Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Hver næst? Eldlínan hans Jóns Óttars hélt að þessu sinni vöku fyrir undir- rituðum en Jón fjallaði um vændi á íslandi. Persónulega fannst mér þátt- ur þessi full groddalega auglýstur í dagblöðunum. Nóg um það, eftirfar- andi myndskot héldu fyrir mér vöku: Jón ræddi við unga stúlku er hafði orðið fyrir þeirri ógæfu að ánetjast dópinu og valdi hún eina af þremur færum leiðum til fíkniefnakaupa — vændið. í frásögn stúlkunnar kom fram að hún hafði aðallega sinnt giftum viðskiptavinum á aldrinum 50-60 ára ... þar á meðal voru ýms- ir háttsettir menn og alþingismenn. Ég hrökk við, gat það verið að virðu- legir alþingismenn er eiga að gæta laga og reglna í samfélagi voru not- færðu sér neyð barnungs eiturlyfya- neytanda? Hvar eru allir rannsóknar- blaðamennimir? I Bretlandi og Bandaríkjunum er miskunnarlaust flett ofan af siðspilltu lífemi þing- manna og ráðherra. Hér hafa menn hingað til lifað í vemdaðri veröld ríkisfjölmiðianna og flokksblaðanna er hafa sveipað æðstu valdamenn helgiljóma. Það er greinilegt að for- svarsmenn fyrstu einkasjónvarps- stöðvarinnar ætla sér ekki að hlífa séra Jóni. Þá ræddi Jón við unga konu er hafði upplifað hryllilegt kynferðislegt ofbeldi á heimili sínu: Pabbi misnot- aði mig og systur mína frá átta ára aldri og þegar málið var opnað kom i ljós að hann hafði einnig misnotað bróður minn... Ég hafði ætlað að fremja sjálfsmorð þegar ég sá þátt- inn um kynferðislega ofbeldið hér á Stöð 2 og þá ákvað ég að kæra hann þar sem hann var að misnota systur mína en hann hafði rotað hana... eitt sinn sneri hann svo uppá fætur mína að ég gekk úr augnakörlunum, ég kvartaði en enginn tók mark á mér... ég var orðin úrkula vonar um hjálp, að enginn myndi trúa mér, þar til þessi þáttur kom í sjón- varpinu. Svo mörg voru þau orð og segiði svo að hin frjálsa ijölmiðlun geti ekki breytt samfélaginu, það er að segja ef djarfhuga einstakling- ar á borð við Jón Óttar Ragnarsson sitja þar við stjómvölinn, en ekki veitir af að ýta við hinu stirðnaða embættismannakerfi er hingað til hefir nánast haldið vemdarhendi yfir kynferðisglæpamönnunum. Hvað til dæmis um „pabbann" er stúlkan lýsti? Hér er á ferðinni mjög hættu- legur einstaklingur er hefir framið þann svívirðilegasta glæp er hugsast getur og sennilega eyðilagt líf fjölda saklausra mannvera. Slíkt varmenni á ekki skilið hina minnstu samúð og ætti aldrei að sjást framar í mann- legu samfélagi. Móðirin er líka sek þótt mál hennar sé annars eðlis. í símatíma Páls Þorsteinssonar f gær var lagt til að birtar væru myndir af glæpamönnunum til að vemda nágrannana og ættmennin: En eiga þessir menn ekki bágt sagði Páll — verðum við ekki fyrst að reyna að hjálpa þeim í kristilegum anda? Ann- ar hlustandi: Mér fínnst lítið rætt um hvemig ætti að hjálpa fómar- lambinu, það er alltaf rætt um hvemig á að hjálpa ofbeldismannin- um. Ég er innilega sammála hlust- andanum: Setjið ykkur í spor bamsins er lifir í stöðugum nagandi ótta við pabbann árum og áratugum saman og eyðileggur svo máski líf eiginmannsins og sinna eigin bama síðar meir. Setjið ykkur í spor þessa litla saklausa, umkomulausa bams er það liggur eitt og yfirgefið eftir nauðgunina og þá munið þið ekki blaðra hugsunarlaust um kristilega fyrirgefningu því hvert eiga þeir að snúa sér er búa með djöflum Helvítis? Að lokum vil ég minna á ummæli Jóns Oddssonar lögmanns í Eldlín- unni: Þessir kynferðisglæpir em næsta árvissir. Þessir menn sitja inni svona í tvo mánuði og svo byija þeir aftur. Ég sé fyrir mér þennan stóra hóp bama og unglinga er verða fyr- ir Ttnrn Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Stöð tvö Edda Guðmundsdóttir í Opinni línu ■■■■ Klukkan átta í 00 kvöld sér ““ Bryndís Schram um þattinn Opin lína. Gest- ur hennar í kvöld verður Edda Guðmundsdóttir, for- sætisráðherrafrú Islands. Fjallað verður um þann starfa að vera eiginkona forsætisráðherru, hvað því fylgir, kostir og lestir. Sérstaklega verður fjall- að um kynni hennar af hverskonar stórmenni utan úr heimi, ekki síst í ljósi Reykjavíkurfundarins hér á síðasta ári og opinberrar heimsóknar forsætisráð- herrahjónanna til Moskvu nú fyrir skemmstu. Þó svo að ekki sé það viðurkennd staða að vera forsætisráðherrafrú má ljóst vera að hún getur verið allt eins erilsöm og staða eiginmannsins. Hér má sjá þær stöllur Raisu Gorbachovu og Eddu Guðmundsdóttur, þegar þær heimsóttu Arnastofnun í október siðastliðnum. