Morgunblaðið - 27.02.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.02.1987, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 44 ... að bera hana upp himnastiga hamingjunnar. TM Reg. 'J.S. Pat. Otf.—all rights reserved ©1983 Los Aogeles Tlmes Syndtcate Með morgunkaffinu Mjög smekklegrir, en hafði vonað hann væri meira áberandi. Ég ætla ekki í rúmið fyrr en pabbi kemur. Mér er sama þó ég sjái líkamsár- ás. HÖGNI HREKKVISI , MUNt7(J/V1 VEFTIK AP SENPA HONUM KORT T 'AR?' Hótel Ókeypis íslendingur erlendis skrifar: Kæri frændi, Þegar ég kvaddi þig á flugvellinum var ýmislegt sem mig langaði til þess að segja þér en gat ekki. Þess vegna skrifa ég þér nokkrar línur í þeirri von að fleiri ættingjar okkar hjóna lesi þetta bréf. Þegar þú fékkst þér fyrsta sjússinn á leiðinni heim til Islands var ég um það bil að koma heim og þá gátum við, ég, maðurinn minn og fjölskyld- an, farið að lifa eðlilegu fjölskyldulífi eftir erfitt sumar með tvöföldu vinnuálagi og fjárútlátum sem við þolum ekki annað sumar í viðbót. Því eins og þú ættir að vita er heimili okkar orðið að nokkurskonar ókeypis hóteli fyrir vini og vandamenn frá íslandi. Ef það hefði nú bara verið þú og fimm manna fjölskylda þín sem hefði komið í heimsókn væri ekkert við þessu að segja. En þar að auki hefur Qöldi annarra ættingja okkar komið og gist í lengri eða skemmri tíma. Til þess að þú áttir þig á því hvað ég er að tala um læt ég fylgja með bréfínu bókanimar hjá Hótel Okeypis sumarið 1986: 1. maí. Ættingjar eiginmannsins. 2. stk. í 2 vikur. 2. júní. Vinafólk mitt. 3. stk. í eina viku. 3. júní. Ættingjar mínir. 2. stk. í 3 vikur. 4. júlí. Ættingjar mannsins. 5. stk. í 2 vikur. 5. júlí. Ættingi minn. 1. stk. í 4 vikur. 6. júlí. Kunningjar mínir. 4. stk. í 3 daga. 7. ágúst. Þú ásamt fjölskyldu. 5. stk. í 10 daga. Þetta gerir samtals 300 daga í fæði og gistingu, og það bara í sum- ar. Þú getur sjálfur reiknað út hvað þetta hefur kostað okkur. Svona hefur þetta gengið undan- farin sumur, þó að stundum hafi við verið heppin, þ.e.a.s. færri kunningjar og ættingjar hafa heimsótt okkur. Þú sérð líklega að þetta hefur ekki kostað okkur neitt smáræði, því ekki þýðir að hafa „smásnarl" í matinn með alla þessa gesti ( í tvær vikur vorum við ávallt 10 við matarborðið) eða að borða aðeins eina máltíð á dag, eins og við erum vön að gera. Nei, reynt er að hafa tvær máltíðir á dag og þá auðvitað ekki það allra ódýrasta sem völ er á, enda höfum við þurft að taka lán seinni part sum- ars til að geta sinnt matar- og bensínkaupum fyrir „hótelið". Ég veit að þú sparar mikið á svona sumarfríi, en athugaðu að það sem þú sparar þarf einnig að borga, því hér vex ekki matur á ttjánum. Næst þegar þú ætlar í sumarfrí hingað skalt þú því athuga hvort að þú haf- ir efni á að borga þetta allt sjálfur. Ef ekki, frestaðu þá ferðinni þangað til að þú getur borgað uppihald hjá öðrum aðila. Onnur hlið á þessu máli er sú vinna sem lendir á mér og fjölskyldu minni vegna þessa gestagangs. Eins og þú veist vinnum við bæði úti, sonur okk- ar líka og dóttirin er í skóla. Þetta þýðir að ég verð oftast að útbúa morgunmat áður en ég fer í vinnuna og fara síðan að versla um leið og vinnu lýkur klukkann fjögur og svo heim og elda handa ykkur (því þið eruð í sumarfríi og þurfið að hvíla ykkur). Þegar búið er að borða er svo sest inn í stofu og beðið eftir kaffinu, því ekki þykir það kurteisi á íslandi að „gestir séu að vasast í uppvaski". Én þetta bjargast með aðstoð eiginmannsins og dótturinnar. Aldrei hefur það komið fyrir að þið færuð út í búð og keyptuð í matinn svo að ég gæti sest við dúkað borð þegar ég kem heim úr vinnunni. „Auðvitað ekki. Maturinn er dýr og þið þurfið að spara gjaldeyrinn. Auk þess eruð þið í sumarfríi, viljið losna við eldhússtúss og þurfíð að hvíla ykkur". Svo kom að okkar sumarfríi, sem var 4-5 vikur í júlí. í lok júní hringdi