Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 28

Morgunblaðið - 11.03.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Atlantshaf sf lugið; 5,9% fækkun farþega 1986 Genf, Reuter. ' * FARÞEGUM á flugleiðinni yfir Atlantshaf fækkaði i fyrra um 5,9% og urðu samtals 19,7 millj- ónir. Stöðug árleg aukning hafði verið í farþegaflugi yfir Atlants- hafið frá því 1974 og árið 1985 voru farþegar á leiðinni 21 millj- ón. Alþjóðasamtök áætlunarflugfél- aga (IATA) birti í gær tölur yfir farþega 48 flugfélaga, sem fljúga áætlunarflug yfir Atlantshafið. í samtökunum eru 151 flugfélag og er hlutdeild þeirra í vöru- og far- þegaflugi í heiminum nálægt því að vera 75%. Fulltrúar IATA sögðu tvær að- alástæður fyrir samdrættinum, annars vegar veik staða dollarans og hins vegar hræðsla við hryðju- verk. Þeir sögðu útlitið ekki slæmt nú og væri ástæða til bjartsýni um aukningu á þessu ári því 6,7% aukn- ing hefði orðið í farþegaflutningum á Atlantshafsleiðinni í nóvember og desember 1986 miðað við sömu mánuði ársins áður. Sameinuðu þjórðirnar: Bílstjóri sendi- herra kókaínsali New York, AP. BÍLSTJÓRI sendiherra Norð- manna hjá Sameinuðu þjóðunum seldi kókaín eftir vigt í Lincoln Continental-bifreið yfirmanns síns, að því er bandarísk yfirvöld greindu frá í gær. Rolando A. Vicerra var hand- tekinn síðdegis á miðvikudag í miðborg Manhattan, þar sem hann var á leið til dulbúinna lögreglu- þjóna til að afhenda þeim 400 grömm af kókaíni, að sögn yfir- valda. Vicerra er Filippseyingur og var hann með tveimur öðrum mönnum í bifreiðinni þegar hann var hand- tekinn, að sögn Roberts Strang, talsmanns bandarísku fíkniefnalög- reglunnar. Hann sagði að bfllinn hefði sendiráðsnúmer, en mennimir tveir hefðu ekki notið friðhelgi stjómarerindreka. Að sögn Strangs er Tom Vraals- en, sendiherra Norðmanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ekki flæktur í málið og gildir það sama um starfslið hans og norsk stjómvöld. Lögregluþjónar fóm undir fölsku flaggi í sex mánuði til að veiða Vicerra í net sitt. Sagði Strang að hann hefði reynt að fá þá til að kaupa af sér eitrið á umráðasvæði Sameinuðu þjóðanna til að forðast eftirlit lögreglu, en útsendaramir hefðu neitað. Lögreglan telur að Vicerra hafí að mestu leyti stundað viðskipti sín í bifreið sendiherrans. A tök í Bangladesh Til mikilla átaka kom i gær í Dacca, höfuðborg Bangladesh, er lögreglumenn reyndu að koma i veg fyrir að námsmenn jarðsettu einn leiðtoga sinna, er látist hafði í sprengingu í fyrrinótt. Tveir aðrir námsmenn létust í sömu sprengingu og sex eru alvarlega slasaðir. Er lát stúdentaleiðtogans spurðist út sprengdu námsmenn mörg hundruð sprengjur um allt landið, á sama tíma og fram fóru mótmælaaðgerðir sem upphaflega áttu að vera gegn hækkun á fargjöldum, en snerust upp í mótmæli gegn ríkisstjóm Hossain Mohammad Ershad, forseta. Mótmælaaðgerðirnar fóm víða úr böndum og er talið að a.m.k. 3 hafi látist og fjöldi manns slasast í þeim. Laos: Sprengt 12 klst. fyrir komu Shevardnadze Björgunarmenn draga vörabifreið, sem var um borð í Herald of Free Enterprise, upp úr hafinu. í baksýn getur að líta herskip sem sér til þess að óviðkomandi haldi sig í hæfilegri fjarlægð. h Bangkok, Reuter, AP. OFLUG sprenging varð í sov- ésku menningarmiðstöðinni í höfuðborg Laos, Vientiane, snemma á mánudagsmorgun, 12 klukkustundum áður en von var á Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, þangað. Einn maður lést og annar slas- aðist alvarlega að því er haft er eftir ónefndum heimildarmönnum í Laos. Japanska fréttastofan, Kyodo, sagði í gær að sprengjan hefði í raun verið stillt þannig að hún springi 12 klukkustundum síðar. Ekki er vitað hver kom sprengjunni fyrir, en árið 1982 sprakk sprengja í menningarmið- stöðinni og þá var fjöldi manna handtekinn, sakaður um gagn- Feijuslysið við Zeebrugge: Bj örgunaraðgerðir munu taka þrjár vikur Zeebrugge, London, Reuter, AP. BJÖRGUNARMENN í Zee- bmgge vonast til að unnt verði að koma feijunni Herald of Free Enterprise aftur á réttan kjöl á þremur vikum. Belgískir emb- ættismenn sem vinna að rann- sókn