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 11. mars 6.46 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesn- ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Mamma í upp- sveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundur les (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 9.46 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Óskastundin. Umsjón: Helga Þ. Stephensen. 11.00 Fréttir 11.03 íslenskt mál Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Guörún Kvaran flytur. 11.18 Morguntónleikar: a. Píanókonsert í fís-moll eftir Alexander Skrjabin. Vladimir Ashkenazy leikur meö Filharmoníusveit Lund- úna; Lorin Maazel stjórnar. b. Fantasía op. 11 fyrir píanó og hljómsveit eftir Gabriel Fauré. Alicia de Larrocha leikur með Fílharmoníusveit Lundúna; Rafael Fruhbeck de Burgos stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 i dagsins önn — Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guöjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán Islandi. Indriöi G. Þorstein- son skráöi. Sigriöur Schiöth les (13). 14.30 Segöu mér aö sunnan. Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suörænum slóöum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þóröardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.16 Veöurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Fréttir 17.03 Síðdegistónleikar a. Partita i D-dúr eftir Georg Philipp Telemann. Narciso Yepes og Godelieve Mond- en leika á gitar. b. Malagu- ena op. 165 eftir Isaac Albeniz. Narciso Yepes leik- ur á gítar. c. Konsertinó i a moll op. 72 fyrir gitar og hljómsveit. Narciso Yepes leikur meö Sinfóníuhljóm- sveit spænska sjónvarps- ins, Odón Alonso stjórnar. 17.40 Torgiö — Nútimalifs- hættir. Umsjón Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. Fjölmiöla- rabb. Gunnar Karlsson flytur. Tónleikar. 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Aö tafli. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Létt tónlist. 21.20 Á fjölunum. Þáttur um starf áhugaleikfélaga. Um- sjón: Haukur Ágústsson. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 21. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 11. mars 18.00 Úr myndabókinni — 45. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir Sólveig Hjaltadóttir. 19.00 Hver á að ráöa? (Who’s the Boss?) Nýrflokkur — Fyrsti þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur um einstæöan fööur sem tekur að sér eldhús- störfin fyrir önnum kafna móöur. Aöalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Kath- erine Helmond sem lék Jessicu í Lööri. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 18.30 Spurt úr spjörunum — Sjötti þáttur. Spyrlar: Ómar Ragnarsson og Kjartan Bjargmundsson. Dómarar: Baldur Her- mannsson og Friðrik Ólaís- son. 20.00 Fréttir og veöur 20.36 Auglýsingar og dagskrá 20.40 I takt viö timann Blandaöur þáttur um fólk og fréttnæmt efni. 21.30 Leiksnillingur (Master of the Game) Annar þáttur. Bandariskur framhaldsmyndaflokkur f sex þáttum, geröur eftir skáldsögu Sidney Sheld- ons. Aöalhlutverk: Dyan Cannon, Harry Hamlin, lan Charleson, Donald Pleas- ence, Cliff De Young og Cherie Lunghi. Þetta er ættarsaga sem spannar eina öld. I fyrstu þáttunum er fylgst meö ættfööurnum sem auögast á demöntum i Suöur-Afríku. Ung aö árum tekur Kate, dóttir hans, viö fjölskyldufyr- irtækinu og stjórnar því meö haröri hendi um sjötíu ára skeiö. Þýöandi Guöni Kolbeins- son. MIÐVIKUDAGUR 11. mars § 17.00 Nokkurs konar hetja (Some Kind of Hero). Bandarisk kvikmynd meö Richard Pryor, Margot Kidd- er og Ray Sharkey í aöal- hlutverkum. Ungur maöur notar kímnigáfuna til aö halda í sér lífinu þegar fer að halla undan fæti. Endur- sýning. § 18.30 Myndrokk. 