Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 32

Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö Sinnaskipti vegna Evrópuflauga Alþj óðleg þr ói sviði beinna sl Erindi flutt á ráðstefnu í Reykjavík í febrúar Klukkan níu á laugardags- kvöldi fyrir rúmri viku var skýrt frá því í Moskvu, að Sovét- stjómin héldi ekki lengur fast við það skilyrði fyrir samkomu- lagi við Bandaríkjastjóm um brottflutning meðaldrægra eld- flauga frá Evrópu að horfið yrði frá bandarísku geimvamaáætl- uninni. Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnista- flokksins, hvarf þannig til þeirrar stefnu, sem hann fylgdi í af- vopnunarmálum, áður en hann hitti Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta, hér í Reykjavík: að ekki ætti að tengja alla þætti Genfar- viðræðna risaveldanna saman. Fyrir Reykjavíkurfundinn bundu menn einmitt mestar vonir við, að þar næðist verulegur árangur varðandi meðaldrægu flaugam- ar. Leiðtogamir sömdu um þann ramma í Höfða, að hvor um sig mætti eiga 100 kjamaodda í meðaldrægum flaugum; Banda- ríkjamenn hefðu sínar eldflaugar í Bandaríkjunum og Sovétmenn sínar í Asíuhluta Sovétríkjanna. Á lokastigum viðræðnanna í Höfða lagði Gorbachev hins veg- ar geimvamaáætlunina sem stein í götu þess, að samaninga- nefndimar í Genf gætu rætt um einstök atriði og gengið formlega frá samkomulagi. Nú hefur Gorbachev sem sagt fjarlægt þessa hindrun. Deilumar um meðaldrægu eld- flaugamar eða Evrópuflaugam- ar hafa sett mikinn svip á stjómmálabaráttu í Vestur- Evrópu og samskipti austurs og vesturs síðan 1979, þegar Atl- antshafsbandalagið ákvað að svara SS-20-eldflaugum Sovét- manna með því að koma banda- rískum Pershing-2 og stýriflaug- um fyrir í 5 Vestur-Evrópulönd- um. Ákvörðunin var skilyrt: bandarísku eldflaugamar yrðu settar upp, ef Sovétmenn fjar- lægðu ekki SS-20-flaugamar, sem hver er með þrjá kjamaodda og beint er gegn öllum ríkjum Vestur-Evrópu. 1981 lagði Ron- ald Reagan til svokallaða „núll- lausn" varðandi Evrópuflaugam- ar, það er hvomgt risaveldanna ætti slíkar flaugar í Evrópu. Þessari tillögu höfnuðu Sovét- menn og í árslok 1983 var hafíst handa við að setja bandarísku flaugamar upp. Þá slitú Sovét- menn viðræðum við Bandaríkja- menn um takmörkun kjamorku- vopna. Þótti mörgum þá ríkja hættuleg spenna í samskiptum austurs og vesturs og skuldinni var helst skellt á Vesturlönd. Kremlveijar vonuðu á tímabili, að þeir gætu haft þau áhrif á almenningsálitið á Vesturlönd- um, að ekki yrði unnt að framkvæma NATO-ákvörðunina frá 1979. Einhliða afvopnunar- sinnar í lýðræðisríkjunum myndu sjá til þess, að sovésku SS-20- eldflaugamar yrðu áfram á sínum stað en engar bandarískar flaugar kæmu til sögunnar. Þeg- ar talsmenn einhliða afvopnunar töpuðu hveijum kosningum eftir aðra og haldið var áfram við að flytja bandarísku flaugamar til Evrópu, lýstu Sovétmenn sig fúsa til að taka upp samninga- þráðinn að nýju. Nú hefur Gorbachev sem sagt fallist á meginþætti tillagna Reagans frá 1981 um „núll-lausnina“. Bandaríkjamenn hafa bmgðist þannig við síðustu sinnaskiptun- um í Moskvu, að þeir hafa lagt fram drög að samkomulagi í við- ræðunum í Genf. Em viðræðu- nefndimar nú teknar til við að ræða einstök atriði. Því fer víðs fjarri að hér sé um auðleyst mál að ræða. Það em fleiri flaugar en SS-20, sem Sovétmenn þurfa að íjarlægja. Að lokum verður að líkindum erfíðast að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ' eftirlit með framkvæmd sam- komulagsins. Em Sovétmenn fúsir til að heimila annarra þjóða mönnum að kanna það á vett- vangi innan Sovétríkjanna, að eldflaugar hafí verið teknar í sundur? Allir hljóta að fagna því, að fulltrúar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna ræða nú raun- vemlega fækkun á kjamorku- vopnum. Á hinn bóginn þurfa þeir, sem bera öryggi og stöðug- leika fyrir bijósti að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif brott- flutningur Evrópueldflauganna hefur. Frakkar em andvígir því, að allar bandarísku flaugamar séu Qarlægðar. Þeir telja, að