Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 33 uná dæmis varðandi ótakmarkaðan skattafrádrátt vegna vaxtagjalda - geti jafnvel valdið því að áhrif skatt- lagningar á hæstu launaflokkana minnki. Þessvegna er það svo að með flestum skattaumbótum sem séð hafa dagsins ljós á þessum áratug hafa yfírvöld einnig reynt að endur- vekja réttlætið í skattakerfunum. 4. Eyðsluskattur, sparnaður o g tekjuhalli Auk þessara umræðna um ein- földun, réttlæti og hlutleysi hafa mörg önnur atriði verið nefnd í umræðum um skattaumbætur. Hér koma aðeins nokkur dæmi: Fyrst og fremst hefur verið rætt um möguleika á „hreinum" eyðslu- eða neyzluskatti, þ.e. skattakerfí þar sem allur spamaður er skatt- ftjáls - og þessvegna öll neyzla skattlögð. Jafnvel þótt margir hagfræðing- ar hafi mælt með þessari leið er óhætt að staðhæfa að þetta kerfi hefur hvergi verið tekið upp. I öðm lagi er mikilsvert að kanna möguleika á auknum spamaði með sérstökum aðgerðum í skattamál- um. Hvað þetta varðar held ég að við verðum að álykta að þótt aukinn spamaður sé víða augljós tilgangur umbóta í skattamálum, er almennt talið að möguleikamir á aukningu almenns spamaðar með sérstökum skattaákvæðum séu takmarkaðir. Aðgerðir í skattamálum á þessu sviði munu fyrst og fremst hafa áhrif á uppbyggingu spamaðar en ekki á það hve mikið er almennt sparað. í þriðja og síðasta lagi eiga marg- ar ríkisstjómir fullt í fangi með að ráða fram úr vanda mikils halla á fjárlögum. Og í sumum löndum er litið á umbætur í skattamálum sem tilefni til aðgerða gegn þessum mikla halla jafnvel þótt umbótunum sé víðast komið á til að gera öllum jafn hátt undir höfði. III. Pólitískar og tekjutengdar hömlur Með tilliti til alls þess er mælir með umbótum á skattakerfunum er eðlilegt að spyija: Hvers vegna hafa ekki allar ríkisstjómir gripið til víðtækra umbóta fyrir löngu? Þá vaknar spumingin um p>óli- tískar hömlur - og aðrar hömlur - gegn skattaumbótum. Margskonar hömlur eru fyrir hendi, en ég held að í meginatriðum séu þær tvennskonar: í fyrsta lagi em tilefni umbót- anna tvíræð og umdeild. Ef við tökum aðeins tvö dæmi: Ef óskað er eftir sanngjömu kerfi með mikilli stighækkun skatta er nokkuð augljóst að það dregur úr hlutleysi og nýtni kerfísins. Á sama hátt er mjög erfítt að búa til sanngjarnt skattakerfi sem ekki felur í sér fjölda ítarlegra og flókinna skilyrða - með öðmm orð- um þá verður sanngjamt kerfí svo til ömgglega flókið kerfi. I öðm lagi hamlar það vemlega umbótum í skattamálum að þær mega yfirleitt ekki rýra ríkistekj- umar í heild, það er þær mega ekki hafa áhrif á niðurstöðutölur ijárlaga. Af þessu leiðir eðlilega að sumir græða og aðrir tapa á umbótunum og þá era þeir sem tapa venjulega háværari en þeir sem græða. Þessvegna hafa ríkisstjómir að venju litið á umbætur í skattamál- um sem aðgerðir er rýri fylgi þeirra meðal kjósenda. Þrátt fyrir þessa erfíðleika er nú að koma fram að margar ríkis- stjómir sjá fleiri kosti en ókosti við umbætur í skattamálum. Og næsta mikilvæga spumingin sem verður að svara er: Hvað hafa ríkisstjómir í raun gert til að bæta skattakerfí sín? IV. Hvað hefur verið gert? Fyrst ber að leggja áherzlu á að stjórnmála-, efnahags- og þjóðfé- lagskerfí landanna em mjög ólík, og þá einnig hvaða mál ber þar hæst. Og þessi mismunur kemur