Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Heildarinnlán innlánsstofnana jukust um 34,5% á sl. ári: Innlán Alþýðubankans jukust mest eða um 70,5% Heildarinnlán voru 51,1 milljarður í árslok 1986 MIKIL aukning innlána varð hjá innlánsstofnunum á sl. ári eða að meðaltali 34,5%. Innlán til innlánsstofnana á sl. ári jukust í heild um 13,1 milljarð. Þau voru i upphafi ársins 38,0 milljarðar en í árslok voru þau 51,1 milljarð- ur. Hlutfallslega varð mest aukningin hjá Alþýðubankanum, eða 70,57o. Að sögn Yngva Amar Kristinssonar hagfræðings í hagfræðideild Seðla- banka íslands jukust innlán Landsbankans á sl. ári um 32,9%, Útvegsbankans um 20,1%, Búnað- arbankans um 33,9%, Iðnaðarbank- ans um 41,1%, Verzlunarbankans um 45,8%, Samvinnubankans um 40,7% og Alþýðubankans um 70,5%. Innlán sparisjóðanna jukust um 34,3% á árinu. í upphafí sl. árs voru heildarinn- lán í Landsbankanum 12,7 milljarð- ar króna, en í árslok voru þau 16,8 milljarðar. í Útvegsbankanum voru innlán í upphafi ársins 1986 3,7 milljarðar, en í árslok 4,5 milljarðar króna. Búnaðarbankinn var með í ársbyijun 7,1 milljarða í innlánum og í árslok 9,5 milljarða. Iðnaðar- bankinn var með 2,8 milljarða í innlánum í upphafi sl. árs og í árs- lok með 4,0 milljarða. Verzlunar- bankinn var með 1,8 milljarða í ársbyijun og í árslok með 2,6 millj- arða. Samvinnubankinn var með 2.6 milljarða í innlánum í upphafí ársins, en í árslok var hann með 3.6 milljarða. Alþýðubankinn var með 975 milljónir króna í ársbyijun sl. árs, en 1682 milljónir í árslok. Sparisjóðimir voru í ársbyijun með 5.7 milljarða í innlánum, en 7,7 milljarða í árslok. Alþingi fær umboðsmann LÖG um umboðsmann Alþingis taka gildi 1. janúar 1988 en stjómarfrumvarp þar um hefur verið samþykkt i þinginu. Ara- tugfir eru síðan máli þessu var fyrst hreyft á Alþingi. Umboðsmaður Alþingis leitast við að tiyggja að jafnræði sé í heiðri haft í stjómsýslunni og að hún fari fram í samræmi við lög. Sameinað þing kýs umboðsmann að loknum hveijum kosningum og þarf hann að uppfylla skilyrði laga til að gegna embætti hæstaréttar- dómara. Umboðsmaðurinn er óháður fyrirmælum frá öðrum, þar á meðal Alþingi, þótt hann starfi í umboði þess. Sjá frétt blaðsíðu 26. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir Skandinavíu er 1043 millibara hæð. Um 400 km suðvestur af Hvarfi er víðáttumikil 973 millibara lægð sem þokast norðvestur. Á Grænlandshafi er úrkomubelti sem nálg- ast heldur landið. / SPÁ: Sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig) með 3 til 7 stiga hita á landinu. Úrkomubelti þokast austur yfir landið og mun einkum rigna sunnan- og vestanlands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Suðlæg eða suðvestlæg átt. Rigning á suðaust- ur- og austurlandi og 5 til 7 stiga hiti, en þurrt að mestu noröan- lands. Skúrir eða slydduél og 2 til 4 stiga hiti á suðvestur- og vesturlandi. FÖSTUDAGUR: Snýst í vestan- eða suðvestanátt með kólnandi veðri. Él um vestanvert landið en léttir til norðaustanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumáða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður ■ 1 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri httl 0 veóur þoka Reykjavík 7 þokumóöa Bergen 3 skýjaö Helsinki -1 skýjað Jan Mayen 2 skýjað Kaupmannah. 