Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 22
22________________MORGUNBLAPIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987_ Er meiri þörf fyrir sérkennslu en bætta byrjendakennslu? eftirErlu Kristjánsdóttur Nú nýlega var helsta fréttaefni fjölmiðla deila sem snýst um það hvort réttmætt og löglegt hafí verið að segja einum af fræðslustjórum landsins upp störfum eða ekki. Fjallað var um málið á Alþingi og margir fundir hafa verið haldnir við húsfylli, því mál af þessu tagi vekja jafnan áhuga almennings. Það sama er þó varla hægt að segja um áhuga á skólamálum svona yfirleitt. Enda varla von því umræður um þau mál eru sjaldan málefnalegar, en snúast fremur um lág laun, kennaraskort, skólaleiða og nú upp á síðkastið um sérkenn- araþörf. En það er einmitt þess vegna að ég tek mér penna í hönd. Stuðnings- og hjálparkennsla fyrir böm sem eru illa talandi og ólæs flokkast víst undir sérkennslu. En er hægt að kalla það sér- kennslu, sem böm eiga lögum samkvæmt rétt á að fá. Það er, að hver nemandi í grunnskóla eigi að fá kennslu við sitt hæfi. Bendir þessi þörf á aukinni sérkennslu ekki til þess að eitthvað sé að? Eitt- hvað hafi farið úrskeiðis í byijenda- kennslunni? Er stefnuleysi í skólamálum? Ég hef í nokkur ár fylgst tölu- vert með skólamálum, rætt við skólafólk, safnað blaðagreinum og af einskærum áhuga og dálítilli for- vitni sótt ráðstefnur og fundi þar sem þessi mál hafa verið á dagskrá og komist að raun um að margir em óhressir með þá stefnu eða stefnuleysi sem þar kemur fram. Margir hafa með blaðaskrifum, lát- ið álit sitt í ljós, varað við og bent á leiðir til úrbóta. Þær ábendingar virðast þó sjaldan teknar alvarlega, því viðbrögð heyrast sjaldan. Þó kemur fyrir að snúist er til vamar þegar veija þarf kerfið. Hverjir eru misheppnaðir? Mig langar að benda á blaða- grein sem mér þótti athyglisverð og styðja það sem hér hefur verið sagt. Greinin britist í Morgunblaðinu 4. mars 1986 og er þar haft viðtal við Keith Humphrey en hann er breskur og var hingað fenginn til þess að veita ráðgjöf um fram- haldsnám fyrir _ sérkennara við Kennaraháskóla íslands. Þessi sér- fræðingur hélt því fram að um 20% íslenskra skólabama þyrftu á tíma- bundinni sérkennslu að halda. Hann talaði um mikla þörf á sérkennurum og aðaláhyggjuefnið virtist vera böm í áhættuhópum sem hann sagði að færu sífellt fjölgandi. Með- al annars vegna þess að íslenskir kennarar almennt kynnu ekki, hefðu ekki aðstöðu eða gætu ekki sinnt þeim sem skyldi. Einnig var hann þeirrar skoðunar að hópur þeirra nemenda sem ættu í stöðugri baráttu með að fylgjast með yrði sífellt stærri ef ekki yrði tekið í taumana og farið að taka tillit til nemandans. Hætta væri á að í framtíðinni stækkaði sá hópur bama og unglinga sem skólinn Erla Kristjánsdóttir „Sérkennaraþörfin er blekking, það sjá allir sem vilja. Það er meiri þörf fyrir betur upp- byggða byijenda- kennslu en að skapa þörf fyrir hjálpar- og stuðningskennslu, sem aftur kemur niður á þeim, sem sannarlega eiga rétt á sérkennslu. Þar á ég við fatlaða og þroskahefta.