Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 t Eiginrnaður minn, JAKOB GÍSLASON, fv. orkumálastjóri, lést í Borgarspítalanum 9. mars. Sigríður Ásmundsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, BJARNI PÉTURSSON WALEN, fyrrv. bústjórl á Kópavogsbúinu, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Svanborg Sæmundsdóttir, Elísabet Berta Bjarnadóttir, Magni S. Bjarnason, Barbara Bjarnason og barnabörn. t Maöurinn minn, ÓLAFUR ÞÓRARINSSON, bakarl, Bakkakotl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. mars kl. 13.30. Jarösett í Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á fatlaöa og lamaða. Fyrir hönd ættingja og vina, Birna Norðdahl. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGNÝ ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis á Hringbraut 74, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlegast láti líknarstofn- anir njóta þess. Sigurbjörg Margrót Guðvaldsd. Guðmundur Sigfússon, Gunnar Sæmundsson, Ásta Halldóra Agústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, HÖRÐUR MARKAN, pípulagningameistari, Sörlaskjóli 66, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 15.00. Málfrfður Jörgensen og börn hins látna. t Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA ÁRNADÓTTIR, Vesturbraut 10, Hafnarfirðl, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30. Sigríður Björgvinsdóttir, Bjarni Björgvinsson, Arnbjörg Björgvinsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Aðalsteinn Valdimarsson, Ásdís Þórarinsdóttir, Jóhann G. Bergþórsson, Helga Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóöur og föðursystur, MARGRÉTAR ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Brekku, Hofsósi. Jakob Einarsson, Bjargmundur Einarsson, Björn Einarsson, Elsa H. Jónsdóttir, Einar Einarsson, Hermína Jónasdóttir, Þorsteinn Kristjánsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð, ómetanlega hjálp og vinar- hug við fráfall JÓHANNESAR BALDURS STEFÁNSSONAR, Kleifum. Stefán Jóhannesson, Brynja Bernharðsdóttir, Jóhannes L. Stefánsson, Unnur Guðjónsdóttir og systkini hins iátna. Kveðjuorð: Cand, mag, Bjarni Vilhjálmsson Fæddur 12. júní 1915 Dáinn 2. mars 1987 Bjanii var fæddur 12. júní 1915 á Nesi í Norðfirði, þar sem foreldr- ar hans bjuggu. Þau voru bæði Norðfirðingar, Kristín Ámadóttir frá Grænanesi og Vilhjálmur Stef- ánsson útvegsbóndi frá Skálateigi. Einhvem tíma sagði Bjami mér að nafn sitt væri þannig til komið að vitjað hefði verið nafns bæði hjá móður hans og annarri konu í Norð- firði. Þeim birtist í draumi maður sem þeim var lítt kunnur, Bjami Gíslason, formaður í Reykjavík, en drukknaði 11. júní fyrir austan. Dóttir hans var Ánna, sem skömmu síðar gerðist prestskona í Odda á Rangárvöllum. Bjami varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1936 og hóf síðan nám við Háskóla íslands. Þar lauk hann kennaraprófi í íslenskum fræðum (cand. mag.-prófi) vorið 1942. Þeir voru tveir sem luku slíku prófi það skólaár, Bjami og Steingrímur Pálsson, báðir með fyrstu einkunn. Prófessorar deildar- innar voru þá þrír í íslenskum fræðum, Sigurður Nordal, Alexand- er Jóhannesson og Ámi Pálsson. Auk þeirra var Bjöm Guðfinnsson þá orðinn kennari við deildina. Fleiri vom kennaramir ekki. Þáttur í prófinu var tveggja vikna heima- ritgerð með tvöföldu vægi til einkunnar. Efni í ritgerð Bjarna var „Nýyrði og málvöndun Jónasar Hallgrímssonar í stjömufræði Urs- ins“. Slíkt efni