0 heiðskfrt Narssarssuaq 4 slydduól Nuuk 3 skýjað Osió -4 téttskýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 18 þokumóða Amsterdam 4 mistur Aþena 8 hálfskýjað Barcelona 11 þokumóða Beriín 2 léttskýjað Chicago -6 snjóél Glasgow Feneyjar 4 vantar hálfskýjað Frankfurt 3 heiðskfrt Hamborg 2 heiðskfrt Las Palmas 25 heiðskfrt London 6 mlstur LosAngelM 11 þokumóða Lúxemborg 2 heiðskfrt Madrid 16 hálfskýjað Malaga 23 hálfskýjaö Mallorca 14 alskýjað Miami 15 helðskfrt Montreal -20 heiðskfrt NewYork -9 skýjað Parfs 5 helðskírt Róm 8 heiðskírt Vfn -3 anjóél Washington -4 skýjað Winnipeg -16 skýjað Loðnubátarnir hafa bókstaflega mokað loðnunni upp síðustu daga. Hér er Hákon ÞH að dæla loðnu úr nót annars báts. Loðnuganga við Y estmannaeyj ar Jón Finnsson RE hefur fengið 11.000 lestir á mánuði LOÐNUVEIÐAR ganga jafnt og þétt og flest skipanna hafa flutt sig austur undir Eyjar og veiða þar vel úr nýrri göngu. Síðustu 14 daga hefur veiðin aðallega verið úr göngu á Faxaflóa, en loðnan í þeirri nýju hæfir vel til hrognatöku og líklegt að veiðar úr henni geti staðið i einhveija daga. Sem dæmi um ganginn í veiðun- um má nefna að nýjasta skip flotans, Jón Finnsson RE, hefur á réttum mánuði fengið um 11.000 lestir, en hann landaði fyrst 11. febrúar. Kvóti skipsins var 19.300 lestir, en 3.000 af því hafa verið látnar til annarra. A mánudag var skipið með 700 lestir og átti þá eftir um 5.000 eftir af leyfilegum afla. JNNLENT Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á mánudag: ísieifur VE 500, Huginn VE 500, Sighvatur Bjamason VE 500, Öm KE 500, Sigurður RE 850, Gígja VE 750, Jón Finnsson RE 700, Erling KE 830, Keflvíking- ur KE 400 og Dagfari ÞH 250. Um miðjan þriðjudag höfðu tvö skip tilkynnt um afla; Börkur NK með 1.000 lestir og Magnús NK með 330. Fimmtudagskvöld: Sjónvarpað frá Alþingi SJÓNVARPAÐ verður frá eld- húsdagsumræðum á Alþingi næstkomandi fimmtudagskvöld 12. mars og hefst útsendingin klukkan 19.55. Sjónvarpað verður beint frá Sam- einuðu þingi og verða dagskrárlok þegar umræðunum lýkur, laust eft- ir klukkan 23.00. Stj órnarfrum varp um breytta tollskrá: Mikil verðlækkun á myndavélum, film- um og hljómplötum MYNDAVÉLAR, filmur, hljóm- plötur, úr, klukkur og fleiri smávörur munu lækka verulega í verði, ef frumvarp Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, um lækkun eða afnám tolla á þær, sem fram kom á Alþingi í gær, verður samþykkt. í athugasemdum við frumvarpið segir, að hér sé um að ræða vörur, sem handhægt sé að flytja milli landa og flytja með sér hingað til lands. Með auknum ferðalögum ís- lendinga hafi slík kaup farið vaxandi. Verslun með slfkar vörur hafi því í verulegum mæli flust úr Iandi. Með frumvarpinu sé verið, að stuðla að því að þessi verslun flytjist aftur inn í landið, án þess þó að tekin sé óeðlileg áhætta varð- andi tekjur ríkissjóðs. Bent er á, að ríkissjóður muni fá söluskatts- tekjur af þeirri verslun með þessar vörur sem flytjist til landsins í stað hinna takmörkuðu tolltekna. Um leið sé minnkaður sá munur sem sé aðstöðu þeirra, sem möguleika hafí á að kaupa vörur sem þessar erlendis, og annarra. Samkvæmt frumvarpinu fellur tollur á ljósmyndavélar niður en hann var 35%. Tollur á úr, aðrar klukkur, og hluti til þeirra fellur einnig niður en hann var 35-50%. Tollur á liti til listmálunar lækkar úr 35% í 5%. Tollur á fílmur í ljós- myndavélar lækkar úr 35% í 20%. Tollur á áteknar sem óáteknar hljómplötur, hljóðsnældur og mynd- bönd lækkar úr 75% í 50%. Fanginn fundinn STROKUFANGINN, sem leitað var að síðan föstudaginn 27. fe- brúar, var handtekinn í Hafnar- firði aðfaranótt þriðjudagsins. Fanginn hljóp frá lögreglunni fyrir utan hegningarhúsið á Skóla- vörðustíg þegar flytja átti hann til læknis. A þriðjudag fréttist af hon- um í Hafnarfirði og sat lögreglan fyrir honum við hús þar í bæ. Hann hefur nú verið fluttur aftur í fang- elsi, en dvöl hans þar mun lengjast nokkuð eftir fjarveruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.