Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Til þess voru þorskastríðin háð GUNNAR G. Schram, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, deildi á sjónarmið Karls Steinars Guðnasonar um erlent fjármagn í sjávarútvegi í þingræðu i fyrri viku. Ræða hans fer hér á eftir í heild: „Við íslendingar höfum á liðnum árum og áratugnm háð langa og harða baráttu fyrir því að ná yfír- ráðum yfír auðlindum landgrunns- ins, fiskimiðum okkar. Við getum rakið þá baráttu allt aftur til ársins 1950, þegar landhelgin fyrir Norð- urlandi var færð út í 4 sjómílur undir forystu Ólafs Thors og síðan í kringum allt ísland 1952. Þessari löngu baráttu og mörgu þorska- stríðum lyktaði árið 1976 þegar ísland lýsti yfír 200 sjómílna efna- hagslögsögu undir forystu Geirs Hallgrímssonar og ríkisstjómar hans. Það var mikið stríð, sem á þess- um árum var háð, og það voru ýmsar fómir færðar í því stríði. Það gekk ekki þrautalaust og kostaði úlfúð og illdeilur við marga okkar ágætu nágranna. Sú barátta var fyrst og fremst _háð til þess að ís- lendingar og íslendingar einir fengju eignarhald og óskoruð yfír- ráð yfír auðlindum landgrunnsins. Auðlindir landgrunnsins hafa verið og eru undirstaðan undir velmegun og framfömm íslensku þjóðarinnar í dag. A því leikur ekki hinn minnsti vafí, þótt þáttur iðnaðar hafí farið vaxandi í íslenskum þjóðarbúskap á síðustu árum. Með þetta í huga og þá sögu sem er að baki er við losuðum okkur við útlendingana af íslenskum mið- um fyrir — til þess að gera — aðeins örfáum ámm, þá vekur það stóra undran og mikla furðu að lesa Alþýðublaðið þriðjudaginn þann 3. mars sl. í stórri forsíðufyrirsögn segir og efst á forsíðu: „Erlent fjár- magn í fískvinnsluna. Fögnum nýju framtaki í atvinnumálum, segir Karl Steinar Guðnason alþingis- maður.“ Og síðan segir orðrétt í frétt Alþýðublaðsins af þessum at- hyglisverðu ummælum þessa þm. Alþfl. Karls Steinars Guðnasonar, 6 landsk. þm. og ég með leyfi hæstv. forseta les orðrétt: „Við fögnum öllu nýju framtaki í atvinnumálum. Með þessu móti hefur fengist fjármagn. Erlendir aðilar hafa nýverið keypt sig inn í tvö fyrirtæki. Við frábiðjum okk- ur“, og ég held áfram að vitna í orð þingmannsins, „við frábiðjum okkur allan gamaldags hugsunar- hátt og einangrun. Það er því engin ástæða til annars en horfa björtum augum til framtíðarinnar því að þessi fyrirtæki vita nákvæmlega hvað þau eru að gera sagði Karl Steinar", og tilvitnun lýkur. Ég efast ekki um það að þau erlendu fyrirtæki sem þingmaður- inn tíundar hér vita nákvæmlega hvað þau eru að gera. Til þess hafa þau verið að kaupasig inn í íslensk- an sjávarútveg. Ég efast heldur ekki um það, að það er einhver skammvinnur — hugsanlega lang- vinnur stundargróði að slíkum kaupum, fyrst og fremst þó vitan- lega fyrir hinn erlenda flármagns- aðila, en hugsanlega einhver skammvinnur gróði fyrir hina íslensku samstarfsmenn, ég skal ekki neita því. En það sætir mikilli furðu að maður sem jafn gerkunn- ugur er sjávarútvegsmálum og á það langa þingsögu að baki sem Karl Steinar Guðnason skuli ekki gera sér ljóst hvílíkar dyr hættunn- ar eru opnaðar með slíku skrefí. Að jafnan reyndur þm. með jafn mikla þekkingu á sjávarútvegsmál- um skuli fagna því sérstaklega að erlendu fjármagni sé á þennan hátt greidd leið inn í íslenskan sjávarút- veg. Að með þessu skuli horfíð aftur inn á þá braut sem íslenska þjóðin hefur ötullega á undanfömum ára- tugum barist fyrir að yrði ekki gengin lengra. En þingmaðurinn fagnar þessu nýja framtaki í at- vinnumálum svo að orð hans sjálfs séu notuð. En hvemig mega þessi undur og stórmerki gerast, að erlent fjár- magn sé að kaupa sig — og þetta eru aðeins