greini- lega fram í umræðum um úrbætur í skattamálum í hverju landi. En þrátt fyrir þennan mismun má sjá margt sameiginlegt í þeim umbótum sem þegar hefur verið komið á eða sem verið er að koma á. 1. Umbætur á tekjuskatti Ef við tökum fyrst umbætur varðandi tekjuskatt einstaklinga virðast fjögur atriði sameiginleg allsstaðar: í fyrsta lagi fela svo til allar umbætumar í sér útvíkkun skatt- stofnsins. Og það er aðallega gert á tvennan hátt: Annars vegar með því að fella inn í skattstofninn tekjur sem áður vom undanþegnar skatti. Sem dæmi um þetta vil ég nefna eftirfar- andi: A. Samfara víðtækum umbótum í skattamálum í Ástralíu og á Nýja Sjálandi em nú öll fríðindi skatt- skyld. B. Og umbætumar í Banda- ríkjunum fela í sér að tekjur á borð við atvinnuleysisbætur, sjúkrabæt- ur og íjármagnshagnaður, sem áður vom skattfrjálsar, em nú komnar inn í skattstofninn. C. Loks em það umbæturnar í Japan þar sem vaxtatekjur af spari- fé verða skattlagðar í framtíðinni auk fjármagnshagnaðar. -Hinsvegar er verið að afnema skattafríðindi ákveðinna tekjulinda, fækka frádráttarbæmm útgjalda- liðum og hætta uppbótum sem koma gegnum skattakerfíð. Þessi síðari aðferð er sú sem oft- ast er beitt - og nefna má mörg dæmi í því sambandi, svo sem: a. Samkvæmt umbótunum í Bandaríkjunum á að víkka skatt- stofninn með því að: - takmarka frádrátt vegna vaxta- greiðslna af veðlánum, - afnema skattafrádrátt af sölu- skatti, - afnema margskonar skatta- ívilnanir, sérstaklega ívilnanir í sambandi við eftirlaun, - draga úr möguleikum á að mæta tapi af óvirkum fjárfestingum með frádrætti í öðmm tekjuliðum. b. Á sama hátt felast ráðstafanir til breikkunar skattstofnsins í að- gerðum allra ríkja sem komið hafa á - eða ætla að koma á - umbótum í skattamálum. Svo enn séu dæmi nefnd hefur aðgerðum til breikkunar skatt- stofnsins verið beitt - eða verður beitt - í Svíþjóð, Danmörku, Hol- landi, Noregi, Kanada, Ástralíu og Japan. b. Annað sameiginlegt einkenni skattaumbótanna er endurskoðun skattstigans. Svo til allar umbætumar fela í sér lækkun á hæstu áætiuðu skatt- prósentu þótt í flestum löndum nái hún aðeins til tiltölulega fárra skattgreiðenda. í sumum löndun er jafnframt skattstigunum fækkað. a. Svo aftur sé vitnað í umbæt- urnar í Bandaríkjunum, sem em gott dæmi, þá verður skattapró- sentan af efri tekjumörkum Iækkuð úr um 50% í 28%, þó hún verði 33% af háum tekjum. Og þrepum skatt- stigans verður fækkað úr fjórtán í tvö. b. En mörg fleiri dæmi má nefna: - í Svíþjóð verður hámarksálagn- ingin lækkuð úr um 80% í 50% hjá meirihluta skattgreiðenda. - í Danmörku úr 73% í 68%. - í Ástraiíu úr 60% í 49%. - í V-Þýzkalandi nemur lækkunin um 6 prósentum. - í Japan verður hámarksálagn- ing lækkuð úr 85% í 65% - Á Nýja Sjálandi úr 66% í 48%. - og svo framvegis. Þessi dæmi sýna glöggt að hjá flestum ríkjum hefur lækkun skatt- stigans mikinn forgang. c. Þriðja sameiginlega einkennið við skattaumbætur í aðildarríkjum OECD sem ég vil nefna er jafnari skattlagning ólíkra tekjulinda. í mörgum löndum fer skattaupp- hæðin eftir því hvaðan tekjumar koma, til dæmis getur önnur skatta- prósenta gilt um launatekjur en um aðrar tekjur, og venjulega er álagn- ingin á arð af fjárfestingum hagstæðari en álagning á aðrar tekjur. I sumum umbótum hefur verið reynt að minnka