Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 29

Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 29 Tékkneskir andófsmenn leiddir fyrir rétt: Merkustu réttar- höld frá árínu 1979 Prag, AP, Reuter. RÉTTARHÖLD eru hafin í máli fimm tékkneskra andófsmanna, sem sakaðir eru um að hafa stundað óleyfileg viðskipti og undirbúið skemmdarverk. Tékk- neskir andófsmenn og vestræn mannréttindasasmtök hafa sagt að þessi réttarhöld séu hin þýð- ingarmestu, sem haldin hafa verið yfir andófsmönnum frá árinu 1979 þegar meðlimir mannréttindasamtakanna Charta 77 voru dæmdir til fang- elsisvistar. Mennimir eru leiðtogar samtaka sem nefnast „Jass-deildin“ en þau hafa beitt sér fyrir útgáfu á óleyfi- legri tónlrst og bókmenntum og gengist fyrir tónleikum í trássi við bann stjómvalda. Karel Srp, formaður samtak- anna, og Vladimir Kouril vom leiddir inn í réttarsalinn í handjám- um og fögnuðu um 200 stuðnings- menn samtakanna, sem safnast höfðu saman við dómshúsið, þeim með lófataki og hrópum. Á meðal þeirra var leikskáldið Vaclav Ha- vel, sem undirritaði fyrstu yfírlýs- ingu mannréttindasamtakanna Charta 77 og hlaut fangelsisdóm fyrir. Athygli vakti að vestrænir sendimenn fengu ekki að fylgjast með réttarhöldunum en þremur vestrænum fréttamönnum var hleypt inn í réttarsalinn. Mennimir fímm era allir sakaðir um að hafa stundað ólöglega útg- áfu ritverka í ágóðaskyni en samkvæmt t’ekkneskum lögum era viðurlög við slíkum afbrotum tveggja til átta ára fangelsisdómur. Köhler segir af sér Washington, AP. JOHN O. Köhler, upplýsingafull- trúi Hvíta hússins, sagði af sér embætti á mánudag að kröfu Howards Baker, nýskipaðs starfsmannastjóra Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta. Köhler var aðeins eina viku í starfí og sagðist hafa ákveðið að segja af sér eftir fund með Baker sl. föstudag. „Ég viðurkenni það sjónarmið Bakers að hann þurfí að geta valið sína samstarfsmenn sjálf- ur til að hið mikilvæga verkefni, sem honum hefur verið falið, megi heppnast fullkomnlega," sagði Köhler við blaðamenn. Það var eitt síðasta verk Donalds Regan, fyrrum starfsmannastjóra, að ráða Köhler til Hvíta hússins. Köhler fæddist í V-Þýzkalandi og er hann fyrram fréttamaður og yfír- maður ÁP-fréttastofunnar. Hann hyggst snúa sér að ráðgjafarstörf- um. Eftir ráðningu hans var því ljóstrað upp að hann hefði verið í unglingasveitum Hitlers um hálfs- árs skeið þegar hann var 10 ára gamall. Hann sagði að það ætti engan þátt í brotthvarfi hans úr Hvíta húsinu. Ekki hefur verið skýrt frá hver verður eftirmaður Köhlers, ef ein- hver verður. Hermt er að Baker hyggist breyta starfsskipulagi í Hvíta húsinu og að embætti upplýs- ingafulltrúa verði jafnvel lagt niður. Gengi gjaldmiðla London, AP. Bandaríkjadollari hækkaði gagnvart flestum helstu gjald- miðla heims i gær og verð á gulli hækkaði. í Tókýó kostaði dollarinn 153,85 japönsk jen (153,75) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk. I London fengust 1,5857 dollarar (1,5875) fyrir sterlingspundið síðdegis í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla Flugvél aldamótanna Reuter James C. Fletcher, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunar- innar (NASA) skýrir blaðamönnum frá vígslu nýrrar ofurtölvu, sem NASA hefur tekið í notkun. Tölvubúnaðurinn, sem er sá öflugasti sem sögur fara af verður m.a. notaður til að hann og iþróa nýja flugvél, sem á að geta flogið frá Washington D.C. til Tókýó í Japan á tveimur klukkustundum. Flugvélin fer út fyrir gufuhvolfið á leiðinni. Að sögn Fletchers er miðað við að hún verði tilbúin árið 2.000. Að auki vora þrír þeirra kærðir fyrir að hafa undirbúið spellvirki og stolið ríkiseigum. Hámarksrefs- ing vegna þess háttar afbrota er sex ára fangelsi. Reuter Arturo Cruz greinir blaðamönnum frá því að hann hafi ákveðið að ganga úr hinum pólitísku forystusamtökum skæruliða í Nicaragua. Afsögn Cruz talin veilda stöðu contra San Jose, Costa Rica, AP, Reuter. ARTURO Cruz, embættismaður sandinista, sem