var honum jafnan hugstætt þótt ævistarf hans yrði meir við skóla, auk könnunar og útgáfu margvíslegra heimilda. Eftir að Bjami lauk kandídats- prófí var hann að minnsta kosti eitt ár blaðamaður við Alþýðubiað- ið, og var lengi ötull stuðningsmað- ur Alþýðuflokksins. Þá var hann framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu 1943—44. Samhliða námi stundaði Bjami að sjálfsögðu ýmis störf, hóf snemma íslenskukennslu og kenndi víða, enda liðu mörg ár þar til hann fékk fasta stöðu. Hann kenndi í forföllum annarra á háskólaárum sínum, meðal annars við Mennta- skólann í Reykjavík og Samvinnu- skólann. Hann kenndi við Alþýðuskólann f Reykjavík frá 1939 eða fyrr til 1947, og var forstöðu- maður síðustu vetuma. Einnig kenndi hann nokkra vetur við Námsflokka Reykjavíkur frá stofn- un þeirra 1939, við Verslunarskóla íslands 1945—47, Kennaraskóla íslands 1947—58, Gagnfræðaskól- ann við Vonarstræti 1955—58, Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956—57 og aukakennari við Há- skóla íslands var hann 1962—63. Jafnframt þessu annaðist hann íslenskukennslu í Ríkisútvarpinu 1946— 56. Þá flutti hann mörg út- varpserindi um íslenskt mál 1947- 55. Hann var lengur eða skemur prófdómari við ýmsa skóla, lengst við Laugamesskólann, 1944—64, einnig Háskóla íslands (málfræði) frá 1963. Störf hans í tengslum við Fræðslumálaskrifstofuna munu hafa orðið til þess að honum var fengin formennska í nefnd þeirri sem sá um landspróf miðskóla og því starfi gegndi hann 1948—64. Það starf var ekki alltaf mikið þakk- að, en miklu skipti að því væri sinnt af dugnaði og samviskusemi sem léti ekki haggast. I sambandi við Guðmunda Vilhjálms- dóttir - Minning I dag er til moldar borin góð kona og mikil ættmóðir. Guðmunda fæddist 8. okt. 1907 í Vinaminni á Eyrarbakka en þar bjuggu foreldrar hennar, hjónin Gíslína Erlendsdóttir og Vilhjálmur Ásgrímsson. Guðmunda var næst- elst bama þeirra, elstur var Vil- hjálmur Sigursteinn (VSV), blaðamaður og rithöfundur í Reykjavík (lést 1966), þá Erlendur, fv. deilarstjóri, Ingibjörg húsmóðir og Gíslína, skrifstofustúlka, öll í Reykjavík. Vorið sem Guðmunda fermdist fluttist fjölskylda hennar til Reykjavíkur og þar bjó hún ætíð síðan. Eins og önnur ungmenni þeirra tíma þurfti hún snemma að fara að vinna. Þá sótti fólkið ýmist til sveita eða í sjávarplássin og var Guðmunda nokkur ár í margvís- legri vinnu: vist á nokkrum stöðum, einnig í fiskvinnu og um tíma hjá frú Olsen í Garðastræti en hún hafði kostgangara og gaf þeim gott fæði, í það minnsta lærði Guð- munda margt hjá henni í matargerð sem ekki var beinlínis hversdags- fæði þá. Einnig var hún í kaupa- vinnu á sumrin og það var einmitt þegar hún var kaupakona á Skeið- unum sem hún kynntist myndarleg- um kaupmanni, Guðmundi Kr. H. Jósepssyni, en hann var ættaður úr Kjósinni. Þau gengu í hjónaband í ágúst 1926 og bjuggu til að byrja með á ýmsum stöðum í Reykjavík. Þau gengu í Byggingarfélag alþýðu og fluttu árið 1935 í þriggja her- bergja íbúð við Hofsvallagötu. Þetta var ein af „stóru" íbúðunum og veitti ekki af, því þegar þau fluttu inn voru bömin orðin sex og fjögur áttu eftir að bætast við. Á þessum árum var lúxus að flytja í nýja íbúð, það var lúxus að hafa rennandi vatn og þvottahús, hvað þá baðaðstöðu inni í íbúðinni. Verkamannabústaðimir nálguðust óhóf, svo mikið vom þeir á undan tímanum. Ungu hjónin vom ein- staklega samhent við að hlynna að hreiðrinu • sínu og ungahópnum og