Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 25

Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 25 aðrir trúverðugri riddarar fylkja liði, þeir beijast undir merki rósar- innar, þessir boðberar jafnaðar- manna munu berjast fyrir málum Alþýðuflokksins, þar sem velferðar- mál og fólkið sjálft er sett í öndvegi. Hveijir þekkja ekki þessi baráttu- mál jafnaðarmanna, svo semjöfnun skattbyrðar og upprætingu skatt- svika. Jafna skiptingu þjóðartekna. Uppstokkun á spilltu banka- og sjóðakerfi. Niðurfellingu á útflutn- ingsbótum. Eignaráð fólksins á auðlindum landsins. Launatekjur af 40 st. vinnuviku dugi flölskyldu til framfærslu. Kaupleigukerfi á íbúðum sé fyrir hendi. Sameiginleg- ur lífeyrissjóður fyrir alla lands- menn. Mætt verði íbúðaþörf aldraðra og öryrkja. Dregið sé úr fjáraustri í óarðbærar fjárfestingar hins opinbera. Niðurfelling tekju- skatts á launafólki. Jöfnun atkvæð- isréttar. Aukið sjálfstæði sveitarfé- laga. Alþýðuflokkurinn aðhyllist blandað hagkerfi, þar sem einstakl- ings-, félags- og ríkisrekstur eru reknir samhliða, og kostir þessara rekstrarforma fullnýttir. Þessi mál og mörg önnur munu Alþýðuflokksmenn vinna að. Það er svo undir kjósendum komið, hvort þeir veita stuðning við að hrinda þeim í framkvæmd. Landsmenn eru búnir að fá nóg af 15 ára setu Framsóknarflokksins í ríkisstjómum, þar sem hafta- og kvótakerfi tröllríður öllu. Landsmenn eru búnir að fá nóg af Hafskipsforustu Sjálfstæðis- flokksins þar sem 1. boðorðið er: Hirðum gróðann en þjóðnýtum tap- ið. Alþýðuflokksmenn fylkja sér undir merki rósarinnar, þar er sig- urlið á ferð, vertu með í baráttunni, þvi með því tryggir þú best framtíð þína. Höfundur er rafvirki og skipar 6. sætiá lista Alþýðuflokksins á Reykjanesi. „Það er ekki hægt að ætla að þeir, sem nú ráða málum hreppsins, skilji þá stemmningu er fylgdi því er skáldin gengu um stræti eða gerðu sig heimakomin og settust inn í eldhús og hófu upp samræður um pólitík, skáldskap eða annað, sem fólkið hafði áhuga á.“ anum eins og hjá Kristmanni, þótt veglegri sé. Sennilega hefur Gísli haft það í huga, að hér hafi gengið um dyr nokkrir af þeim listamönn- um, sem skapað hafa verðmæti, sem þjóðin mun geyma með sér um langan aldur. Heilt listamannahverfi verður ekki hrist fram úr erminni á einum Það má þakka fyrir, ef kominn verð- ur skriður á þetta mál um aldamót- in. A meðan verðum við að reyna að sjá til þess, að ritsmíðar og munir glatist ekki. Eg hitti á förnum vegi hér um daginn Svan, son Jóhannesar úr Kötlum. Sagði hann mér, að skrif- borð föður síns væri hjá sér, og að öll handrit af skáldverkum væru geymd í kössum heima hjá móður sinni ásamt ýmsu öðru. Sennilega er líkt á komið hjá öðrum. Ritsmíð- arnar geymdar í kössum og þegar fram líða stundir — hvað verður um kassana og annað því um líkt? Þar sem hreppsnefndin hefur framkvæmdavaldið verður hún að taka forystu í þeim málum. Það sem hún þarf fyrst og fremst að gera er: l.Firðlýsa öll hús og mannvirki við Frumskóga. 2. Ekki verði leyfðar neinan bygg- ingar við götuna til viðbótar þeim sem þar eru fyrir. 3. Breyta nafni götunnar í sitt upprunalega nafn, Skáldagata. 