fyrstu skrefín — inn í íslenskan sjávarútveg, þar sem Is- lendingar hafa vitanlega alla burði til þess að standa sjálfír að verki og til þess voru þorskastríðin háð. Það er vegna þess að það er í íslenskri löggjöf þar sem lögfræð- ingar nefna oft og tíðum einfaldlega gat í lögum og ég vil skýra það örlítið nánar og í því sambandi lang- ar mig til þess að vitna í skýrslu sem viðskiptaráðherra, sem hér sit- ur í salnum í dag sem endranær, hefur nýlega lagt fyrir Alþingi og er 389. mál þessa þings og heitir „Skýrsla viðskiptaráðherra um er- lenda íjárfestingu og íslenskt atvinnulíf." í þessari skýrslu kemur það fram sem sjávarútvegsráðherra rakti, að í lögum frá 1922 um fiskveiðar í landhelgi segir að einungis íslenskum ríkisborgurum sé heimilt að stunda fiskveiðar í landhelgi við ísland. Þessi regla nær ekki aðeins til einstaklinga heldur og til sameignarfélaga og annarra félaga sem rekin eru með ótakmarkaðri ábyrgð félagsmanna. Um hlutafélög gegnir að vissu leyti öðru máli. Þar kveða iögin svo á að meira en helmingur hlutaflár í hlutafélögum sem reka útgerð skuli vera í eigu íslenskra ríkisborgara. Félagið skuli eiga lögheimili hér á landi og stjóm þess skipuð íslensk- um ríkisborgurum og sé a.m.k. helmingur þeirra búsettur hér. Ákvæði þessara gömlu laga sem hafa verið grundvöllurinn fyrir íslensku forræði í fiskveiðum frá 1922 em ekki eins skýr að því er varðar fískvinnsluna eins og físk- veiðamar. Og í skýrslu þeirri sem nú liggur fyrir Alþingi segir um það, að samkvæmt athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu frá 1922 var megintilgangur þeirra sá að koma í veg fyrir að útlendingar gætu stundað fiskveiðar innan land- helgi og verkað aflann þar eða á landi. Og síðan segir orðrétt hér í skýrslu viðskrh. um erlendar fjár- festingar „að um það álitaefni hvemig með skyldi farið ef útlend- ingur fjárfesti í fyrirtæki sem einvörðungu stundar fískvinnslu en ekki útgerð, virðist ekki fjallað í lögunum." Tilvitnun lýkur í þessa fjárfestingarskýrslu sem viðskipta- ráðherra lagði nýlega fyrir þing og hefur ekki verið hér enn til umræðu. M.ö.o. þá er það einfaldlega vegna þess að það er eyða í lögun- um, að lögin nr. 33 frá 1922 era fyrst og fremst ætluð til þess að koma í veg fyrir veiðar erlendra manna hér við land í íslenskri land- helgi, en þau taka varla og senni- lega ekki til fískvinnslunnar. Þar Rýmkun reglna um erlendar fjárfestingar til athugunar NEFND á vegum forsætisráðherra kannar nú, hvort grundvöllur sé fyrir því, að rýmka rétt manna til þess að afla erlends áhættufjár- magns til fjárfestingar í íslenskum atvinnurekstri. Þetta kom fram í svari Matthiasar Bjamasonar, visðkiptaráðherra, við fyrirspum frá Gunnari G. Schram (S.-Rn.) á Alþingi í gær. Ráðherrann minnti á, að nýverið lét hann dreifa til þingmanna skýrslu um þetta efni, sem tekin var saman á vegum viðskiptaráðuneytisins. Þar hefði komið fram, að ýmsar takmark- anir væru á rétti manna til koma með erlent fjármagn inn í íslenskan atvinnurekstur. Ef auka ætti hlut- deild erlends áhættufjármagns yrði því að breyta ýmsum lögum. Mikil- vægt væri, að gæta þess að útlent fjármagn flæddi ekki inn í íslenskar útflutningsatvinnugreinar. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sagði, að fyrirspumin tengdist einu viðamesta deilumáli íslenskra stjóm- mála um langt skeið. Nauðsynlegt væri því, að ákvarðanir yrðu ekki teknar í þessu efni nema undan færi þverpólitísk könnun á öllum atriðum málsins. Gjalda yrði varhug við opnun landsins fyrir erlendu fjármagni, þar sem efnahagslegt sjálfstæði okkar kynni að vera stefnt í voða. Gunnar G. Schram (S.