkostnaðar. í nefndina verði skip- aður einn fulltrúi samkvæmt tiln- efningu Sambands íslenskra rafveitna, einn samkvæmt tilnefn- ingu Neytendasamtakanna, einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusam- bands íslands, einn samkvæmt tilnefningu Vinnuveitendasam- bands íslands og einn án tilnefning- ar sem sé formaður nefndarinnar." í greingerð flutningsmanna segir síðan: „Tilgangur þessarar tillögu er að fram fari samræming á gjald- skrám rafveitna og reglugerðum þeirra í þeim tilgangi að 1) tryggja rétt og réttarstöðu raforkunotenda; 2) skilgreina eðlilegar skyldur raf- veitnanna gagnvart raforkunotend- um; 3) einfalda gildandi reglur og gjaldskrár; 4) veita raforkunotend- um val milli taxta og mælingarað- ferða á raforkunotkun; 5) tryggja eðlilega samsvörun milli taxtaupp- byggingar í verðlagningu raforku og tilkostnaðar við öflun hennar og dreifingu; 6) stuðla að sem bestri raforkunýtingu." Flutningsmenn benda á, að reglugerðir rafveitna hafi verið samdar af rafveitunum sjálfum án þess að samtök notenda hafí átt þess kost að koma á framfæri sjón- armiðum sínum eða athugasemdum og núverandi reglugerðir beri þess merki. Nauðsynlegt sé og tímabært að á þessu verði breyting, m.a. með tilliti til þess að rafveitur hafí einok- unarrétt og því mjög sterka stöðu í viðskiptum sínum við raforkunot- endur, sem nú hafí nánast enga leið til að ná rétti sínum sé á þá hallað, nema fyrir dómstólum lands- ins, en þangað sé kostnaðarsamt og seinvirkt að leita. Rökstuddur grunur segir Guðmundur J. Guðmundsson: Losun úrgangsefna 50-70 mílur suð- ur af Skarðsfjöru Ráðstefna um varnir gegn mengun hafsins Gunnar G. Schram (S.-Rn.) mælti í gær fyrir þingsályktun- artillögu um varnir gegn mengun hafsins við ísland, þ.e. um ráðstefnu hér á landi um þetta efni, sem rikisstjórnin hafi frumkvæði um og bjóði til strandþjóðum við Norðaustur- Atlantshaf. Guðmundur J. Andstaða við afnám skyldusparnaðar; Breyta og bæta en ekki afnema sögðu þingmenn úr verkalýðshreyfingu Svavar Gestsson (Abl-Rvk.) mælti í gær fyrir tillögu sinni til þingsályktunar, þessefnis, að ríkissjórnin Iáti semja - fyrir næsta þing - „frumvarp til Iaga um afnám skyldusparnaðar ung- menna í einu lagi eða í áföngum". Tillagan mætti mótrökum Guð- mundar J. Guðmundssonar (Abl.-Rvk.), Karls Steinar Guðna- sonar (A.-Rn.) og fleiri þing- manna. Svavar Gestsson sagði m.a. að frumvarp um afnám skylduspam- aðar yrði að byggja á þeirri for- sendu að ráðstöfunarfé Byggingar- sjóðs ríkisins skerðist ekki vegna þeirrar ákvörðunar. Ef skyldu- spamaði verður fram haldið, sagði Svavar efnislega, ætti frekar að binda hann húsnæðisspamaðar- reikningum en húsnæðislánakerf- inu sem slíku. Guðmundur J. Guðmundsson og Karl Steinar Guðnason töldu hinsvegar skylduspamað ung- menna af hinu góða; skylduspam- aður væri ui't uppistaðan í getu ungs fólks til að komast yfír eigið húsnæði. Hinsvegar mætti breyta gildandi fyrirkomulagi, í ljósi reynslu, og stórherða innheimtu. Magnús H. Magnússon (A.-Sl.) tók í sama streng. Hann sagði að afnám skyiduspamaðar myndi óhjákvæmilega rýra útlánagetu húsnæðislánakerfísins og sparnað í eigu ungmenna. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði innistæður á skylduspamaðarreikningum ung- menna (16-26 ára) vera 1 milljarð 708 m.kr. ogþað munaði um minna. Hann boðaði frumvarp til að styrkja þessa spamaðarleið, m.a. um herð- ingu innheimtu. Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) taldi skylduspamað ganga á stjóm- arskrárákvæði um ráðstöfunarrétt fólks á eigin fjármunum. Húnsæðis- stofnun hafí og brugðist að tvennu lejrti: 1) Með röngum verðtrygging- arútreikningi og 2) með því að afnema forgangsrétt sparenda til lána (fyrsta íbúð). Blaöburöarfólk óskast! 11 r ^ AUSTURBÆR ■^ff Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Meðalholt Laufásvegur 2-57 Miðbær II Jltargiiatfrliifeife Guðmundsson (Abl.-Rvk.) lýsti yfir stuðningi við tillöguna, sem og fleiri þingmenn. Guðmundur kvað rökstuddan grun um að ókunnugt skip hafi í tvígang los- að úrgangsefni á um 2000 m. dýpi 50 til 70 sjómílur suður af Skarðsfjöru. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.-Rvik.), Tryggvi Gunnarsson (S.