Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 1

Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 SS^tbLTS^árg.__________________________ MEÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 PrentsmiðjaMorgunblaðsins Viðræðurnar um meðaldrægu eldflaugarnar: Max Kampelman varar við óhóflegri bjartsýni Genf, Reuter, AP. MAX Kampelman, aðalfulltrúi Bandarikjamanna í afvopnunar- viðræðunum i Genf, sagði í gær, að horfur á samkomulagi milli risaveldanna um að útrýma með- Dublin, Reuter, AP. CHARLES Haughey var í gær kjörinn forsætisráðherra írlands á þjóðþingi landsins. Meirihiuti hans var þó naumari en gerzt hefur nokkru sinni áður við kjör forsætisráðherra þar, en 82 þing- menn greiddu honum atkvæði og 82 eða jafn margir voru á móti. Réð atkvæði þingforsetans siðan úrslitum, en hann tók þá af skar- ið með því að kjósa Haughey, svo að hann hafði þá 83 atkvæði. Vafi lék á því, hvort Haughey aldrægum kjarnorkueldflaugum í Evrópu, væru góðar. Hann var- aði hins vegar við óhóflegri bjartsýni. myndi fá nægilegan stuðning, eftir að ljóst var samkvæmt úrslitum þingkosninganna 17. febrúar sl., að flokk hans skorti tvö þingsæti upp á hreinan meirihluta. Við kjör forsætisráðherra í gær naut Haug- hey stuðnings flokks síns, Fianna Fail, sem fékk 81 þingsæti í kosn- ingunum. Auk þess greiddi óháður þingmaður, Neil Blaney, atkvæði með Haughey. Haughey þurfti þá atkvæði eins óháðs þingmanns til viðbótar til að fá meirihluta. Atkvæði þingforset- ans, Seans Tracey, sem er óháður, réð þá úrslitum, en hann greiddi atkvæði með stjórninni samkvæmt gamalli hefð um þingforseta, er jafnt er með stjóm og stjómarand- stöðu á írska þinginu. ríkjamenn hefðu einnig áhuga á að ná samkomulagi við Sovétmenn um að fækka langdrægum kjamorku- eldflaugum um 50%. Þá skýrði Charles Redman, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, svo frá í gær, að eftir samráð við fimm af bandalagsríkj- um sínum væru Bandaríkjamenn tilbúnir til að leggja fram sundurlið- aðar tillögur við Sovétmenn um, hvemig staðreyna megi, að fyrir- hugaður samningur um að útrýma meðaldrægum eldflaugum í Evrópu, verði haldinn. Þátt í þessum samráðsviðræðum tóku fulltrúar Belgíu, Hollands, Bretlands, Vestur-Þýzkalands og Ítalíu, en meðaldrægum eldflaugum hefur verið komið upp í öllum þess- um fimm löndum. Var haft eftir Redman, að í þessum viðræðum, sem fram fóru í bandaríska utanrík- isráðuneytinu, hefði náðst „ágætur árangur". Skilyrðin fyrir því, hvemig stað- reyna megi, að staðið verði við gerðan samning um fækkun meðal- drægu eldflauganna, eru mikilvæg- asti hluti þess, sem eftir er að ná samkomulagi um, áður en unnt verður að gera slíkan samning. Bæði bandarísk og sovézk stjóm- völd hafa gefið í skyn, að þau séu reiðubúin til að ganga mjög langt í að leyfa skoðun hjá sér til að sýna fram á, að engin brögð verði í tafli. Sjá ennfremur forystugrein á miðopnu. Kampelman sagði, að Banda- Irland: Haughey kjörinn f orsætisráðherra Atkvæði þingforseta réð úrslitum Reuter Spænskir læknar í verkfalli Þúsundir spænskra lækna, sem starfa við 50 sjúkrahús í eigu ríkisins, lögðu niður vinnu í gær til að þrýsta á stjórnvöld um bætt kjör og hærri fjárframlög til heilbrigðismála. Læknar hafa ákveðið að grípa til átta