“ dæmdi „misheppnaða" og taldi hann að jafnvel þriðjungur nemenda væri dæmdur þannig. Þá átti hann við alla sem þyrftu á sérkennslu að halda. Mjög oft mætti rekja erf- iðleika nemenda sem falla á gmnnskólaprófi langt aftur í tímann, jafnvel allt til forskólans. Fannst honum ástandið hér svipað og í enskum skólum 1960—1970. Þá hefði rannsókn leitt í ljós að þeir sem hefðu staðið fyrir upp- þotum í kjölfar atvinnuleysis væm úr hópi þeirra sem dæmdir vom „misheppnaðir" í skóla og töldu sig ekki eiga viðreisnar von. Það sem hann taldi til ráða var að bæta menntun kennara og breyta hugar- fari gagnvart nemendum. Einnig birtist í sömu vikunni fréttatilkynning um námskeið í lestrarkennslu. Yfírskrift hennar var: „Yngri kennarar færast undan lestrarkennslu." Námskeiðið var haldið í Flataskóla á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis í samvjnnu við Kennarahá- skóla íslands. í tilkynningunni segir meðal annars: „Námskeiðið er upp- rifjun fyrir suma kennara en aðrir yngri kennarar virðast ekki hafa fengið nægjanlega æfingakennslu í lestri og hefur borið á því undan- fama 2 vetur að þeir hafa færst undan lestrarkennslu." — „Farið verður yfir allar gmnnhugmyndir lestrarkennslunnar og bent á þær leiðir sem em færar. Farið verður yfir hljóðaðferðina sem er leiðbein- andi gmnnar að öðmm lestrarað- ferðum, að mati þeirra sem standa að námskeiðinu. Þetta bendir óneitanlega til þess, að ekki sé nægum tíma varið til lestrarkennslunnar í KI. Margt er hægt að gera Sum böm koma illa talandi í skólann 6 ára. Jóhanna Eyþórsdóttir fóstra gerði ágætlega grein fyrir skoðun- um sínum um þetta og fleira sem viðkemur bömum í grein sinni, sem hún nefndi „Lengi býr að fyrstu gerð“ og birt var í Mbl. 5. febrúar sl. Þar segir Jóhanna meðal annars: „Foreldrar, fóstmr og kennarar verða að sameinast um að byggja gmnninn betur. Ekki bíða eftir að vandamálin hrannist upp og fá þá sérkennara og sérfræðinga til að bjarga málunum. Hún bendir á að góður undirbúningur fyrir skólana sé nauðsynlegur og í uppeldisáætl- un fyrir dagvistarheimili sé ekki nægileg áhersla lögð á málaupp- eldi. Jóhanna bendir einnig á ýmislegt sem hún telur að fóstmr geti gert og vekur athygli á hljóð- stöðumyndum Jóns Júl. Þorsteins- sonar kennara, sem hún telur hentugt kennslugagn fyrir fóstmr og bendir á að böm em hrifin af myndum og em fljót að læra með aðstoð þeirra. Ég tek undir þetta með Jóhönnu. Framlag til móðurmálskennslu Mér er ljúft að skýra í fáum orð- um frá menntun og starfi Jóns Júl. Þorsteinssonar. Auk kennara- menntunar aflaði hann sér við- bótarmenntunar. Nam hljóðfræði og framburð hjá dr. Bimi Guðfínns- sjmi við Háskóla Islands og var einn af þeim nemendum hans, sem réð- ust gegn hljóðvillu og flámæli með góðum árangri. Hann kynnti sér talkennslu í Noregi og var eftirlits- kennari í lestri við Bamaskóla Akureyrar, auk þess að hann starf- aði sem bamakennari allan sinn starfsaldur. Jón sótti flest námskeið í hljóðlestri sem haldin voru hér á landi og hélt sjálfur mörg lestrar- f Lokaorð mín um bílbelti eftir Guðmund Jóhannsson Mikið vatn hefur runnið til sjávar í töluðu máli um þvingunaraðgerðir til notkunar á bílbeltum og hafa ekki allir verið á eitt sáttir þar um og trúlega er verið að bera í bakka- fullan lækinn með því að legjga enn eitt orð í belg þar um. Eg hefi nokkrum sinnum áður tjáð mig um þetta, þar sem ég hef verið mót- fallinn þvingunaraðgerðum og er það enn. Hér verður fyrst og fremst um áhersluatriði að ræða frá fyrri skrifum sem ég vil leggja áherslu á. Ég hef jafnan tekið það fram, að það sé langt í frá að ég sé ein- hver andstæðingur beltanna sem slíkra, fyrir þá sem þau vilja nota, og ég minnist þess ekki að hafa séð í skrifum þeirra fáu, sem í sér hafa látið heyra og eru andvígir þving- unaraðgerðum, að þeir séu