Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 17 Hlýlegt, fallegt og persónu- legft hádegisverðarboð - segir Edda Guðmundsdóttir, forsætisráðherrafrú um hádegisboð Raisu Gorbachevu „ÉG fékk ekki að vita um há- degisverðarboð Raisu fyrr en ég var lent í Moskvu," sagði Edda Guðmundsdóttir, forsæt- isráðherra-frú, i samtali við Morgunblaðið. „Þetta var al- gjörlega hennar einkaframtak enda voru Gorbachev-hjónin ekki gestgjafar okkar, heldur Nikolai Ryzhkov forsætisráð- herra og kona hans Ljudmila." Raisa Gorbacheva bauð frú Eddu til hádegisverðar í ráð- herrabústað þeirra Kremlveija sem stendur á Lenin-hæðum í Moskvu og bjuggu þau Steingrimur og Edda i gesta- húsi þar skammt frá. „Raisa var mjög hlýleg og sagð- ist hafa langað til að fá stund með mér án blaða- og frétta- manna til að endurgjalda boð mitt frá því í haust. Ein kona úr íslenska fylgdarliðinu mátti koma með mér og fannst mér Kristín Claessen, eiginkona Guðmundar Benediktssonar ráðuneytisstjóra, sjálfkjörin. Þetta var mjög per- sónulegt boð. Raisa sagði að góður vinskapur hefði tekist með okkur þegar leiðtogafundurinn var haldinn á íslandi í haust og við ættum það sameiginlegt að vera giftar mönnum, sem væru í forsvari fyrir þjóðir sínar og því væri viss samkennd með okkur. Ég tók undir þessi orð hennar, en sagði að munurinn væri mikill á þjóðum okkar. Maður hennar væri í forsvari fyrir eitt af stór- veldum heimsins, en eiginmaður minn fyrir eina af smæstu þjóðum heims. Þó breytti það því ekki að smáu þjóðimar hefðu oft mikil- vægu hlutverki að gegna,“ sagði Edda. „Hádegisverðurinn stóð yfir lengi og var margréttaður, ég held sex eða sjö réttir, bæði fran- skir og rússneskir. Við töluðum um matinn og um hinar mismun- andi matargerðarlínur. Þegar „blinis og kavíar“, sem er gamall rússneskur réttur, var borinn á borð, barst talið að því er við Steingrímur smökkuðum þann Eftir hádegisverðinn var borið fram kaffi í dagstofu ráðherrabústaðarins. Þær Raisa og Edda ræða málin og túlkurinn Alexander er einnig á myndinnni rétt í fyrsta sinn sem var á rúss- neskum matsölustað í París í llS.tit K ' brúðkaupsferðinni okkar." v ’tíl Edda sagði að margt fleira hefði borið á góma svo sem staða fek. N® konunnar og hve rniklu erfiðara BWf konur ættu uppdráttar en karl- fllRI iÁMí ' ri menn, sérstaklega varðandi ' ■ JrfttLJni' IPS^Hu. '/ lykilstciður i | 'i' mi V- -IBAjHiV' ^:u1 þyrft ÆqKL ;Bl '>IH|^^Hjk i helst tekið eftir þvi hvort hún HH MUjHEpiB'u’ hefði hrukkur Ivkkjuföll rjsgly sokkutn sínum eða hvort kjóllinn hennar væri í lagi. Hún sagði að •jmpv • ‘•í|l b.ir.ð h.-l'ði .i 1 >r.-ytin>-iii i ku samfélagi ' —- HHBhy. ^ / jte'--é£>3r|gti hefði tekið við völdum þótt margt l* Q, - . „Við ræddum einnig um fatnað : I il' IMti tl 11111 ls«íöl 0g snyrtivörur eins og konur Kristín CLaessen heilsar hér Raisu og á milli þeirra stendur frú gjaman gera þegar þær setjast Ryzhkova. Edda er lengst til hægri og túlkurinn lengst til vinstri. niður til að ræða málin og sagði hún mér að rússneskar snyrtivör- ur væru orðnar miklu betri en þær frönsku og fannst mér það nokkuð merkilegt." Raisa talaði um heimsóknina til Islands og var mjög hrifín af þeirri menningu sem hún sagðist hafa kynnst hér. Hún sagðist hafa lesið töluvert um land og þjóð síðan hún kom aftur heim til Sov- étríkjanna frá íslandi og sagðist geta hugsað sér að heimsækja okkur aftur. „Hún minntist sérs- taklega á hversu gaman það hefði verið að koma á íslenska sveitabæinn Búrfell í Grímsnesi, til Böðvars Pálssonar og Lísu konu hans. Raisa sagði að Böðvar hafí orðið mjög hissa þegar hann uppgötvaði hve mikið hún vissi um sauðfé. Ástæðan var hinsveg- ar sú að Gorbachev-hjónin voru eitt sinn búsett í sauðfjárræktar- héraði og sagðist hún þar hafa lært það mikið að hefði strax vit- að af hvaða tegund íslenska sauðkindin hafí verið." Edda hefur tvisvar áður heim- sótt Sovétríkin, fyrst árið 1975 þegar Steingrímur var fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Þá voru þau hjón boðin á 250 ára afmæli Sovésku vísinda- akademíunnar. Síðan fóru þau í opinbera heimsókn til Sovétríkj- anna árið 1982 þegar Steingrímur var sjávarútvegsráðherra. Steingrímur sagðist, í samtali við Morgunblaðið, hafa sannfærst í ferðinni um það að Gorbachev meini það sem hann er að boða þessa dagana, bæði á sviði af- vopnunarmála, að íjarlægja meðaldrægar eldflaugar, og eins hvað varðar sovéskt þjóðskipulag. Steingrímur sagði Gorbachev hafa tekið vel undir þá hugmynd sína um að koma á fót stofnun á íslandi til betra mannlífs, sem yrði til að bæta samskipti austurs og vesturs, norðurs og suðurs. „Gorbachev bað að heilsa íslensku þjóðinni og hóf umræður sínar á að þakka fyrir gestrisni á meðan á leiðtogafundinum stóð og vék að því hve allur undirbún- ingur hefði verið góður. „Það voru auðvitað viss vonbrigði með niður- stöður fundarins, en hann lagði áherslu á að það sem er nú að gerast, sé beinlínis tengt Reykjavíkurfundinum og hann talaði alltaf um „Eftir Reykjavík" og „Fyrir Reykjavík" í samræðum okkar. Þetta boð mitt til Sovétríkj- anna er einnig beint tengt Reykjavikurfundinum," sagði Steingrímur. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON CANADA DRY Þrumu 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.