Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 61

Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 61 Úr hinum nýja sal, talið frá vinstri: Sigurbjörn ELdon Logason, sem opnað hefur þar myndlistarsýn- ingu, Hreggviður Jónsson, Gunnar Þorláksson og Biynjar Valdimarsson, allir úr hússtjóm Templarahallar. Nýtt félagsheimili Templara „Hallarsel“ Guðmundur Kr. Jónsson formaður afhendir Magnúsi ÓLafssyni viður- kenningu íþróttamanns ársins. Stofna sjóð tileink- aðan afreksmönnum Héraðsþingið var vel sótt. Frá opnun sýningarinnar um vatns- og frárennslislagnaefni. By ggingaþj ónustan: Sérsýning um vatns- og frárennslislagnaefni OPNIJÐ hefur verið í Bygginga- þjónustunni, Hallveigarstíg 1, sérsýning um efni, tæki og búnað varðandi vatns- og frárennslis- lagnir bygginga. Á sýningunni getur að líta hinar ýmsu vörur þessu tengdar, svo sem frárennslisrör, einangruð rör, plast- lagnir, rör með fittings, pípuein- angrun ýmiskonar, þéttiefni fýrir lagnir, blöndunartæki og ýmislegt fleira. Á meðan á sýningunni stendur verða fulltrúar fyrirtækjanna sem sýna til staðar á fýrirfram auglýst- um tímum og gefa upplýsingar um sínar vörur og notkun þeirra. Sýningin er ætluð jafnt fagmönn- um á þessu sviði sem almenningi og verður opin alla virka daga kl. 10.00-18.00 til 3. apríl og auk þess um helgina 14. mars kl. 10.00-16. 00 og 15. mars kl. 15.00-18.00. í tengslum við sýninguna verða haldnir kynningarfundir um vatns- og fráveitulagnir, dagana 13. og 27. mars, ef næg þátttaka fæst. Verður þar m.a. fjallað um ÍST staðla 67 og 68 um fráveitu- og vatnslagnir, um tæringu í lögnum og efnisval, hávaða og hávaðavam- ir í lögnum, útbreiðslu elds meðfram lögnum og vamir gegn því ofl. Fyrirlesarar eru Gunnar Guð- mundsson hjá Brunamálastofnun, Gunnar Kristinsson hjá Hitaveitu Reylqavíkur, Pétur Sigurðsson hjá Verktakaþjónustunni sf., Sigurður P. Kristinsson hjá Staðalhúsum sf.,; Steindór Guðmundsson hjá Rann- sóknarstofnun Byggingariðnaðar- ins, Þráinn Karlsson, verkfræðing- ur og Einar B. Pálsson, prófessor. Að kynningarfundum þessum standa Endurmenntunamefnd Há- skóla íslands, Iðntæknistofnun íslands og Lagnafélag íslands. , NÝTT félagsheimili templara var vigt og tekið i notkun laug- ardaginn 28. febrúar sl. og hlaut það nafnið „Hallarsel". Félagsheimilið er staðsett i vesturenda 3. hæðar í Þara- bakka 3 í Mjódd Breiðholts- hverfis og verður rekið sem útibú frá Templarahöllinni við Eiríksgötu. Hallarsel er 230 fermetrar að stærð og skiptist húsnæðið í 130 fermetra skiptanlegan sal, auk eldhúss, skrifstofu og snyrtingu. Hallarsel er áætlað fyrir allt að 150 gesti og húsnæðið vistlegt og vel frá gengið. í frétt frá templurum segir „Góðtemplarar binda miklar vonir við þennan nýja sal sem staðsett- ur er við rætur fjölmennrar byggðar Breiðholtshverfa og vona að tilkoma salaríns bæti úr brýnni þörf fyrir samkomusal í hverfínu. Þegar er ráðgert að ungtempl- arar starfí 2 kvöld í viku og bamastúkan Kvistur, sem starfað