Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 2

Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Dæmdur fyr- ir að nauðga ungu barni ÞRÍTUGUR maður var í gær dæmdur í Sakadómi Hafnar- fjarðar til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað rúmlega þriggja ára gamalli stjúpdóttur sinni í ágúst 1984. Maðurinn og móðir barns- ins voru þá í sambúð en hafa nú slitið samvistir. Nafn hins dæmda fékkst ekki uppgefið hjá dómara i gær. Maðurinn mun hafa framið verknaðinn eftir að hann kom heim af dansleik og var einn með baminu á meðan móðirin ók samferðafólki hans heim um nóttina. Daginn eftir kom í ljós að bamið var með áverka og var það flutt á sjúkrahús til skoðunar. Við rannsókn kom í ljós að meyjarhaft stúlkunnar var rifið Utflutningur á hrossasæði kannaður SVEINN Guðmundsson hrossa- ræktarmaður á Sauðárkróki hefur leitað eftir heimildum til útflutnings á hrossasæði. Hann gerir það í kjölfar fyrirspuma að utan, aðallega Vestur-Þýzka- landi. Sveinn sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann hefði skrifað landbúnaðarráðuneytinu bréf, þar sem hann óskaði upplýsinga um það, hvort útflutningur á hrossa- sæði væri heimiil. Hann sagðist ekki hafa fengið svar enn, en vegna fyrirspuma að utan, vildi hann vita hvort útflutningur sem þessi væri leyfilegur. Þetta mál væri því á fmmstigi og hann hefði ekki enn kannað hver ágóðavon af þessum útflutningi gæti verið. Ennfremur sagði hann, að óvíst væri hvort hér væri hægt að taka hrossum sæði og flytja út. Þetta væri þó hægt erlendis svo líklega væri það einnig mögulegt hér. og fleiri ákverkar fundust á henni, sem bentu til að hún hefði verið misnotuð kynferðislega. Sam- kvæmt úrskurði læknis var talið að áverkamir gætu aðeins stafað af manna völdum. Atburðurinn var þegar í stað tilkynntur til bama- vemdamefndar, en móðirin og sambýlismaður hennar leituðu til Rannsóknarlögreglu ríkisins og óskuðu eftir að málið yrði rannsak- að. Finnbogi H. Alexandersson hér- aðsdómari, sem kvað upp dóminn, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að við rannsókn málsins hefði hvað leitt af öðm sem benti til sekt- ar mannsins, en fyrst í stað mun móðirin ekki hafa trúað því að sam- býlismaðurinn gæti verið sá seki. Rúmri viku eftir að verknaðurinn var framinn var maðurinn úrskurð- aður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa misnotað bamið kynferðis- lega. Það var þó ekki fyrr en í lok síðasta árs að rannsókn málsins lauk og í framhaldi af því var mað- urinn dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í Sakadómi Hafnarfjarðar í gær, samkvæmt 5. málsgrein 200. greinar almennra hegningarlaga. Hann mun hafa tek- ið sér hálfs mánaðar frest til ákvörðunar um áfrýjun. Karlakórinn byggir í Öskjuhlíð KARLAKÓR Reykjavíkur er nú að hefja framkvæmdir við byggingu nýs félagsheimil- is á lóðinni Skógarhlíð 20, sem er í norðan- verðri Öskjuhlíð, beint á móti Þóroddstöðum. Teikningar, sem unnar eru af Helga Hjálm- arssyni arkitekt, eru tilbúnar og er gert ráð fyrir að grunnflötur hússins myndi sex- hyrning, sem er 445 fermetrar. Húsið er jarðhæð og efri hæð með aðalsal og sviði og er gert ráð fyrir að sá salur geti rúmað um 350 til 400 manns í sæti. Á jarðhæð er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir eldri félaga og kvenfélag kórsins auk þess sem þar verða æfingasalir og snyrtingar, svo og geymslur fyrir starfsemi félagsins. Úr anddyri er gengið í setustofu og kaffistofu, en inn af kaffistofunni verður rúmgott eldhús. Verk- fræðingur við byggingu hússins verður kórfélagi, Jón Guðmundsson, annar kórfé- lagi, Sveinn Sæmundsson, sér um hita- og loftlagnir og þriðji kórfélaginn, Sveinn Jó- hannsson, sér um raflagnir. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær nýja félagsheimilið verður full- gert og mun það væntanlega ráðast af tiltæku fjármagni og dugnaði kórfélaga í sjálfboða- vinnu við bygginguna, en kostnaðaráætlun mun vera á bilinu 40 til 50 miUjónir. Með- fylgjandi mynd var tekin í grunni hússins í gær og innfellda myndin er af líkani af hús- inu, eins og það mun lita út fullgert. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna: Stóraðgerðir ekki fram- kvæmdar eftir mánaðamót 'O INNLENT „ÆTLI það megi ekki segja að útlitið sé sæmilegt. Við vonum að til verkfallsins þurfi ekki að koma, en það verður að koma í ljós. Við fengum ákveðið tilboð í dag, sem við ætlum að skoða og ef til vill getur það orðið grundvöllur að frekari viðræð- iun,“ sagði Hildur Einarsdóttir, formaður kjaranefndar Félags háskólamenntaðra þjúkrunar- fræðinga (FHH), en félagið hefur boðað verkfall frá og með fimmtudeginum 19. mars. Sjúkraþjálfarar hafa boðað verk- fall frá sama degi og um 400 starfsmenn ríkisspítalanna hafa sagt upp störfum og taka upp- sagnimar gildi um mánaðamót- in. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, segir að það sé alveg (jóst að frá og með þeim tima leggist allar stó- raðgerðir á Landsspítalanum af. „Það verður að losa á milli 80 og 90 sjúkrarúm vegna verkfalls- ins. Stjómamefnd spítalanna skrif- aði samningsaðiljum, fjármálaráð- herra og stéttarfélögunum, strax í síðustu viku, þar sem lögð er áhersla á að þessum samningum verði flýtt eftir mætti," sagði Davíð Dr. Jakob Gíslason fv. orkumálastjóri látinn DR. JAKOB Gíslason fyrrverandi orkumálastjóri lést í Reykjavík mánudaginn 9. mars síðastliðinn rétt tæpra 85 ára að aldri. Jakob fæddist 10. mars árið 1902 á Húsavík. Foreldrar hans voru Gísli Ólafur Pétursson héraðslæknir þar, síðar á Eyrarbakka, og kona hans Aðalbjörg Jakobsdóttir. Jakob varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1921 og lauk prófí í raforkuverkfræði frá Tæknihá- skólanum í Kaupmannahöfn 1929. Hann vann að áætlunum um raf- orkuver og rafmagnsveitur á vegum rikisstjómarinnar frá 1929 og var falið eftirlit með raforkuvirkjum um land allt frá 1930. Jakob var for- stöðumaður Rafmagnseftirlits ríkisins frá stofnun þess 1933, var raforkumálastjóri frá 1947 og orku- málastjóri frá 1967 til 1972. Jakob átti sæti í fjölda ráðgjafar- nefnda um orkumál og var meðal annars ráðunautur stjómar Sogs- virkjunar frá 1949 og formaður ráðgjafamefndar í virkjunarmálum frá 1957 svo fátt eitt sé nefnt. Hann var formaður Stjómunarfé- lags íslands frá stofnun 1961 til ársins 1973. Hann sat ijölda ráð- stefna og funda fyrir hönd íslenskra verkfræðinga bæði hér heima og erlendis og átti sæti í ýmsum stjóm- um, ráðum og nefndum er Iutu að hans starfssviði og ritaði fíölda greina í blöð og tímarit. Hann var heiðursfélagi í Verkfræðingafélagi íslands og rafmagnsverkfræðinga- deild félagsins, Sambands íslenskra rafveitna, Ljóstæknifélags íslands, Jarðfræðafélags íslands og Stjóm- unarfélags Islands. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Fálka- orðunnar og gullmerkjum Samtaka íslenskra rafverktaka og Verk- fræðingafélags íslands. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Á. Gunnarsson. Hann sagði að neyðarástand myndi ríkja á Lands- spítalalóðinni eftir að verkfallið og uppsagnimar tækju gildi og meðal annars myndi starfsemi Blóðbank- ans raskast mjög mikið. „Það er alveg ljóst að frá og með mánaða- mótum leggjast af allar stóraðgerð- ir á sjúklingum," sagði Davíð, en bætti við að auðvitað yrði neyðar- þjónustu haldið uppi. Auk hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara hafa sálfræðingar, félagsráðgjafar og iðjuþjálfar boðað verkfall 24. og 26. mars. Atkvæða- greiðslu hjá félagi náttumfræðinga lauk í gærkveldi, en til þess félags teljast líffræðingar, sem starfa hjá Blóðbankanum. Mjög margir starfsmenn þessara stétta, ásamt sjúkraliðum, hafa sagt upp störfum frá og með mánaðamótum, auk verkfallsboðana. Davíð sagði að hvorugur samningsaðilja hefði haft fyrir því að tilkynna verkföllin til stjómamefndar Ríkisspítalanna og hefðu þeir því þurft að lesa um verkfallsboðanir þessara stétta í dagblöðunum. Stjómamefnd rík- isspítalanna á enga aðild að kjara- samningum og em þeir alfarið í höndum fíármálaráðuneytisins. Næsti samningafundur FHH og ríkisins hefúr verið ákveðinn á föstudaginn. Hildur Einarsdóttir sagði að meginkröfur félagsins væm að lágmarkslaun yrðu 45.500 krónur á mánuði, fólk hækkaði hraðar vegna starfsaldurs og leið- réttingar yrðu gerðar á launum til samræmis við laun á almennum markaði. Hún sagði að í nýjum samningsréttarlögum opinberra starfsmanna væm ákvæði um að þriðjungi eðlilegrar starfsemi spítal- ana yrði haldið uppi í verkfalli og liti félagið svo á að það yrði gert, þar sem hjúkmnarfræðingar í öðr- um stéttarfélögum hefðu ekki boðað verkfall. Afkoma Iðnaðarbanka góð á liðnu ári: Hagnaður nam liðlega 50 milljónum króna Dr. Jakob Gíslason. verkfræðideild Háskóla íslands 4. október 1986. Fyrri kona Jakobs, Hedvig Emanuella, Iést árið 1939. Þau áttu saman tvo syni. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Ásmundsdóttir, biskups Guðmundssonar, og em böm þeirra þijú uppkomin. AFKOMA Iðnaðarbankans á síðastliðnu ári var mjög góð og varð hagnaður af rekstri bank- ans 50,2 mil(jónir króna, en hagnaður ársins á undan var 18,8 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Vals Valssonar bankastjóra Iðnaðarbankans. „Við teljum þetta nokkuð þokka- lega afkomu á liðnu ári. Hagnaður- inn af rekstrinum varð 50,2 milljónir króna," sagði Valur í sam- tali við Morgunblaðið. Valur sagði að heildarinnlán ársins 1986 hefðu verið 4 milljarðar króna og hefðu aukist um 41,1%. Hann sagði jafn- framt að hlutdeild Iðnaðarbankans í innlánum viðskiptabankanna hefði aukist úr 9,0% í 9,4%. Valur sagði að aðalfundur bank- ans yrði haldinn 3. apríl næstkom- andi, þar sem frekari grein yrði gerð fyrir ársreikningum. Hann sagði að þar yrðu lagðar fram tillög- ur um arðgreiðslur og útgáfu jöfnunarbréfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.