Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 21

Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 21 Lituð teikning eftir Federico Fellini (Pierre Matisse). Concetto Spaziale eftir Lucio Fontana (Marisa del Re). . , n V * • * « ' < ‘ ‘ 4 | \ 4 % % i í i | » ; ' 1 , • •» *• ; t % • . > *. \ ♦ • s. v. • r * i \ • • i » *i » \> • j, ■ 1 • >'' • ~ ' *» « ; * % t.. . *. * • 1 ■ . K I , 7 * * i > , * * f : * • .»•• •• ,*•» \u > ••>. .• i. ' ' •> • ■•■». gæslumanni til okkar, því að þetta kom okkur á óvart. í galleríi hins fræga áhrifavalds Sidney Janis voru til sýnis nýlegar litljósmyndir eftir hina nafnkunnu Annie Leibowitz, og hafði sýningin vakið mikla athygli og fengið góða dóma í blöðunum. Vel gerðar mynd- ir af amerískum vettvangi, að dómi okkar Tryggva, en varla meir. Þau frægu gallerí Kennedy og Marlborough eru í ríkmannlegri byggingu númer 40 við götuna. í Kennedy-galleríinu var það mesta úrval af nýrri og eldri grafík- myndum, sem ég sá í ferðinni, og þeim var svo vel fyrir komið á veggjum borðum og skápum, að það eitt var mikil opinberun. Hér er jafnt hægt að festa sér grafík eftir Martin Schongauer (1450—1491), meistara 20. aldarinnar sem og allt þar á milli í miklu úrvali. Sérsýning var á litlum vatnslitamyndum og teikningum eftir meistara John Marin gerðum á árunum 1908— 1950 og var hún mjög lifandi. Einn- ig var sérstök sýning á meisturum ameríska málverksins frá 1753— 1985. Þetta gallerí sérhæfír sig auðsjáanlega á hinu sígilda í amerískri og erlendri list og er í hæsta gæðaflokki sem slíkt. Á Marlborough stóðu yfír tvær miklar sérsýningar, annars vegar á verkum Kokoschka og hins vegar á verkum Texas-málarans John Alexander (f. 1945), sem lifír í Houston og New York. Hér nutu myndir Kokoschka sín öllu betur en á Guggenheim-safninu, voru í réttu umhverfi. Allt á víst að vera stærst og mest í Texas, og víst voru dúkar John Alexanders 20 að tölu þeir langstærstu, sem við sáum þennan dag á sérsýningum, og það sem merkilegra var, þá voru þeir allir seldir og það í upphafi sýningarinn- ar. Kæmi mér alls ekki á óvart, þó að þessi skrautlegu risamálverk hafí öll með tölu selst í hús olíu- fursta heimasýslunnar og jafnvel að einn þeirra standi að baki kaup- unum. Þetta er í öllu falli ekki list, sem teldist gjaldgeng í hina merk- ari sýningarsali Evrópu og kom það okkur í opna skjöldu að sjá slík málverk á þessum stað. Málverk John Alexanders minna dálítið á Bemard Buffet, en tæknin er þó ekki eins afgerandi og myndflötur- inn skrautlegri og ofhlaðnari. Að sumu leyti Iíkjast myndir Alexand- ers stækkaðri útgáfu mynda Kára Eiríkssonar. Hið volduga Marlboro- ugh-gallerí, sem hefur ýmsa af þekktustu listamönnum heimsins á snæram sínum, virðist þannig leyfa sérýmislegt. Á stóram svölum galleríisins með dýrlegu útsýni mátti sjá stóra, ein- falda skúlptúra eftir Femando Botero, vin Erró, sem tekist hefur að ná fótfestu í New York og selst fyrir verð, sem er upp í skýjunum. Þeir tóku sig mjög vel út, svo eink- ar mannlegir og uppranalegir, mitt í hinu kuldalega tækniumhverfi. í sömu byggingu og Gallerí Holly Solomon er til húsa, sem segir frá í sérstakri grein síðar, er og hið nafntogaða Kraushaar-gallerí, sem trúlega tengist Kraushaar þeim, er stífast sankaði að sér pop- og op- listinni á sínum tíma. Safn hans var selt til Evrópu að honum látnum 1968, og sá ég það í Haus der Kunst í Munchen sama ár. Ameríkumenn vildu svo kaupa það aftur að fáum áram liðnum fyrir margfalt verð, en það var ekki falt. Enga sáum við þar- poþ-listina, en . mjög vel gerð myndverk eftir þijár valkyijur á ónefndum aldri þær Elise Manville, Jane Wasey og Isa- belle Siegel. Á Zabiriskie var sýning á skúlptúr og verkum í pappír eftir Mary Frank og vora það vel gerðar og persónulegar myndir í anda ný- bylgjunnar með eldri gildi í bland. Okkur kom á óvart að sjá málverk, er vel gátu minnt á norræna erfða- venju í lartöslagi eftir einhvem David Lund (f. 1925 í Ne\tf York) hjá Grace Borgenicht. En vissu- lega vora þau vel gerð, enda málarinn gamalgróinn og vel þekkt- ur vestra. í byggingunni kom mér einna mest á óvart sýning á skúlptúram, mósaik og skarti frá Egyptalandi til foma og klassíska heiminum hjá Edward H. Merian. Vora sumar myndirnar frá allt að 1500 fyrir Krists burð. Og allt var falt til þeirra, sem eiga aurinn. Mörg fleiri gallerí skoðuðum við á 57. götu vestur, m.a. Maeght-Lelong, en fátt minnisstætt nema máski litaðir skúlptúrar Richards Tuttle hjá Blum-Hellman. Á sömu götu austur era allnokk- ur gallerí og flest og þekktust í einni byggingu númer 41, og þar er til húsa hið þekkta gallerí Pierre Matisse, og stóð þar yfír sýning á lituðum teikningum eftir Federico Fellini, sem hann hafði gert við Kvikmyndimar La Dolce Vita — Satyricon — Amarcord — II Casan- ova og fleiri. Þetta vora eins konar hugmyndir að persónum, búningum og sviðsmyndum. Var fróðlegt að kynnast þessari hlið kvikmyndajöf- ursins, þótt engan veginn teljist hann til hinna stóra í málaralist- inni. Þessu galleríi, sem er eitt hið fínasta, sem við komum í, var lokað fyrr en öðram í byggingunni, og var það eingöngu fyrir ágengni mína og velvilja starfsfólksins, að við fengum að skoða sýninguna. Hjá David MacKee var frábær sýning á „Installationum", sem gert hafði Loren Madsen (f. 1943). Hef ég sjaldan séð jafn hámákvæm vinnubrögð, byggð á rými, tíma og umhverfí. Marisa Del Re bauð upp á sýn- ingu á Italanum Lucio Fontana, og hér kynntist maður nýjum hliðum þessa sérkennilega ítalska mynd- verkasmiðs, sem gerði svo margt sáraeinfalt, sem engum hafði dottið í hug áður og varð heimsfrægur fyrir, — þvl hann gerði það á sinn sérstæða hátt og nefndi stefnuna „Concetto Spaziale". André Emmerich kynnti heima- gerða smágrafík Davids Hockney og var það mjög hressileg og lif- andi sýning. Englendingurinn frægi kann með sanni sitt fag. Öll galleríin í þessari byggingu eru í hæsta gæðaflokki og hver sá lukkunnar pamfíll, er þangað kemst með sýningu. •> Af þessari upptalningu, sem ég hef ekki lengri, má Ijóslega ráða framboðið af list í New York, og þó er aðallega greint frá einu sýn- ingarsalahverfi af mörgum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.