einsýnir í þeim efnum, þvert á móti held ég að allir telji og viðurkenni að bflbelt- in geti dregið í sumum tilfellum úr afleiðingum umferðarslysa og í öðr- um tilfellum komið í veg fyrir tjón á fólki. En þar með er ekki öll sag- an sögð, því með því að vera tjóðraður við bflinn er óvænta at- burði ber að höndum getur það valdið limlestingu, já eða dauðs- falli. Enginn getur sagt fyrirfram með hvaða hætti slys ber að hönd- um og með þetta í huga er ég mótfallinn þvingunaraðgerðum til notkunar bflbeltanna. Hvers eiga þeir að gjalda, sem kynnu að verða fyrir slíku óláni að verða örkumla eftir umferðarslys og rekja mætti afleiðingamar til þess að viðkom- andi var tjóðraður við bflinn að laganna boði. Hver er ábyrgur fyrir slíku? Árið 1928 var ákvæði um dauðadóm numið úr gildi í íslensk- um hegningarlögum. Ef refsi- ákvæði verða lögleidd og þeim beitt við því að nota ekki bflbelti getur það nánast í sumum tilfellum jafn- ast á við að dauðadómur sé upptek- inn að nýju, þó í öðru formi sé en áður var og við aðrar aðstæður. Sjálfsagt hefur margt verið skrif- að, sem ég hef ekki augum litið, en ég minnist þess ekki að hafa lesið nokkurt skrif frá talsmönnum valdbeitingarinnar, sem hafa hnigið í aðra átt en algjöra einstefnu, bflbelti og aftur bflbelti, svo ætla mætti að í þeirra augum séu bflbelt- in allra meina bót. En því miður er ekki svo vel. í flestum greinum sem ég hef lesið eftir höfunda í þessum hópi tala þeir mikið um hávaðaseggi, sem eru þeir aðilar sem ekki eru á sömu skoðun og þeir sjálfir. Þessi rök legg ég að sjálfsögðu til hliðar, því slíkar upp- hrópanir eru léttvægar og ekki mikið upp úr þeim Ieggjandi. I Morgunblaðinu laugardaginn 7. mars sl. voru hvorki meira né minna en 3 greinar frá hinum „hóg- væru“ talsmönnum refsinganna þar á meðal var grein frá fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs, sem svar til Sigurgeirs Jónssonar, fyrr- um hæstaréttardómara. Ekki er það ætlan mín að taka upp hanskann fyrir Sigurgeir, það gerir hann eflaust sjálfur ef hann telur grein- ina svaraverða. En að ýmsu leyti þótti mér athyglisvert að lesa þessa grein, því þar gætti bæði mótsagna og sleggjudóma. Greinin er flokkuð í sex athugasemdir og lokaorð. í athugasemd 1 segir: „Okkur er hins vegar ætlað lögum samkvæmt að fræða fólk um umferðarlög og vinna að bættum umferðarháttum í landinu." Já, þetta er bæði göfugt og mikið verkefni, en því miður virð- ist mér þessari stoftiun hafa orðið mjög lítið ágengt í þessu verkefni og kannski ekki nema von, því oft má ætla að forsvarsmenn þessarar stofnunar sjái fá önnur úrræði en notkun bflbelta og refsingu við að nota þau ekki. Þannig lokast þeir í einskonar fflabeinstumi, um notk- un bflbelta og refsingar. í annarri athugasemd segir: „Ég óttast að neikvæð skrif nokkurra Guðmundur Jóhannsson „Með því að vera tjóðr- aður við bílinn er óvænta atburði ber að höndum getur það vald- ið limlestingu, já eða dauðsfalli." manna að undanfömu hafi áhrif á afstöðu þingmanna." Annaðhvort . er að framkvæmdastjórinn hefur mátulega mikla trú á málflutningi sfnum og sinna eða hann telur þing- menn lausa í rásinni. Ég vil ekki gera þeim neinar getsakir og geng út frá því sem vísu, að þeir taki sínar eigin ákvarðanir, burtséð frá skrifum mínum og annarra. Þá seg- ir í sömu athugasemd: „Er ekki með öllu samviskulaust, að nú loks þegar hillir undir að lög um notkun bílbelta verði að veruleika skuii menn ryðjast fram á ritvöllinn til þess að reyna að koma í veg fyrir það.