skyndiverkfalla í þessum mánuði til að leggja áherslu á kröfur sinar. Talsmaður læknanna sagði í viðtali i gær að framlög ríkisins til heilbrigðismála væru hvergi lægri í ríkjum Evrópubandalags- ins. Sakaði hann ríkisstjórnina einnig um að hafa lækkað laun lækna. Þátttaka i verkfallinu var að hans sögn góð en 55.000 læknar starfa við rikissjúkrahús á Spáni. Myndin var tekin af útifundi lækna við sjúkrahús eitt í Madrid. Endurskoða þarf ýms atríði í umbótaáætlim Gorbachevs Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna: Charles Haughey Moskvu, AP. NIKOLAI Ryzhkov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði Morðið á Olof Palme: Verðlaunin tífölduð fyrir upplýsingar - er leitt gætu til handtöku morðingjans Stokkhólmi, Reuter, AP. SÆNSKA lögreglan tilkynnti i gær, að verðlaunin fyrir upp- lýsingar, sem leitt gætu til handtöku morðingja Olofs Palme forsætisráðherra, yrðu tífölduð. Verða þau nú 5 millj. s.kr. (rúml. 30 millj. ísl.kr.) og skattlaus að auki. Áður hafði verið heitið 500.000 s.kr. í þessu skyni. Haft var eftir Ingvar Eriksson, talsmanni lögreglunnar, að von- andi yrðu þessi tíföldu verðlaun nú sú hvatning, sem þyrfti til þess, að margt hikandi fólk, sem setið hefði uppi með upplýsingar, sneri sér nú til lögreglunnar. Eriksson hét því, að ekki yrði skýrt frá nafni nokkurs þeirra, sem gæfu lögreglunni upplýsing- ar. Kvaðst hann vona, að lögregl- unni myndi nú berast mikill fjöldi nýrra upplýsinga og vísbendinga. í gær, að endurskoða yrði ýms atriði þeirra umbóta, sem nú færu fram í sovézku þjóðlífi. Skýrði Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, frá þessu í gær. Ryzhkov sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í heimaborg sinni, Sverdlovsk. Þykir ræða hans bera með sér, að óvissa sé um, með hvaða hætti bezt sé að koma efnahagslegum og þjóðfélagsleg- um umbótum á í Sovétríkjunum. í frásögn Prövdu kemur hins vegar ekki fram, hvort Ryzhkov sé ósammála Mikhail Gorbachev, leiðtoga sovézka kommúnista- flokksins, eða einungis að gagnrýna seinagang á fram- kvæmd umbótaáætlunarinnar. Ryszhkov ítrekaði fyrri stað- hæfingar Gorbachevs, að kommúnistaflokkurinn sjái „að- eins eina leið, það er víðtæka lýðræðisþróun", í þeim tilgangi að framkvæma þessar umbætur og hann hvatti verkamenn í Sverdlovsk, sem er helzta iðnað- arborgin í Uralfjöllum, til að taka undir áskoranir Gorbachevs um „meiri áhuga“ og „endurskipu- lagningu". En ummæli forsætisráðherr- ans um að „margt þurfi að endurskoða" í umbótaáætluninni eru talin gefa til kynna, að sú mótstaða, sem Gorbachev hefur mætt, nái jafnvel til manna í stjómmálaráði flokksins. Ryzhk- ov er sjálfur í hópi þeirra 11 manna, sem þar eiga sæti. í frásögn Prövdu kemur hins vegar ekki fram, hvaða atriði það eru, sem Ryzhkov telur, að endur- skoða þurfi né heldur, hvaða breytingar þurfi að gera á þeim. Gorbachev hefur lagt mikla áherzlu á að kynna umbótatillög- ur sínar heima fyrir á undanforn- Gorbachev Ryzhkov um mánuðum. Ræður hans hafa hins vegar leitt í ljós, að áhugi á meðal verkamanna á að full- nægja strangari vinnukröfum er lítill og að hugmyndafræðileg andstaða er fyrir hendi gagnvart sumum áformum hans um þjóð- félagslegar umbætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.