kom sér vel að bæði vom nýtin og hagsýn og bjuggu yfír kunnáttu forfeðranna í meðferð kjöt- og fisk- metis. Verkin á heimilinu vom dtjúg og dagur húsmóðurinnar langur og oft farið seint í svefninn. Guðmunda var alla tíð hraust og bömin fæddi hún heima. Fjölskyld- an og heimilið vom sá garður sem var ævistarfið hennar og hún rækt- aði af heilum hug. Hún var lundgóð og kát að eðlisfari en styggðist ef henni fannst á sig hallað. I henni bjó rík réttlætiskennd og í henni fann hún meðal annars farveg í jafnaðarstefnunni. Hún gaf sér lítinn tíma til að taka þátt í félags- málum en leyndi í engu í orðum sínum með hvetjum hún stóð. Hún naut þess að sjá hópinn sinn stóra vaxa úr grasi og verða að sjálfstæðum einstaklingum, gladd- ist með þeim þegar vel gekk í lífsbaráttunni, hryggðist við þeirra mótlæti og átti til að segja til synd- anna, en með hlýju og festu, þegar henni leist ekki á blikuna. Snemma eignaðist Guðmundur vömbifreið og ók á Vörubifreiða- stöðinni Þrótti ámm saman. Oft var þungur róðurinn, þau hjónin kom- ust í kynni við stopula atvinnu, atvinnuleysi, kreppuárin og svo rífandi vinnu þar á milli. Eina lífsreglu höfðu þau að leiðarljósi, hún gekk eins og rauður þráður í gegnum allt þeirra líf. Sú Iífsregla var: „Að skulda engum neitt en vera helst aflögufær". Þau vora af þeirri kynslóð sem ólst upp við það að skömm væri að skulda og sækja til annarra og þau lögðu metnað það gaf hann út verkefni prófsins 1946—62, í þremur heftum, 1952, 1959 og 1962. Þess er áður getið að Bjami hafði ekki fasta stöðu fyrstu árin, og raunar ekki fyrr en 1956, að hann fékk hálfa stöðu við Kennaraskól- ann og hálfa við Gagnfræðaskólann við Vonarstræti. Hann varð svo skjalavörður við Þjóðskjalasafn ís- lands 1958. Þar varð helsti starfs- vettvangur hans síðan, og starfi þjóðslq'alavarðar gegndi hann frá 1968 til 1984 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að hann kom til starfa í Þjóðskjalasafni sótti hann ýmsar ráðstefnur og þing skjalavarða, bæði á Norðurlöndum og í Utah í Bandaríkjunum 1969, þar sem rætt var um ættfræði og útflutning Evr- ópuþjóða til Vesturheims, og um það efni mun hann hafa rætt á sagnfræðingaþingi í Kaupmanna- höfn 1971. Auk þessa hlóðust á hann ýmiss konar félagsstörf. Hann sat í stjóm Hins íslenska þjóðvinafélags frá 1956 til dánardægurs og var for- seti þess nú síðustu árin. Hann var ritari Hugvísindadeildar Vísinda- sjóðs 1958—83, sat í Nýyrðanefnd, sinn í að þurfa það ekki. Böm þeirra urðu, eins og áður sagði, tiu og em þessi: Hlöðver, maki Esther Ingimundardóttir, ÓI- afur, maki Alma Hansen, Guðrún, maki Reynir Guðbjömsson, Vil- hjálmur, maki Alda Guðbjömsdótt- ir, Gísli, maki undirrituð, Ellen, maki Ólafur Stephensen, Ásta, maki Baldur Skaftason, Jósep, maki Ólöf Björg Karlsdóttir, Sigríður, maki Þorlákur Jóhannsson og Dag- björt, maki Haraldur Sigurðsson. Guðmundur lést árið 1969. Bjó Guðmunda áfram í íbúðinni til dauðadags, fyrct nokkur ár með dóttur sinni en síðustu árin bjó dótt- ursonur hennar hjá henni. Fram á síðasta dag var hún að sinna sínum, miðla öðmm af reynslu sinni, gefa kaffi og með því og stússa kringum þá sem litu inn. Og alltaf var eitthvað að gerast því afkomendurnir em 112 talsins og enn bætist við. Hún lést á 80. aldursári og varð að ósk sinni að þurfa ekki að vera upp á aðra komin. Við þökkum henni góða sam- fylgd, Guð blessi minningu hennar. Þóra Elfa Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.