á orsökum slyssins sögðust í gær búast við að niðurstaða myndi liggja fyrir eftir tæpan mánuð. Hans Walenkamp, starfsmaður fyrirtækisins Smit Tak Intematio- nal, sem annast björgunaraðgerð- imar, sagði á fréttamannafundi að 32 taugar yrðu festar í kinnung skipsins og síðan yrði þess freistað að rétta feijuna af með öflugum krönum. Þegar lokið hefur verið við að rétta skipið af verður sjó dælt úr því og það dregið til hafnarinnar í Zeebrugge. Undirbúningur þess- ara aðgerða er þegar hafínn. Peter Ford, forstjóri Townsend Thoresen fyrirtækisins, sem gerir út feijuna, sagði að unnið væri að því að ná líkum þeirra sem fórust úr feijunni en það væri í senn erfítt og hættu- legt. 18 lík voru í gær flutt frá Zeebrugge til Dover. Talið er að 134 hafi farist í slysinu á föstudags- kvöld og er lík 81 manns enn um borð í feijunni. Mike Ridley, starfs- maður Townsend Thoresen, kvaðst ekki telja að björgunarmönnum myndi takast að ná hinum látnu út úr feijunni. Kafarar ættu mjög erfítt með að athafna sig og líkast til yrði ekki unnt að ná hinum látnu fyrr en feijan hefði verið rétt af. Björgunarmenn hafa náð 106 tunnum með ýmsum efnum á land en fullyrt hefíir verið að eiturefni hafí verið í tunnum um borð í flutn- ingabílum í feijunni. Yfírvöld í Belgíu skýrðu frá því í gær að 61 tunna með blásýrublöndu hefði enn ekki fundist. Net hefur verið strengt yfír stefnisdyr skipsins til að koma í veg fyrir að fleiri tunnur sleppi út. Verkfræðingur hjá fyrirtækinu sem smíðaði Herald of Free Enter- prise sagði í gær að feijan hefði ekki verið búin ljósum í brúnni sem sýna ef stefni skipsins er opið. Sagði hann að slíkum viðvörunarbúnaði hefði verið komið fyrir í fjórum feij- um í eigu Townsend Thoresen fyrirtækisins á síðasta ári. byltingarstarfsemi. kemur hann til Víetnam þar sem í gær ræddi Shevardnadze við hann mun dvelja þar til á föstu- ráðamenn í Kambódíu og í dag dag. Gervifrj óvgnn f or- dæmd af páfagarði Páfagurður, AP. KAÞOLSKA kirkjan kynnti í gær í páfagarði viðhorf sín varðandi gervifijóvgun og varaði við hin- um ófyrirséðu og hættulegu afleiðingum sem slíkt gæti haft. Fordæmt var að konur gengju með önnur börn en sín eigin og einnig hvers konar tilraunir með „glasaböm" og lifandi fóstur. „Við erum fylgjandi vísindaleg- um rannsóknum, en vísindin eru ekki neinn óvéfengjanlegur sann- leikur, öllu öðru æðra og sem fóma verður öllu fyrir, jafnvel mannlegri reisn", sagði Joseph Ratzinger, kardináli, er hann kynnti viðhorf kikjunnar. Þar kom fram að páfa- garður álítur svokallaða „fóstur- banka“ ólöglega, en telur að vinna eigi áfram að rannsóknum á því hvemig hægt sé að aðstoða hjón er ekki hafa getað eignast bam. Sérstök nefnd samdi 40 blaðsíðna slq'al þar sem þessi viðhorf koma fram og var haft fullt samráð við Jóhannes Pál páfa II á öllum stigum vinnslunnar. Að undanfömu hafa orðið örar tæknilegar framfarir varðandi gervifijóvgun, var skjalið því samið til að svara ótal sið- fræðilegum spumingum sem vaknað hafa og er það talið eitt það merkasta sinnar tegundar síðan Páll páfí VI bannaði getnaðarvamir í umburðarbréfí árið 1968. Allir er játa kaþólska trú eiga að fylgja þessum fyrirmælum, og stofnanir reknar af kirkjunni einnig, annað er álitið synd. Rússar undirbúa tilraunasprengju Moskvu, AP. Bandarískir vísindamenn, sem verið hafa við skjálftamælingar í Sovétríkjunum, hefur verið sagt að slökkva á tækjum sínum og þykir það benda til þess að Sovét- menn undirbúi að sprengja kjarnorkusprengju i tilrauna- skyni. Vísindamennimir hafa aðsetur í grennd við helzta tilraunasvæði Sovétmanna í Semipalatinsk í Kaz- akhstan. Sovétmenn sprengdu tilraunasprengju á svæðinu 26. fe- brúar sl. og var vísindamönnunum skipað nokkmm dögum áður að slökkva á tækjabúnaði sínum, sem hefði getað gert mjög nákvæmar mælingar á sprengingunni og styrk sprengjunnar. Óljóst er hvenær vísindamennim- ir fá að kveikja á tækjum sínum aftur en þeim hefur verið heimilað að setja upp fullkomnari tækjabún- að við Karasu, sem er 400 kflómetra suðaustur af Semipalatinsk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.