Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 43 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég er fædd 16.2. 1964 kl. 18.55 á Akureyri. Mig langar að falast eftir stjömukorti um persónuleika minn. Og hvem- ig á ég saman við mann í Vogarmerkinu (3/10). Með þakklæti.“ Svar: Þú hefur Sól, Mars og Sat- úmus saman í Vatnsbera, einnig Merkúr í Vatnsbera, Tungl og Venus saman í Hrút, Meyju Rísandi og Tvíbura á Miðhimni. SjálfstœÖ Margar plánetur í Vatnsbera tákna að þú vilt vera sjálf- stæð og fara þínar eigin leiðir. Þú vilt einnig vera skynsöm og yfirveguð og vilt láta hugs- un stjóma gerðum þínum. Þú átt auðvelt með að vera hlut- laus og sanngjöm (að öllu jöfnu). Þú hefur gott minni. Kraftmikil Sól og Mars saman táknar að þú átt auðvelt með að beita þér í vinnu og átt gott með áð framkvæma það sem þú vilt gera. Þú ert kraftmikil, ákveðin og orkumikil. Þó þú þurfir að vera sjálfstæð og fara eigin leiðir, eða a.m.k. að ráða þér sjálf, fellur þér vel að vinna með öðrum. Ábyrg Satúmus með Sól táknar að þú hefur sterka ábyrgðar- kennd og tekur sjálfa þig alvarlega og um leið störf þfn. Þetta er gott og getur leitt til ábyrgðarstarfa í vinnu, en einnig til þyngsla ef þú gætir ekki að þér. Þar á ég við að alvörugefni og sterk ábyrgðarkennd getur leitt til stífni og þess, að þú eigir erfitt með að slappa af og njóta þess að vera til. Sterkum Satúmusi fylgir oft fullkomnunarþörf sem getur leitt til framkvæmdahræðslu. Óttinn við að gera mistök verður öðru yfirsterkari. Þetta er þó atriði sem þú getur unnið með. Jafnvœgi Það að hafa Tungl og Venus í sama merki, í Hrút, táknar að þú ert í tilfínningalegu jafnvægi og ert sjálfri þér samkvæm. Þér ætti því að ganga vel í ástamálum. Til- finningalegar þarfír vinna í einingu með tilfínningalegri aðlöðun. Einlœg Auk framangreinds má segja að þú sért einlæg, hreinskilin og tilfínningalega opin. Þú hefur lifandi og kraftmiklar tilfínningar. Til að þér líði vel í daglegu lífí þarftu töluverða hreyfíngu og athafnasemi. Mikil vanabinding og kyrr- seta á ekki vel við þig. Því gæti m.a. verið gott fyrir þig að stunda íþróttir. Samviskusöm Meyja Rfsandi táknar að þú ert hógvær og varkár í fram- komu og hefur í persónuleika þínum jarðbundna og hag- sýna hlið. Þú hefur töluverða þörf fyrir röð og reglu, ert nákvæm og getur verið smá- munasöm og gagnrýnin. Þú þarf m.a. að varast að vera of sjálfsgagnrýnin og láta slfkt, ásamt fullkomnunar- þörf, draga úr þér. Félagsstörf Tvíburi á Miðhimni táknar að þú þarft að fást við fjölbreyti- leg og lifandi störf. Vinna, sem felur f sér samstarf en er jafnframt hreyfanleg, á vel við þig. Upplýsingamiðlun og að að tala við fólk o.þ.h. á m.a. vel við þig. P.S. Vog á vel við Vatnsbera. GARPUR GAKPtlR HEFCJR BLEkKT HARÐTA'CL TIL AV SENOA HERMENN SÍNA 'A AWMAM STAE> I' |GElAlSKIPIMO.ÖG KE/MUR NÓ RIRIN67A pÖRKUHE. óúAKn..B l GA F?PUÍ?.^ NÓ HEFURPU EKKI HEg ’A 0AK VIP Þiq ! GRETTIR TOMMI OG JENNI UOSKA VÁ, PAB&'É<3 SET EKKI CáERT ALL.T' FERDINAND !ii!!i!!rT!!!!!!!!l!!iíf?HfTi??!?!?l!i!!!!i!!!i!!!i!:!!!!!!!ST,.!??TiT!??HH!!T!H!!ii’.:ii:'iiiiií!!iiliiii:i:::?!:?i?T::!*?!fii??ii:ii:i‘.i: SMAFOLK VES, maam.evervone FEEL5 SORT 0F 5LEEPV.. Já, fröken, það eru allir Mér finnst loftlaust hérna Kannske ættum við að Nei, fröken, við lofum því eitthvað syfjaðir. ínm. opna nokkra glugga. að reyna ekki að flýja. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hin „sjálfsagða“ vöm var sú eina sem gaf fjögur hjörtu í eftir- farandi spili, sem kom upp hjá Bridsfélagi Reykjavíkur í síðustu viku: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁD9 ♦ 8763 ♦ Á63 ♦ DG7 Vestur Austur ♦ KG10765 4 843 VK105 ¥D4 ♦ 5 ♦ KG1082 ♦ 1083 ♦ K92 Suður ♦ 2 ♦ ÁG92 ♦ D974 ♦ Á654 Algengasta lokasögnin var flögur hjörtu í suður eftir opnun norðurs á laufi eða tígli. Útspilið var „ekkert vanda- mál“ — tígulfímma. Sagnhafí hleypti á drottning- una, en austur drap á kónginn og spilaði tígli til baka. Vestur trompaði kátur, en eftir spilið var gleðin ekki jafn áberandi, því þetta er eina vömin sem dugir sagnhafa tii vinnings. Ef vestur spilar spaða til baka dugir sagnhafa að drepa á ásinn og fara í hjartað, taka til dæmis ás og spila meira hjarta. Þá er það úr sögunni og seinna er hægt að kasta laufi úr blindum niður í tíguldrottningu og svina fyrir laufkónginn. Trompstungan sem vömin sótti var á kostnað trompslags, sem hefði fengist hvort sem var, en fyrir bragðið fékk sagnhafi betri nýtingu á tígulslögunum sínum. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á Rilton-skákmótinu í Stokk- hólmi um áramótin kom þessi staða upp í skák Svíðþjóðar- meistarans Lars Áke Schneid- er, sem hafði hvítt og átti leik, og búlgarska stórmeistarans Inkiov. Svartur lék síðast 15. — Bb7-d5, en staða hans var þá þegar erfið. 16. Rxb6! - Rxb6 (16. - Bxb3, 17. Rxa8 — Bxdl, 18. Bxa7 var áreiðanlega lakara) 17. Dxb6 — Hb7,18. Dd4 og Schneider sem er sælu peði yfír vann skákina örugglega. Hann varð efstur á mótinu ásamt landa sínum Wied- enkeller, spánska stórmeistaran- um Bellon og búlgarska stórmeistaranum Radulov. Þeir hlutu allir 6V2 vinning af 9 mögulegum. Athygli vakti frammistaða 16 ára gamallar júgóslavneskrar stúlku, Alisu Maric. Hún gerði allar níu skák- ir sínar jafntefli, en það dugði henni til að ná áfanga að stór- meistaratitli kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.