4. Haft sé samband við listamenn- Þar var yndi hans eftirJóhann Hjaltason í nýlegum fréttabæklingi Hins íslenska bókmenntafélags er meðal annars rætt um ársrit félagsins, Skírni, sem mun vera elsta tímarit á Norðurlöndum. Hefur verið í gangi í 160 ár, allt frá því að ritið hóf göngu sína úti í kóngsins Kaup- mannahöfn 1827. I bæklingnum er stutt og grein- argott yfirlit um efni og innihald hins nýjasta Skímisárgangs 1986, sem er íjölbreyttur og með viða- mesta móti, eða töluvert á fimmta hundrað blaðsíður. Þó að efni ár- gangsins sé yfirleitt áhugavert og fróðlegt er mér það ekki allt jafn hugleikið, tek þar gjarnan eitt fram yfir annað. Til dæmis: Minningu dr. Jóns Helgasonar prófessors og skálds í Kaupmannahöfn, Auð og Eklu eftir dr. Sigurð Nordal, Efling kirkjuvaldsins og ritun Landnámu eftir Einar G. Pétursson, og síðast en ekki síst tvo langa og bráð- snjalla ritdóma. Anna, eftir Bjama Vilhjálmsson fyrrverandi þjóð- skjalavörð um bækur Vilmundar landlæknis: Með hug og orði og hinn eftir Hjört Pálsson skáld, um Bókmenntaþætti Matthíasar Jo- hannessens. Ritdómur Bjarna er nákvæmur og ítarlegur, að því er varðar efni bókanna og auk þess nokkur per- sónulýsing á höfundi, svo sem: „Lengi má um það deila, hvað er máttur og hvað vanmáttur, enda bregðast menn misjafnlega við ásköpuðum hneigðum sínum. En hitt er víst, að úr þeim efniviði, sem í Vilmundi bjó, hefði vafalaust mátt gera marga menn og þá alla mikil- hæfa, eins og Haraldur konungur ina eða ættingja þeirra og þeir hvattir til að munum verði hald- ið til haga eða fá að taka í vörslu þar til listamannahverfið eða hluti af því verður að veru- leika. Hver lóð í Skáldagötu er 1200-1500 fm svo það er rúm þar fyrir höggmyndir og skúlptúra. Þijár efstu lóðimar í götunni eru auðar, þar væri hægt að setja niður elsta hús þorpsins og fleira sem talist gæti til minjagripa. Það er ekki hægt að ætla að þeir, sem nú ráða málum hrepps- ins, skilji þá stemmningu er fylgdi því er skáldin gengu um stræti eða gerðu sig heimakomin og settust inn í eldhús og hófu upp samræður um pólitík, skáldskap eða annað, sem fólkið hafði áhuga á. Þeir voru allstaðar aufúsugestir. Ennþá hitn- ar gömlum Hvergerðingum um hjartarætumar þegar hugsað er um þau kvæði, stökur og botna, sem skáldin vörpuðu á milli sín, þegar vel lá á þeim. Eða á garðyrkju- og listamannahátíðunum, þegar skáld- in réðu ekki við sig og hleyptu skáldfáknum taumlaust. Nú er komin önnur tíð og önnur blóm í haga. Þótt hér hafi verið talað um skáldin, þá bjuggu fleiri í Skálda- götu, sem gátu kastað fram vísu. Þeirra á meðal var Valdís Halldórs- dóttir, kona Gunnars Benediktsson- ar. Gat hún oft ekki stillt sig um að senda skáldunum kveðju í bundnu máli er þau gengu framhjá og umsvifalaust var snúið sér við og svarað í sömu mynt. Fleira má nefna — nágranni Kristjáns frá Djúpalæk um tíu ára skeið var Hild- ur Björnsdóttir Michelsen. Sendi hún vini sínum skeyti í tilefni af sjötugsafmælinu í sumar: Þér heillaósk vil flytja í fáum orðum. Með frægð og snilli ertu sannur maður. Og vertu alltaf eins og þú varst forðum af öllu hjarta bæði sæll og glaður. Höfundurer starfandi í Heilsu- hæli NLFI, Hveragerði. Sigurðsson hafði á orði um Gissur biskup ísleifsson. Vilmundur Jónsson var eftir- minnilegur maður hveijum þeim, sem honum kynntist. Hjá honum fóru saman leiftrandi gáfur og sterk skapgerð, enda var honum margt til lista lagt. Hann var orðheppinn og kjamyrtur. Hann var ör í lund og átti þá til að vera skjótráður og dómharður. Hann var hamhleypa til allra verka og lét til sín taka á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins. Hans mun því lengi verða minnst sem eins af afburðamönnum íslend- inga á 20. öld.