ættingi mannsins míns og sagðist ætla að heimsækja okkur. Við sögð- umst vera að fara í sumarfrí sjálf. „Ágætt, þá getum við farið í sum- arfri saman", var þeirra svar. Þegar við förum í sumarfrí viljum við helst vera heima í garðinum okkar í sól- baði, skreppa niður að sjó og borða þegar við erum svöng. Sem sagt, liggja í leti og hafa það gott. Er reykskynjarinn í lagi? Bilaður reykskynjari er falskt öryggi. Prófaðu því reykskynjarann þinn reglulega. Sjáðu til þess að rafhlöður séu ávallt í lagi. Við skulum vona að þú þurfír aldrei að vakna við hljóðið í reyk- skynjaranum vegna eldsvoða á heimilinu, en mundu að hann á að vekja þig á hættustundu. Vertu eldklár. Víkverji skrifar Nokkuð er nú liðið síðan ein af gosdrykkjaverksmiðjum landsins tók upp á því að framleiða vöru sína í dósum, svo sem víða hefur tíðakast erlendis. Lengi hefur tíðkast hér, að gosdrykkir hafí ver- ið seldir í einnota plastflöskum og allt eru þetta einnota umbúðir, sem eyðast ekki og halda áfram að vera til í langan tíma eftir að þær eru tæmdar sé þeim ekki sérstaklega eytt. Margnota umbúðir, þ.e. flöskum- ar, hafa verið hér í notkun áratug- um saman eða allt frá því er gosdrykkir voru fyrst framleiddir á Islandi. Ávallt hafa þessar umbúðir verið seldar sérstaklega og hafa menn síðan fengið glerið endur- greitt að notkun lokinni. Endur- kauparétturinn hefur tryggt, að flöskumar hafa skilað sér aftur í flestum tilfellum og náttúra iands- ins hefúr ekki beðið teljandi tjón af, þótt glerbrot víða beri þó vitni um eindæma sóðasakap gagnvart náttúru landsins. XXX Allt öðm máli gegnir hins vcgar um einnota umbúðirnar, sem nú ryðja sér til rúms. Nú fer í hönd fyrsta sumarið frá því er dósimar komu á markað og geta menn því rétt gert sér í hugarlund, hvemig náttúran muni líta út í haust, þegar hálendisferðimar em að baki og fólk fleygir þessum verðlausu um- búðum á víðavangi. Kunningi Víkveija fór um daginn á stúfana í næsta nágrenni við heimili sitt í Reykjavík, fékk sér plastpoka og tíndi upp gosdósir, sem urðu á vegi hans. Hann hafði ekki gengið lengi eða farið langt, þar til pokinn var orðinn fullur af tómum gosdósum. Það er svo sannarlega vá fyrir dyr- um og hætta á að náttúra landsins verði öll útbiuð af þessum dósa- ófögnuði. Víða má þegar fínna bjórdósir, en þegar gosdósirnar koma nú í mun ríkari mæli inn í landið en bjórdósirnar hafa gert, er voðinn vís. XXX Fyrir nokkmm ámm urðu miklar umræður hjá Náttúruvemdar- ráði um notkun einnota umbúða, sem þá var í ömm vexti, enda var rekinn að sögn Náttúmvemdarráðs áróður fyrir hagræði þess að kaupa íslenzka gosdrykki í einnota umbúð- um. í ágústlok 1984 sendi Náttúm- verndarráð ríkisstjóm og Alþingi samþykkt um þessi mál, þar sem m.a. kom fram: „að full ástæða væri til að staldra við og athuga nánar hve mikinn kostnað þessi síaukna notkun einnota umbúða hefði í för með sér fyrir þá, sem sjá um hirðingu sorps og úrgangs, bæði í bæjum, til sveita og á ferða- mannastöðum. Þá væri ekki síður ástæða til að menn gerðu sér betur grein fyrir því hér á landi, að auðævi jarðar em ekki óþtjótandi, og því nauðsynlegt að endurnýta sem mest af þeim margvíslegu efnum, sem notuð em til hinna ýmsu þarfa í nútíma þjóðfélagi, svo sem í áhöld, verkfæri, dagblöð og umbúðir, en þetta er gert í síauknum mæli í nágrannalöndum okkar.“ Ennfremur lýsti Náttúruvemdar- ráð því áliti sínu: „að mikilvægt skref til að bæta hér um, væri setn- ing laga og/eða reglugerðar um innflutning, notkun og endurnotkun umbúða hér á landi.“ Þessi sam- þykkt er enn í fullu gildi. Hún var á sínum tíma send menntamála- ráðuneyti, sem sendi hana áfram til heilbrigðisráðuneytisins, sem síðan óskaði umsagnar Hollustu- vemdar ríkisins, eins og lög gera ráð fyrir. Hvar skyldi þetta mál nú vera statt? Hve langt ætli sé í setningu þessarar reglugerðar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.