Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11 MARZ1987 mótbyr og hafa einmitt ekki látið listaspekúlantana segja sér fyrir verkum. Þetta er mjög mikilvægt til at- hugunar hér sem annars staðar á Norðurlöndum og við þetta má bæta, að viðkomandi líst'amenn eru á engan hátt ósnortnir af nýjustu straumunum hveiju sinni, svo sem þróunarskeið verka þeirra ber með sér. Sú spuming er áleitnari en nokkru sinni fyrr, hvort myndlistar- menn eigi að vera ofurseldir stefnu- mörkun listagalleríanna og þeim hræringum, sem þau koma af stað, eða vinna einarðlega að list sinni. Hér er meir en undarlegt að hugsa til þess, að ýmsir á Norðurlöndum, oft með listsagnfræðingana í farar- broddi, virðast vera hörðustu bandamenn þessara viðhorfa, þrátt miðstöðin í Sveaborg sé orðin eins konar þjónusta þessara viðhorfa, einmitt þegar þetta er að ganga yfir og listamenn að flytjast á brott að sögn. Það voru aðstæðumar og hinn sérstaki jarðvegur, sem fæddi af sér þetta hverfi og þau umbrot, sem þár hafa átt sér stað. Hingað fluttu fljótlega flestir þekktustu framúr- stefnumálarar Bandaríkjanna á öllum sviðum — frá iðkendum strangflatarmálslistar, naum- hyggju og pópps til nýbylgjumálar- anna. Galleríin fylgdu á eftir, og hér haslaði hin fræga Marý Boone sér völl og hinn ennþá frægari Leo Castelli hefur hér aðsetur, en ýms- ir þekktustu popplistamennimir eru á snærum hans. Bæði' þessi gallerí heimsóttum Flugur, skart frá Egyptalandi um 1000 árum fyrir Krists burð. (Ed- vard H. Merian). eftirBraga Asgeirsson Og svo voru það allir sýningarsal- imir eða ef til vill réttara galleríin. Það er trúlega full mikið tekið upp í sig að segja „allir", því að þótt við hefðum skoðað þessa teg- und myndlistarframboðs New York- borgar einvörðungu frá morgni til kvölds allan tímann, hefðum við naumast náð að kynnast því til hlítar — en við hefðum hins vegar getað étið yflr okkur af myndlist við slíka einhæfa skoðun, og slíkt ber mjög að varast, það hefnir sín svo sem öll ofneysla góðmetis. Við völdum því sitt af hveiju, sem okkur þótti áhugaverðast við flett- ingu upplýsingapésa um sýningar- viðburði borgarinnar ásamt viðauka um helstu sýningar innan Banda- ríkjanna, sem liggur hvarvetna frammi í bókaverzlunum safnanna og fæst við vægu verði. Bæklingur- inn er upp á 79 síður, og þaraf eru 68 einvörðurigu um sýningar í New York ásamt allnokkrum auglýsing- um frá galleríum, uppdráttum. af einstökum sýningarhverfum og öðru tilheyrandi. Samkvæmt lauslegri talningu eru galleríin á Manhattan vel yfir 500 talsins og eru að sjálfsögðu dreifð um alla borgina, en flest þeirra eru þó í sérstökum listahverfum og oft mörg í sömu byggingunni. Sums staðar eru allar hæðir húsa undir- lagðar galleríum og má segja, að lyftan sturti fólkinu svo til inn í miðja sýningarsalina. Hef ég aldrei séð þetta fyrirkomulag áður í jafn ríkum mæli og eru af því mikil þægindi að geta heimsótt marga sýningarsali á sama staðnum. Það væri með sanni ekki eftirsóknarvert að þurfa að flækjast um alla borg- ina til að leita uppi nafntoguð gallerí og með þessu mæta galleríin sam- keppninni frá stóru söfnunum. Ifyrir okkur var það mikilvægast að líta inn í þau gallerí, sem segja má að stjómi listheiminum með athafnasemi sinni, enda einskorðast hún ekki við New York. Samvinna galleríanna nær ekki einungis til höfuðstöðva lista í Evrópu heldur alla leið til Tokýó, sem er orðin ein af leiðandi borgum heimsins í nú- tímalist. Það er þetta ofurvald, sem stjómar listbylgjunum, er ganga yfír og hér ríður á að halda hlutun- um jafnan nýjum og ferskum. Því er það, að með aukinni flölmiðlunar- tækni standa bylgjumar stöðugt skemur við. Rekstur framúrstefnu- galleríanna stjórnast þannig af mörgu fleiru en beinni ást á listum, svo sem þau gerðu í upphafí aldar- innar, er þau voru hreint og óeigin- gjamt einstaklingsframtak. Ein