“ Undirritaður vill taka undir það af alhug, að allir, sem einhver kynni höfðu af Vilmundi landlækni Jóns- syni, jafnvel þó lítil væru, munu ljúka einum munni upp um það, að hans verði lengi minnst sem eins af afburðamönnum þjóðarinnar á þessari öld. Ritdómur Hjartar Pálssonar um Bókmenntaþætti Matthíasar skálds og ritstjóra Johannessen er einnig ítarlegur, fróðlegur og snjall, þótt þar sé ekki um neina úttekt að ræða á persónugerð bókarhöf- undar, aðra en þá, að sagt er að Jóhann Hjaltason stundum ráði fræðimaðurinn ferð- inni, stundum skáldið og blaðamað- urinn, en þegar best láti renni þessar þijár lindir saman í einn meginstraum og geri Þættina að bókmenntum um bókmenntir. í fyrmefndum fréttabæklingi er berum orðum sagt, að Skímir eigi nú nokkuð á brattan að sækja og árgjöld heimtist verr en áður. Slíkt kemur trúlega fáum á óvart í fjöl- miðlaheimi nútímans, þó að ég minnist þess frá löngu liðnum æskudögum, hve Skímir var mér árlega mikill aufúsugestur og jafn- an síðan. I svonefndri Prestssögu Guð- mundar biskups góða Arasonar er frá því greint, að hann 19 ára gam- all á síðasta fímmtungi 12. aldar, hugði til utanferðar með föðurbróð- ur sínum og fóstra, Ingimundi presti Þorgeirssyni, og barst þá á í upp- hafi ferðarinnar og urðu skipreika hjá Þúfuboðum, norðan Skjalda- Bjarnarvíkur á Ströndum. Meðal annarra slysa og óhappa drap fyrir borð bókakistu Ingimundar prests, sem rak suður yfír fjörðinn og bar að landi á Drangaströnd, að nokkr- um tíma liðnum. Þá er prestur frétti til bókakistu sinnar flýtti hann sér þangað, að þurrka sjóvott inni- hald hennar, því að: „Þar var yndi hans, sem bækurnar voru.“ Gömul saga, sem alltaf er ný í vpru landi. Bækur hafa ávallt verið íslending- um sérstakt yndi. Þess er því að vænta, að hið aldna tímarit Skímir megi enn sem fyrr verða lesendum sínum yndi og yndisauki um langa framtíð. Höfundur er fyrrverandi kennari og fræðimaður. M/ ÞOR /l94óUl98ó\ LÆSILe?- ferðA 'hATÍÐ! Hinn frábæri Tommy Hunt skemmtir í allra síðasta -'inn. Sunnudaginn 15. mars nk. Húsið opnað kl. 19.00. Gestum sem koma fyrir kl. 20.00 boðið upp á lystauka. Fjölbreytt skemmtidagskrá; Santos sextettinn ásamt Guð- rúnu Gunnarsdóttur leikur fyrir dansi. Grínistinn Ómar Hinn vinsæli Raggi Ragnarsson fer á Bjarna syngur kostum með glæ- nokkur lög. nýtt prógram ásamt Hauki Heiðari. Costa del Sol ferðavinningar frá ferðaskrifstofunni Sögu. Veislustjóri og stjórnandi bingósins; Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Ferðaskrifstofan SQQQ kynnir sérstaklega ferðir til Costa del Sol, Tyrk- lands og Túnis. MatseðiII kvöldsins: Eldsteikt nautafillé Jarðarberjarjómarönd með ferskum jarðarberjum. Borðapantanir hjá veitingastjóra í símum 23333 og 23335. Ferðahátíð I Þérscafé — SAGA til næsta bæjar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.