“ Ja, mikil er trú þín, kona, stendur þar og ekki verður sagt með sanni að framkvæmdastjórinn sé ekki viss í sinni sök. Því segir hann ekki þessum andófsmönnum bara að þegja, því þeir hafi ekki neinn rétt til að láta í ljósi skoðun sína. I fjórðu athugasemd segir: „Rétt er að aðeins hluti manna hefur notað beltin, jafnvel þótt lög hafi mælt svo fyrir um að þau skuli nota. Notkun hefur þó verið um 30 til 40% í þeim könnunum sem gerð- ar hafa verið á síðustu árum.“ En síðar kemur í sömu athugasemd að samkvæmt könnun Hagvangs séu 57,8% aðspurðra meðmæltir að sekta beri þá sem ekki nota bflbelti. Mér sýnist að hér fari ekki saman orð og athafnir eða allavega hafa þau 60—70%, sem ekki hafa notað bflbeltin verið spurðir um afstöðu þeirra til sektarákvæða. í sjöttu athugasemd ræðir fram- kvæmdastjórinn um slys í skóla- íþróttum og önnur íþróttaslys. Þetta er að sjálfsögðu mál útaf fyrir sig, sem væri full þörf á að taka til umfjöllunar og er á engan hátt til fyrirmyndar. Að kasta gijóti úr glerhúsi í sama blaði, 7. mars, er í Velvak- anda grein eftir Snorra Bjamason ökukennara. Honum lætur vel í munni að tala um hávaðaseggi. Mér sýnist bæði í hans skrifum, og ann- arra í hans skoðanahópi, að gengið sé útfrá því sem sjálfsögðum hlut, að ég eða þú lendi í árekstri og gerður er vísindalegur samanburð- ur á höggþyngd á því að detta ofan af 10 hæða húsi og lenda í árekstri á 90 km hraða. Sjálfsagt getur þetta staðist reikningslega, en skyldi einhveijum detta í hug að sekta mann, sem yrði fyrir því detta ofan af 10 hæða húsi? „En maður, líttu þér nær.“ Það skyldi þó ekki vera að eitthveiju sé ábótavant f ökukennslunni svona almennt séð og rekja mætti hin miklu og tíðu umferðarlagabrot til undirstöðunn- ar, að virða hinar almennu um- ferðarreglur. Snorri lýkur grein sinni með þeim orðum: „Það væri mjög þarft og nauðsynlegt að fá að heyra í þeim, sem slasast hafa, en hefðu sloppið betur, ef belti hefðu verið notuð." Það væri ekki heldur ófróðlegt í framhaldi af því að heyra hver var orsökin að slys- inu. Voru einhveijar umferðarregl- ur brotnar? Síðasta grein þessa laugardagsblaðs um þetta efni var yfirlýsing frá Mæju Heiðdal um reynslu hennar í umferðinni, þar sem hún telur að beltin hafi bjargað sér frá líkamstjóni eða dauða. Þetta getur verið meira en rétt hjá henni og er alveg í samræmi við það, sem ég hefi áður sagt, að beltin geti komið að gagni við ýmis skilyrði. En það vantaði bara framhaldið af yfirlýsingu Mæju. Hver var orsökin að þessu umferðaróhappi? Það er hinn stóri þáttur í umferðinni, sem ökumönnum gleymist oft, og það er að haga akstri eftir aðstæðum. Ég tel að Umferðarráð hafi ekki lagt krafta sína sem skyldi í að halda uppi áróðri fyrir að halda umferðinni innan þeirra marka svo viðhlýtandi megi teljast. Ég hef hér að framan stiklað á stóru og í raun er margt ósagt um þetta mál. Hins vegar tel ég víst, þegar ég er að ljúka þessum línum, 8. mars, að búið verði að afgreiða umferðarlagafrumvarpið þegar þær koma fyrir almenningssjónir, svo allt bendir til að þær nái ekki að „spilla" afstöðu alþingismanna í þessu máli, svo vonandi getur fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs sofið rólega yfir því. Ég geri því ráð fyr- ir að þetta verði mín lokaorð í þessum málaflokki. Höfundur er fyrrverandi lög- reglustjórí og fangelsisstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.