hefur í Fellahelli, fái þama inni fyrir sína starfsemi. Menningarviðburðir verða í Hallarseli og á laugardaginn opn- aði Sigurbjöm Eldon Logason Selfossi. Héraðssambandið Skarphéðinn hélt héraðsþing sitt á Laugalandi í Holtum 28. febrúar og 1. mars. Þingið var vel sótt og ungmenna- félagar lögðu á ráðin um skipulag starfsins næsta starfsár. Á þinginu var meðal annars stofnaður afreksmannasjóður, skipting hagnaðar af Lottói ákveðin og Bændaglíma Suðurlands haldin í fyrsta sinn. Aðalverkefni næsta starfsárs er samþykkt og er HSK með fyrstu þátttaka í Landsmóti ungmennafé- laganna sem haldið verður á Húsavík í sumar. Þangað er fyrir- hugað að senda eitthvað um 150 þátttakendur. Skipting hagnaðar af Lottói var héraðssamböndum sem ákveður þá skiptingu. 10% tekna af Lottói fara í afreksmannasjóð HSK, 20% til stjómar og 70% til skiptingar milli félaga. 10% skiptist jaftit, 15% eftir fjölda skattskyldra félaga, 5% eftir mættum fulltrúum á þingi HSKj 20% eftir kennslustyrkjum UMFI og ÍSÍ og 50% eftir hlutfalli íbúa á félagssvæði hvers félags. Tveimur nýjum félögum var veitt aðild að HSK, Golfklúbbnum Flúð- um og íþróttafélagi fatlaðra á Suðurlandi. Þá var samþykkt að koma á fót menningar- og lista- nefíid innan sambandsins. Á kvöldvöku sem haldin var í nýju og glæsilegu íþróttahúsi máttu Rangæingar lúta í lægra haldi fyrir Árnesingum í bændaglímu. Þar var og keppt í hinni árlegu sleifar- keppni öldunga. Sigurvegarinn, Markús ívarsson, hlaut farandgrip- inn, gamla sleif, og sæmdarheitið sleifarhafi HSK. Þar var og Magnús Ólafsson sundmaður sæmdur heit- inu íþróttamaður HSK fyrir árið 1986. Ýmis skemmtiatriði voru á kvöldvökunni sem 250 manns sóttu en í lokin stjómaði Ámi Johnsen alþingismaður fjöldasöng og var kröftuglega tekið undir. I myndarlegri starfsskýrslu fyrir liðið ár kemur meðal annars fram að velta sambandsins er um 3,4 milljónir og hagnaður af rekstri 343 þúsund. í inngangi hvetur formaður HSK, Guðmundur Kr. Jónsson, sveitarstjómarmenn til að meta gildi þess að í sveitarfélaginu sé^ starfandi öflugt ungmennafélag. Hann bendir einnig á að starfsemi ungmenna- og æskulýðsfélaga sé ásamt öflugu fræðslustarfí sterk- asta vopnið í baráttu gegn fíkniefn- um. Stjóm HSK 1987 er þannig skip- uð: Guðmundur Kr. Jónsson, Sel- fossi, formaður, Þráinn Þorvalds- son, V-Landeyjum, gjaldkeri, Ingibjörg Marmundsdóttir, V- Landeyjum, ritari, Bjöm Bjamdal. _ Jónsson, Biskupstungum, vara-' formaður, og Kristín Ólafsdóttir, Hraungerðishreppi, meðstjómandi. í varastjórn eru Jon Jónsson, Hellu, Garðar Vigfússon, Skeiðum, og Kári Rafn Sigurjónsson, Hvolsvelli. Sig.Jóns Sigurbjörn Eldon Logason hengir upp eina af 25 myndum sínum á sýningunni. myndlistarsýningu, sem standa mun til 15. mars. Það er von templara að starf- semi þeirra vaxi í starfí að bind- indismálum með tilkomu Hallarsels og hvetja alla sem geta skoðað salinn og kynna sér það starf sem þar fer fram."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.