til- vist fáeinna Pershing-2-flauga í Vestur-Evrópu sé nauðsjmleg áminning til Sovétmanna um að átök við ríkin þar geti kallað á beitingu bandarískra kjamorku- vopna; dregið sé úr fælingar- mætti kjamorkuvopna með því að fjarlægja bandarísku Evrópu- eldflaugamar. Hinn stórpólitíski lærdómur, sem unnt er að draga af sögu Evrópueldflauganna, er skýr: gangi iýðræðisríkin skipulega fram og af festu er unnt að þoka Sovétmönnum til samkomulags. Á þetta kann að reyna með öðr- um og nýstárlegri hætti á næstunni, ef sinnaskipti Gorbac- hevs em meira en orðin tóm og raunvemlegar brejd-ingar verða í afstöðu Kremlveija inn á við og út á við. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efndi til skattaráðstefnu 18. febrúar sl. Einn þeirra, sem erindi flutti á ráðstefnunni var John Nörregaard, hagfræð- ingur hjá OECD í París. Erindi hans er birt hér í heild: I. Inngangur Ég vildi fyrst af öllu þakka fyrir að vera boðinn til að sitja þessa ráðstefnu um skattakerfí og skatta- umbætur. Ég vona að mér takist að veita einhveijar upplýsingar sem komið geta að notum í umræðum um ykkar eigin umbætur í skatta- málum. Umræður um breytingar og um- bætur á skattakerfunum hafa mikinn forgang á stjómmálasviðinu í mörgum löndum, og umbætur í skattamálum eru í athugun í flest- um aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunar Sameinuðu þjóðanna, OECD. Eins og ykkur mun kunnugt hafa Bandaríkin nýlega komið á um- fangsmiklum umbótum á skatta- kerfí sínu, og sömu sögu er að segja frá mörgum öðrum löndum, svo sem Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bretlandi, V-Þýzkalandi, Svíþjóð og Dan- mörku. Og mörg ríki eru nú að undirbúa umbætur á skattakerfum sínum, eins og Japan, Holland, Belgía og Kanada. Þá eru sum lönd, til dæmis Svíþjóð og V-Þýzkaland, að kanna hvaða frekari umbætur komi til greina. Eins og sjá má er hér um að ræða mjög mikilsvert mál á al- þjóðavettvangi. Þessvegna er það sem stofnun mín - OECD - telur þetta mikið forgangsmál. Meginhlutverk OECD á þessu sviði hefur eðlilega verið alþjóðleg áhrif skattakerfa ein- stakra landa - og að fínna lausn á þeim mikla vanda sem stafar af tvísköttun milli landa. En á síðasta áratug hefur hlut- verk okkar orðið víðtækara á sviði skattamála þannig að við fylgjumst með þróun mála hjá hveiju landi fyrir sig - og í þeim nefndum OECD sem fíalla um skattamál er skipzt á skoðunum og hugmyndum á þessu sviði. í þessu sambandi vildi ég vekja athygli ykkar á bæklingi sem OECD gaf út í fyrra og nefnist „Personal income tax systems under changing economic conditions", þar sem fram kemur ítarleg lýsing á skattakerf- um OECD-ríkjanna, auk umfjöllun- ar um breytingar og umbætur á þessum kerfum og umræðna um markmið og vandamál tengd breyt- ingum á skattakerfum. Það sem ég vildi gera nú er að gefa almennt yfírlit yfír það sem gerzt hefur á alþjóðavettvangi á þessum áratug á sviði skattamála, og byija þá á grundvallarspuming- unni: Hversvegna hafa svo margar ríkisstjómir áhuga á umbótum á skattakerfum sínum - eða með öðr- um orðum: hvaða ástæður eru sagðar vera fyrir þessum breyting- um? Onnur spuming er: hvaða póli- tískar eða aðrar hömlur eru tengdar umbótum skattakerfanna? í þriðja lagi ætla ég að lýsa al- mennt hvað hefur í raun verið gert í aðildarríkjum OECD, það er að segja hvað er sameiginlegt við hin- ar ýmsu umbótaaðgerðir, og taka dæmi um aðgerðir einstaka landa. Að síðustu, ef tíminn lejrfír, vildi ég gjaman ræða stuttlega um mis- muninn milli landa - og ef til vill einnig sérstaklega um alþjóðleg áhrif skattaumbótanna í Banda- ríkjunum. II. Af hverju skattaumbætur? Fýrsta grundvallarspumingin sem þarf að svara er: Hversvegna hafa ríkisstjómir verið svo önnum kafnar við að koma á umbótum í skattakerfum sínum á þessum ára- tug? - Það er að segja: Hvaða ástæður eru sagðar vera fyrir breyt- ingum á skattakerfunum? Þessari spumingu má svara á margan hátt - en ef ég á að nefna eina grundvallarástæðu hlýtur hún að vera sú sívaxandi skattabyrði sem við höfum séð í svo