19.00 Viökvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.000pin lína. Á milli kl. 20.00 og 20.15 gefst áhorf- 22.40 Sjötta skilningarvitiö — Endursýning s/h Fyrsti þáttur — Spásagnir Myndaflokkur um dulræn efni i sex þáttum frá 1975. í fyrsta þætti er fjallaö um tilhneigingu manna til aö skyggnast inn í framtíöina meö lófalestri, stjörnuspám og fleiri spásagnaraöferö- um, fornum og nýjum. Margrét Ásgeirsdóttir les i lófa og rætt er viö ritstjórana Matthías Johannessen og Svavar Gestsson. Umsjón- armaöur Jökull Jakobsson. Stjórn upptöku: Rúnar Gunnarsson. 23.35 Fréttir i dagskrárlok endum Stöövar 2 kostur á að hringja í síma 673888 og bera upp spurningar. 20.20 Bjargvætturin. (Equ- alizer). Manni er rænt og hótaö dauöa en þá skerst Bjargvætturinn í leikinn. §21.10 Húsiö okkar. (Our House). Bandarískur fjöl- skylduþáttur. § 22.00 Wilson. Darryl F. Zanuck, stofnandi 20th Century Fox, framleiddi þessa mynd, sem fjallar um ævi Woodrow Wilson, fyrr- um forseta Bandarikjanna. Myndin lýsir vel hugsjónum forsetans og pólitísku ástandi millistríðsáranna. Aöalhlutverk: Alexander Knox, Charles Coburn, Ger- aldine Fitzgerald. § 00.26 Tiskuþáttur. Umsjón- armaöur er Helga Bene- diktsdóttir. 00.50 Dagskrárlok. sálm. 22.30 Hljóö-varp Ævar Kjartansson sér um þátt í samvinnu við hlust- endur. 23.10 Djassþáttur Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 11. mars 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meöal efnis: Plötupotturinn, gestaplötusnúöur og get- raun um íslenskt efni. 12.00 Hádegisútvarp meö fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliöur. Þáttur í umsjá Ólafs Más Björnssonar. 16.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varsson kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiöbjört Jóhannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Þáttur í tali og tónum í umsjá Ernu Arnardóttur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Tónllstailcvöld Ríkisútvarps- ins (Útvarpað um dreifi- kerfi rásar tvö). 20.30 Minningartónleikar um Björn Ólafsson. (Hljóö- ritun frá tónleikum í Bú- staðakirkju 26. f.m.) Strengjasveit leikur. Stjórn- andi og einleikari: Guöný Guömundsdóttir. a. Divertimento í D-dúr eftir W.A. Mozart. b. Fiðlukonsert i E-dúr eftir J.S. Bach. c. Adagio fyrir strengi eftir Samuel Barber. d. Simple symphony eftir Benjamin Britten. Kynnir: Siguröur Einarsson. 21.46 Erik Berchot leikur á tónleikum í Norræna húsinu 22. febrúar sl. a. Impromptu op. 51 nr. 3 í Ges-dur, Sónötu op. 35 nr. 2 í b-moll og Scherzo op. 31 nr. 2 í b-moll eftir Fréderic Chopin. b. 12 prelúdíur úr bók II eft- ir Claude Debussy. Kynnir: Anna Ingólfsdóttir kynnir. 23.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 24.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Héöan og þaðan. Frétta- menn svæöisútvarpsins fjalla um sveitarstjórnarmál og önnur stjórnmál. MIÐVIKUDAGUR 11. mars 07.00—09.00 Á fætur meö Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blööin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskriftir og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast meö því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla viö fólk. Fróttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á róttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegispoppið og spjall- ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síödegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur viö sögu. 19.00—21.00 Hemmi Gunn í miöri viku. Létt tónlist og þægilegt spjall eins og Hemma einum er lagið. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á miövikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá f umsjá Arnars Páls Haukssonar frétta- manns. 24.00—07.00 Naeturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veöur. ALFA KriatUef FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 11. mars 8.00 Morgunstund: G orö og bæn. 8.16 Tónlist. 13.00 Tónlistarþáttur r lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.