Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 23

Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 23
1- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 23 námskeið víða um land, meðal annars í Kennaraháskóla íslands 1965, en þá hafði hann fullgert myndir sínar sem hann kynnti á námskeiðinu. Mikill fengur þótti að myndunum en til útgáfu kom þó ekki hjá Ríkisútgáfunni. Þær þóttu of dýrar í prentun en þær eru lit- myndir í íjórum litum. Sparað var þá í byrjendakennslunni eins og nú. Það var svo ekki fyrr en 1983 að það tókst að koma þessu kennslu- efni út þegar stofnaður er minning- arsjóður um Jón sem hafði það að tilgangi að gefa út kennslugögn fyrir hljóðlestrartal og söngkennslu. Þetta er fyrsta verkefni sjóðsins og gefið út vegna áskorana. Ég veit að kennslugögn Jóns koma víða að gagni við lestrar-, tal- og söng- kennslu og margar góðar umsagnir hafa verið gefnar um þau. Ég leyfi mér að birta hér kafla úr umsögn próf. Halldórs Hall- dórssonar 1985. „Bókin hefir umfram allt hagnýtt gildi fyrir þá, sem nota hljóðlestrar- kerfið við kennslu, svo og erlenda menn, sem vilja kynna sér íslenska hljóðkerfið og íslenskan framburð. Ómetanlegt er að textar fylgja (í lestrarkennslu) á segulböndum og kemur það bæði vel íslenzkum böm- um og erlendum stúdentum, sem læra vilja skýran og fagran fram- búrð. Tekið skal fram að bókin er ekki sjálfstætt framlag til íslenzkr- ar hljóðfræði. Hún er hins vegar reist á fræðilegum rannsóknum íslenzkra vísindamanna, ekki síst dr. Björns Guðfinnssonar. Bókin á einnig stoð í tilteknum kennslu- fræðilegum kenningum um lestr- amám, hinni svokölluðu hljóðlestr- araðferð. Hún er því framar öllu kennslufræðilegt hjálpargagn, sem áreiðanlega kemur að miklum not- um. Hún er unnin af mikilli vandvirkni." Halldór segir að lokum að þetta sé frábært framlag til efl- ingar móðurmálskennslu. Svo einfalt o g auðvelt Sumir halda að hljóðstöðumynd- anir séu of fræðilegar og að erfítt muni vera að skilja þær. Svo er þó ekki. Höfundur hafði þetta um þær að segja: „Ég hef myndir mínar fallegar, einfaldar og skýrar, svo hvert bam skilji, þá skilja þær líka allir aðrir." Böm lærðu að lesa hjá Jóni á mjög skömmum tíma og sum tók það aðeins tvo til þrjá mánuði. Til gamans langar mig að birta kafla úr leiðbeinmgum Jóns með les- spjöldum hans sem kallast „Byij- andinn", en þær enda á þessum orðum: „Góðir kennarar, vemm öll samtaka um að ná sem bestum og ömggustum árangri í lestrinum. Til þess em margar leiðir. En hvaða leið sem við fömm, með hvaða að- ferð sem við kennum, þá skulum við sýna það í verki, að hvert meðal- greint og heilbrigt bam geti náð mikilli lestrarfæmi á sínu fyrsta lesári. Þótt það komi ólæst í skól- ann.“ Mætti ekki hugsa sér að Kenn- araháskóli íslands færi að kynna vel kennslugögn Jóns og sérstaka hljóðlestrarkennsluaðferð, þar sem hann kenndi sérhljóðana með söng. Lestrarkennslan er að flestra dómi, það sem allt annað nám byggir á. Byrjendakennslan er þýðingarmest Stærsta vandamál skólanna nú virðist vera vöntun á sérkennurum, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. En ekki er getið um hvers vegna svo er. Ég hef velt þessu fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera eitthvað mikið að í byijendakennslunni og ekki nægur vilji til að leysa málið frá gmnni. Það er tími til kominn að viður- kenna að verið er að velta vanda kennaranna yfir á bömin. Það má ekki viðgangast lengur. Við þurfum samvinnu til að leysa þetta mál, en ekki pólitíska tog- streitu. Það þarf opnar almennar umræður um það. Foreldrar, fóstmr og kennarar þurfa að samræma uppeldis- og skólastarfíð. Gefa öðr- um fordæmi og vinna sameiginlega að því að vekja ábyrgð og virðingu fyrir bömum og kenna þeim það sama. Sérkennaraþörfín er blekking, það sjá allir sem vilja. Það er meiri þörf fyrir betur uppbyggða byij- endakennslu en að skapa þörf fyrir hjálpar- og stuðningskennslu, sem aftur kemur niður á þeim, sem sannarlega eiga rétt á sérkennslu. Þar á ég við fatlaða og þroskahefta. Það er sagt að vegna lágra launa fari margir kennarar í önnur störf. En fara þeir ekki einnig í sérkennsl- una? En það bjargar varla byijenda- kennslunni þótt það bjargi buddunni. Hvað er til ráða? Mætti ekki hugsa sér að Kenn- araháskólinn færi að útskrifa sérmenntaða lestrarkennara fyrir byijendakennsluna sem e.t.v. gætu líka kennt söng, fengju góð laun, skiluðu góðum árangri og fengju bónus þegar þeir stæðu sig frábær- lega. Fóstmr og almennir kennarar sem hefðu áhuga á lestrarkennslu fengju að vera þeim til aðstoðar og