til öllum OECD-ríkjum síðustu tvo áratug- ina. Tölfræðilegar upplýsingar stað- festa þetta: Milli áranna 1965 og 1985 jókst skattabyrðin í OECD-ríkjunum mæld sem hlutfallið milli heildar- skattheimtu og heildarþjóðarfram- leiðslu að meðaltali úr 27% í 37%. Að sjálfsögðu er þessi aukning mismunandi eftir löndum - og aukn- ingin hefur ekki verið jöfn milli ára, en þrátt fyrir þessi frávik er heildarmyndin skýr: Skattabyrðin hefur aukizt í öllum löndum. Flestar ástæðumar fyrir því að ríkisstjómir vilja umbætur í skatta- málum eiga rætur að rekja til þessarar grundvallarstaðreyndar. Þessar ástæður em venjulega flokk- aðar í eftirfarandi liði: nýtni eða hlutleysi, réttlæti eða sanngimi, og í þriðja lagi einfaldleiki. 1. Einfaldleiki Svo byijað sé á þriðja liðnum í flokkun ástæðnanna - þ.e. einfald- leika - hafa í flestum löndum fylgt stöðugri hækkun skattstigans síauknar skattaundanþágur til ákveðinna hópa eða manna, eða til sérstakra þátta þjóðarbúsins. Allar þessar undanþágur eða frá- hvörf geta átt rétt á sér þegar þær em teknar hveijar fyrir sig - og þær sýna vissulega að tilgangur skattakerfanna í dag er ekki ein- göngu að afla tekna fyrir ríkið. Meðal margra ástæðna sem geta legið að baki sérstakrar undanþágu frá sköttum má nefna félagsleg markmið, svæðisbundna uppbygg- ingu, örvun við aukinn spamað og hagvöxt og svo framvegis. En vandinn er sá að í sameiningu hafa allar þessar undanþágur skap- að mjög flókið kerfí. Skattakerfín em of flókin til að skattgreiðendur skilji þau og skattayfirvöld geti fylgt þeim á hagkvæman hátt. Þetta eykur kostnaðinn við skatt- heimtuna og opnar leiðina fyrir margbrotin undanbrögð í skatta- málum. Svo einn megintilgangur flestra ríkisstjóma hefur verið að gera skattakerfín einfaldari. 2. Hlutleysi og nýtni Hvað varðar hlutleysi og nýtni er hagfræðingum fullljóst að skattakerfí geta valdið röskun í efnahagslífínu - og haft í för með sér óhóflegar álögur eða óþarfa fíárhagstap. Hér skulu nefnd nokkur dæmi sem fram hafa komið í þessu sam- bandi: Ég býst við að flestir séu sam- mála um að miklar skattheimtur af launum sem fara yfír lágmark hafí slæm áhrif á efnahagsþróun- ina. Það getur verkað hvetjandi á skattgreiðendur að vínna minna eða stunda ólöglega" vinnu, sem ekki er skattlögð - og það getur dregið úr áhuga einstaklinga á að spara. Einnig hefur verið bent á að ákvæði um skattlagningu fyrir- tækja hvetji þau til að taka tillit til skatta en ekki hagkvæmni við ákvörðun um fjárfestingar eða end- umýjun. Það getur valdið óhag- stæðri fjármögnun og misnotkun fjármagns. Loks getur mikill munur á skatt- lagningu einstaklinga og fyrirtækja ráðið því hvort fyrirtækin verða einkafyrirtæki eða hlutafélög. Og skattlagning ágóða stuðlar að lán- tökum til að standa undir nýjum fjárfestingum. Á svipaðan hátt hefur verið bent á að margskonar skattaútgjöld - svo sem undanþágur frá sköttum fyrir ákveðna hópa skattgreiðenda eða fyrir ákveðna launaflokka sem allt eins mætti veita með beinum pen- ingagreiðslum - hafí slæm áhrif á ákvarðanatöku í efnahagsmálum og grafí undan skattstofninum án þess að koma nokkrum vemlega til góðs. Margar ríkisstjómir era því að reyna að gera skattakerfí sín hlut- lausari þannig að þau komi jafnt niður á öllum, og hafí minni áhrif á ákvarðanatökuna í efnahagsmál- um. 3. Réttlæti eða sanngirni Loks hefur spumingin um rétt- læti eða sanngimi skattakerfisins ráðið mjög miklu í öllum umræðum um umbætur í skattamálum. Skipting tekjuskattsbyrðar ein- staklinga er talin mjög óréttlát að því lejrti að einstaklingar með svip- aða greiðslugetu bera misháa skatta eftir því hvar þeir taka laun sín eða hvemig þeir ávaxta sparifé, og eftir neyzluvenjum þeirra - en þetta brýtur gegn reglunum um innbyrðis réttlæti þar sem segir að þeir sem hafí sömu tekjur skuli greiða sömu skatta. Og þessi mismunun veldur óánægju hjá skattgreiðendum og grefur undan skattasiðferði. Því er oft haldið fram að hag- stæðar skattaundanþágur - til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.