þennan mun og koma á hlutlausari skattlagningu á ólíkar tekjulindir. Svo aðeins sé nefnt eitt nýlegt dæmi vildi ég minnast á skattaum- bætumar í Danmörku þar sem flestar ólaunatengdar tekjur - sem þar nefnast fjármagnstekjur - falla undir sömu álagninguna, sem verð- ur 50% d. Loks er flórða sameiginlega einkennið við umbætur á skattlagn- ingu tekna einstaklinga tengsl milli tekjuskattkerfísins sjálfs og al- mannatrygginga. ' Á þessu sviði hafa víða verið at- hugaðir möguleikar á að tengja saman tekjuskatt og sum af fríðind- um almannatrygginga, bæði til að draga úr vandamálum fátækra- framfæris og til að gera trygginga- kerfíð auðveldara í framkvæmd. Bezta dæmið um þetta er senni- lega nýja kerfíð sem nú er í undir- búningi í Hollandi. 2. Umbætur á skatti fyrirtækja Ef við snúum okkur næst að umbótum á skattakerfi fyrirtækja í löndum OECD er þar að fínna mörg sömu atriðin og í umbótum á tekjuskatti einstaklinga. Fyrst og fremst er reynt að víkka úr skattstofninn svo skattakerfíð verði hlutlausara og skattaprósent- an lækki. a. Afnám skattaívilnana sem mismuna fjármagnseigendum. Varðandi hlutleysi í skattlagn- ingu em í flestum skattakerfum fyrirtækja ýmiskonar ákvæði um fjárfestingaívilnanir ! - til dæmis skattafrádráttur v/fegna fjárfest- inga, svæðisbundirtn frádráttur og fleira - og í svo til öllum kerfum em fymingar til skatts veralega hærri en fymingar á efnahags- reikningum. I umbótum á þessu sviði er yfír- leitt reynt að afnema þessar sér- stöku ívilnanir, og einnig að færa leyfðar afskriftir vegna skatta nær raunveralegum fymingum. Ég reikna með að í þessu tilliti séu umbætumar í Bretlandi frá árinu 1984 líklega víðtækastar, en einnig em lækkun afskrifta í banda- rísku umbótunum og afnám sér- staks frádráttar vegna Ijárfestinga athyglisverð fordæmi. b. Lækkun skattaprósentunnar. Þessi víkkun skattstofnsins hefur jafnan haft í för með sér lækkun skattaprósentu fyrirtækja. Svo örfá dæmi séu tekin má nefna að: - í Japan verður skattaprósentan lækkuð úr 43% í 38%, - í Bandaríkjunum verður há- marksálagning lækkuð úr 46% í 34%, - í Bretlandi hefur álagningin verið lækkuð úr 50% í 35%. En við höfum einnig dæmi um hið gagnstæða, það er hækkun álagninga á fyrirtæki. Til dæmis hefur álagningin verið hækkuð í Ástralíu úr 46% í 49%, og í Dan- mörku úr 42% í 50%. En venjulega hefur það verið reglan að lækka álagninguna. Það verður hinsvegar að taka skýrt fram að þessar aðgerðir til að víkka skattstofninn og lækka álagningarprósentuna hafa í sam- eíningu sjaldan dregið úr raun- vemlegum skattgreiðslum flestra fyrirtækja. En þær tryggja hinsvegar meira hlutleysi varðandi ákvarðanir fyrir- tækjanna um Qárfestingar, og venjulega einnig ákvarðanir um hvort halda beri áfram einkarekstri eða stofna hlutafélag. c. Mismunun gegn úthlutun arðs. Að lokum er síðasta sameiginlega einkennið í skattaumbótum vegna fyrirtækja aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun gegn úthlutun arðs. Þessar aðgerðir em margvísleg- ar: - stundum fá fyrirtæki heimild til að draga frá skattskyldum tekj- um sínum hluta af greiddum arði, - stundum er álagning á arð minnkuð eða henni sleppt, - eða þá að hluthafar fá skatta- frádrátt vegna arðs. Breytt samsetning skatta Auk þessara sérstöku aðgerða til breytinga á sköttum einstaklinga og