lærðu sjálf um leið. Hvort sem breytingar gerðust á þennan hátt eða annan er ljóst að þær þurfa að gerast núna. Við höfum ekki efni á að láta fleiri böm og unglinga skaðast af misheppnaðri skóla- göngu, sem alltof oft leiðir til alvarlegra vandamála síðar. Að lokum, er ekki tími til kominn að samræma nám og meta að jöfnu störf fóstra og kennara, auk þeirra sjálfsögðu mannréttinda, að þeir sem aðrir fái laun sem hægt er að lifa af? Stjómvöld þurfa að gera eitthvað í þessum málum áður en í meira óefni er komið. Allt þjóðfélagið þarf líka að skilja að það í heild sinni tekur ábyrgð á bömum, því þau eru framtíð þess. Reykjavík, 23. febrúar. Höfundur er tœkniteiknari og er í kjördæmisráði Flokks nmnnsins í Reykjavík. Enn um bílbelti eftir Sigurgeir Jónsson Mig langar til þess að bæta fáein- um orðum við grein mína um bílbelti o.fl. frá 3. þ.m., sérstaklega vegna greinar Óla H. Þórðarsonar frá 7. þ.m. Ég skal reyna að þreyta ekki lesendur með löngu máli enda tæp- lega tilefni til þess. Við Óli Þ. Þórðarson erum nefnilega ekki eins mikið ósammála eins og ráða mætti af hans skrifi. í mínu skrifi kemur fram svo skýrt, að óþarfi er að misskilja, hvaða skoðun ég hef á ágæti bílbelta. Það gæti verið áherzlumunur en ekki grundvallar- munur á skoðunum okkar Óla Þ. í því efni. Ágreiningurinn er um allt annað. Hann er um frelsi og ófrelsi. Ég skal vera fyrsti maður til þess að viðurkenna, ekki aðeins rétt heldur einnig skyldu almannavaldsins til þess að takmarka athafnafrelsi landslýðsins varðandi athafnir sem valda eða geta valdið skerðingu á hagsmunum eða réttindum ann- arra. En jafn ákveðinn er ég í þeirri skoðun, að almannavaldið eigi ekki að skipa með lögum hegðun manna í einkalífi ef sú hegðun veldur hvorki skerðingu né hættu á skerð- ingu á hagsmunum einstaklinga eða samfélagslegum hagsmunum. Um þetta atriði tel ég allan þorra íslend- inga mér sammála hvað sem líður skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið á vegum Umferðarráðs, þó af viðurkenndum aðilum sé, á tíma sem Umferðarráð hefur valið. Hitt atriðið, sem skelfír mig og ég gerði grein fyrir í fyrri grein minni, er enn ein lagasetningin í andstöðu við þorra þjóðarinnar án öruggs möguleika til þess að fram- fylgja henni með harðri hendi og þær afleiðingar sem slíkt hefur fyr- ir virðingu landsmanna fyrir lögum og rétti. Tvö atriði verð ég að nefna í Sigurgeir Jónsson „En jafn ákveðinn er ég í þeirri skoðun, að almannavaldið eigi ekki að skipa með lögum hegðun manna í einka- lífi ef sú hegðun veldur hvorki skerðingu né hættu á skerðingu á hagsmunum einstakl- inga eða samfélagsleg- um hagsmunum.“ grein Óla Þ. Þórðarsonar þótt ég ætlaði ekki að fara að pexa við hana um einstök atriði greinar hans. Hann segir: „Við viljum að allir noti bílbelti ekki sumir eins og lögfræðingurinn lætur feitletra í grein sinni.“ Út af þessu verð ég að taka fram, að grein mín var ekki rituð til þess að beijast við hugsanir Óla Þ. Þórðarsonar eða einhverra sem hann kallar „við“ í grein sinni. Grein mín var hugsuð sem gagnrýni á lagafrumvarp, sem hlotið hefur samþykkti efri deildar Alþingis, og þar eru sumir skyldað- ir en ekki allir eins og kemur skýrt fram í frumvarpinu eins og það var lagt fyrir Alþingi og í sinni núver- andi mynd. Hugsanir Óla Þ. Þórðarsonar og félaga hans um þetta eru málinu óviðkomandi nema hann fái einhvern háttvirtan al- þingismann til þess að flytja breytingartillögu í þá átt sem hann segir vilja sinn hníga að. Þá segir greinarhöfundur að ætla megi að við höfum misst 30—40 mannslíf frá 1981 af því að viður- lög vantaði vegna brota á bílbelta- reglum. Líklega meinar hann þetta í alvöru. Það hefur þá væntanlega enginn slasast eða dáið vegna of hraðs aksturs eða ölvunar við akst- ur svo dæmi séu tekin. Þar vantar ekki viðurlögin. Ég held að notkun bílbelta væri orðin miklu algengari en raun er á ef áróðurinn fyrir því hefði verið hógværari og málefna- legri en hér hefur verið, t.d. laus við fullyrðingar á borð við þá sem hér greinir. Áróðurinn til þessa hef- ur oft líkst meira boðun nýrra trúarbragða meðal frumstæðra heldur en rökræðum eða dreifingu þekkingar til hugsandi fólks. Úr því að margnefnd grein Óla Þ. Þórðarsonar varð tilefni þessa síðara skrifs míns vil ég ekki skilja við málið án þess að þakka honum vinsamleg orð í minn garð í niður- lagi greinar hans. Geri ég það hér með. Höfundur er lögfræðingur, fyrr- um bæjarfógeti íKópavogi og fyrrverandi hæstaréttardómari íslenskar Brmiður! - því það er stutt ár bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.