-Rn.) sagði, að reynsla annarra þjóða af erlendri fjárfestingu væri sú að hún hefði í för margvíslegt hagræði umfram er- lendar lántökur. Hann kvaðst fagna því, að athugun færi nú fram á rýmk- un á reglum um þessi efni. Jafnframt sagðist hann taka undir það, að fara yrði varlega, sérstaklega í útflutn- ingsgreinunum. Aftur á móti gæti erlent áhættufé nýst vel í iðnaði og þjónustu. Viðskiptaráðherra sagði vegna orða Svavars Gestssonar, að þegar nefnd forsætisráðherra hefði lokið störfum væri að sínu kominn tími til pólitískra ákvarðana. Þar ættu full- trúar allra þingflokka að eiga aðild. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) fagnaði því, að allir þingflokkar fengju aðild að stefnumörkun um erlendar fjárfestingar. Hann beindi síðan orðum sínum til sjálfstæðis- manna og sagði, að þeir yrðu að skilgreina betur, hvar nota mætti erlent fjármagn. Atvinnugrein, sem ekki hefði verið útflutningsgrein, gæti t.d. orðið það. Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, sagði, að eðlilegt væri að Alþingi markaði sjálft stefnuna, þeg- ar um meiriháttar íjárfestingar útlendinga hér á landi væri að ræða, “eins og reyndin hefði t.d. verið þegar álverið í Straumsvík var reist. Þegar um minniháttar fjárfestingar útlend- inga væri að ræða ætti ekki að vera þörf á slíkum afskiptum þingsins. Gunnar G. Schram er eyða í lögin eða gat í lögin. Það er í skjóli þessa sem erlent fjár- magn sér sér nú leik á borði að komast inn í íslenska fiskvinnslu og það er í skjóli þessarar eyðu sem sumir þingmenn Alþfl. eða þing- maður Alþfl., því ég ætla þeim ekki öðram að hafa þessa sömu skoðun, fagna þessu nýja framtaki í at- vinnumálum. Herra forseti. Ég held að það fari ekki á milli mála þegar við ræðum um fískmarkað og þau mál sem því efni tengjast, þá sé óhjá- kvæmilegt að minnast á þessi atriði einnig vegna þess að hér er um það stórvægilegt atriði að ræða, þ.e. kaup erlendra aðila á fiski í gegnum íslensk fyrirtæki og félög, að mikil áhrif gæti raunveralega haft á væntanlega fískmarkaði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu. En það er kannske ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að það er nauðsynlegt að setja skýr og ótvíræð lagaákvæði. Eins og þessi skýrsla sýnir og eins og ummæli sjávarautvrh. bára með sér hér áð- an um það hvort við Islendingar viljum að erlendir aðilar, erlent fjár- magn, eigi hér beina hlutdeild í íslenskri fískvinnslu eða ekki. Við getum fallist á að erlent §'ár- magn og erlendar fjárfestingar séu á mörgum sviðum íslensks atvinnu- lífs nauðsynlegar. Sjálfur er ég talsmaður þess að víða geti verið gagn að erlendu fjármagni og er- lendum fjárfestingum og þá frekar oft á tíðum heldur en í formi beinna lána þar sem áhættan hvílir öll á herðum íslendinga einna. En þau lán era orðin yfrið há. En við verð- um hér að gera skýran greinarmun á því á hvem hátt erlend fjárfesting er notuð í íslensku atvinnulífí og á hvaða sviðum hún getur átt sér stað og þar verðum við fyrst — og það er meginatriði þessa máls — að undanskilja auðlindir íslands þannig að útlendingar nái aldrei tangarhaldi á auðlindum landsins hvort sem er til lands eða sjávar. Og því er í ljósi þessara ummæla þingmanna Alþýðuflokksins fagnað innreið þessa erlenda fjármagns í íslenska fiskvinnslu. Því er brýn nauðsyn, höfuðnauðsyn fyrir Ál- þingi íslendinga, að setja skýr ákvæði um það hvort löggjafarsam- kundan er sammála skoðun þessa forystumanns Alþýðuflokksins eða ekki.