fyrirtækja ber að hafa í huga að í mörgum löndum hefur komið til greina að breyta samsetningu skattanna - fyrst og fremst með minnkandi áherzlu á beina skatta og aukinni áherzlu á neyzluskatta. Ef tekin em nokkur dæmi má nefna að: - árið 1979 var upphæð virðis- aukaskatts í Bretlandi tvöfölduð en tekjuskattar einstaklinga iækkaðir, - árið 1986 var komið á einskon- ar virðisaukaskatti á Nýja Sjálandi , og tekjuskattar einstaklinga lækk- aðir - á áranum 1986-87 var virðis- aukaskattur einnig tekinn upp f Grikklandi, Portúgal, Tyrklandi og á Spáni. Og umræðum um breytingar á samsetningu skatta er haldið áfram í mörgum löndum. Til dæmis er verið að kanna möguleika á að leggja á einskonar virðisaukaskatt í Kanada og Japan, og í Austurríki og V-Þýzkalandi x hefur komið fram vilji til að leggja meiri áherzlu á neyzluskatt. Svo umræður um rétta samsetn- ingu skatta em mjög ofarlega á baugi í öllum aðildarríkjum OECD. V. Mismunandi eftir löndum Ég hef nú rætt mikið um sameig- inleg einkenni umbóta í skattamál- um hjá OECD-ríkjunum. Eins og ég hef sagt er hinsvegar nauðsynlegt að leggja á það áherzlu að margt er ólíkt hjá hinum ýmsu ríkjum innan OÉCD varðandi skattakerfin, og þessi munur kemur greinilega fram í umræðum í hverju ríkjanna fyrir sig. Ef við tökum aðeins örfá dæmi má nefna að: - umræður í Grikklandi, Portú- gal, á Spáni og í Japan hafa aðallega miðað að álagningu víðtæks neytendaskatts, - en umræður í mörgum norrænu ríkjanna og í Norður-Evrópu eins og Svíþjóð, Danmörku og V-Þýzka- • landi hafa stefnt að lækkun hámarks skattaálagningar, - á sama hátt hafa umræður í Bandaríkjunum miðað að því að koma á hlutleysi í skattakerfinu - sérstaklega að því er varðar fyrir- tæki. Það sem ég hef sagt um sameig- inleg einkenni er þannig aðeins sum þeirra almennu atriða er marka skattastefnu OECD-rfkjanna. VI. Alþjóðlegar vísbendingar Lokaatriðið sem ég vildi minnast á - ef tíminn leyfir - er alþjóðleg áhrif þeirra vísbendinga sem fram koma í skattaumbótum OECD-ríkj- anna - og ekki síður í Bandaríkjun- um. Fyrst ber að geta þess að al- þjóðleg áhrif skattaumbótanna í Bandaríkjunum em enn mjög til umræðu, og ég held mér sé óhætt að segja að enginn geti enn gert sér grein fyrir áhrifum þeirra um- bóta - ekki einusinni ríkisstjóm Bandaríkjanna. En þessi mál verða rædd ítarlega í efnahagsnefnd OECD á næsta ári eða ámm, svo við getum gert okkur mun betri grein fyrir þeim. Við getum hinsvegar nú þegar gert okkur grein fyrir því að mörg ákvæðanna í skattaumbótunum í Bandaríkjunum munu hafa áhrif á alþjóðavettvangi, það er að segja, hafa áhrif á alþjóðlegt streymi fjár- magns og vinnuafls. Og í þessu sambandi munu um- bætumar einnig hafa áhrif á samninga varðandi tvísköttun milli Bandarílqanna og annarra landa. En jafnframt tel ég að flestir séu sammála um að margt annað hafí ef til viil meiri alþjóðaáhrif á streymi fjármagns og vinnuafls en þessar breytingar á skattakerfí Bandaríkjanna. Meðal annara þýðingarmikilla atriða sem telja má ekki síður mikil- væg en breytingamar á skattakerf- inu get ég nefnt innbyrðis breytingar á stöðu gjaldmiðla og samanburður á þróun framleiðni ríkjanna. I fáum orðum sagt fínnst mér því að ekki beri að gera of mikið úr þessum alþjóðlegu áhrifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.