af þessum listbylgjum, hið svonefnda „villta málverk", er einmitt að fjara út og enn verður ekki séð fyrir, hvað tekur við. Við vorum því í New York á nokkuð merkilegum tímum, þegar hlutimir virðast hanga í lausu lofti og listheimurinn er að þreifa fyrir sér og kanna jarðveginn fyrir nýtt alheimsæði. Þetta var mjög áberandi í sýning- arsölunum, þar sem ekki bar meira á neinu sérstöku fremur en öðru og úrvalið var mjög mikið og litríkt. Þó virðast ýmsir vera famir að veðja á lífræna flatarmálslist og vitsmunalegt abstraktmálverk, en verk aðalmanna síðustu áratuga í slíkri myndlist hafa rokið upp í verði og eru skyndilega komin á heiðurs- vegg á skrifstofur sýningarsalanna. Og hér er oft um að ræða mynd- listarmenn, er hafa verið staðfastir í list sinni allan tímann, þrátt fyrir fyrir að ávinningurinn sé í mesta lagi sá, að viðkomandi klappi þeim á öxlina fyrir hina óeigjngjömu sjálfboðavinnm Maður skilur það betur í New York, þegar listamenn eru að beij- ast fyrir lífí sínu, að þeir eru háðir þessu ofurvaldi, en þó sér maður þar samt einna mestu staðfestuna um leið. Það fer ekki hjá því að maður hugsi margt við skoðun myndlistar- framboðsins í sýningarsölum New York og lærdómsrík er slík bein viðkynning. Við tylltum nokkrum sinnum tá í Soho, hinu mikla hverfí nýviðhorfa síðastliðins hálfs annars áratugar. Listamenn yfírtóku gamalt yfírgef- ið fataiðnaðarhverfí og á undravert skömmum tíma breyttist það í ólg- andi miðstöð vestrænnar framúr- stefnu í listum. Einhvers konar ríki hugmynda og án nokkurra landa- mæra. Hér blómstraði hin svo- nefnda Fluxus-hreyfing, með uppákomum (performanees), mynd- böndum, graffíti (málun með úðbrúsum á veggi, húshliðar, neð- anjarðarlestir o.fl.), umhverfislist, kvikmyndum, tónleikum, leikhúsum og dansi. Enduróm af þessu höfum við fengið að sjá í Nýlistasafninu hér heima, og svo virðist sem lista- við og sáum í galleríi Mary Boone sýningu á nokkrum risastórum skúlptúrum eftir Þjóðveijann Marc- us Lupertz. Gallerí Leo Castelli var lokað vegna upphengingar nýrrar sýningar en ég villtist samt úr lyft- unni þangað inn og sá þar margt mynda úr svampi eftir Claes Olden- burg svo og myndir fleiri bóga popplistarinnar, en þó ekkert, sem kom mér á óvart né úr jafnvægi. Það má og segja, að ekkert hafí komið okkur úr jafíivægi, sem við sáum í Soho af sýningum, en hverf- ið sjálft er spennandi og hér hefðum við þurft að eyða heilum degi. Auk þess er stutt í önnur listahverfí svo sem Tribeca, Noho, Greenwich og East Village, en þau hverfí hvíldum við að sinni. Útilokað var að skoða allt á jafn stuttum tíma. Við eyddum hins vegar nær heil- um degi í skoðun galleríanna í nágrenni Nútímalistasafnsins, nán- ar tiltekið á 57. götu vestur og austur, en þar eru mörg þau þekkt- ustu í veröldinni. Hófum skoðunina í ljósi þjóðem- isins með því að byija á Robert Schoelkopf-galleríi og skoða sýn- ingu á nýjum verkum Louise Matthíasdóttur og enduðum flakkið með því að stika upp á 76. götu og líta á framboðið hjá Achim Grafíkmynd eftir David I^ockney Moeller, Ifíne Art Limited, þar sem Gunnar Öm hefur sýnt og verk hans em til sölu. Sýningin á verkum Louise Matt- híasdóttur var mjög lifandi og hafði farið af stað með glæsibrag, og þótti okkur leitt að hafa ekki verið við opnunina og kynnast þeirri hlið listalífsins, sem er trúlega með nokkuð öðmm brag en við eigum (André Emmerich). að venjast og meir í ætt við það, sem tíðkast sunnar í álfunni. Engin sýning var hjá Achim Moeller, en hins vegar var sölugall-' eríið á jarðhæð opið og þar sáum. við ágætan skúlptúr eftir Gunnar. Við mynduðum í gríð og erg á sýn-j ingu Louise, en fengum ekki að mynda á hinum staðnum, nenntum og ei heldur að segja hálf fúlum DESEMBERDAGAR I NEW YORK VII Svninerarsal- ir í New York

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.