“ Island verði friðlýst fyrir kjamorku- og eiturefnavopnum FRAM er komið á Alþingi frum- varp til laga um friðlýsingu íslands fyrir kjarnorku- og eitur- efnavopnum. Fyrsti flutnings- maður er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, en aðrir flytjendur eru samflokksmenn hans Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Gutt- ormsson og Svavar Gestsson, Guðrún Agnarsdóttir þingmaður Kvennalistans, og Páll Péturs- son, formaður þingflokks framsóknarmanna. I 1. gr. frv. segir, að lögin geri ísland að friðlýstu svæði, þar sem bannað sé að koma fyrir, staðsetja eða geyma, flytja um eða með- höndla á nokkurn annan hátt kjamorku- eða eiturefnavopn. í 2.gr. segir, að markmið laganna sé að gera allt íslenskt yfírráðasvæði kjarnorku- og eiturefnalaust, afla hinu friðlýsta svæði alþjóðlegrar viðurkenningar, draga úr hættunni á kjarnorku- og eiturefnaóhöppum á og í grennd við ísland og stuðla að afvopnun og friði af íslands hálfu. Frumvarpið er lagt fram til kynn- ingar og „til að hefja umræður um hvemig staðið skuli að því að festa í lög þá yfirlýstu stefnu Alþingis og ríkisstjóma að hér skuli ekki geymd kjarnorkuvopn“, eins og komist er að orði í greinargerð. Kvennalist- inn á Suð- urlandi Selfossi. KVENNALISTINN á Suðurlandi samþykkti framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á félagsfundi á Selfossi föstudag- inn 6. mars síðastliðinn. Listinn var síðan kynntur á há- tíðafundi á Hótel Selfossi 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Listinn er þannig skipaður: 1. Kristín Ástgeirsdóttir kennari, Reykjavík, 2. Lilja Hannibalsdóttir hjúkranarkona, Selfossi, 3. Ragna Björg Bjömsdóttir húsfreyja, Lambalæk, Fljótshlíð, 4. Edda Ant- onsdóttir kennari, Vík Mýrdal, 5. Sigurborg Hilmarsdóttir kennari, Laugarvatni, 6. Ólafía Sigurðar- dóttir meinatæknir, Selfossi, 7. Guðrún Halla Jónsdóttir kennari Kirkjubæjarklaustri, 8. Ólína Steingrímsdóttir verkakona, Sel- fossi, 9. Drífa Kristjánsdóttir húsmóðir, Torfastöðum, Biskups- tungum, 10. Kolbrún Baldursdóttir húsmóðir, Vestmannaeyjum, 11. Margrét Aðalsteinsdóttir nemi, Hveragerði, 12. Sigríður Jensdóttir bæjarfulltrúi, Selfossi. Sig.Jóns. Staðgreiðslu- frumvarpið: Útsvars- prósentan úr 7% í 7,5% STJÓRNARFLOKKARNIR hafa komist að samkomulagi um að útsvarsprósentan samkvæmt nýju skattalögunum verði að hámarki 7,5% i stað 7%, eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Eyk- ur þetta skattbyrðina eitthvað, en ekki er Ijóst hversu mikið, þar sem ekki er vitað hversu mörg sveitarfélaganna munu notfæra sér réttinn til hámarksálagning- ar. Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar unn- ið var að gerð framvarpsins, hefði verið stuðst við álagninguna 1986 sem grandvallaðist á tekjum ársins 1985. Þessar tölur hefðu verið framreiknaðar eftir þeim upplýsing- um sem legið hefðu fyrir. Þjóð- hagsstofnun hefði síðan verið beðin um að gera spá um álagninguna fyrir árið 1987 á grandvelli gild- andi álagningarreglna. „Þá kom í ljós að ríkissjóður mun fá svipaða upphæð og við gengum út frá við undirbúning málsins," sagði Geir, „en hins vegar kom í ljós, að tekjur sveitarfélaga munu væntanlega aukast veralega á þessu ári, eins og margt benti raunar til. Þessar forsendur benda til þess að skatt- heimta sveitarfélaganna aukist um 900 milljónir króna á þessu ári.“ Hann sagði að af þeim sökum færa sveitarfélögin upp fyrir þakið í framvarpinu, sem hefði verið mið- að við síðustu álagningu. Til þess að halda sömu tekjum og 1986, þá hefði ekki þurft að leggja á nema 6,25% útsvar, en samkvæmt þessu þá þyrfti álagningin að vera 7,2% og því hefði þakið verið hækkað úr 7% i 7,5%. „Þetta þótti sjálfsögð breyting, þar sem aldrei hefur staðið til að takmarka álagningarmöguleika sveitarfélaga, frá því sem nú er í tengslum við upptöku staðgreiðslu- kerfisins," sagði Geir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.