-Al.) og Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) lýstu yfír stuðningi við tillöguna. Tillagan felur ríkisstjóminni, verði hún sam- þykkt, að efna til ráðstefnu um vamir gegn mengun hafsins við ísland og annars staðar í Norðaust- ur-Atlantshafí, þar sem sérstaklega verði fjallað um þá hættu sem físki- stofnum á þessu sæði er búin af mengunarvöldum. Guðmundur J. Guðmundsson vakti máls á því, sem fyrr segir, að rökstuddur grunur stæði til þess að einhverskonar úrgangsefni hafí verið losuð í sjó hér við land, 50 - 70 mflur suður af Skarðsfjöru. Svipmynd frá þingi: Friðjón Þórðarson (S.-Vl.) og Pálmi Jónsson, formaður fjárveitinganefndar, (S.-Nv.). Ný þingmál: Tillaga um óbreytt- ar prestskosningar í gær lagði Ragnar Arnalds (Abl.-Nv) fram tillögu um að vísa frumvarpi, sem fjallar um breytta tilhögun um skipun presta í embætti (afnám prests- kosninga nemi fjórðungur atkvæðisbærra sóknarbarna óski eftir) til ríkisstjórnarinn- ar. Tillaga af þessari gerð er þingleg leið til að vísa málum frá. í gær vóru og lögð fram nokk- ur ný þingmál: Norrænn umhverfisvemdar- samningur: Gunnar G. Schram og fleiri þingmenn Sjálfstæðis- flokks flytja tillögu þessefnis að ríkisstjónin undirbúi aðild íslands að Norræna umhverfísvemdar- samningnum, sem gerður var 19. febrúar 1974 og hefur þegar tek- ið gildi milli Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands. Bann við innflutningi - Oson- lag: Ásta R. Jóhannesdóttir (F.-Rvk) og þingmenn úr öllum þingflokkum flytja áskorunartil- lögu á ríkisstjónina um að banna innflutning og notkun þeirra efna sem vísindamenn telja að valdi eyðingu ósonlagsins sem hjúpar jörðina. Skógræktin flytji að HaU- ormsstað: Guðrún Tryggvadóttir og fleiri framsóknarþingmenn flytja tillögu um að landbúnaðar- ráðherra flytji höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins að Hallorms- stað. Samningar lögreglumanna: Fram hefur verið lagt stjómar- frumvarp, þessenis, að heimilt sé að lækka eða fella niður skaða- bótafjárhæð vegna tjóns sem lögreglumenn valda við skyldu- störf og eru af völdum mistaka eða vanrækslu. Frumvarp þetta tengist sérkjarasamningum við Landssamband lögreglumanna. Sjálfvirkur sími um land allt: Stóraukið gildi sím- ans sem öryggistækis Afnotagjald hækkaði um 1,7% á 42 mánuðum Verð á teljaraskrefum lækkaði um 2,3% Afnotagjald síma hefur aðeins hækkað um 1,7% frá 1. ágúst 1983 eða í rúma 42 mánuði, sagði Matthias Bjarnason, samgöngu- ráðherra, í svari við fyrirspum- um um póst og síma frá Þórarni Siguijónssyni (F.-Sl.). Frá 1. ágúst 1983 hefur verð á hveiju teljaraskerfi hins vegar lækkað úr kr. 1,35 í kr, 1,32 eða um 2,3%. MÞMGI Skrefatalning Ráðherra sagði, spurður um skrefatalningu, að dagtaxta hafí verið breytt úr 60 sekúndum í skrefí og kvöld- og helgartaxta úr 120 sekúndum í skrefí í 360 sekúndur allan sólarhringinn. Jafnframt hafi afslætti á nætur- og helgartaxta verðir breytt úr 50% í 33% miðað við dagtaxta. Á undanfömum árum hafa og fjölmargar lækkanir komið til á töxtum milli einstakra staða. Aukinni símanotkun mætt með nýjum búnaði Á undanfömum ámm hafa verið settar upp sjálfvirkar símstöðvar af nýrri og fullkomnari tegund, svokallaðar stafrænar símstöðvar: þ.e. í Reykjavík, á Keflavíkurflug- velli, á Hvolsvallarsvæði og Húsavíkursvæði. Stöðvar af þessu tagi verða settar upp fyrir Egils- staðasvæði og Borgamessvæði í ár. Á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lagið ljósleiðarar sem flutt geta mikinn fjölda símrása samtímis. Á síðasta ári var lagður ljósleiðara- strengur milli Reylqavíkur, Selfoss og Hvolsvallar og verður hann tek- inn í notkun bráðlega. Á þessu ári verður lagður fyrri áfangi ljósleið- arasambands milli Reykjavíkur og Akureyrar. Verklok em áætluð á næsta ári. Þessar framkvæmdir vóm og em nauðsynlegar til að mæta auknu álagi. Síminn öryggistæki í ágúst 1986 véku síðustu hand- virku símamir fyrir sjálvirkum. Þar með náði sólarhringsþjónusta til allra símnotenda. Niðurfelling aðflutningsgjalda og söluskatts af framkvæmdaefni fyrir sjálfvirkar símstöðvar flýtti upp- byggingu sjálfvirka kerfísins. Það ásamt tilkomu sjálfvirka far- símakerfísins, sem opnað var í júlí 1986, hefur stóraukið gildi símans sem öryggistækis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.