gerðist uppreisn- armaður og krafðist aukins lýðræðis innan samtaka contra- skæruliða, tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að draga sig í hlé úr pólitískum forystusamtökum uppreisnarmanna, hinni Samein- uðu stjórnarandstöðu Nicaragua (UNO). Craz sagði blaðamönnum að hann ætlaði að gerast „sjálfstæður borgari" . „Ég mun þó að sjálf- sögðu fylgjast vel með því að ég mun ætíð hafa áhuga á stjórn- málum í landi mínu og þróun mála,“ sagði Craz. Kröfur Craz um aukið lýðræði meðal skæraliða, sem beijast gegn snadinistastjóminni í Nicaragua, hafa aflað honum trausts Banda- ríkjastjómar og er litið á afsögn hans sem áfall fyrir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðu- neytið hefur áhyggjur af því að afsögn Craz gæti orðið til þess að Bandaríkjaþing samþykki ekki að auka aðstoð við skæruliða. Auk þess verður atkvæðagreiðsla í full- trúadeildinni í dag um það hvort stöðva eigi greiðslu 40 milljóna dollara til skæraliða í 180 daga. Þessar 40 milljónir era hluti af 100 milljóna dollara aðstoð, sem Banda- ríkjaþing samþykkti í haust að veitt yrði skæraliðum á þessu ári. Stuðningsmenn tillögunnar um að stöðva greiðslur til skæraliða viðurkenna að þeir hafi líkast til ekki nægt fylgi á þingi til að knýja hana fram ef forsetinn beitir neitun- arvaldi. Til þess þurfa tveir af hveijum þremur þingmönnum að greiða atkvæði gegn forsetanum. Aftur á móti segir demókratinn og öldungadeildarþingmaðurinn Chri- stopher Dodd að líkindi til þess að ósk Reagans um að veita skæralið- um 104 milljóna dollara aðstoð á næsta ári verði felld hafí aukist vegna afsagnar Craz og taka aðrir demókratar undir það. Sam Gejdenson, þingmaður demókrata í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, er andvígur skæraliðun- um: „Þetta er augljóslega dauðadómurinn yfír contranum. Þetta ætti að efla andstöðu gegn stefnu stjómar [Reagans], sem hef- ur meistekist og er að syngja sitt síðasta." Utanríkisráðuneytið hefur ekkert sagt um ákvörðun Craz, en Elliott Abrams, aðstoðaratanríkis- ráðherra, sagði í febrúar að það væri „mikið áfall“ fyrir UNO ef Craz drægi sig í hlé. Craz var eitt sinn sendiherra stjómar sandinista í Washington og er hann annar þriggja stjómenda UNO, sem segir af sér á einum mánuði. Alfonso Robelo, sem verið hefur forystumaður samtakanna frá upphafi, situr einn eftir. Adolfo Calero gekk úr UNO 16. febrúar, en hann sagðist ætla að halda áfram að gegna forystu í Lýðræðissveit Nicaragua (FDN), sem er stærsta aflið innan contra- skæruliða. Hann og Craz hafa deilt um stefnu UNO frá því að þeir leiddu þar saman hesta sína fyrir tveimur áram. Craz hótaði að segja af sér í febrúar en utanríkisráðu- neytið taldi hann á að sitja áfram í UNO. Craz vildi gera breytingar á þingi UNO og fjölga þeim, sem þar sitja úr 28 í 48. Einnig vildi hann stofna pólitísk „grasrótarsamtök" og kalla þau „fulltrúaþing". Robelo studdi hugmyndina og það gerði Pedro Joaquin Chamorro, sem tók sæti Caleros, einnig. En hún mætti mik- illi andstöðu á þingfundi UNO í San Jose um síðustu helgi. „Afsögn Craz er okkur mikill missir," sagði Robelo við blaðamenn í San Jose. „Hún veikir stöðu okkar, en við verðum að halda baráttunni áfram.“ var á þann veg að dollarinn kost- aði: 1,8525 vestur-þýsk mörk (1,8505), 1,5620 svissneska franka (1,5612), 6,1665 franska franka (6,1550), 2,0925 hollensk gyllini (2,0890) 1.315,50 ítalskar lírar (1.314,50) og 1,3352 kanadíska dollara (1,33585). Únsa af gulli kostaði í London 406,25 dollara (404,00). Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun Einstakt tilboð! Nú getum viö boðiö fáeinarcanonA-200 PC tölvur á einstaklega lágu veröi. CanonA-200 PC Áöur 85.000,- nú69.900,- stgr 10 Mb haröur diskur, 640 K innra minni, 1 X 360 Kb diskettu drif, einlitur skjár SKIPHOLTI 19 SIMI 29800 Aðeins er um að ræða örfáar vélar og þetta tilboð verður ekki endurtekið Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun-Verðlækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.